Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT Hvað er að gerast í þeim málum
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Löve 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
08.11.2006 at 03:05 #198915
Ég veit að ég hef rætt þetta áður. Vil bara ekki að þetta málefni tínist.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.11.2006 at 08:47 #567220
Á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8287:1y88p2zm]þessum þræði[/url:1y88p2zm] er komið inn á margt sem snertir arftaka NMT.
Mér sýnist stefna í að það verði ekkert eitt kerfi sem komi í stað NMT. Það er verið að setja verulega fjármuni (frá sölu Símans) í að efla GSM kerfið, til þess að þjóna ferðamönnum betur. Það virðist þó ekki líklegt að það kerfi ná jafnvel til hálendissins og NMT gerir, þó það verði líklega mun skárra en Tetra eða CDMA450, sem höfða til miklu minni og sérhæfðari notendahóps.
Ég hef kosið að koma mér upp búnaði til fjarskipta á MF og HF (miðbylgju og stuttbylgju). Með radíoamatör leyfi þá er hægt að ná sambandi hvar sem er, svo til hvenær sem er. Það enginn rekstarkostnaður samfara því að nota amatör tíðnir.
[url=http://www.ira.is/islensk.html:1y88p2zm]Íslenskir radíóamatörar[/url:1y88p2zm] munu halda námskeið og próf vegna amatörleyfis eftir áramót. Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við ritara félagsins, Hrafnkel Eiríksson ( he_hjá_klaki.net).
-Einar TF3EK
09.11.2006 at 09:08 #567222Tek undir með EIK. Frá því að slökkt var á hlustun í Gufunesi fyrir rúmum áratug hafa öyggismál ferðamanna sem ferðast utan alfarleiða verið okkur Íslendingum til háborinnar skammar.
NMT náði aldrei þeirru landsdekkun sem stefnt var að (þegar vöktun var hætt í Gufunesi til að "ýta" mönnum inn í NMT kerfið) og svo virðist sem arftakar þess muni verða mun takmarkaðri en NMT hvað útbreiðslu varðar.
Ég fagna aukinni uppbyggingu á VHF og sértaklega ef auka á vöktun endurvarpanna en tel það alltaf verða með of miklum skuggasvæðum fyrir minn smekk til að geta kallast öryggistæki um "allt landið". VHF verður þó líklega okkar aðal samskiptatæki í ferðum og mun duga mörgum. VHF stöð á einfaldlega að vera í öllum bílum.
Ég tók þann kost fyrir ári að kaup Iridium gerfihnattasíma eftir að vera einbíla næstum heilan dag án NMT sambands á svæði sem merkt er með þokkalegt NMT sambandi á korti símans. (já NMT síminn minn er í lagi, loftnetið líka).
Iridíum er rándýrt, símin kostar 150.000, fast mánaðargjald er 2.400 og talgjald er næstum 100 kr. mínútan.
Ég hef nú kosið að setja SSB (HF) stöð í minn bíl, sé það sem backup á VHF kerfið og öll hin. Mun losa mig við Iridium ef reynslan sýnir að ég nái alltaf til byggða með þessum búnaði (GSM, VHF, HF). Svo fæ ég mér Tetra, 450 kerfið frá Símanum og etv fleira svona til að setja meira krem á kökuna og halda dótastuðlinum í lagi.
Þeir sem taka amatörleyfi fá mikla möguleika í samskiptum, ég fór á amatör námskeið og tók mitt leyfi aðallega vegna þessrar öryggisóvissu í fjarskiptamálum, vildi kanna nýjar leiðir.
Radíóamatörar eru í raun með mikla vöktun á HF, svona rétt eins og gamla Gufunesvöktunin. Með amatörlefyi og amatörstöð er líklega hægt að bjarga sér með samband til byggða hvenær sem er og hvar sem er á landinu. Ef ekki innnanlands, þá með samböndum við erlenda aðila (amatöra og etv fleiri) sem hafa vöktun á HF í kringum okkur.
Ég hvet alla tæknisinnaða til að fara á Amtörnámskeiðin sem EIK segir frá. Þetta eru 14 kvöld, tvö kvöld í viku og svo próf. Fyrirlesarar eru góðir og námskeiðið hið skemmtilegasta. Þeir sem kunna smávegis í rafmagnsfræðum fara létt í gegnum þetta með smá heimavinnu. Þeir sem kunna ekkert í rafmagnsfræðum fara í gegnum þetta með aðeins meiri heimavinnu.
Á heildina litið má segja að eftir því sem radíóamatörum á fjöllum fjölgar, þá eykst öryggi okkar allra.
með fjarskiptakveðju
Snorri
R16 og TF3IK
09.11.2006 at 09:27 #567224Hef nefnt þetta áður, en er ekki grundvöllur fyrir 4×4 að gangast fyrir fjarkennslu á amatörnámskeiði, svo við hinir sem búum fjarri borg óttans getum nálgast amatör réttindi ?
09.11.2006 at 09:38 #567226Þetta er áhugaverð humynd. Fleiri virkir radíóamatörar úti á landi er einmitt það sem okkur vantar helst !
Ég skal ræða þetta við þá sem halda námskeiðin.
Í rauninni er hægt að læra þetta sjálfur uppúr námsefni sem gefið er út og koma svo í prófið. Mæta kannski í síðustu tímana þar sem rifjað er upp og farið yfir gömul próf.
Skoðaðu
[url=http://www.ira.is:35jcopzx][b:35jcopzx]www.ira.is[/b:35jcopzx][/url:35jcopzx]
Veldu "íslensk síða" og svo "náms og fræðsluefni"Þar er fullt af fræðsluefni, þar á meðal námsefni til nýliðaprófa og jafnvel sýnishorn af gömlum prófum.
Ath, prófin eru tvö, annað er úr reglugerðum og hitt er úr fjarskiptafræðunum.
Á síðasta námsekiði voru nokkir frá björgunarsveitum sem vildu styrkja sig í fjarskiptafræðum. Þeir sem eru í björgunarsveitum ættu að kanna það.
Snorri
R16 og TF3IK
09.11.2006 at 14:21 #567228Kannski í framhaldi af þessu. Hefur einhver á vegum klúbbsins, þ.e. stjórn eða fjarskiptanefnd, farið þess formlega á leit við einhvern aðila, t.d. Neyðarlínuna, að þar verði tekinn upp hlustun á "Gufunes" stöðvarnar.
kv.
Eiríkur
09.11.2006 at 19:44 #567230Best að setja feitt strik yfir ýmislegt sem sagt hefur verið áður í sambandi við þetta mál allt, en gott skref í byrjun fyrir menn er að koma sér upp því sem kallað var "Gufunesstöð" þ.e. HF stöð á tíðninni 2.790 Þær reyndust okkur gamlingjunum vel fyrir tíma farsímanna. Auðvitað voru tilvik, þar sem þær klikkuðu, t.d. í éljagangi og þrumuveðrum og í hámarki sóbletta, en í því síðasttalda eiga flestar tegundir fjarskipta á "öldum ljósvakans" í erfiðleikum. Tek undir með Sn.Ing. með að VHF – stöð eigi að vera í hverjum bíl sem fer á fjöll, og það má hugsa sér sem viðmiðun að í hverjum 4 – 6 bíla hópi sé a.m.k. einn með HF stöð. Amatör-væðing er svo eitthvað sem tekur tíma en ber eindregið að stefna að. Ef maður þekkir landann rétt líður ekki á löngu áður en enginn þykir fjallafær nema hafa amatör-skírteini og viðeigandi tæki.
11.11.2006 at 01:08 #567232
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig er drægnin á þessum HF stöðvum? Er þetta bara í sömu stærð og VHF stöðvarnar? Og Hvar getur maður fengið svona græju?
Kv. Siggi
11.11.2006 at 01:37 #567234Bylgjur á HF berast gróft séð á tvo vegu.
Annars vegar er jarðbylgja sem berst alltaf nokkuð örugglega rúmlega 100 km (fer eftir jarðleiðni).
HF bylgjur geta einnig borist um speglun í jónahvolfinu og þá er langdrægnin mun meiri, yfir allt landið og jafnvel til nágrannalanda okkar. Þessi skilyrði eru oftast á kvöldin og nóttunni.
HF bylgjur eru ekki háðar sjónlínu eins og VHF og því verða ekki skuggasvæði vegna landslags.
HF stöðvar eru aðeins stærri en VHF stöðvarnar og þær er hægt að fá með lausum fronti sem tekur lítið pláss. Sjálf stöðin getur þá verið afturí.
SSB mótunin sem er aðallega notuð á HF gefur ekki eins góð talgæði og FM sem notað er á VHF. Á móti kemur að SSB merkið greinist þótt daufara sé heldur en FM. Þetta er eins og að bera saman langdrægni og gæði á FM útvarpi og AM útvarpi á langbylgju. FM stöðvarnar draga ekki langt en það eru bara tveir AM langbylgjusendar á landinu, á Snæfellsnesi og á Eiðum og það dugar fyrir allt landið. Hljóðgæði Í FM eru talsvert beri en í AM.
Talsvert er framleitt af HF stöðvum en þær eru ekki í sölu hér á landi. Mest er til af amatörastöðvum (verð er innan við 1.000 USD í USA) en einnig er hægt að fá stöðvar ætlaðar öllum. Fróðlegt væri að kanna hjá umboðsaðilum Yaesu, Icom og Kenwood hér hvaða stöðvar þeir myndu bjóða á HF ef eftisrpun yrði almenn og hvað þær myndu kosta.
Snorri.
R16 og TF3IK
11.11.2006 at 10:00 #567236Hvernig er það þarf amatörleyfi fyrir gömlu gufunesstöðvunum.
Klakinn
11.11.2006 at 10:31 #567238Leyfi til þess að nota 2790 kHz er bundið við stöðvarnar, sem þurfa að vera skráðar líkt og VHF stöðvar sem nota rásir 4×4. Kostnaðurinn er svipaður, held að hann sé rétt um 2000 kr á ári. Ég veit til þess að radíóamatörar hafa fengið leyfi til þess að nota þessa tíðni, en þá þarf að borga þetta árlega leyfisgjald.
MF og HF er mkið notað í flugi, og það gildir bæði um skip og flugvélar, að ef ekki er snjónlína í VHF jarðstöðvar, þá fara fjarskipti fram á MF og HF. Þetta tíðnisvið er sumstaðar notað til fjarskipta á landi t.d. í Afríku, Ástralíu og Kanada. Ég hef ekki fundið dæmi um að HF stöðvar sé til sölu, til notkunar á landi í Evrópu, því er óvíst að slíkar stöðvar séu til CE merktar. Hér þarf því líklega að setja reglur, þar sem reglur sem miðast við þéttbýlið í Evrópu duga okkur ekki.
Ef menn vilja gera hlutina löglega, þá er allt miklu einfaldara og ódýrara, þegar menn eru með radíóamatör leyfi. Eins og segir hér að ofan, þá verður haldið námskeið og próf eftir áramót.
Fyrir þá sem búa úti á landi, þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að undirbúa sig fyrir prófið með fjarnámi.-Einar TF3EK
11.11.2006 at 22:09 #567240Ég hef haft mína gömlu Yaesu stöð skráða og get haft hana í bátnum. Þarf að borga fyrir það til einhvers ríkisapparats sem mig minnir að heiti Póst- og fjarskiptastofnun (eða eitthvað svoleiðis) kr. 1.800,- á ári, held það sé kallað "starfrækslugjald" – Þegar maður fékk stöð upphaflega (ætli það séu ekki nálægt 36 ár síðan, my God!) þá fékk maður sérstakt Leyfisbréf og varð að undirrita þagnarheit. Allt mjög kaldastríðslegt, enda var þetta eitthvað um 1970, kannski örfáum árum fyrr. Þetta gjald er bara fyrir þessa HF stöð, maður borgar eftir sem áður líka fyrir VHF-stöðina.
25.11.2006 at 12:53 #567242Ég vil vekja athygli á þessu, lítð dýrara en iridium sími og ekkert mánaðrgjald !!
[url=http://www.aukaraf.is/product_info.php?products_id=458:3rjwrb1s][b:3rjwrb1s]Sjá hér[/b:3rjwrb1s][/url:3rjwrb1s]
Snorri
R16 og TF3IK
25.11.2006 at 23:25 #567244Hver er munurinn á stöðinni sem Snorri bendir á og [u:rv6nyks0][b:rv6nyks0][url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf/1857.html:rv6nyks0]þessari[/url:rv6nyks0][/b:rv6nyks0][/u:rv6nyks0] sem EIK bendir á á [u:rv6nyks0][b:rv6nyks0][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/5780:rv6nyks0]þessum[/url:rv6nyks0][/b:rv6nyks0][/u:rv6nyks0] þræði? Verðmunurinn er nefnilega ansi mikill. Getur þessi uhf/vhf/hf stöð skannað á öllum tíðnum? Ef ekki þá myndi maður halda að það væri best að vera með "dedicated" stöð, eina fyrir vhf og aðra fyrir hf.
-haffi
26.11.2006 at 09:10 #567246Aðal munurinn á þessum stöðvum er að það þarf raidíó amatör leyfi til þess að nota Yaesu stöðina löglega, en Icom stöðin er skráð á svipaðan hátt og VHF stöðvar sem menn kaupa til þess að nota á rásum f4x4. Markaðurinn fyrir amatör stöðvarnar er miklu stærri og sölukerfið er öðruvísi upp byggt. Yaesu stöðin er líka með VHF og UHF, sem er ekki í Icom stöðinni. Það er líka munur á fítusum en ég efast um að þeir skipti máli fyrir okkur. Icom framleiðir margar gerðir af [url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf.html:2cmlasbb]HF radíó-amatör stöðvum[/url:2cmlasbb], sumar þeirra eru á svipuðu verði og Yaesu stöðin. Flestar þessara stöðva senda með 100 Watta afli á MF og HF. Það er líka rétt að hafa í huga, að það leyfi frá Póst og fjarskiptastofnun til þess að nota amatör stöðvar á öðrum tíðnum en þeim sem ætlaðar eru amatörum, t.d. 2790 kHz.
-Einar
27.11.2006 at 13:07 #567248
Kannski væri það verkefni fyrir fjarskiptanefnd að ganga á fund Neyðarlínunnar (Vaktstöð siglinga) varðandi hlustun á einhverri af MW-tíðnisviðum strandstöðvanna — t.d. 2311 kHz eða 2182 kHz.
Ef Vaktstöð siglinga léði máls á slíku erindi, þá mætti fara til Póst- og fjarskiptastofnunar og athuga með leyfi til að starfrækja talstöðvar á þessum tíðnisviðum, ásamt gömlu Gufunestíðninni (2790 kHz).
Annars er rétt að minna enn og aftur á radíóamatörnámskeiðið sem stendur fyrir dyrum hjá ÍRA ([url=http://www.ira.is:23gc9z67]www.ira.is[/url:23gc9z67]) eftir áramót. Skráning hjá ritara félagsins.
Fjarskiptakveðjur,
Guðmundur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.