Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nissan 3,3 lítra turbo
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.02.2003 at 21:08 #192201
Er með Scout með 3,3l turbo vél sem kom í þeim ágætu bifreiðum á sínum tíma. Þessi vél er skráð 102 hestöfl, en Patrol turbo vélin er skráð 115 hestöfl. Veit einhver munin á þessum vélum og hvernig ég get aukið kraftinn í minni vél. Hef ekki sett við hana intercooler. Getur verið að munurinn liggi í turbínunni???. Virðast vera sömu vélarnar að öðru leiti.
P.s var að koma núna í dag ofan af hálendinu. Reyndi að komast inn á Fjórðungsöldu en varð frá að hverfa þegar 15 km voru eftir í Nýjadal. Snjóaði mikið í nótt þarna uppi og allt niður fyrir Búrfell. Jafnfallinn snjór ca. 40 cm.
Kveðja til allra. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.02.2003 at 21:51 #468890
Get ekki fullyrt þetta en ég hef heyrt að þessi 3,3l vél mikið þyngri og massífari vél heldur en hitt dótið
sverari sveifarás stærri höfuð og stangarlegur og þoli töluvert fleirri km heldur 2.8l semsagt mikið betri vél þótt það muni einverju Hrossum
19.02.2003 at 23:35 #468892
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er með svona mótor í pattanum mínum og er búinn að vera berjast við það að ná öllu afli út úr mótornum eins og hægt er. ég byrjaði á því að fá mér túrbo mæli og tengdi inn á soggrein sá þá að túrbínan var ekki að blása nóg ekki nema 5 pundum þá var hárþurkan tekin úr og sett í upptekt hjá verkstæðinu Túrbó á lynghálsi það kom vél út pinnin í blásaranum styttur kemur þá fyrr inn blæs 12 pundum inn núna og intercoolerinn loks farinn að virka er núna að fikra mig áfram tók slönguna úr blásaranum sem fer í kuðunginn og færði hana yfir í soggrein kemur mjög vel út bíllinn er á 44" og á 4.88 hlutf núna er ég alsæll í bili PS einn sem eg þekki méð allt eins og ég lét mæla hvað græjan væri að skila út í hjól og það var 167 hestar
kveðja ÞK
20.02.2003 at 09:30 #468894
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Gamla Scout vélin er "Industrial" gerð með mekanískum BOSCH Model A gangþráði sem kallaðiðst "Minimax" eða eitthvað álíka. Þessar iðnaðargerðar vélar voru aðallega hugsaðar sem báta, rafstöðva, lyftara og dælu vélar og voru aldrei byggðar eða hannaðar til að notast í bíla, heldur aðeins á stöðugum snúning og álagi þar sem snerpa hafði ekkert með mállin að gera. Af hverju Industrial Harvester ákvað að nota þessar vélar er sennilega að það var ekki búið að gera "bílaútgáfu" af þessum vélum 1976 þegar SD33 (túrbínulaus) kom fyrst í Scout bílunum og menn vissu ekki betur og það var búið að hanna millistykkið aftan á þær svo þær passi SAE4 kúplingshúsi eins og Scout notar, sennilega vegna þess að þær voru notaðar í td báta en margir bátaframleiðendur nota enn SAE3-4 gíra og þessháttar.
Fljótlega áttuðu menn sig þó á því að þessi vél var ekki nóg í Scoutinn og fóru að bjóða SD33T (turbo) vélina í Scout og svo fór á endanum að allir 1980 Diesel Scout bílarnir voru Turbo til síðasta dags sem var um 20. október 1980.
Patrol vélarnar eru aftur á móti með vacum stýrðan gangráð og eru þær hannaðar til notkunnar í ökutækjum. Það skýrir munin á td snerpu þessara véla, olíuverkin eru ekki svipuð, sama hvað er gert við Scout mótor þá er ekki hægt að fá svipaða vinnslu og svo ekki sé talað um snerpuna eins og er í Patrol nema ef menn fá einhversstaðar olíuverk og soggrein af Patrol vél og setji á Scout mótorinn, þá fyrst vaknar gamla hækjan.
Innviði þessara SD33T véla er eins, en mikill innri munur er á SD33 og SD33T, T vélin er með lægri þjöppun, annað hedd, styrkta stimpla, olíusprautun undir stimpla, stærri legur og ef ég man rétt sterkari sveifarás. Bæði Scout og Patrol nota Garret T3 túrbínur, en sumir Patrol voru með Hitachi túrbínu sem er bara dýrt að gera við (kostar víst margfalt að gera við þær), Garret er hagstæðust.
Settu endinlega stóran Intercooler og sverara púst (3") við vélina og fáðu þér stærri lofthreinsara á vélina sem þú ert með, hann er of lítill sá sem kom í Scout original og er mikil tregða í honum. Passaðu bara að kælikerfi vélarinnar sé gott, góður vatnskassi, slöngur (sérstaklega þessar litlu U laga sem eru við vatnsdæluna), dæla og ekki síst góður frostlögur. Orginal er hún 101 BHP (75,3Kw) við 3800 RPM og togið er 237 Nm við 2200 RPM. Bjarni.
20.02.2003 at 22:15 #468896Þakka fyrir mjög greinargóð svör. Bjarni ég er með 2,5 tommu púst með opnum kút. Heldur þú ekki að það sé nóg. Ég sé að þú hefur verið að auglýsa hluti í Scout. Ertu búinn að selja allt???? Vitið þið nokkuð um Patrol vél 3.3l turbo liggjandi einhvers staðar. Gæti vel hugsað mér að fá utan á mína, eða passar hún beint við Scout kúplíngshúsið???
Kveðja Silli
21.02.2003 at 10:59 #468898
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit um svona turbo Patrol mótor, hann á að vera mjög góður og kosta um 140.000.- Mér gekk illa að finna Scout Turbomótor sem er mun minna virði og mér fanst það of mikið að borga 140 kall fyrir Patrol vél í hauginn minn og þessvegna meðal annars ákvað ég að leggja honum amk tímabundið þangað til að þessar vélar munu liggja um allt. En ég var mikið búinn að pæla í þessu …..
Ef þú færð Patrol vél komplett þá setur þú hana komplett í, ekki skrúfa eitthvað sundur og saman ef það virkar vel fyrir. Þá veist þú líka árgerð á öllu í vélinni þegar fram líður..2,5 tommur er betra en 2 þú skilur, 3 er betra en 2,5. Sverara er víst alltaf betra en einhverstaðar eru mörkin sem setja skynsemi í þetta, notaðu 2,5 þar til að það er ónýtt. Ef þú vilt fá auka hross úr þessum mótor þá er næst fyrir þig að taka burt "olnbogan" sem kemur út frá túrbínu, það hefur verið reynt erlendis að setja eina 3" 90° beygju úr venjulegu rörabeygjuefni sem fæst í td Sindra eða Guðmundi Ara í staðin fyrir þetta vanhugsaða fyrirbæri sem er á þessum vélum original, þetta er soldið maus og smíði að breyta þessu þannig að það sleppi framhjá startaranum en á víst að skila miklu, (þá eru 3" alla leið frá vélinni) sérstaklega á lægri snúning og túrbínan kemur fyrr inn. Ef þú skoðar þetta sem er í bílnum hjá þér þá sérð þú að pústið þarf að taka tvær mjög þröngar 90° beygjur um leið og út úr túrbínunnni er komið, þar sem mestur hiti er og þar af leiðandi mest fyrirferð (rúmmál) er í pústgasinu, það er ekki gott því þarna er mikil mótstaða. Það er ekki til mikils að vera með svaka svert púst ef þrengingin er svo fremst í kerfinu. Lagaðu þetta ef þú ert með vélina uppá borði einhverntímann.
Einnig er víst sniðugt að setja léttari viftuspaða úr áli eða plasti á Scout, þar sem hann er með fáránlega þungan fastan stálspaða sem er sennilega að taka 5-10 hross á botnsnúning og þessar vélar meiga vart við því (allt sem er þungt og snýst rænir miklu afli). Patrol er með kúplingu sem er "best" þannig að lítið sem ekkert afl tapast þegar ekki er þörf á auka vind um kassan en svoleiðis kemst ekki fyrir í Scout nema ef vatnskassinn sé færður fram.
Allar SD33T eru eins, það er millistykki skrúfað aftan á blokkina sem passar svo við kúplingshúsið, þú færir það bara á milli ásamt svinghjólinu og startara, mótorfestingum, dælu, spaða og rafal svo eitthvað sé nefnt.
Ég á eitthvað af varahlutum ennþá í Scout og auglýsingin verður uppfærð eftir helgina þegar það sem hefur verið pantað af þessu dóti hefur verið sótt.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
21.02.2003 at 13:53 #468900
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef sett inn í myndasafn mitt myndir sem ég fann á netinu sem sýna vel breytingarnar sem gott er að gera á púststútnum við túrbínuna. Á við Scout og Patrol 3,3 Turbo vélar.
09.11.2003 at 11:40 #468902
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með mótor úr nissan Patrol ’83 árg. sem ekki svartur á litinn heldur er hann ljósblár (scout liturinn) með föstum plast viftuspaða og vacum stýrðu olíuverki, allavega er slanga úr sogrein í olíuverkið. Og þessi mótor er skráður 107-110 Hö ef ég hef lesið rétt.
Hann er með gírkassa og millikassa úr patrol, en
olíusían er í lokuðu húsi (eins og var á Scoutinum),
en það breytist um mitt ár ’83.Það sem að mig langar að vita er þetta einhver delux útgáfa
af Scout útg. af SD33T sem kom í Patrol til ársins 1984?
Eða er þetta bara scout mótorinn eins og hann var?Baldur H.
09.11.2003 at 19:30 #468904
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Held að það væri nú bara ráð að notast við þína fimu fætur..hef heyrt að þeir séu sprækari en 3,3 turbo…
10.11.2003 at 00:33 #468906
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er rétt en þegar ég var með 2.8 díselin hefði ég farið hraðar yfir einfættur, þannig að þetta mundi kallast að fara úr eldinum í öskuna.
Baldur
10.11.2003 at 08:43 #468908
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
var nú reyndar að tala við greinabyrjanda..silla..en þú ert ábyggilega líka með fína fætur…:)
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.