Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › NMT -> GSM 3G L
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 14 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
07.06.2010 at 23:11 #213109
Sælir félagar
Í haust verður NMT kerfinu lokað og skv. óljósum fréttum t.d. hér er unnið að því að vera í sambandi við jeppamenn vegna þessa. Mér leikur forvitni á að vita hvort einhverjir ykkar F4x4 félaga hafa fengið upplýsingar frá Símanum um hvað tekur við.
Svo er spurning hvort fjarskiptanefndin gæti komið upplýsingum um málið til okkar, t.d. hvernig síma gott er að nota, loftnetsmál oþh.
Kv. Óli, Litlunefnd (sem er enn með NMT síma í bílnum)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.06.2010 at 08:20 #695564
Ef til væri einfalt svar við þessu, þá værum við búnir að birta það.
Erum annars að skoða hver er nýjasta stefna símafyrirtækjanna í uppbyggingu langdrægu GSM kerfanna. Hún hefur breyst mikið og það hefur áhrif á búnað sem við getum ráðlagt mönnum að kaupa.
Þó eru hér nokkrir punktar:
Hafið GSM síma frá bæði Símanum og Vodafone meðferðis. Jafn fáránlegt og það hljómar, þá eru ekki reikisamningar á milli þeirra á hálendinu. Sumsstaðar nást bæði kerfin, sumsstaðar bara annað og víða hvorugt. Reyndar dugar að ná öðru kerfinu til að geta hringt í 112.
Í fjölmiðlum mæla menn með útiloftnetum fyrir GSM.Reynið að fá GSM síma sem eru með tengi fyrir útiloftnet. Slíkir símar verða sífellt sjaldgæfari og ég veit ekki um neinn slíkan sem fæst nú. Til eru fasttengdir GSM símar sem hafa gott tengi fyrir útiloftnet og hafa sterkari senda en þeir styðja ekki 900Mhz 3G sem Síminn byggir upp.
Þetta er því ekki einfalt og fátt í boði.
Ég er ennþá með NMT og reyndar HF líka.
Snorri.
R16
08.06.2010 at 08:28 #695566Takk fyrir gott svar, Snorri
Ég hjó einmitt eftir því að jeppamönnum er bent á að vera með útiloftnet við gsm símana og einnig að vera með símagerð sem styður nýja langdræga kerfið. Mig langaði einmitt að fá ráðgjöf varðandi hvaða tæki styðja þessar kröfur.
Hitt sem mér fannst líka merkilegt, var hvernig upplýsingafulltrúi Símans heldur því fram að verið sé að hafa samband við jeppamenn og sjómenn til að upplýsa um hvað hægt sé að gera í þessum málum. Það væri auðvitað auðveldasta leiðin fyrir Símann að hafa samband við Fjarskiptanefnd 4×4 til að ná til stórs hóps jeppamanna á einu bretti. Sjálfur hef ég ekki heyrt af neinum sem hafa fengið hringingu eða bréf frá Símanum vegna þessa, er einhver ykkar sem veit um einhvern? Kannski hafa þeir bara byrjað á sjómönnunum og eiga jeppamennina eftir hehe……..
Kannski þið getið fengið svona upplýsingar frá Símanum, Snorri, fyrst Síminn er farinn að láta einhverjar fréttir um þetta berast í fjölmiðlana.
Kv. Óli
08.06.2010 at 12:51 #695568
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég talaði við símann um daginn og var ég fyrir vonbrigðum með svörin frá þeim enda var lítið um svör að fá og eða hvort eitthvað stæði okkur til boða í staðin fyrir NMT .Held að það væri ráð að fjarskiptanefnd tæki málið að sér og deyldi síðan upplýsingum til okkar.Annars klikkar ssb ekki og kannski best að halda sig við þetta gamla góða :))
KV:Matti
08.06.2010 at 16:47 #695570Þetta er tímabær umræða. Ég veit að við Landmannahelli er afar erfitt og stopult símasamband og lengi vel var notast við NMT síma vegna ferðaþjónustunnar. Síðar var farið að nota GSM síma ,Nokia 6210 sem var með tengil fyrir aukaloftnet. Notað var stefnuvirkt loftnet frá Sigga Harðar og virkaði þetta í nokkur ár en loftnetstengið vildi slappast . Síðan var í fyrra fenginn sími sem tengdist svokallaðri vöggu sem bæði hleðslan og útiloftnetið tengdist í . Þetta er einhver Nokia sími og veit ég ekki hvort hann styður 3 G kerfið og ekki veit ég hvort svona símar fást ennþá. Því miður er eins og aðal áherslan á símamarkaðnum sé á flottheitum en minna hugsað um hvernig símarnir nýtist við erfiðar aðstæður eins og víða á hálendinu. Sendarnir á Snjóöldu hafa gjörbreytt ástandinu víða að fjallabaki, en þeir breyta engu við Hellinn þar sem Löðmundur,Lifrafjöllin og fleira er að skyggja á. Vitiði hvort við sem erum með NMT síma getum flutt númerin á einhverja nýja /aðra síma? Kv. Olgeir
08.06.2010 at 19:12 #695572Snorri
Hvaða möguleika eigum við sem ekki erum með radio amatör réttindi á að ná í HF stöð ?
Ég hef ekki haft tíma til að fara á þetta námskeið hjá IRA og sé ekki fram á að hafa hann á næstunni allavega – enda finnst mér þetta allt of langt hjá þeim.
En ég væri hins vegar alveg til í að skella svona stöð í bílinn hjá mér.
Benni
09.06.2010 at 00:20 #695574Sælir
hefur einhver skoðað gsm símana sem verið er að setja í bátana þeir er farnir að draga út undir 50 mílur veit ekki hvort það er einhver möguleiki og hvort þeir eru á einhverju skikkanlegu verði, en þetta er í einhvers lags kassa sem er fasttengdur og er með stóru loftneti svipað og vhf held að þeir séu 3g allavega eru þeir tengdir þannig og nethraðinn er svipaður og í þráðlausu sambandi heima þegar sambandið er gott.
10.06.2010 at 02:50 #695576[quote="Jóhann":2sj2xprp]Sælir
hefur einhver skoðað gsm símana sem verið er að setja í bátana þeir er farnir að draga út undir 50 mílur veit ekki hvort það er einhver möguleiki og hvort þeir eru á einhverju skikkanlegu verði, en þetta er í einhvers lags kassa sem er fasttengdur og er með stóru loftneti svipað og vhf held að þeir séu 3g allavega eru þeir tengdir þannig og nethraðinn er svipaður og í þráðlausu sambandi heima þegar sambandið er gott.[/quote:2sj2xprp]Það er örugglega svipað og var sett upp í sveitinni hjá Pabba, lítill kassi sem tengist í útilofnet, síðan er hægt að tengjast þráðlaust og með snúru við þetta box með tölvu til að komast á netið, og einning er hægt að tengja venjulegan síma við það, þó það sé ekki virkt hjá honum.
10.06.2010 at 10:16 #695578Sælir
Það er til svona græja í Nova sem er 3G Router (Huawei e960b) með tengi fyrir loftnet, og "analoge" tengil fyrir símtæki, getur sett við það GSMs(gamlan síma með snúru). Það ætti að vera ágætis leið til þess að vera með allavega betra loftnet en er í símtækinu sjálfu.
og færð wifi netsamband um leið.Svo eru til milljón gerðir af þessum loftnetum víðsvegar um internetið, sem væri hægt að mountera á toppinn.
ég hef oft verið að spá í að festa svona í bílinn hjá mér. kanski að maður prófi það í sumar.
mbk
Dabbi
10.06.2010 at 10:40 #695580Sæll Dabbi
Veistu einhver verð á svona búnaði og hvernig þetta er í áskrift ? (fyrirfram greitt eða eftirá?)
10.06.2010 at 15:01 #695582[quote="Jóhann":29k9smfq]Sæll Dabbi
Veistu einhver verð á svona búnaði og hvernig þetta er í áskrift ? (fyrirfram greitt eða eftirá?)[/quote:29k9smfq]Þetta box er víst uppselt í augnarblikinu, en er á leiðinni, skal finna á þetta verð þegar það kemur
mbk
Dabbi
10.06.2010 at 21:43 #6955843G langdrægt er komið upp og beinast sendarnir út á sjó samkv auglýsingu frá Radiómiðun sem er söluaðili fyrir þessa Huwi rátera virkar þetta aðeins fyrir 3G langdrægt sjósenda og 3g gsm senda. Ætlunin var að setja álíka kerfi upp sem þjónaði fastalandinu en það var ekki búið að kaupa þá senda fyrir kreppu, hinir voru komnir til landsins.
Í 3G sjó samband er greitt sérstaklega fyrir talsíma notkun en fast gjald með inniföldu gagnamagni það ódýrasta 5000 á mánuði fyrir 5gíg og alveg uppúr, eftir þörfum.
Mín reynsla er það næst símasamband víðast þar sem NMT náðist áður en netið er víða niðri upp við ströndina.Að sögn þeirra sem eru að selja Huwi ráterana verður land kerfið, ef og þegar það verður sett upp, ekki á sömu tíðni og sjósendarnir.
Áreiðanlegar heimildir herma að nokkrir sumarbústaðir séu komnir með 3g sjó rátara og virki bara vel. Held þessi búnaður henti ekki vel fyrir hinn almenna jeppamann !!
kv
10.06.2010 at 22:59 #695586Samkvæmt þeim hjá Radiomiðun þá er routerinn og loftnetin sem þeir selja bæði fyrir GSM 900/1800 MHz og 3G 2100MHZ og 900 MHz (langdrægt), þar sem ekki er 3G þjónusta til staðar færir síminn sig sjálfur yfir á GSM. Það er umtalsverður munur á því að nota svona búnað með úti loftneti saman borið við venjulegan farsíma hef ég heyrt.
Þessi símtæki hafa verið í notkun í skipum og bátum í talsverðan tíma og komið mjög vel út segja þeir. 3G kerfi Símanns er komið upp mjög víða úti á landi og er mun öflugara en td. Nova/Vodafone bæði hvað varðar útbreiðslu og gagnahraða sjá kort http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/dreifikerfid/
Routerinn er með porti fyrir síma, nettengingu, þráðlaust net og tengi fyrir útiloftnet. Búnaðurinn frá Nova er víst einhve gömul týpa og styður td. ekki sama uplink hraða ofl.
11.06.2010 at 01:17 #695588Ég er með svona Huwei græju í hjólhýsinu hjá mér og hef verið með lengi – fékk þetta sem tilraunatæki frá símanum.
Þetta bara svínvirkar og ég gæti vel trúað því að ég endi á að setja svoa fast í jeppann.
Benni
11.06.2010 at 16:04 #695590
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hversu nauðsinlegt er þetta 3G ??? þ.e.a.s. bara fyrir hringingar… ekki gagnaflutning. Næst einhverstaðar 3G samband þar sem að er ekki venjulegt GSM samband?
18.06.2010 at 09:27 #695592Eins og fram hefur komið mun Síminn hætta rekstri NMT kerfisins fyrsta september næstkomandi en kerfið hefur í áratugi þjónað öryggishlutverki bæði til sjós og lands. Til þess að leysa NMT kerfið af hólmi hefur Síminn undanfarin missieri unnið að uppbyggingu langdrægs 3G farsímakerfis og eru sendarnir almennt staðsettir á háum fjöllum.
Sendarnir eru lokaðir öðrum en þeim sem hafa Sjóáskrift, þ.e. hafa sérstök SIM kort sem veita aðgang að langdræga 3G kerfinu. Sjóáskriftin veitir einnig aðgang að öllum almennum 3G sendum í landi.• Nýja langdræga 3G fjarskiptakerfið opnar fyrir möguleika á háhraða nettengingu
• Langdrægasta farsímakerfið: 100-150 km við bestu aðstæður
• Fullkomin stafræn talgæði
• Gagnaflutningshraði allt að 7,2Mbits
• Verðskrá aðlöguð að þörfum viðskiptavina, mismunandi hraði og innifalið gagnamagnBúnaður
Til þess að ná bestu nýtingunni mælir Síminn eindregið notuð séu útiloftnet og búnaður sem styður 3G á 900 MHz tíðnisviði.Síminn býður, í samstarfi við Radíómiðun og samstarfsfyrirtæki um allt land, allan þann búnað sem er nauðsynlegur. Hjá Radíómiðun eru sérfræðingar sem veita notendum faglega ráðgjöf um val á búnaði og frágangi hans mikilvægt er að vandað sé til alls frágangs svo eiginleikar kerfisins njóti sín sem best.
Frekari upplýsingar:
Sími 511-1010 / 5111013
t-póstur: radiomidun@radiomidun.is
18.06.2010 at 10:32 #695594Ég hef skilið dreifikerfi Símans svona:
Á mynd yfir dreifikerfi Símans má sjá þrenns konar 3G dreifikerfi.
Dökkblá svæði er það sem kallað er 3G.
Grá svæði er kallað 3GL (3Glangdrægt)
Ljósblá svæði sem er sjókerfið. Til að nota það þarf að kaupa sérstaka áskrift.Til að nota síma á gráu svæðunum þarf síma sem styðja UTMS og/eða WCDMA.Þetta kerfi er á 900 MHz.
Jafnframt þarf SIM-kortið í símanum að styðja 3G.
Þeir sem ekki hafa endurnýjað SIM-kortið sitt síðustu 2-3 ár þurfa að gera það.
Sé þetta uppfyllt, þ.e. Réttur gsm sími og nýlegt SIM kort þá síminn að virka á gráu-svæðunum og hugsanlega miklu víðar inn til landsins.Sjá þessa mynd:
http://www.siminn.is/servlet/file/Kort_ … _ID=132597Hjalti R-14
18.06.2010 at 11:17 #695596Hvernig á maður að skilja þetta kort, getur maður notað gemsann sinn á öllu þessu svæði.
http://www.siminn.is/einstaklingar/adst … rfi/kort3/
Ég er smá vantrúaður á það.
Þarna stendur "Hér má sjá þá staði á Íslandi þar sem þú getur treyst því að vera í öruggu símasambandi hjá okkur"
18.06.2010 at 13:50 #695598Það er rétt að kortið sem bent er á veitir GSM samband á bláum svæðum.
[url:1ls5phb9]http://www.siminn.is/einstaklingar/adstod/dreifikerfi/kort3/[/url:1ls5phb9]
Öruggast í þessu er að kaupa Sjó Samband en það veitir einnig aðgang að öllum sendum bæði 2100 og 900 MHz.
Sendarnir fyrir sjósambandið eru almennt staðsettir á háum fjöllum kringum landið og varpa þannig einnig inn í land.
Ef kortið er skoðað vel þá er ekki lofað landsdekkun en ansi góðri dekkun og betri en NMT kerfið gerir í dag.
Þannig að þetta virki þarf símtæki sem styður 3G L og þau má sjá inni á vefverslun Símans:
[url:1ls5phb9]https://vefverslun.siminn.is/vorur/farsimar/3g/[/url:1ls5phb9]
Fyrir þá sem ferðast í óbyggðum mælum við eindregið með eftirfarandi:
[list:1ls5phb9]3G router sem komið er fyrir í bílnum, á honum er analog output fyrir símtæki (venjulegt símtæki t.d. þráðlausan heimasíma)
Í routernum er einnig þráðlaust internet og tengi fyrir kapal ef menn vilja það frekar.[/list:u:1ls5phb9]
[list:1ls5phb9]Útiloftneti[/list:u:1ls5phb9]Frekari upplýsingar og ráðgjöf um búnað / uppsetningu:
Sími 511-1010 / 5111013
t-póstur: radiomidun@radiomidun.is
19.06.2010 at 04:59 #695600
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hver er munurinn á því að vera með 3G routerinn og GSM síma með útiloftneti?
Hver hefur verið reynsla manna hérna af TAL… skv vefsíðu þeirra nota þeir bæði dreifikerfi símans og vodafone…. reyndar ekki 3G… var bara að spá hvort maður myndi þá sleppa við að vera með tvo síma með sitthvoru sim kortinu… og í leiðinni sleppt því að versla beint við símann en mig líkar þjónustan þar frekar illa…
21.06.2010 at 11:20 #695602"Hver er munurinn á því að vera með 3G routerinn og GSM síma með útiloftneti?"
Hann er enginn hvað drægni varðar, ástæða fyrir því að menn bjóða router er vegna þess að það er hækt að tengja loftnet við hann. Það verða byrtar ýmsar lausnir er þetta varðar í síðasta lagi fyrir haustið,
Kaupfélag 4$4 er að vinna í og prufa ýmsar lausnir fyrir okkur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.