Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT hættir
This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.10.2005 at 13:47 #196455
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.10.2005 at 02:15 #529308
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig snýr maður sér í þessu, ef maður ætlar að kaupa Globalstar. Hverjir eru umboðsaðilar að þessu á íslandi? Er þetta útbúnaður í ferðatösku stærðarflokkinum?
03.11.2005 at 10:29 #529310Sælir, kannski ágætt að reyna að lífga aðeins upp á þennan þráð. Málið er það að við Grindvíkingar erum að útbúa nýjann björgunarsveitarbíl um þessar mundir og við erum alveg í vandræðum með hvað við eigum að gera í þessum símamálum.
NMT kerfið virðist vera að detta út en samt ekki, einhver sagði mér að Póst og Fjarskiptastofnun myndi framlengja samninginn við símann þannig að þeir yrðu að halda áfram rekstri á því. Ég veit nú ekki hvað er til í því.
En það sem við erum að hugsa er hvað kostnaðurinn við Gervihnattasíma er? Ég veit að startkostnaðurinn er mikill, rúmlega 100 þúsund per síma. En hver er mánaðarlegur kostnaður, mínútugjald eða annar fastur kostnaður? Er einhversstaðar hægt að skoða það?
Svo var okkur bent á að fá okkur fastann GSM síma í bílinn með 6dB loftneti, veit einhver um ágæti þess?
Kveðja úr víkinni
Otti S.
03.11.2005 at 10:59 #529312Þar sem ekkert er vitað um það hvað tekur við af NMT-inu, og það eru allavega ein 3 ár í að það dettur út, þá myndi ég bara skella í þetta notuðum NMT og ekkert spá meira í það, þ.e.a.s. ekki fyrr en sá tími kemur að nýtt kerfi er komið upp og farið að virka. Og þá á náttúrulega að berja á Slysbjörgu með að fá einhvern magndíl á tækjum fyrir allar sveitirnar (með niðurfellingum og öllum þeim pakka).
Lýst ekkert á þessa GSM hugmynd. Trúi því ekki að stærra loftnet auki neitt drægnina svo neinu nemi. þar að auki eru væntanlega jafn margir gsm símar í bílnum á hverjum tíma og fjöldi farþega.
Bara mín skoðun
Rúnar.
03.11.2005 at 11:19 #529314Datt inná útvarpið (líklega Rás 2) í viðtal við einhvern hjá Landssímanum. Umræðan snérist um hvað tæki við af NMT. Þar kom fram að tíðnisvið NMT yrði líklega boðið út og Landssíminn hefði í hyggju að bjóða í tíðnisviðið.
Eins og áður hefur komið fram þá kom einnig fram í þessu fram að framleiðendur búnaðarins í kringum NMT kerfið væru hættir að framleiða og þróa NMT búnað nema þá símana sjálfa (eins og áður hefur komið fram). Landssíminnn hefur þó í hyggju að styðja NMT þar til nýtt kerfi kemst í loftið. Viðkomandi sagði að nokkrar lausnir kæmu til greina og nefndi að vegna legu landssins og átti þar greinilega við fjöll og dali að gsm lausnir væru að öllum líkindum ekki hentug lausn. Þá kom einnig fram að ekki ætti að vera nauðsynlegt fyrir neytendur að kaupa sér gerfihnattasíma.
Ég náði ekki upphafi viðtalsins og veit ekki við hvern var talað en ég hafði á tilfinningunni að um fjölmiðlafulltrúa eða álíka aðila væri að ræða.
Ég dreg engar sérstakar ályktanir út frá þessu viðtali en hef þó ekki í hyggju að selja símann minn strax, nema gott tilboð berist
Kveðja
Elvar
03.11.2005 at 11:21 #529316Ég var með svona GSM loftnet á síðasta bíl og þetta gerði reyndar hellings gagn – ég var í fínu sambandi töluvert eftir að allir aðrir gemsar duttu út.
En þetta komst þó hvergi nærri NMT símanum hvað virkni á hálendinu varðar.
En ég tek undir það með Rúnari að sennilega er best að setja bara NMT í bílinn og láta það duga þar til þetta verður lagt niður – þá verða áræðanlega komnar nýjar og betri lausnir en í dag – og jafnvel ódýrari.
Ég veit um notaðan NMT síma – Benefon Delta, með bíleiningu ef einhver hefur áhuga……
Benni
03.11.2005 at 13:25 #529318sælir
ég ræddi þetta við félaga minn sem vinnur hjá símanum. Hann sagði að það væru allar líkur á því að það kæmi annað kerfi í staðinn. Kerfi sem líka á 450 MHz en digital í stað analog. Því miður eru nú digitalsendingar aldrei eins langdrægar og analog, en þetta á að fara hátt upp í það sem nmt er að gera.
Mér skildist að þetta væri notað í austur-evrópu og svipað kerfi í bandaríkjunum. En hann vissi reyndar ekki til þess að það væri búið að taka ákvörðun um þetta. En þetta var það sem var búið að skoða og það sem þykir líklegast. Ég man bara ekki hvað það heitir… D…450 eitthvaðer SSB ekki annars málið
73
Baldur
03.11.2005 at 14:28 #529320heitir þetta kerfi og er stafrænt, á sama tíðnisviði og NMT.
Kv. – Kjartan
03.11.2005 at 15:28 #529322já það hljómar eitthvað kunnuglega
03.11.2005 at 15:47 #529324Neyðarlínan hefur keypt TETRA kerfið og hefur talað um að koma því í sömu dreifingu og NMT um svipað leiti og NMT dettur út.
Þó verða sömu vandamál með t.d. Vatnajökul en það reddast kannski seinna.Ég held að það væri fínt kerfi. Maður getur verið með grúppur í símanum og líka notað símann sem talstöð. Ég er bjartsýnn á að TETRA muni virka vel.
Haukur
03.11.2005 at 23:19 #529326Ég hef aðeins skoðað þessi mál og tel líklegast að við munum þurfa að fara út í gerfihnattasíma til að fá viðunandi öryggi á landinu öllu.
Gallinn við öll fjarskiptaskerfi sem við höfum haft hingað til er að öll hafa þau frekar takmarkaða útbreiðslu. Helst var að hægt væri að bjarga sér í neyð á gömlu Gufunni. Nú er Gufan orðin algjörlega ónothæf, enginn hlustar lengur.
Til að fjarskiptakerfi geti kallast gott öryggistæki fyrir fjallaferðir þarf það að vera nothæft um allt land, það er jú líklegast að duglegir jeppaferðamenn þurfi að kalla á aðstoð frá afskekktum stöðum.
Ekkert slíkt innlent kerfi er í sjónmáli og ég tel algjörlega óraunhæft að hægt verði að koma upp viðunandi kerfi sem næði um "allt" landið fyrir þær tekjur sem fengjust af kerfinu. Líklega er mögulegt að láta kerfi sem næði til "auðveldustu" svæðanna bera sig en það dugar ekki fyrir alla. Annað hvort þarf að koma til talsvert fjármagn frá samfélaginu eða þá að það verður ekkert kerfi sem nýtist okkur.
Talað er um nýtt stafrænt kerfi sem verði á svipuðum tíðnum og gamla NMT kerfið. Þetta hlýtur að vera TETRA eða eitthvað sambærilegt. Höfum í huga að stafræn kerfi (t.d. Tetra) þurfa þéttari senda heldur en hliðræn (eins og NMT) þó að bæði kerfin vinni á svipaðri tíðni. Miðað við þær takmarkanir sem NMT hefur í útbreiðslu tel ég ekki líklegt að komið verði upp stafrænu kerfi sem verður betra ef til þess þarf miklu fleiri senda.
Ég valdi mér Irridium, keypti símann hjá R.Sigmundssyni sem hefur þá á góðu verði til 4×4 félaga, tæp 140.000 minnir mig. Síminn er netttur, aðeins stærri en fyrstu GSM símarnir voru. Hann er með áföstu loftneti og svo fylgir honum segulloftnet fyrir bíl.
Ég fór með símann inn á Hveravelli um daginn og hafði alltaf samband, hafði segulloftnetið fram við framrúðu (inni). Í skálnum á Hvaravöllum dugði að setja segullofntetið út í glugga, ekki þurfi að fara út.
Talgæðin eru aðeins eins og í tunnu en vel nothæf. Áskriftin er í gegnum Símann og kostar um 1.800 kr á mánuði (með VSK). Mínuta í tali kostar ca 70, talsvert ódýrara er að hringja á milli tveggja Irridum síma. Þeir hjá símanum segja mér að talgæði batni ef ég skrái mig í gegnum einhverja gátt hjá þeim, þá fari þetta beint til jarðar hér en ekki í gegnum langlínu til einhverrra jarðstöðvar í USA. Hef ekki fengið það virkjað enn.
Hægt er að senda frítt SMS í Iridium síma, bara að fara á http://www.iridium.com og velja hnappinn "send a satellite message" sem er fyrir miðri síðu og senda skeyti. Muna bara að setja emailið sitt með og þegar Iridium notandinn gerir reply, þá fer það sem email þangað. Þetta er getur til dæmis verið þægilegt ef senda þarf GPS hnit.
Ekki veitt ég hvort kerfið, Globalstar eða Iridium, hentar okkur betur, reynslan leiðir það í ljóst. Best er að blanda þessu aðeins, hópur með bæði Iridium og Globalstar ætti varla að lenda í vandræðum vegna sambandsleysis.
Ég legg bara til að sem flestir hætti þessari vonlitlu bjartsýnisbið eftir nothæfu fjarskiptakerfi hér á landi og snúi sér frekar beint að gerfihnattasímum. Deili síðan reynslu af prófunum með okkur hér á vefnum.
Þetta er ekki svo dýrt lengur, höfum í huga að þegar við vorum að NMT-væða okkur um 1990 þá kostuðu símarnir yfir 100.000 kr. á verðlagi þess tíma og hver mínúta í tali amk svipað og Iridium mínútan kostar nú. Ekki kvörtuðum við yfir verðinu þá.
Snorri Ingimarsson
03.11.2005 at 23:37 #529328Ég held að planið sé ekki að láta þetta Tetra kerfi bera sig, heldur mun ríkið borga brúsan, og svo geta þeir sem vilja verslað sér Tetra þjónustu í þessu kerfi. Neyðarlínan er að tala um 98-99% dekkun á landinu, svo það er nokkuð ljóst að á hverjum hól á hálendinu verður sendir og ljósavél, ef þetta gengur allt eftir. Það er nokkuð ljóst að það verður að vera til fjarskiptakerfi á íslandi sem er með fulla landsdekkun, svo það verður eitthvað sem tekur við af NMT.
Góðar stundir
04.11.2005 at 08:42 #529330Ég er sammála Snorra varðandi það að það eru bara tvær leiðir til þess að dekka ALLT landið, það er gamla Gufunes og gervitunglasímar. Ég myndi freka taka Globalstar en Irridium, vegna þess að þar þarf ekki að borga fyrir sérstaka áskrift ef menn eru með GSM kort frá Símanum. Ég held að notkunin hjá mér yrði aldrei það mikil að mínótgjaldið færi að skipta verulegu máli.
Varðandi arftaka NMT kerfisins, þá held ég að [url=http://www.mobilemonday.net/mm/story.php?id=4442:16w5yea8]GSM450[/url:16w5yea8] sé miklu betri kostur fyrir okkur heldur en Tetra eða CDMA450. Það er vegna þess að GSM kerfið er ætlað almenningi og því miklu ódyarara fyrir notendur, meðan Tetra kerfið er hugsað fyrir lögreglu og þess háttar, og áherslan í CDMA450 kerfinu er á gagnaflutning.
Ég tel að klúbburinn (fjarskiptanefnd) ætti að svara þessu [url=http://www.pta.is/default.asp?cat_id=112&module_id=220&element_id=791:16w5yea8]þessu erindi[/url:16w5yea8] og leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þágu hagsmuna almennings (og sjómanna).
-Einar
08.10.2006 at 11:52 #529332Mig langaði benda á frétt sem ég rakst á mbl.is
[url=http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1227580:2z8dsf4e]http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1227580[/url:2z8dsf4e]
veit einhver betur um málið?
Kveðja
Helgi
08.10.2006 at 14:00 #529334Í þessari frétt er vísað á viðtal við Brynjólf Bjarnason í Mogganum í dag. Þar telur hann að síminn muni í byrjun næsta árs ákveða að setja upp CDMA 450 í stað NMT. Þar sem CDMA 450 er aðallega gagnaflutningskerfi, þá mun markaðssetningin væntanlega miðast við að internet tengingar utan þjónustusvæða ADSL.
Þetta kerfi mun nota þær tíðnir sem NMT kerfið notar nú, en það þýðir ekki að það muni þjóna þörfum ferðamanna á sama hátt og NMT kerfið hefur gert.
CDMA kerfið er ekki með innbyggða fjarlægðartakmörkun eins og Tetra (56 km) og GSM (32 km ), heldur minnkar bandvídd hvers sambands með fjarægð, og fjölda annarra notenda. Mér hefur þó ekki tekist að finna á netinu tilvísanir í lengri vegalengdir með CDMA 450 heldur en 18-50 km. Lengstu vegalengdir voru með stefnuvirkum loftnetum, sem ekki henta á farartæki.
Ég er sammála Snorra Ingimarssyni um að [b:2ssaaj45][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/7766:2ssaaj45]gamla gufunes tíðnin (2790 kHz)[/url:2ssaaj45][/b:2ssaaj45] eða aðrar lausnir á svipuðum tíðnum, sé vænlegasti kosturinn fyrir þá sem ferðast um óbyggðir Íslands. Ég stefni á að vera kominn með slíka stöð fyrir jól.-Einar
08.10.2006 at 15:03 #529336Veit til þess að Landssamband smábátaeigenda hefur fylgst vandlega með þessu máli og verið í sambandi við m.a. samgönguráðuneyti og siglingastofnun út af því. Manni finnst svona án mikillar skoðunar reyndar, að það ætti að vera meiri slagkraftur í því ef allir hgasmunaaðilar leggðust á eitt og kæmu fram sameiginlega hvað varðar kröfur á símafyrirtæki og yfirvöld að sjá til þess að notendur NMT geti átt aðgang að einhverju kerfi, sem ekki sé síðra hvað varðar útbreiðslu, þjónustu og verð en NMT. Strandveiðiflotinn er ansi háður NMT-kerfinu og það má segja að öll rök sem þeir eru með eigi einnig við okkur fjallaflakkara.
kv.
08.10.2006 at 15:07 #529338Það er komin SSB stöð í jeppann hjá mér, og flestir félagar mínir sem eru að flakka á hálendinu plana að setja slíkt í bílinn.
kkv, S. Úlfr Þ.
08.10.2006 at 15:28 #529340Ég er ekki sá fróðasti í þessu talstöðum en er SSB stöð gufunesstöð??? Eru menn að fara taka fram gufunesið aftur?
08.10.2006 at 16:03 #529342Það sem í daglegu tali var kallað gufunes talsöð voru bílstöðvar sem notuðu SSB (single side band) mótun á 2790 kHz. SSB hefur þann kost fram yfir FM og AM mótun að það nýtir tíðnisviðið betur, en gerir á móti meiri kröfur til tækjabúnaðar. Radíó amatorar nota SSB yfirleitt á tíðnum undir 30 MHz, ég held að SSB sé líka mikið notað í fjarskiptum við skip á þessum tíðnum, en AM er líka ennþá notað, t.d. í neyðar fjarskiptum. Þessi tíðni hefur þann kost fram yfir VHF og farsíma, að fjarskiptin er ekki háð því að fara eftir sjónlínu, því næst samband í dölum inni á hálendinu.
-Einar
08.10.2006 at 16:21 #529344eru þessar stöðvar fáanlegar í dag, þ.a.s eru þær til nýjar eða verður maður að skipta við samgöngusafnið á Skógum á SSB og jeppamyndum eða ????
08.10.2006 at 20:31 #529346Ég veit ekki annað en þessar stöðvar séu framleiddar enn, enda notaðar víða um borð í skipum, skilst mér. Ég á allavega mína ennþá, dettur ekki í hug að láta hana frá mér. Siggi Harðar flutti inn mikið af svona stöðvum frá Yaesu og líklega eru flestir með svoleiðis stöð sem á annað borð eiga þær enn. Þetta er auðvitað lang öruggasta tækið, ekki háð öðru en einhver önnur samskonar stöð sé að hlusta og rafmagn sé í bílnum. Helsti gallinn var og er fyrirferðarmikil loftnet fannst manni alltaf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.