Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT hættir
This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.10.2005 at 13:47 #196455
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.10.2006 at 20:53 #529348
SSB [url=http://www.boatersland.com/ssbradios.html:nzle88cn][b:nzle88cn]stöðvar[/b:nzle88cn][/url:nzle88cn] og [url=http://www.landfallnavigation.com/eicm802.html:nzle88cn][b:nzle88cn]hér[/b:nzle88cn][/url:nzle88cn]
08.10.2006 at 23:16 #529350Samkvæmt þessum síðum hjá jóhannesi þá kostar þetta álíka mikið eða meira en Iridium gervihanttasími og það er fyrir utan loftnet og ísetningu…..
….
Benni
08.10.2006 at 23:41 #529352Munurinn er sá að stöðin heldur áfram að virka þó Yaesu fari á hausinn…..
-haffi
08.10.2006 at 23:49 #529354Ég er sannfærður um að almenn endurvakning á svokölluðum Gufunesstöðvum myndi veita okkur mikið öryggi. Allt það öryggi sem okkur vantar í staðinn fyrir NMT og gott betur.
Huga þarf vel að neyðarhlustun á þessu kerfi, ég tel það framkvæmanlegt hjá f4x4 fyrir ævintýralega lítinn pening. Kerfið er á tíðninni 2,790 Mhz (2790Khz) og notar SingleSideband (SSB) mótun (nánar tiltekið UpperSideband (USB)). Gæta þarf þess að stöðvar sem keyptar eru geti unnið á þessari tíðni og með þessari mótun. Margt er í boði til ýmissa nota og ekki allt sem sýnist við fyrstu skoðun.
SSB sendingar á 2,79Mz (sem ég kalla hér eftir SSB) berast á tvennskonar hátt. Hún fer alltaf sem jarðbylgja og fylgir jörð óháð sjónlínu í ca 100 km (fer eftir leiðni yfirboðs, sjór/mýrar = lengra en jöklar = styttra). á kvöldin og nóttunni er oftast hægt að fá speglun um jónahvolfin og ná þannig um landið allt, þvert og endilangt. Jafnvel til mjög farlægra landa. það er þó háð loftnetum og réttum skilyðrum í jónahvolfinu. Við erum hins vegar örygg með að ná alltaf um 100 km. Hlustunarstöðvar þurfa ekki að vera inni á hálendinu, þær gefa verið niðri í byggð. Með slíkum stöðvum í byggð hringinn í kringum landið ætti að vera hægt að ná öllu landinu með glans. Nú er það þannig að meiri drægni næst ef saltur sjór er undir bylgjunni næst sendi eða móttakara. Hlustunarstöð í Vestmannaeyjum myndi þannig duga best inn á Suðurhálendið, stöð á Garðskaga myndi duga best fyrir suðvesturland og svo mætti lengi telja.
Sjáum svo fyrir okkur að hver landsbyggðadeild reisi eina góða stöng á góðum stað þar sem rafmagn fæst og ADSl internet er til staðar. Sett verði upp stöð (ekki svo dýr) sem verði gerð fyrir internet. Setjum svo upp hlustunarlink á heimasíðuna okkar og allir sem ekki eru í ferð geta haft hlustun virka, ekki amalegt að fylgjast með framgangi í ferðum félaganna. Svo verði einhverjir með aðgagng til að fjarstýra þessum stöðvum. það gæti þurft að kanna einvher reglugerðarmál með notkun á þessum tíðnum í bland við internet en ef þetta virkar og er eina alvöru öryggistækið, þá ætti að vera hægt að fá leyfi.
Iridium kom líka til, greina, ég hef prófað það í eitt ár með áskrift frá símanum en það hefur valdið mér vonbrigðum. Bæði tæknilega og svo hefur mánaðaráskriftin hækkað úr 1.930 kr. í 2.400 frá því fyrir einu ári, það er 24% hækkun. Á sama tíma hefur dollar hækkað um 8,2%.
Hvað skyldi mánaðgaldið nú verða í nýja kerfinu. Ég spái svona 2-3.000 kr á mánuði og að það verði með lélega dekkingu á landinu (allavega í fermetrum talið) og nýtist okkur því illa sem öryggistæki.
Þetta tel ég að kenni okkur að leita eftir kerfis sem ekki er ofurselt sjálftöku-verðskrá símafyrirtækis um mánaðargjald. Byggjum frekar upp kerfi, t.d. SSB sem losar okkur við öll mánaðargjöld, svo ég tali nú ekki um mínugjöld fyrir tal. Jafnvel þó að stöðin kosti 200.000 kr og ekkert mánaðargald, eða 50.000 kr meira en Iridiumsími með 2.400 kr. mánaðgargjald sem hækkar auk þess um 24% á ári + 90 kr/ mín í talgjald..
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
08.10.2006 at 23:57 #529356Nokkrar spurningar varðandi hlustun. Mér finnst hugmynd Snorra frábær og í sumar datt mér smærri útgáfa af henni í hug (að setja SSB loftnet út á svalirnar hjá mér :). En spurning mín er þessi: Hvernig var gufunes hlustunin útfærð þegar síminn rak hana. Voru hlustunarstöðvar um land allt eða var bara eh monster loftnet í gufunesi? Og að lokum: hversu erfitt væri það fyrir neyðarlínuna að hafa hlustun? (reyndar háð svari við fyrri spurningu minni) Var ekki annars svipað fyrirkomulag að hafa eina neyðarrás?
-haffi
09.10.2006 at 00:48 #529358Meigum við bara kaupa svona stöð? þarf ekki einhver sérstök leifi fyrir þeim og hvað þarf að gera til að fá leifi ef þess þarf? Hvað er að gerast í loftneta málum fyrir þessar stöðvar erum við enn háðir þessum rosa "flaggstöngum" eða eru kominn smærri loftnet sem við getum notað líkt og ég setti inn hér fyrir ekki svo löngu sem engin af ykkur sem hafið vit á þessu tjáði sig neitt um? Rífið nú upp hanskan og matið okkur af upplýsingum. var búinn að finna mjög nettar ssb á netinu á undir $500, veit svosem ekkert um gæðin…
09.10.2006 at 02:00 #529360Ég fékk litla hugdettu sem gæti virkað.
Til eru kerfi í nýrri SSB stöðvum sem að innihalda neyðarsendingu, þeas. tengt er gps tæki við talstöðina og hægt er að styðja á hnapp til að senda frá sér staðsetningu sína. Þetta mætti tölva lesa og senda síðan SMS á þá félaga f4x4 sem væru til í að taka að sér "bakvaktir".
Þetta mætti útfæra á eldri stöðvar með sérsmíðuðum kubb milli hljóðnema og stöðvar, og svo úttak út á tölvu f. þá sem vilja lesa neyðarmerki frá öðrum.Nánari útskýringu á þessari hugmynd má lesa [url=http://www.ulfr.net/Inn/comment.php?id=061009015302:sr4e16oo]hér[/url:sr4e16oo] á heimasíðu minni.
Vil ekki setja hér inn langa romsu sem nær ekki alveg að koma sínu til skila sökum lengdar.
Virðingarfyllst, S. Úlfr Þór
09.10.2006 at 05:22 #529362Kostnaðurinn er að verulegur leiti undir mönnum sjálfum kominn. Amatör leyfi kostar 4000 kr fyrir námskeið og 2500 kr fyrir leyfi sem gildir ævilangt, [b:1kezxhpd][url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf/1857.html:1kezxhpd]Stöðvar sem eru með 100W sendiafli og VHF[/url:1kezxhpd][/b:1kezxhpd] kosta frá 50 þúsund krónum, fyrir utan sendingarkostnað og VSK. Fyrir utan stöðina ætla ég að fá mér handvirka loftnetsaðlögun (tuner) sem kostar um 8000, og að nota [b:1kezxhpd][url=http://www.ga.is/?p=300&i=21&v=77:1kezxhpd]járnstöng[/url:1kezxhpd][/b:1kezxhpd] sem loftnet. Einnig er hægt að nota loftnet sem dregið er á eftir bílnum, t.d. á snjó.
þessu fylgja engin mínútu eða mánaðargjöld, en líklega þarf að borga samskonar árgjald og af VHF stoðvunum fyrir að nota 2790, ef notaðar eru amatör tíðnir, þarf ekki að borga árgjald.
Sennilega þarf klúbburinn að semja við Póst og Fjarskiptastofnun vegna þeirra sem ekki leggja í að fá sér amaör leyfi, t.d. um það hvaða stöðvar þeir samþykkja. Það er t.d. ekki sjálfgefið að menn fái leyfi til þess að nota bátastöðvar.
Í bátastöðvum er sumir af þessum fítusum sem Samuel talar um, t.d. sjálfvirk sending á neyðarkalli með staðsetningu, með því að ýta á einn hnapp.-Einar R-292 TF3EK
09.10.2006 at 06:47 #529364Ég er mína Yaesu-SSB miðbylgjustöð skráða og borga af henni árgjald til Póst- og Fjarskiptastofnunar (held ég það heiti!) ISK 1.800 á ári. Siggi Harðar var á sínum tíma alltaf að þróa loftnetin fyrir þessar stöðvar, þeir félagar vissu allt sem að gagni mátti koma um þessi efni. Mér finnst hugmynd Snorra Ingimarssonar déskoti góð, þótt ég hafi náttúrulega ekki hundsvit á tæknilegu hliðinni á henni, en treysti því að Snorri viti hvað hann syngur.
09.10.2006 at 09:37 #529366Úlfr er með hugmynd sem lýsir einum af fjölmörgum notkunarmöguleikum á HF (SSB). Sjálfvirk staðsetningarskráning á vefnum er annar möguleiki, (eða hvað, verður það kannski notað gegn okkur?).
Fyrsta skrefið í HF væðingu tel ég vera að allir þeir sem hafa tekið Yaesu og Seiki stöðvarnar út notkun vegna þess að vöktun í Gufunesi var hætt, gramsi í geymslunni og komið þeim í gagnið aftur.
Þá fer að finnast líf á SSB (2790). Svo má kanna betur tæknieglan og lagalegan grundvöll fyrir þeim hugmyndum sem varpað hefur verið fram og finna bestu leið til að koma upp vöktun.
Gamla Gufan var vöktuð í Gufunesinu og samskiptin fóru fram með fjarstýrðum sendum sem voru víða um land. Væntanlega með ærnum línukostnaði sem verður nær enginn nú með Internetinu.
Ég heyrði þá skýringu á því að vöktun hafi verið hætt í Gufunesi að menn vildu beina ferðamönnum inn á nota NMT til að fjölga áskrifendum þar. Fróðlegt væri að frétta betur af þessu. Ef Þetta er rétt, þá hefur öryggi ferðamanna ekki verið haft þar að leiðarljósi (ca 10 árum fyrir einkavæðingu Símans!).
Ég tel að víða um heim séu ferðamenn að nota SSB mótun á HF tíðnum, mér dettur fyst í hug Ástralir. Ef einhverjir hafa sambönd til að fiska hvað aðrir gera, þá væri fróðlegt að heyra.
Í öllu falli verðum við að grafa þetta upp sjálfir hér í f4x4. Það gefur auga leið að þar sem svona kerfi gefur ekki möguleika á innheimtu mánaðargjalda og mínutgjalda, þá munu símafyrirtækin ekki hafa áhuga á að halda þessum möguleikum á lofti.
Snorri Ingimarsson
R16
09.10.2006 at 10:33 #529368Ég mæli nú með því að menn taki því rólega þar til búið er að
tilkynna hvað kemur í stað NMT
Skilst að það sé búið að afgreiða það mál.
En eftir að leysa nokkur vandamál hinsvegar.
09.10.2006 at 11:51 #529370Hvað pantar maður? þið talið um 2700 tíðnina en ég sé ekki hana….
Hvað á ég að biðja um ef ég panta eitt kvikindi?FT-857D
Wide Frequency Coverage
Providing transmitter coverage of the HF, 50 MHz, 144 MHz, and 430 MHz Amateur bands, the FT-857 also includes receive coverage on 100 kHz to 56 MHz, 76 to 108 MHz, 118-164 MHz, and 420-470 MHz. Enjoy the excitement of public safety monitoring, along with weather broadcasts, AM and FM broadcasts, aviation communications, as well as the action on the Ham bands!
09.10.2006 at 12:09 #529372Úr einu í anna..
Er með Storm 440 NMT.. veit einhver hvað er hægt að fá fyrir svoleiðis græu.. með mike og öllum pakkanum??
Kv.
Krossdal
09.10.2006 at 20:09 #529374Ég tel enga hættu á að þetta verði notað gegn okkur, þar sem þetta ætti bara að vera f. félagsmenn, og tækið sendir ekki frá sér staðsetningu nema beðið sé um það.
Auk þess finnst mér að ef f4x4 komi sér upp slíku kerfi, þá erum við engan veginn háð símafyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum í raun. Eina sem þarf f. notandann er SSB stöð með ákveðnum tíðnum, 2,79MHz og hugsanlega fleirum.
Auk þess þennan "kubb" sem ég talaði um, eða einfaldlega nýlega stöð sem sendir út staðsetningu ef stutt er á hnapp.Síðan er það bara f4x4 sem sjá um móttöku á merkinu og að koma því áfram til þeirra sem geta aðstoðað. Því í raun, sjálfvirk hlustun.
Þetta kerfi tel ég mun betra heldur en að reiða á TETRA (sem þarf nánast endurvarpa uppá hvern hól) eða CDMA (sem mér þykir ekki nógu langdrægt til að tryggja öryggi ferðamanna)
– S. Úlfr Þór.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.