This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Hafsteinn Þór Hafsteinsson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Jæja, þá er maður kominn með 4.2 í hús og byrjaður að klóra sér í hausnum.
Það eru nokkrar spurningar sem mig langar til að beina til þeirra sem hafa sett svona vél í patta.
Mótorfestingar
Passar 4.2 í 2.8 mótorfestingar eða þarf að færa til eða smíða nýtt?Glóðarkerti og olíuverk
Hefur einhver notað 2.8 glóðarstýringuna við 4.2? Ég veit að kertin virka aðeins öðruvísi, en datt í huga að spyrja. Ef það er ekki málið auglýsi ég hér með eftir 4.2 glóðarstýringu.
Einnig vantar mig eh stýri-unit fyrir olíuverkið (stjörnuverk). Ef einhver á slíkt má hann hafa samband.Túrbókit
Það eru til allavega 5 mismunandi kit á þessa vél. Mig langar að vita hvort einhver hafi notað kit frá TB Túrbo í uk (sem ég held að sé ofan á pústgrein en langar að vita hvort bremsubústerinn sé fyrir).Allar aðrar ábendingar vel þegnar.
-haffi ( dagaffi (hjá) gmail.com )
ps. Svo langar mig til að mæla með Atlantsskipum ef menn eru í svona pælingum, þeir sáu um flutninginn door-to-door og voru að mínu mati mjög hagstæðir.
You must be logged in to reply to this topic.