Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT hættir
This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.10.2005 at 13:47 #196455
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.10.2005 at 14:16 #529268
Það eru rúmlega þrjú ár þangað til þetta gerist. Þá má búast við því að við taki stafrænt kerfi sem verði á sama tíðnisviði (450 MHz) og NMT kerfið, og ætti því að geta verið sambærilegt að langdrægni. Gervitunglasímar eru nú þegar raunhæfur valkostur, þó þeir séu dýrari, en þó ekki dýrari í samanburði við almenn laun, heldur en NMT símar voru fyrir daga GSM kerfisins.
NMT síminn minn er það lítið notaður, að það myndi ekki skipta miklu þó mínútugjaldið fjórfaldaðist.-Einar
14.10.2005 at 15:59 #529270http://www.satphonestore.com/servprod/iridium/
er ekki bara málið að grípa svona eða svipað með sér þegar menn eru að þvælast erlendis svon "gsm" sem allir eru með.
efast um að tollurinn sé að skoða "hvernig síma þú ert með"
14.10.2005 at 19:05 #529272hjá r.sigmunssini er hægt að fá iridijum síma á 142000 og mínótu gjaldið 70 kr iridijum í iridijum 55 kr
kveðja jepp
14.10.2005 at 20:46 #529274irridium hljómar ekki illa. verðið á mínutunni ekki heldur. en mánaðargjaldið er of hátt fyrir okkur hobbykallana, nokkrir þúsundkallar á mánuði.
14.10.2005 at 22:03 #529276Ég sá ekki betur en það á þessari síðu sem var gefin upp í fyrstu þráðunum að það væri boðið uppá fyrirframgreidd kort frá $650 og uppúr.
14.10.2005 at 23:00 #529278Og er með nótu fyrir ferðinni og sakar klúbbinn um fjárplógstarfsemi
14.10.2005 at 23:17 #529280Nú afhverju ekki, ertu með eitthvað á samviskuni.
14.10.2005 at 23:35 #529282Er ekki hægt að ræða þessi mál öðruvísi en með einhverjum fíflaskap.
Þetta er háalvarlegt mál sem vert er að ræða með opnum huga og skoða hvað hægt er að gera í stöðunni.
E.t.v. getur klúbburinn okkar tekið við NMT kerfinu og rekið það rétt eins og VHF kerfið. Það þarf kannski stuðning stjórnvalda til að þetta sé kleift en ekki er öll nótt úti varðandi þessi mál.Síminn hefur keypt töluvert af notuðum símstöðvum í Finnlandi og Svíþjóð og því ekki að skoða hvaða möguleika við höfum varðandi Nordisk Mobil Telefon.
Bendi einnig á samstarf við sjómenn og björgunarsveitir.
Kveðja.
Elli
14.10.2005 at 23:48 #529284mér skilst að eitt af vandamálunum sé það að það sé búið að leggja meir og minna niður varahlutaframleiðslu í nmt kerfið. En heyrði þó að austantalsþjóðirnar hefðu áhuga á. á því að byggja upp nmt kerfi. En sel það þó ekki dýrara.
Hvað varðar það að félög líkt og FÍ-4×4-Útivist eða Landsbjörg taki þetta að sér, þá tel ég það litlar líkur á því. Þar sem Síminn segir það vera tóm tap á þessum rekstri
14.10.2005 at 23:48 #529286Það er eins og mig minni er fyrsta bílasímakerfið sem var undanfari nmt var lagt niður þá var þeim símum mörgum hverjum breytt í talstöðvar, Hvort það var vegna þess að það kerfi byggði á vhf veit ég ekki en ættli það sé hægt með nmt og ef svo er er þá ekki hægt að reka nmt sem talstöðvarkerfi og á þann hátt nýta endurvarpana. eða hreinlega efla vhf kerfið og gera samning við eitthverja aðila um hlustun.
En mér er til efs að sjómenn og aðrir sem eru mjög háðir nmt láti þetta ganga yfir sig þegjandi og iridium er það dýrt í tali að telst varla vera kostur á við nmt.nema gsm kerfið verði eflt svo að það virki á við nmt eða hvort eitthvað sé í farvatninu sem leysir þetta mál
Klakinn
15.10.2005 at 00:25 #529288sælir
Ég held að NMT kerfið sé búið að vera vegna þess að það eru ekki til neinir varahlutir í það eða símana, framleiðsla símanna er hætt, símadruslurnar sem við notum endast ekki endalaust og það sem mestu skiptir, ómögulegt er að reka kerfið án taps. Mánaðargjöldin eru hræbilleg, notkun er lítil sem engin og kerfið er seinvirkt.
Mun betri samskiptatækni er nú þegar tilbúin (eins og t.d. Irridium) og ég held að þegar eftirspurnin eykst eftir henni og notkun eykst þá verður ódýrara að nota hana (lögmál eftirspurnar og framboðs…
Ég held að það verði enginn söknuður af NMT kerfinu þegar upp verður staðið og enginn jeppamaður, sjómaður eða björgunarsveitarmaður á eftir að standa eftir andstuttur með tárin í augunum þegar á hólminn er komið.
Í stuttu máli don´t worry be happy…. það er alla vega mín spá !
kveðja
Agnar
15.10.2005 at 00:31 #529290Það er nú bara eðlilegt að NMT kerfið standi ekki undir sér eins og notkunin er orðin lítil. Það gerir hinsvegar ekki okkur ómögulegt að reka það á núllinu ef að skilningur væri fyrir hendi hjá stjórnvöldum að leggja einhvern viðhaldspening i þetta kerfi.
Við þurfum ekki framlegð af rekstrinum. Við þurfum öryggi sem ég trúi að óreyndu að hægt sé að bera á borð yfirvalda og fá jákvæðar undirtektir.
Eftir því sem ég veit best er ekki verið að framleiða varahluti eða annan búnað í NMT kerfið. Hinsvegar er til gríðalega mikið af varahlutum í Scandinaviu víðsvegar, og hafa frændur vorir haldið í þá hluti vegna þess að þeir eru ófáanlegir annars.
Svo er eitt, við þurfum ekki endurvarpstöðvar (ath. fleirtala) nálægt þéttbýli, til að anna traffík.
Kveðjur.
Elli.
15.10.2005 at 00:41 #529292Hef notað Iridium og finnst mér það stórgallað kerfi. (óháð verðinu sem er náttúrulega út úr öllu eðlilegu)
Iridium kerfið er trúlega millibilskerfi sem einnig verður lagt niður (2010 -2020) þannig að mitt mat er að við ættum að þrjóskast við í einhvern tíma.
Kveðja.
Elli.
15.10.2005 at 01:23 #529294Ég hef ekki prófað Irridium svo ég hef ekki reynslu af þeim en hvernig er með Globalstar, náum við sambandi við það kerfi hér á Fróni. Símarnir frá þeim eru mun ódýrari og mánaðargjöldin um 3500 kr. miðað við núverandi stöðu dollars (innifaldar 150 mínútur á mánuði) ?
Sjá meðfylgjandi dreifnikort
[img:bizw0ltx]http://store.satellitephonestore.com/images/InitialSet/GLB_CoverageMap.jpg[/img:bizw0ltx]
Miðað við þetta kort þá erum við á einhverjum skilum …
15.10.2005 at 01:56 #529296Sæll Tuddi.
Skrifaði það svona vegna þess að hljóðgæði allavega þar sem ég hef notað kerfið var alveg hræðilegt en það var við strendur Kanada, á Flæmska hattinum og víðar. Kerfið reyndist betur norður af Íslandi, norður undir Jan Majen en þegar komið var norður í Pólhaf norður fyrir 82° var jafnslæmt og verra að tala en suður frá.
Mikið bergmál, suð og sleppitónar, ekki ólíkt gömlu stuttbylgjunni þegar maður var að reyna að tala frá suður Evrópu og heim.
Ég hef trú að að það eigi eftir að verða bylting í þessum málum á næstu árum. Samskipti gegnum gervitungl tengd GPS tækninni o.s.frv.
Þróun GPS "navigation kerfa" er á fullu farti og það kæmi mér ekki á óvart þó að innan 1-2ja ára talaði maður heim af fjöllum í gegnum GPS-inn
Kveðja.
Elli
15.10.2005 at 12:39 #529298Ég hef notað Globalstar gerfihnattakerfið í nokkur ár hér á Íslandi. Reynsla mín af því er ágæt en eins og segir hér að ofan, þá erum við á mörkum þess að vera í góðu sambandi. Síminn verður að hafa gott "útsýni" til að ná sambandi. Stöku sinnum hef ég orðið var við að samband dettur út í nokkrar mínútur þrátt fyrir góða staðsetningu.
Þetta kerfi er stafrænt alla leið og hljóðgæði pottþétt. Ég nota Ericsson R290 síma sem hefur reynst mjög vel. Hann er líka GSM sími og það eina sem þarf raunverulega að gera er að stinga sínu veljulega SIM korti í símann (hef bara prófað SIM kort frá Símanum) og maður er kominn í samband. Það er ekki rétt að Globalstar rukki mánaðargjöld. Maður borgar bara fyrir notkun og mínútan er núna rétt um kr. 90. Og það getur verið mun ódýrara að nota þennan síma í útlandinu en venjulegan GSM síma, þar sem alltaf er rukkað sama mínútugjaldið.
Þessi sími hefur reynst mér ómetanlegt öryggistæki á fjöllum.
Siggi Gríms.
15.10.2005 at 13:14 #529300
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ja eg er alveg samala þvi það’ þirfti að koma a samstarfi við björgunarsveitir og gafnvel utgerðir,
15.10.2005 at 13:19 #529302Þakka þér fyrir svarið Siggi. Þetta er áhugavert, telurður að hann sé nothæfur í jeppaferðalög hérlendis, t.a.m. næst aldrei samband í djúpum dölum eða er þetta tilfallandi?
Ég hef misskilið einhverja mínútupakka sem boðið er upp á á verslunum á netinu sem mánaðargjöld. Hver rukkar fyrir notkun hér á Íslandi og hvernig?
Símarnir í Globalstarkerfinu eru klárlega mun ódýrari skv. því sem ég finn á netinu. Sjá t.d. [url=http://www.satellitephonestore.com/satellite-phone-services.php:15mtrb8s]hér[/url:15mtrb8s]. Þarna er hægt að fá Globalstar SAT-550 Portable Satellite Phone fyrir 325$….
kveðja
Agnar
15.10.2005 at 13:33 #529304fann einn nýjan með hleðslutæki og batteríi á 275$ á ebay.com (flutningur innan USA innifalinn). Með ShopUSA gerir þetta 35 þús kr. kominn hingað heim. Ekki slæmur díll ……
kv
AB
15.10.2005 at 16:02 #529306Já, þetta kerfi er mjög vel nothæft í jeppa- og vélsleðaferðir hér. Ef menn fá sér útiloftnet á jeppann þá ætti að vera samband víðast hvar. Ég hef svosem náð sambandi á ótrúlegustu stöðum t.d. í Skeggjabrekkudal (innaf Ólafsfirði) þar sem hann er umgirtur um 1000 metra háum fjöllum. En það kemur fyrir að ekki næst samband og þá gjarnan í nokkrar mínútur í senn.
Ég hef alltaf litið svo á að gerfihnattasími sé eingöngu öryggistæki. Hann kemur aldrei í staðinn fyrir NMT – til þess er mínútugjaldið of hátt. Þess vegna er ég sannfærður um að áframhaldandi uppbygging á VHF kerfi klúbbsins sé skynsamlegur kostur. Frekari fjölgun endurvarpa og jafnvel samtenging þeirra er eitthvað sem ætti að skoðast mjög vandlega.
Með góða VHF stöð og gerfihnattasíma með í för ættu menn að vera nokkuð öruggir að komast í samband á fjöllum.
Hvað varðar rukkun á Globalstarnotkun þá gæti málið ekki verið einfaldara. Síminn og Globalstar eru einfaldlega með reikisamning sín á milli þannig að gerfihnattanotkunin kemur einfaldlega fram sem útlandasímtal á GSM símareikningnum.
Siggi Gríms.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.