FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nissan 4.2

by Hafsteinn Þór Hafsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nissan 4.2

This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson Hafsteinn Þór Hafsteinsson 17 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.03.2007 at 10:40 #200028
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant

    Jæja, þá er maður kominn með 4.2 í hús og byrjaður að klóra sér í hausnum.

    Það eru nokkrar spurningar sem mig langar til að beina til þeirra sem hafa sett svona vél í patta.

    Mótorfestingar
    Passar 4.2 í 2.8 mótorfestingar eða þarf að færa til eða smíða nýtt?

    Glóðarkerti og olíuverk
    Hefur einhver notað 2.8 glóðarstýringuna við 4.2? Ég veit að kertin virka aðeins öðruvísi, en datt í huga að spyrja. Ef það er ekki málið auglýsi ég hér með eftir 4.2 glóðarstýringu.
    Einnig vantar mig eh stýri-unit fyrir olíuverkið (stjörnuverk). Ef einhver á slíkt má hann hafa samband.

    Túrbókit
    Það eru til allavega 5 mismunandi kit á þessa vél. Mig langar að vita hvort einhver hafi notað kit frá TB Túrbo í uk (sem ég held að sé ofan á pústgrein en langar að vita hvort bremsubústerinn sé fyrir).

    Allar aðrar ábendingar vel þegnar.

    -haffi ( dagaffi (hjá) gmail.com )

    ps. Svo langar mig til að mæla með Atlantsskipum ef menn eru í svona pælingum, þeir sáu um flutninginn door-to-door og voru að mínu mati mjög hagstæðir.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 31 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 30.03.2007 at 11:28 #586510
    Profile photo of Jón Björgvin Vernharðsson
    Jón Björgvin Vernharðsson
    Member
    • Umræður: 1
    • Svör: 6

    Ég veit nú ekkert um þetta sjálfur en þú getur örugglega fengið svör hjá Óla Hall á Borgafirði eystri hann er með 4.2 í bílnum sínum þetta var voða lítið mál hjá honum.
    Hvaðan fékkstu þennan mótor?





    30.03.2007 at 11:38 #586512
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Fékk hann frá UK gegnum ebay.
    -haffi





    30.03.2007 at 12:22 #586514
    Profile photo of Vilhelm Snær Sævarsson
    Vilhelm Snær Sævarsson
    Participant
    • Umræður: 136
    • Svör: 674

    mótorinn passar beint í festingar, en ég get ekki notað hitunina úr 2.8 ,hann hitar alveg svakalega stutt. það er einn á selfossi sem er að selja túrbokitt og heitir Kiddi , man ekki númerið hjá honum en get sett það inn í kvöld
    Kv Villi





    30.03.2007 at 12:24 #586516
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Ég veit af honum á selfossi, takk. Hvað með stýringuna fyrir olíuverkið, fékkstu hana með mótornum?
    -haffi





    30.03.2007 at 12:26 #586518
    Profile photo of Vilhelm Snær Sævarsson
    Vilhelm Snær Sævarsson
    Participant
    • Umræður: 136
    • Svör: 674

    ég fékk allt með mótornum sem ég þurfti. en hvað borgaðirðu fyrir mótorinn??
    villi





    30.03.2007 at 12:28 #586520
    Profile photo of Vilhelm Snær Sævarsson
    Vilhelm Snær Sævarsson
    Participant
    • Umræður: 136
    • Svör: 674

    eina sem ég er í vandræðum með er ádreparinn, enda örugglega á að barkatengja hann





    30.03.2007 at 12:29 #586522
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    180þúsund með flutningi og tollum. Vél, gírkassi og millikassi. Vélin með öllu utaná nema þessum stýringum.

    Hvar er ádreparinn?

    -haffi

    ps. en svo á eftir að koma í ljós í hvaða standi þetta er….





    30.03.2007 at 12:56 #586524
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Ég setti svona vél í hjá mér fyrir nokkrum árum veit um nokkra aðra. Við þurftum allir að færa mótorfestingar(aðra fram en hina aftur ). Ég er með 89′ bíl ( 2,8L gorma) á 99′ boddýi. Það þurfti einnig að færa festingarnar já Óla Hall og er hann með 99 bíl. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Er þetta 24v vél? Ég kaus að halda mig við 24 volta startarann til að hafa öflugt start, setti síðan gamla 12 alternatorin af 2.8 vélinni og notaði einnig glóðakertin úr henni. Síðan þarftu 12v ádreparaspólu í olíuverkið, færð hana í Vélalandi og startklukku fyrir 24 volta startið en hún fæst t.d í Bílanaust.
    Þetta er svona það helsta en þér er velkomið að hafa samband eða kíkja í skúrinn hvenær sem er.
    Þú sér einnig eitthvað í albúminu undir"Júníus Guðjónsson".
    Kv. Júnni s: 6969541





    30.03.2007 at 18:02 #586526
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Sæll Júníus, takk fyrir þetta. Ég hugsa að vélin sé 12V, það vantar merkingu á alternatorinn en það stendur 12V á segulkúplingunni á A/C dælunni.

    Takk fyrir boðið og ég hugsa að ég þiggi það.

    Það er snilld að geta notað glóðarstýringuna og kertin af 2.8 vélinni.

    [b:1t25xpdp]Villi[/b:1t25xpdp], hvernig túrbókit ertu með? Ég hefði gaman af að sjá mynd úr húddinu hjá þér.

    -haffi





    30.03.2007 at 20:58 #586528
    Profile photo of Ellert V. Harðarson
    Ellert V. Harðarson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 32

    Hvar fannstu þetta á 180 þ. hingað komið?





    30.03.2007 at 21:11 #586530
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Ég vona að ég sé ekki að skemma þennan ágæta þráð með mínu bulli en ég verð að spyrja afhverju eru menn ekki að setja 8 cyl. vélar í Pattann ???
    þá meina ég bensín ? því ég veit að ef að pattinn minn hefði dáið (það er vélin) þá hefði ég panntað eina 350 cheví frá útlandinu í hvelli, en hvað veit ég aumur vesalingurinn?? gefið smá komment ef einhver nennir.
    kv:Kalli gráifyðringur





    30.03.2007 at 21:48 #586532
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Sæll Ellert. Þetta var bara auglýst á ebay, s.s. bara uppboð og ég átt hæsta boðið, 565 sterlingspund sem er ca 80kall og svo fór ca 50kall í flutning og 50kall í tolla og gjöld. Ég er búinn að vera með annað augað á ebay.co.uk síðustu misseri og þetta er fyrsta staka vélin sem ég rekst á að mig minnir. Það er algengara að heilir bílar séu til sölu þarna, en þó ekki mikið af þessu.

    [b:2jbpbijl]Kalli:[/b:2jbpbijl] Já maður hefur mikið spáð í V8 og eftir að hafa tekið í Cobruna hans Óskars þá var maður farinn að leita að slíku, en svo datt ég bara inn á þessa vél og vona bara að þetta blessist allt saman.

    -haffi





    30.03.2007 at 22:11 #586534
    Profile photo of Ólafur A. Hallgrímsson
    Ólafur A. Hallgrímsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 385

    passa ég notaði síðan stýringu, reley og skinjara sem skrúfaðist í vatnsganginn, úr golf.

    Allar spólur og skinjarar passa á milli véla þannig að ef þú ert með 24 V getur þú fært allt á milli.

    Varðandi olíuverkið er engin sérstök stýring önnur en magnskrúfan á stjörnuverkinu aftur á móti er sog sem stýrir olíumagni á línuverkinu.

    Ég er með túrbínu frá TB turbó ásamt pústgrein, finnst hún ekki gefa nóg trukk. Hættir of snemma að vinna á snúningssviði vélarinnar er hætt að gefa nóg við 2800 – 3000 sn min. Mæli með að menn prufi e-h annað.





    30.03.2007 at 22:26 #586536
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    Haffi minn ég ætla svo sannarlega að vona að þetta blessist hjá þér! þetta er náttúrulega bara snilldar vél og alvöru jeppa vél. Til hamingju krúttið mitt, nú er bara að nota sellurnar sem Guð gaf þér og smá puð þá verður þú bara flottastur.
    kv:Kalli næstflottastur





    30.03.2007 at 22:50 #586538
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Sæll Ólafur, takk fyrir þetta. Hefurðu skoðað að fá þér boost-compensator á olíuverkið? Þetta er til í ástralíu.
    -haffi
    ps. mæla menn ekki annars með að halda bara 4.625:1 drifhlutföllunum?





    31.03.2007 at 09:44 #586540
    Profile photo of Vilhelm Snær Sævarsson
    Vilhelm Snær Sævarsson
    Participant
    • Umræður: 136
    • Svör: 674

    verð nú að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvernig túrbókitt þetta er , það var bara á mótornum þegar ég keypti hann :) hvað eru menn að láta túrbóið blásaá 4.2 ??





    31.03.2007 at 10:29 #586542
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ástralarnir eru búnir að fikta með þennan mótor og hér er texti úr gamalli grein á vefnum;

    [url=http://www.ebroadcast.com.au/ecars/News/1998/981111.Patrol.html] The Standard TD42 6 cylinder diesel power plant was boosted from it’s factory 85kW to 155kW and almost 500Nm of torque through the addition of a Safari turbo charger and intercooler kit peaking at 15psi (1.07bar) of boost. This kit was further enhanced by replacing the factory injectors with a set of matched Safari/Barema injectors
    [/url]

    ÓE





    31.03.2007 at 15:10 #586544
    Profile photo of Júníus Guðjónsson
    Júníus Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 256

    Ég talaði við þá hjá Framtak um daginn og þeir héldu jafnvel að það væri hægt að mixa orginal boosterinn af 2.8 olíuverkinu á 4.2. Það væri til þess vinnandi að skoða það. Ég er með sömu túrbínu og Ólafur Arnar og er sammála að hún hættir of snemma.Ef þú er með milligír og 44" þá myndi ég ekki skipta um hlutföll. Ég var með 5.42 hlutföll og var alltaf að vinna uppi á snúningnum þar sem þessar vélar eru ekkert að gera. Þegar ég var kominn niður á orginal aftur, þá fór maður að nota torkið mikið betur.
    Kv. Júnni





    31.03.2007 at 18:45 #586546
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Hvað eru þið að láta hana blása mikið? Það sem ég hef lesið á netinu segir að 10-11 pund á þessari vél sé í lagi upp á endingu, en mikið yfir það sé ekki málið. Eða er þessi túrbína einfaldlega of lítil? Það sem mér finnst flottast við tb kittið er að túrbínan sé ofan á greininni og geri intercooler og loftsíulagnir einfaldari. Eða er það steypa.
    -haffi





    31.03.2007 at 21:13 #586548
    Profile photo of Guðbjartur Smári Fransson
    Guðbjartur Smári Fransson
    Participant
    • Umræður: 61
    • Svör: 628

    ég keipti vel frá ástralíju ég er að blása 17-25 pudum inn á hana





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 31 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.