Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT -> GSM 3G L
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 14 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
07.06.2010 at 23:11 #213109
Sælir félagar
Í haust verður NMT kerfinu lokað og skv. óljósum fréttum t.d. hér er unnið að því að vera í sambandi við jeppamenn vegna þessa. Mér leikur forvitni á að vita hvort einhverjir ykkar F4x4 félaga hafa fengið upplýsingar frá Símanum um hvað tekur við.
Svo er spurning hvort fjarskiptanefndin gæti komið upplýsingum um málið til okkar, t.d. hvernig síma gott er að nota, loftnetsmál oþh.
Kv. Óli, Litlunefnd (sem er enn með NMT síma í bílnum)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.06.2010 at 12:28 #695604
Ég er með gamlan Nokia 5110 með loftnetstengi og 6db útilloftnet. Síminn er eingöngu á 900 Mhz og hann hangir inni þar sem merkið er of veikt fyrir nýrri síma. Væri ég einhverju bættari með 3G L búnað?
21.06.2010 at 14:27 #695606Seinna meir gætir þú verið betur staddur með 3G (á lágu tíðninni) Það er vegna þess að GSM klippir út á tíma en 3G fjarar rólega út þ.e ef þetta verður byggt upp upp á hálendinu sem maður hefur ekki hugmynd um (3G).
21.06.2010 at 15:09 #695608
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er búinn að vera í smá pælingum út af þessu…. mér leiðist að þurfa að vera með tvö símtæki hjá sithvorum dreifingaraðilanum….
Allavega… mínar pælingar eins og er að þá er ég með Nokia 2730 sem er quad band sími og á að stiðja flest öll kerfi sem eru í gangi núna…. ég tók hann í sundur og komst að því að í honum er IPEX / MHF tengi sennilega til að prófa networkið í símanum í framleiðslu eða í viðgerð…. mig grunar að þetta sé í rauninni ekkert annað en tengi fyrir utanáliggjandi loftnet og ætla að verða mér út um svona tengi og prófa þetta……. sennilega eru svona IPEX / MHF tengi í vel flestum GSM símum en vésenið er að það þarf að taka þá í sundur til að komast að þessu þannig að maður yrði að útbúa tengi utan á síman eða bara snúru sem væri hægt að draga úr honum…
21.06.2010 at 15:10 #695610
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ssjo, hvar fékstu loftnetið sem að þú ert með?
21.06.2010 at 15:12 #695612Það er gott, þannig að Nokia gamli fær að vera í bílnum lengur. Traustir hlunkar, en það var rafeindavirki sem hressti dálítið á honum skjáinn og fékk hann til að vera betri. Það var afskaplega þægilegur og meðfærilegur rafeindavirki sem er í fljótandi formi og fæst bæði með og án smurefnis.
Loftnetið sem ég er með fékk ég í Nesradíó.
26.06.2010 at 12:43 #695614
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er eitthvað voðalega tregur í dag….fatta ekki alveg þennan rafeindavirkja sem fæst bæði með og án smurefnis….
26.06.2010 at 13:53 #695616"rafeindavirki sem er í fljótandi formi og fæst bæði með og án smurefnis"
Er ekki bara verið að tala um contact sprey?
Nýjustu fréttir frá kaupfélaginu eru þær að við erum búnir að finna símtæki sem fer í jeppan með tengi fyrir utanáliggjandi loftneti þannig að sú lausn að vera með t.d router er í raun óþörf sem dæmi. Þegar er búið að pannta tæki til þess að prufa og verða niðurstöður senda í kaupfélags póst á næstu 2-3 vikum og fljótlega upp úr því verður gerð hóp pöntun. þessi lausn er að kosta ca 10-14 þúsund með útiloftneti. Símtækið sem um ræðir notar sim kortið úr gsm sem þú átt fyrir eða þú færð svokallað tvíböra kort sem kostar sama og grunnáskriftin sem þú ert með, meira um þetta seinna.
Kaupfélagið er búið að liggja yfir þessum símamálum í marga mánuði og skoða ótal lausnir og við munum koma með bestu lausnina í þessu máli fyrir okkur sem allir hafa efni á, það er alveg á tæru!
Kv.
Stjórinn.ES.
Til þess að komast á kaupfélags póst listan þá sendir þú meil á b@islandia.is og það er nóg að segja að Toyota drífi mest þá kemst þú sjálfkrafa á lista hinna útvöldu…
26.06.2010 at 14:08 #695618Nafni – ég vissi ekki að maður þyrfti að ljúga sig inn á póstlistann hjá þér
En ertu þá búinn að finna græju sem gengur við 3G langdrægt og öll hin kerfin líka og er með útiloftneti ?
Svo er bara að fá sér gsm síma hjá SIP [url:2mso2l2y]http://www.sip.is/[/url:2mso2l2y] – en þeir eru eða verða allavega með reikisamninga við bæði Símann og Vondafone og því virka þeira gsm kort allstaðr þar sem er eitthvað signal.
26.06.2010 at 18:55 #695620Sælir. Varðandi SIP þá er það væntanlega það sama og TAL er að bjóða en þeir segjast vera tengdir bæði við Símann og Vodafone. EN svo fór ég að spyrja og þá er það ekkert endilega víst. Þetta getur verið svæðisbundið og jafnvel eiga bara við um einhverja senda en ekki alla. Það þarf að skoða þetta mál betur. Auðvitað er langsniðugast að taka áskrift hjá aðila sem er með reikisamning við bæði Símann og Vodafone en það þarf þá að eiga við ALLA senda en ekki bara suma. Væri ágætt ef einhver vissi eitthvað um þetta myndi upplýsa okkur hina.
27.06.2010 at 11:31 #695622Sælir
Ég er einhvernveginn voðalegur efasemdamaður í eðli mínu þegar kemur að auglýsingum frá fjarskiptaseljendum sem sýna falleg kort af Íslandi með fjólubláum litkeim þar sem á að vera samband. Ég er búinn að vera með síma nokkur ár sem var hægt að tengja útiloftnet við sem ég gerði og fékk 6 db loftnet hjá Nesradíó.
Árangurinn af þessu var þannig að síminn sýndi merki þar sem hann sýndi ekki neitt áður en þegar kom að því að nota símann var merkið hálfgerður draugur. Loftnetið hjálpaði símanum af og til í mishæðóttu landi og var svosum engin skömm af því að hafa það á bílnum.
Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé nokkurnvegin landsdekkað bæði af GSM og Tetra en bæði kerfin eiga þann djöful að draga að vera á of hárri tíðni til að höndla mishæðir. GSM er mun skárra að því leyti.
Þetta er nokkurnvegin það sem ég hef upplifað s.s. að mishæðótt landslag sé helsti óvinurinn og þessvegna hef ég efasemdir um að ný notkun á sömu tíðni komi ekki til með að leysa neitt. Auðvitað er ekki annað hægt en að fagna því að menn reyni nýjar leiðir. Ég verð reyndar að viðurkenna það líka að útbreiðsla GSM er alveg að verða ásættanleg á hálendinu. Það er búið að raða Tetrasendum út um allt hálendið og þeir þurfa rafmagn sem símafyrirtækin hafa nýtt sér til uppsetningar GSM senda. Það eina sem mér finnst mig vanti er smekkegur sími sem ég get sett fastann í jeppann og tengt við loftnetið og fast rafmagn.
Kv Jón Garðar
28.06.2010 at 00:32 #695624[quote="hmm":1l35v2mw]Nafni – ég vissi ekki að maður þyrfti að ljúga sig inn á póstlistann hjá þér
En ertu þá búinn að finna græju sem gengur við 3G langdrægt og öll hin kerfin líka og er með útiloftneti ?
Svo er bara að fá sér gsm síma hjá SIP [url:1l35v2mw]http://www.sip.is/[/url:1l35v2mw] – en þeir eru eða verða allavega með reikisamninga við bæði Símann og Vondafone og því virka þeira gsm kort allstaðr þar sem er eitthvað signal.[/quote:1l35v2mw]
Þá líka langdræga kerfið Benni ?
29.06.2010 at 12:53 #695626Hringdi í Radíómiðlun og þeir bentu mér að þær væru bara með tæki fyrir sjómenn, og sjó áskriftin hentaði lítið fyrir jeppamenn þar sem sendarnir eru stefnumiðaðir út á sjó en ekki inn á land.
Varðandi Tal þá er þeir að taka alfarið upp kerfið hjá Símanum núna á fimmtudaginn með hækkun á verðskrá
eru menn með skoðanir á hvort sé betra að vera með Síman eða Vodafone inn á hálendi?
kv
Bernhard Kristinn
29.06.2010 at 20:59 #695628[quote:2vd7s3u6]eru menn með skoðanir á hvort sé betra að vera með Síman eða Vodafone inn á hálendi?
[/quote:2vd7s3u6]Í ferðinni í hjólför aldamótanna nú í vetur, þar sem var farið upp í Nýjadal, Gæsavötn, Sigurðaskála, Brúarjökul og Snæfell. þá var ég með kort frá tal en kóarinn var með kort frá símanum, ég held að það hafi alltaf verið betra samband hjá símanum og oft var tal útí þegar að það var fínt samband hjá símanum.
Við vorum ekki að fylgjast neitt sérstaklega með því hvort það væri samband en svona þar sem við þurftum að nota símann þá var þetta niðurstaðan.
13.07.2010 at 21:56 #695630[quote="Izan":1xh2bti0]Sælir
Ég fæ ekki betur séð en að Ísland sé nokkurnvegin landsdekkað bæði af GSM og Tetra en bæði kerfin eiga þann djöful að draga að vera á of hárri tíðni til að höndla mishæðir. GSM er mun skárra að því leyti.Þetta er nokkurnvegin það sem ég hef upplifað s.s. að mishæðótt landslag sé helsti óvinurinn og þessvegna hef ég efasemdir um að ný notkun á sömu tíðni komi ekki til með að leysa neitt. Auðvitað er ekki annað hægt en að fagna því að menn reyni nýjar leiðir. Ég verð reyndar að viðurkenna það líka að útbreiðsla GSM er alveg að verða ásættanleg á hálendinu. Það er búið að raða Tetrasendum út um allt hálendið og þeir þurfa rafmagn sem símafyrirtækin hafa nýtt sér til uppsetningar GSM senda. Það eina sem mér finnst mig vanti er smekkegur sími sem ég get sett fastann í jeppann og tengt við loftnetið og fast rafmagn.
Kv Jón Garðar[/quote:1xh2bti0]
Hvernig færðu út að GSM virkar betur í hæðóttu landslagi ef það er tíðniháð?
Smbr. TETRA er á 380-420MHz og GSM er að mig minnir á 900MHz og þar yfir.Mín reynsla er sú að GSM virkar skárr en TETRA, nema ef maður er með útiloftnet. Þá virkar TETRA betur. Nema náttúrulega þar sem það eru ekki TETRA sendar, eða öfugt.
Persónulega, treysti ég hvorki GSM né TETRA. Ég ætla mér að halda áfram að vona að ég geti kallað á aðstoð í gegnum endurvarpakerfið hjá 4×4… og ef ekki það, þá er kannske einhver að hlusta á HF-ið (þegar og ef stöðin nær einhverntíman að fara í jeppann)
Til eru einhverjir Nokia símar. Hátækni áttu amk einhverja síma síðast þegar ég fór þangað og keypti gsm síma.
Ég veit ekki alveg hvernig virknin af þessu er en það er sjálfsagt skárri drægnin á því en venjulegum gsm síma.kkv, Úlfr
13.07.2010 at 23:29 #695632Nú er ég búinn að verða mér úti um gamlan Nokia síma (5110 held ég) með loftnetstengi og ætla mér að prófa að tengja útiloftnet við hann og sjá hvernig virknin er. Spurningin er:
– þarf ég dokku eða get ég tengt loftnet beint við símann ?
– get ég notað NMT loftnetslagnir og fót, keypt síðan nýtt loftnet sem hentar ?Ef einhver á gsm loftnet og/eða dokku sem vill láta það má hinn sami senda á mig línu.
kv
Agnar
agb@applicon.is
14.07.2010 at 00:00 #695634Ef það er þessi sími hérna, http://inspiredworlds.com/wp-content/up … camera.jpg
(þessi er reyndar með innbyggðri (utanáliggjandi) myndavél) en þá þarftu sértakan kapal eða skott með tengi fyrir loftnetstengið á símanum og með FME tengi á endanum sem tengist síðan í coax kapal eða loftnetsfót. Dokka getur líka gengið. Er með svona síma og 6dB loftnet fyrir 900 Mhz og hann helst inni með stðugt samband þegar sími án loftnets er með mjög lélegt eða ekkert samband. Það er hægt að nota NMT loftnetslagnir, eins og þú kallar (ef það er RG-58 coax) en loftnetið sjálft verður að vera fyrir 900 Mhz.
Breytti, tengið heitir FME.
14.07.2010 at 00:18 #695636Takk fyrir svarið.
Mig misminnti, þetta er 6210, var klassasími á sínum tíma en þykir ekki merkilegur í dag.
Hvar er hægt að versla íhluti fyrir þetta (símatengi, FMT tengi og loftnet), Hátækni, Íhlutir, Radíóraf …. ?kv
AB
14.07.2010 at 08:52 #695638[quote="AgnarBen":3i4xf66c]Takk fyrir svarið.
Mig misminnti, þetta er 6210, var klassasími á sínum tíma en þykir ekki merkilegur í dag.
Hvar er hægt að versla íhluti fyrir þetta (símatengi, FMT tengi og loftnet), Hátækni, Íhlutir, Radíóraf …. ?kv
AB[/quote:3i4xf66c]íhlutir eiga allskyns loftnetsefni sem og við í Múlaradió, þú getur líka kíkt hingað til okkar og fengið GSM topp eða GSM net. Veit að Nesradió eiga líka eitthvað sem og N1 radíódeild.
Þú ættir að geta notað lögnina fyrir NMT en það er spurning hvort loftnetsbotninn passi.
kkv, Úlfr
07.10.2010 at 09:33 #695640Er eitthvað að frétta af 3GL loftnets og farsímamálum hjá kaupfélaginu?
07.10.2010 at 21:37 #695642Ég sendi fyrir stuttu inn bollaleggingar mínar, en ég er nú eins og flestir sem hafa verið hér lengi vita orðinn gamall og veit fátt um tækni. Asnaðist til að setja þetta inn á Innanfélagsmál, sem útilokar of marga. Hvað um það. Ég á bát, sem ég nota þó nokkuð og var með í honum NMT-síma, sem reyndist mér yfirleitt ágætlega, þótt ekki væri sambandið alstaðar í lagi. Nú fór ég að athuga með hvað hentaði mér í staðinn og þá kom í ljós að þetta sérstaka GSM-samband, sem er ætlað strandveiðiflotanum, er ansi dýrt. Af því maður er nú jeppamaður líka, þá rak ég mig á það, sem hefur komið hér fram, að GSM-sambandið, sem er ætlað bátaflotanum, hentar ekki fyrir hálendið. Þar er að mér skilst (ég get hafa misskilið eitthvað) boðið upp á svokallað langdrægt GSM, sem kostar einhver ósköp. Þá fór ég að velta fyrir mér, hverskonar samtöl og þjónusta sem okkur ríður mest á að hafa í lagi á hálendinu. Einhvernveginn fannst mér, að það væri þegar eitthvað bæri út af og við þyrftum að láta vita af breytingum á áætlunum okkar, ellegar þyrftum jafnvel á aðstoð að halda. Þá kom mér í hug gamla Gufunesstöðin mín, sem er geymd á góðum stað uppi í hillu í bílskúrnum mínum, engum til gagns. Hér á árum áður dugðu þessar stöðvar merkilega vel til að láta vita af sér, þótt ekki gengi það alltaf í fyrstu tilraun. Auðvitað voru þær eins og sveitasíminn í árdaga; allir gátu hlustað sem á annað borð nenntu. Maður hafði það bara í huga og talaði í stöðvarnar í samræmi við það. Höfuðkosturinn við talstöðvarnar var svo að það kostaði lítið að nota þær, helst ef maður þurfti að komast inn á símakerfið með milligöngu Gufunes-radío að reikningar komu, en sú þjónusta er ekki lengur í boði. Snorri Ingimarsson, verkfræðingur, sem ferðast hefur um hálendið lengur og meir en flestir aðrir og er einnig gríðarlega vel að sér í þessum málum, hefur oft bent á að það sé tiltölulega einfalt að verða sér úti um Amateur – skírteini, með því að fara á sérstakt námskeið, og í framhaldinu sé bara að fá sér hentuga stöð. Jafnvel megi hugsa sér að nota gömlu Yaesu-miðbylgjustöðina. Þá spyr gamall og fáfróður maður; Erum við ekki að leita langt yfir skammt, þurfum við ekki að horfa meira á þessa tegund talstöðva en við höfum gert til þessa, sem öryggistækis fyrst og fremst? Símarnir geta svo gert sitt gagn þegar þeir ná sambandi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.