This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Daginn góð umræða
Ég verð að koma minni skoðun hér inn. EINFALDLEIKINN ER BEZTUR.
Ég er ekkert á móti þessum nýju fjarskipta tækjum hvað svo sem þau heita, en þegar á allt er tekið saman hvað þurfa menn jú þeir þurfa að geta hringt hvort sem er í konuna, 112, eða félagana,
Stofn kostnaður í nýju kerfi má ekki vera hár, mínútu og afnotagjöld þurfa að vera í lámarki. Þessi kerfi eins og td Tetra eru mjög flott fullt af auka dóti senda smá skilaboð og hvað sem þetta allt heitir. Eru menn orðnir svo tækni háðir að það sé ekki nóg að hafa síma og VHF á fjöllum.
Svo er það annað ég vinn við upplýsinga tækni og hef átt við mikið að notendum,
reglan er, því fleiri takkar og fídusar því meira vesen.
En ef nýtt kerfi á að koma þarf að renna því inn í rólegheitum, til að vinna úr byrjunar vandræði kynna fyrir notendum og allra síst NÝTT KERFI ÞARF AÐ SANNA SIG,
og slíkt ferli tekur nokkur ár
Eins og ég sé þetta þá erum við ekki tilbúin að láta NMT frá okkur einfaldlega af því að
1. NMT VIRKAR
2. Rekstrar kostnaður er ekki hár ( alla veganna notenda megin)
3. Það eru til þúsundir NMT síma í landinu (NMT netið er þegar virkandi í dag)
4. Með NMT vita menn að hverju þeir ganga (kostir og gallar
5.
Svo kemur hin hliðin sem við kannski ekki vitum svo mikið um eða viljum ekki vita um, hvað kostar að reka NMT kerfið, ég veit ég er kominn í 180 gráður,
Eða er kerfið komið á það stig eftir fjölda ára notkun að íhlutir NMT kerfisins séu komnir á hættu mörk varðandi líf tíma. Hver kannast ekki við, það tekur því ekki að laga þetta það er betra að kaupa nýtt.
Hversu bætt erum við með NMT kerfi sem ekki er traust vegna aldurs, hvar er öryggið í því.
Ég held að við sem hagmuna samtök 4×4 eigenda þurfum að halda vel á spilunum okkar í þessu máli.
Ég legg til að þeir aðilar innan f4x4 sem með þetta málefni fara spari ekki upplýsingarnar til félagsmann.
Fyrir mitt leit mundi það róa sálina mína að vita að mannskapur innan f4x4 væri hafður með í ráðum,
og veitti okkur félagsmönnum upplýsingar með ganga mála.
Kv Árni Þór
You must be logged in to reply to this topic.