Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nissan D/C
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Dal 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.01.2004 at 23:27 #193448
Sælir
Hvað getið þið sagt mér um Nissan D/C árgerð 1999 og yngri ?
Ég er að spá í svona bíl á 38″ – vita menn eitthvað hvernig þeir hafa verið að standa sig og er eitthvað sem bilar meira í þessum bílum en öðrum ?
Eða er Hiluxinn kannski betri kostur ?
BM
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.01.2004 at 23:56 #484140
sæll benni
Ekki ertu búinn að selja pajeroinn?.
Það eina sem ég þekki til nissan er að þeir eru að koma vel út af sögn þeirra sem eiga þannig bíla og þeir eru ekki að bila meira en einhver annar bíll.
En mér finnst eini ókosturinn við þennan DC að plássið afturí er með því minnsta heldur þröngt miðað við MMC DC.
Eitt enn varðandi nissan pallurinn er styttri á honum en það skiptir kannski ekki máli.KV JÞJ
14.01.2004 at 00:00 #484142
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll vertu BM!
Ég held að þetta séu ágætir bílar alveg. Og heyrt eitthvað gott af þeim líka. Þetta eru fínustu bílar, líta vel út og drífa bara þónokkuð eins og flesti bílar 😉
Eina sem ég veit ekki er það hvort þeir séu jafn aumir að framan og Terrano bílarnir. Held nú þess vegna að þeir hafi ekki ná miklum vinsældum. En það getur velverið að um allt annann búnað sé að ræða. Þeir drífa flott á 38" og líta flott út. Hef nú ekki heyrt að þessir bílar bili eitthva meira en aðrir svona japanskir pickupar.
Annars er nýji Hiluxinn jög flottur og er að koma vel út. Kominn þokkalega skemmtileg vél i hann og svo bara alltaf að batna þó manni finnist þeir alltaf bestir.
Eina sem er að mér finnst sniðugra og hentugra að vera með heilbyggðan bíl en svona pallbíl.Jónas
14.01.2004 at 00:53 #484144
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll BM,
Nissan er með fína vél og hann er lengri á milli hjóla original en Hilux.
En framdrifsbúnaður er sá sami og í Terrano þ.e.a.s. 7" drif í stað 7,5" í Hilux.
Annar kostur við Hilux er að þú færð 100% driflæsingu með í afturdrifinu og það er til mun meira af aukahlutum fyrir hann.
Þó hefur töluvert skánað í þeim efnum hjá Nissan hin síðari ár.
Ég er sammála því að nýji Hilux er orðin mjög álítlegur bíll sérstaklega eftir útlitsbreytinguna og 2,5 mótorinn.
Útgáfan sem á undan var þótti mér frekar ljót útlitslega séð.kv.
Halldór
14.01.2004 at 08:44 #484146
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Ég átti svona bíl á 38" og var hann mjög góður. Framdrifið er í meginatriðum það sama og í Terranó en klafarnir eru öðruvísi og eftir því sem mér hefur sýnst sterkari (allavegana á ’99 – ’02). Það var allavegana aldrei neitt hjólastillinga vandamál á mínum. Ég veit ekki hvernig þetta er á nýja bílnum með stóru vélinni og litla afturdrifinu. Það eina sem bilaði á þessum 60-70 þús km sem ég átti bílinn var túrbínan (sem var þó ekki farin þegar á reyndi, en blöðin sandblásin eftir KN síuna). Það slitnaði bolti við soggreinina svo vælið í túrbínuni hækkaði mikið, sem við í fyrstu skrifuðum á bilaða túrbínu svo um hana var skift en vælið hækkaði bara ef eitthvað var. Það þurfti að plana soggreinina og setja nýja bolta og þá var það komið í lag.
Þetta held ég megi skrifast á of mikið uppskrúfað olíuverk, frekar en eitthvað annað.Annars var hann léttur og duglegu í snjónum en vantaði læsingar sem nú er hægt að fá í hann.
Kv
Siggi_F
14.01.2004 at 09:16 #484148Sælir og takk fyrir svörin,
Ég er búinn að vera að spá þónokkuð í þessum bílum og líst bara vel á þá – sérstaklega þar sem að nú er hægt að fá loftlæsingar í þá (kosta um 200þ) og mér skilst að vélarnar í þeim séu nánast ódrepandi. Og svo er verðið á þessum D/C bílum ekki að skemma fyrir þeim.
Nei Jóhannes, Pajeróinn er ekki seldur en er til sölu á 2,5 M.kr ef einhver vill skoða…
Það er annað hvort að skipta honum upp í svipað dýran eða dýrari 38" bíl eða að fara útí að breyta honum. Það kostar bara full mikið fyrir núverandi ástand buddunar að breyta honum – eða ca milljón.
Svo er 35" breytingin á honum bara til trafala þegar á að setja hann á 38" og því væri betra að selja hann og byrja á óbreyttum bíl ef maður ætlaði á annað borð út í breytinguna.Benedikt
14.01.2004 at 09:22 #484150Ég átti svona bíl á 38"bara frábær bíll í alla staði vinnur vel það er annað en hægt er að seigja um toyota hilux nissaninn vinnur mun betur þó munar nú ekki miklu á vélum nissaninn er með 2.5 dísel en toyotan er með 2.4 dísel svo er þetta bara léttur og skemmtilegur bíll.Kveðja Árni.
14.01.2004 at 10:42 #484152
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sorry ones again my answer in english:
The DC is a brilliant car. I have a 2003 model on 36" and so far I never had problems getting anywhere on that car. The engine is pretty powerful for a car that light.
Diff Lock in the back would be good just don´t get it from Ingvar Helgasson – to expensive!!!
You can order the diff lock directly from the States (around 700,- Us$). With the dollar so low it really pays off.
If you are intrested in this car check out the pictures in my album.mountain greetings
ION
14.01.2004 at 14:07 #484154sæll Benedikt
Já það kostar helvíti mikið að láta breyta þessum bílum okkar,þess vegna er ég enn á mínum skífum og sé ekki fyrir að það verði breyting á næstu mánuðum nema að maður skipti á þessari steypu sem maður býr í.
Eða að maður skipti yfir í einn breyttan á 38" ef maður fær þá eitthvað fyrir þessa dollu sem maður er á.KV JÞJ
14.01.2004 at 22:46 #484156
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll!
Ég á Nissan DC 98 2,5TD sem ég er að breyta fyrir 35" dekk. Hann er í raun klár fyrir utan smá galla sem ég ætti að vera löngu búinn að lagfæra.
35" breyting er ekkert mál. Upphækkunar sett frá fjallasport og gamla gerðin af brettaköntum eru ekki svo dýr búnaður en þá ertu komin í smávandamál. Framdekkið er svo nálægt framhurðunum að úrklipping er þónokkurt mál. Ég hækkaði um 8 cm á boddýi en ekkert ennþá á fjöðrun og réttslapp við hurðarlömina en skildi ekki nema 1 cm rönd eftir af ytra brettinu sem mér finnst full lítið, einhversstaðar verður að festa brettakantinn.
Ég hef ekki sett bílinn á vigt ennþá en hann er skráður rúm 1700 kg original sem er frekar létt fyrir diesel jeppa. Þyngdardreyfingin virðist vera hin besta þar sem lítill hluti þungans situr á afturásnum og þá þarf ekki að kvíða því að setja aukaolíutank á bílinn aftanverðann og þu getur sett nauðsynjahluti á pallinn kvíðalítið án þess að gera bílinn þyngri að aftan.
Bíllinn kemur með 75% tregðulæsingu að aftan sem er lélegt fyrirbæri þar sem aðrir pikkupar eru læstir að aftan en hann er þannig gíraður að hlutföll verða óþarfi allt að 35" dekkjum. Þannig þarf ekki að breyta þeim mikið við 38" breytingu.
Ég fór á þessum bíl mínum í Kverkfjöll um helgina í fylgd nokkurra 38 og 44" alvörujeppa, læstum með skriðgírum o.s.frv. svo að ég fékk ekki næga viðmiðun en ég brölti kvikindinu við illann leik innúr og aftur heim áfallalítið, leið sem margir gætu talið með öllu ófæra svona bíl.
Kv Isan
14.01.2004 at 22:53 #484158
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Úpps, ég gleymdi!!
…miðað við aðra pikkup bíla sem ég hef brúkað hilux, L-200 o.fl. þá eru þeir traktorar miðað við nissan í akstri. Þar hefur Nissaninn algera yfirburði. Í umræddri ferð hafði ég hilux hoppandi á undan mér og sárkveið fyrir misfellunum en fann lítið sem ekkert fyrir þeim á mínum.
Nissan ber af öðrum pikkup bílum!!!
Kv Isan
14.01.2004 at 23:37 #484160mér drullulangar í svona Nissan D/C navara, þar að segja ekki King Cap. ég hef séð einn mjög flottan, svartur og á 38". myndir eru tld. inná bennys4x4.tk.
stefán
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.