Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT -> GSM 3G L
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 14 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.06.2010 at 23:11 #213109
Sælir félagar
Í haust verður NMT kerfinu lokað og skv. óljósum fréttum t.d. hér er unnið að því að vera í sambandi við jeppamenn vegna þessa. Mér leikur forvitni á að vita hvort einhverjir ykkar F4x4 félaga hafa fengið upplýsingar frá Símanum um hvað tekur við.
Svo er spurning hvort fjarskiptanefndin gæti komið upplýsingum um málið til okkar, t.d. hvernig síma gott er að nota, loftnetsmál oþh.
Kv. Óli, Litlunefnd (sem er enn með NMT síma í bílnum)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.10.2010 at 22:58 #695644
ég verð að vera sammála.
Ég treysti ekki símum fyrir neyðarfjarskiptum, og mun sjálfsagt aldrei gera. VHF, TETRA og HF fjarskipti eru það sem munu koma til með að vera í jeppanum hjá mér í framtíðinni.Ég ætla ekkert að tuða yfir TETRA, enda er það efni í annan þráð.
VHF kerfið er með ágætum gott en vantar meiri "vöktun" á það ásamt því að það eru alltaf einhverjar holur.Hinsvegar, HF fjarskipti, ekki endilega á 2790kHz (enda sú tíðni hálf óheppileg) er annsi öflugt neyðartæki, séu einhverjir að hlusta. Amatörarnir sem eru á innanlandstíðninni eru þó oft velvakandi yfir þeirri tíðni og oftast hægt að ná sambandi við einhvern í neyð.
Þess má geta að fyrir því eru fordæmi að amatörar hafa fengið heimild til að nota búnað sinn á 2790kHz og gætu því haft samband við þá sem eru ekki með leyfi. Hvernig þessum málum er háttað í dag skal ég ekki segja.Vandamálið með HF fjarskipti eru náttúrulega þessi gríðarstóru loftnet sem til þarf og ekkert alltof ódýr búnaður.
Einnig þau utanaðkomandi áhrif sem geta haft á sambandið, svosem hvernig undirlandið er þar sem maður er staddur og í hvernig skapi Sólin er og svo mætti lengi telja.En ekki svo dýr lausn heldur, sé miðað við gervihnattasíma eða allt sullið í kringum langdrægt GSM, þó GSM sé sjálfsagt örlítið ódýrari.
Hægt er að fá sæmilega stöð fyrir undir 50þús kr frá ameríkuhrepp sem nota má í þessi fjarskipti, og eru þær töluvert minni en Yaesu 180A hlunkarnir sem hvíla sig uppí hillu hjá mörgum jeppamanni. Þar er ekki öll sagan sögð, því loftnet, og "tuner" ef þörf þykir koma líka inní þetta. Með því að nota gamalt gufunesnet og tjúner er hægt að ná fram annsi góðu merki frá stöð. Sé loftnetið rétt staðsett, en það er efni í aðra grein.Svo er nú annað áhugavert varðandi amatör leyfi og HF fjarskipti, að fyrir hendi er sá möguleiki að senda út staðsetningu sína og skilaboð í textaformi gegnum HF stöðina og það eru skilaboð sem gæti drifið einhverja hundruðu kílómetra. Þetta kerfi nefnist APRS og er notað undir heitinu AIS fyrir tilkynningaskyldu báta, þá á VHF tíðnisviðinu að vísu. En það er einnig til þar fyrir amatöra.
GSM er ekki endilega mátturinn og dýrðin.
En svo má aftur á móti segja, tilhvers að standa í öllu þessu umstangi, að sækja námskeið, kaupa fokdýra stöð, brasa við að tjúna til net svo sæmilegt sé og eiga svo kannske enga möguleika að ná sambandi sökum utanaðkomandi áhrifa og treysta fremur á að GSM samband sé á staðnum, eða einhver að hlusta á VHF í grendinni.
Ég er kannske kominn svolítið langt út fyrir efnið með þessum þræði, en mögulega hafa einhverjir hér áhuga á þessu.
Kær kveðja, Samúel Þór.
07.10.2010 at 23:26 #695646Kvöldið
Núna er lag að menn fari að huga aðeins betur að VHF og kynni sér endurvarpanetið sem 4×4 á. Kerfið er orðið ótrúlega öflugt, og það eru ekki margir staðir á hálendinu þar sem góð VHF stöð með loftnet í lagi er ekki að ná endurvarpa. Endurvarpakort má sækja á heimasíðu Sigga Harðar, radioehf.is. Allir ættu að hafa það í jeppanum og prufa að lykla á endurvarpana sem eru næstir þeim á ferðalögum.
Þegar lyklað (lyklað er að senda út á endurvarparás) er á endurvarpa og þú ert í sambandi, þá svara endurvarpinn þér með "skotti" sem getur verið 3 til 7 sec. Ef skottið svara getur maður notað endurvarpann til að kalla á. Ef ekkert skott kemur eftir að lyklað hefur verið, þá er ekki samband við endurvarpann og ekki til neins að reyna að nota þá rás.
Sem dæmi um ágæti endurvarpa, þá getur Ólsarinn farið núna út í bíl hjá sér á Sauðárkróki, stilt á rás 46 sem er endurvarpi á Þándarhlíðarfjalli og í gegnum hann mað tala um allt norðanvert hálendið, norður á strandir, suður á Bláfelsháls og eins næst hann á Holtavörðuheiði
Ég get farið út í bíl hjá mér í Reykjavík og sett á rás 58 sem er endurvarpi á Hlöðufelli. Með honum get ég meðal annars kallað upp á Grímsfjall.
VHF gerir svo mikið meira en vera dyrasími á milli bíla.
Góðar stundir
08.10.2010 at 10:07 #695648Alltaf verður maður einhverju fróðari þegar jafn ófróður maður og undirritaður sendir inn spurningar. Þakka svörin kærlega. Mér finnst ég hafa fengið staðfest, að símafyrirtækin hafi svolítið verið að plata okkur til að treysta eingöngu á símana, svo þau fái gjöldin fyrir allt sem við teljum okkur þurfa að spjalla um á fjöllum. Helst vildu þau trúlega að við værum ekki með neitt annað. En hvort sem við tölum um HF eða VHF talstöðvar, þá eru þær ansi góð tæki og kostnaðurinn við notkun til muna minni. Góða reynslu hef ég af VHF-stöðinni í bátnum og þarf að fara að athuga með VHF-stöð í bílinn líka. Þá kemur óhjákvæmilega upp spurningin um hvar fást góðar stöðvar og hvað kosta þær? Með hverju mæla menn sem hafa vit á þessu?
08.10.2010 at 11:51 #695650Ég er búinn að keyra allnokkuð um hálendið eftir að NMT kerfið lét sig hverfa og ég verð að segja að þjónustunni við okkur sem ferðumst á hálendinu hefur hrakað töluvert – þrátt fyrir fögur fyrirheit Símans.
Ég er á leið á Landsfund upp í Kerlingafjöll í dag og hlakkar til að sjá hvernig staðan er á Kili. en þar voru nokkrir staðir áður sem að NMT var eina vonin.
Ég er sammála Hlyn að VHF kerfið sem að klúbburinn á er alger snilld, en dugir þó því miður ekki til þar sem að það uppfyllir ekki þær kröfur dagsins í dag um að geta haft samband "heim" og látið vita af sér. En stundum hægt að nota það til að bjarga sér ef að einhver er að hlusta – sem er bara alls ekki öruggt og því er VHF sem neyðarfjarskipti alls ekki nógu gott.
Ég var með Tetra og eins og þeir segja þá er það ekkert betra og því er ég búinn að henda þeirri græju úr bílnum. Hefði haldið tækinu inni og þar með haft hlustun á Tetra, sem að hefði líka getað Nýst neyðarlínunni þar sem að við sem að erum mikið á fjöllum gætum í mörgum tilvikum veitt aðstoð og hugsanlega verið mikið nær óhöppum heldur en nokkur annar. En af því að Neyðarlínan ákvað að rukka menn um rúmlega 20 þúsund í fast gjald, óháð notkun þá hentu flestir sem ég kannsat við þessum græjum út. Ég hefði verið til í að borga há notkunargjöld ef fast gjald hefði ekki verið til staðar…
Þá er það gervihnattasíminn – ég er með slíkt tæki í mínum bíl og nota hann töluvert í dag þar sem að það eru ansi margir staðir eftir þar sem að ekkert annað virkar. Kostnaðurinn við slíkt tæki er töluverður eða um 66 þúsund á ári og mínútuverðið er 185 kr. (til samanburðar þá var ég í Tyrklandi um daginn og þar kostaði mínútan í gsm 500 kr)
En þrátt fyrir þennan kostnað (sem er ekkert mikið fjærri kostnaði við eina helgarferð á fjöll með alla fjölskylduna) þá hvarflar ekki að mér að sleppa þessu tæki þar sem að þetta er eina öryggistækið sem að hægt er að treysta á á íslandi í dag. Ég ferðast nánast alltaf með börnin mín með mér og ég vill ekki lenda í þeirri stöðu að geta ekki kallað eftir aðstoð ef á þarf að halda.Svo víkjum við að HF fjarskiptum – ég væri alveg til í að fá mér HF stöð, en ég hef bara nákvæmlega engan tíma til að fara á 10 vikna amatör námskeið til að meiga nota það kerfi. Og þannig er staðan á langflestum sem að ég þekki í jeppabransanum.
Þar vantar eitthvað minna námskeið – max einn laugardag til að menn geti fengið heimild til að nota HF stöðvar á einhverju ákveðnu tíðnibili hér innanlands.
Þetta er eitthvað sem að fjarskiptanefnd 4×4 ætti að beita sér fyrir. Til þess að slíkt geti orðið að veruleika þarf væntanlega einhverja reglugerðarbreytingu og leyfi frá Póst og fjar, en ég tel að það ætti að vera hægt að sækja slíkt auðveldlega þar sem að um er að ræða mögulega bætingu á öryggi ferðafólks og sjófarenda.Benni
08.10.2010 at 12:06 #695652Hvet alla á leið á Landsfund að prenta út endurvarpakort og prófa endurvarpana á leiðinni.
Til dæmis næst Hlöðufell (58) nær alla leiðina inn í Kerlingarfjöll. Hann næst líka víða hérna á suðvesturhorninu, t.d. Reykjavík, Borgarnesi, Reykjanesi, Suðurlandi.
Þeir sem eru á þessum svæðum gætu haft 58 opið í kvöld. Þegar komið er í Kerlingarfjöll á að nást til Hlöðufells (59) af hæðinni áður en ekið er niður í Ásgarðsdalinn (við steininn) og líka þar sem farið er af stað á veginn inn í Setur. 58 næst hins vegar ekki niðri í dalnum þar sem gamla Skíðaskólinn er.
Rás 46, Þrándarhlíðarfjall í Skagafirði, næst hins vegar úr stöðinni í gamla Skíðaskólanum. Þeir sem ná að "lykla" 46 á Þrándahlíðafjalli á leiðinni ættu að prófa að kalla á kerlingarfjöll. Ég skal stilla stöðina þar á 46 um leið og ég kem inneftir í kvöld.
Munið annars að hafa VHF stöðvarnar á Scan á leiðinni.
Tek annars undir það sem sagt er um HF, meiri um ræða um það þarf þó að bíða betri tíma.
Snorri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.