Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nissan 2.8Td …
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2004 at 22:22 #193573
AnonymousSælir félagar.
Þar sem ég var að kaupa mér breskt tæki með Nissan Pjattrollu 2.8Td 1991 mótor, með 2,5″ pústi var ég að hugsa.. hvað er best til að ná týndu hestöflunum útúr mótornum.
Bíllin er án Intercooler, reyndar fylgir lítill intercooler með en ég get fengið stóran iveco intercooler sem gæti passað. Síðan var pælingin að ná sér í afgasmæli til að fylgjast með hitanum og tjúna eftir því..
Það sem kemur helst í huga minn er.
Intercooler.
Búústa túrbínu aðeins meira…
auka smá við olíuflæðið..
Hiclone..
Afgasmæli til að fylgjast með hvort ég sé að grilla allt.
Opna síu?Hvaða breytingar eru að gera mest í afli, getið þið bent mér á þræði þar sem þetta hefur verið rætt, eða pósta einhver gullkorn hérna inn…
Takk Takk
Jón þór og Range roverarnir… -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.01.2004 at 12:05 #485940
Maður er svolíði fljótur að skrifa, það er ekkert sem heitir "Pajero afgashiti".
Jepp, hvað er "haglon" bara forvitni. Þeir hjá Heklu segja að 13psi sé það hæðsta sem þoranndi er að fara með þrýstinginn inn á vélina en þú ert með 17,6 psi er það ekki svolítið mikið ??.
kv. vals.
27.01.2004 at 12:29 #485942Til lukku með 100asta póstinn…
Ég er með svona tík eins og þú þeas litla pæju
og er að fara að fikta við túrbinu og fl
smella í hann boost mæli…
og afgashitamælir líkl líka..er þetta nokkuð mál? áttu myndir?
kv
pæjueigandi
27.01.2004 at 13:08 #485944Bara smá inslátar villa (Hiclone) firir gefðu.
Það getur velverið að þetta þikji mikkið fyrir Heklu.
En í flestum tilfelum skiftir ekki öllu máli kvað þú lætur hana blása það er olíjumagnið sem skemir og bír til hita.
Tildæmis er nýji patrolin að blása 21-25 psi
keðja jepp
ps.(það þarf bara að láta öndunarvelina dæla til að þeir haldist í gangi.)
27.01.2004 at 13:23 #485946
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
21 til 25 psi!!! ertu ekki að grínast..
ég væri hræddur að blása mikið yfir 14 psi.. en þar sem ég hef mjög litla reynslu af þessu…
Er einhver á gamla 2.8td patta sem veit hvað þeir eru að láta blása..Og hvað kostar þetta sett hjá framtak í túrbínuna sem á að láta hana koma inn á 1100rpm…
kv,
Jón Þór.. að venjast aflleysi…
27.01.2004 at 14:13 #485948Þakka þér heilla óskir.
Ein aðferð til að auka bústið er að færa skynjarann aftur fyrir intercolerinn, nú er hann á milli turbínu og interc. og þegar hann mælir 12psi hleypir hann framhjá en þá verður þrýstingurinn ca. 11psi eftir interc. Með því að færa skynjarann eftir interc. verða þar 12psi og 13psi fyrir interc. ég vona að hægt sé að skilja þetta. Heklumenn mæla með því að ekki sé farið hærra með bústið/þrýstinginn.
Hiclone ! það kannast maður við.
25psi ! það er næstum því nóg til að snúa vélinni. Mig skortir þekkingu til að segja til um áhrifin af svona miklum þrýstingi, t.d. líftími túrbínu, hosur, interc. ofl. Við svona háan þrýsting hitnar loftið heilan helling, þarf þá ekki stærri interc. ? En að öllum líkindum er þetta allt í lagi, eykur kraft og lækkar afgashita, það er bara að prófa.
Hvað afgasskynjarann varðar, þá boraði ég gat á pústgreinina beint fyrir ofan túrbínuna þar sem pústið safnast samann áður en það fer niður í túrbínuna, snittaði 1/4" fyrir nippil og setti skynjarann í. þetta er að öllum líkindum heitasti staðurinn í bílnum. Ég hef heyrt að menn setji skynjarann á eftir túrbínu en þá er hitinn eitthvað í kringum 450°C og ekki eins nákvæmur en skynjarinn endist kannski lengur. Skynjarinn sem ég er með á að þola stöðugt 1.100°C þannig að ég hef litlar áhyggjur.
Í myndaalbúmi mínu er mynd af mælunum á mælaborðinu, ég get sett inn myndir af staðsetningu skynjarana næstu daga.
kv. vals.
27.01.2004 at 14:26 #485950hvar fjegstu þessa mælla (ef það er ekki lendar mál)
kv jepp
27.01.2004 at 14:32 #485952á patrólnum er skinari á soggreinini sem hleipir lofti útt við akveðin þrísting maður blindar hann og setur mælirin í staðin þá ser maður raunverulega þrístingin.
kv jepp
27.01.2004 at 14:36 #485954Á nýjum vélum (ný-hönnuðum vélum), er algengt að þrýstingurinn sé í kringum 20-30 pund.
Kveðja
Rúnar.
27.01.2004 at 14:36 #485956
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hefði nú haldið að það væri Wastegateið….
27.01.2004 at 14:46 #485958Báða mælana fékk ég hjá Samrás úti á nesi. þeir eru svolítið dýrir en alveg svakalega ódýrir ef maður nær að spara 250.000 kr. í Hedd-skiptingu.
kv. vals.
27.01.2004 at 18:54 #485960Ég mæli eindregið með því við alla áhugamenn um Túrbínur að lesa bókina Turbochargers by Hugh MacInnes..
Það sem vert er að hafa í huga við túrbínur/boost á dieselvélum er eitthvað á þessa leið…
Dieselolía brennur því betur sem meira súrefni tekur þátt í brunanum.. Afl Dieselvélar sem sett er á túrbína eykst í raun sáralítið við aðgerðina NEMA aukið sé við olíumagnið í leiðinni. Aftur á móti lækkar hlutfall af mengandi gastegundum vegna hreinni bruna, og eyðsla minnkar..Þegar menn spyrja "hvað er óhætt að boosta mikið" er svarið: eins mikið og þig langar til!.. Ástæðan er sú að með því að moka meira lofti inn á dieselvél er einnig verið að "kæla brunann" miðað við að olíumagn sé óbreytt. Höfum það hugfast að andrúmsloftið er að stórum hluta köfnunnarefni (nitrogen) Með því að boosta meira inn á vélina er augljóslega verið að moka meira köfnunnarefni inn á hana. Það vill svo skemmtilega til að það hefur nánast engin áhrif á brunann (tekur ekki þátt í því ferli) og varmarýmd þess hirðir hita úr brunanum ..ergo- meira köfnunnarefni kaldari bruni-kaldara afgas!
Neikvæð áhrif þess að blása miklu lofti inn á diesel eru lítil.. þó ber að hafa í huga að loftið frá túrbínu hitnar meira því hærra sem þrýstihlutfallið er yfir hana, þetta er ekki vandamál þegar notaður er millikælir, og jafnvel alls ekki…Það er möguleiki að ventlaleggir-sogventla smyrji sig verr með auknum þrýstingi í soggrein. Menn hafa áhyggjur af því að stimpilstengur/legur/stimplar sæti meira álagi vegna of hás boosts .. aukið álag vegna þessa þáttar er hverfandi ef menn hugsa málið! Aftur á móti eykst álag á þessa hluti þegar aflið er aukið verulega, en það gerist einmitt þegar OLÍUMAGNIÐ er aukið sem er annar hlutur!!!
Spurningin "hvað er mér óhætt að boosta mikið inn á vélina" ætti frekar að hljóða "hvað er mér óhætt að auka mikið við olíumagnið" því að við aukið olíumagn eykst brunahitinn og svo náttúrulega nettó þrýstingur í brunahólfinu meðan á aflslagi stendur, sem aftur leiðir til aukins AFLS. Staðreyndin er engu að síður sú að það endar ALLTAF á því að það er boostið sem ræður því hvað menn auka olíuna mikið.. Íslenska aðferðin er að smella á turbo.. og fá eitthvað boost sem menn telja að sé "innan marka"… síðan er olíumagnið aukið þar til hann reykir "hæfilega" :o) þannig í raun eru menn ekki að nýta sér það besta sem hægt er að ná út úr dæminu, en það er eitthvað á þá leið að velja sér hæfilegt olíumagn og fá þá vinnslu sem þeir eru að sækjast eftir og auka síðan boostið góðan slatta til að ná NIÐUR afgashita og auka þannig endingu vélarinnar, sem og að koma í veg fyrri að hún reyki í mikilli hæð þar sem þynning andrúmsloftsins er farin að telja.
Tölvukubbar sem eru settir í bíla hér í stórum stíl eru einmitt að nýta það auka "boost" sem framleiðendur stilla túrbínurnar á upphaflega. Þ.e vélarnar eru upphaflega látnar fá talsverðann slurk af "extra boost" til að ná niður mengun og líka til að AUKA endingu þeirra. Allt tal um að tölvukubbar hafi engin áhrif á endingu véla er því augljóslega blaður, nema að gerðar séu ráðstafanir til að auka boostið í samræmi þannig að brunahiti hækki ekki að marki. Þeir sem hafa fjárfest í afgashitamælum og hafa séð hvað gerist þegar hosa gefur sig frá túrbínu þannig að boost fellur vita örugglega hvað ég er að tala um hér… Þegar boostið fellur hækkar afgashitinn hratt og mikið. Nokkarar vélar hafa farið vegna þessa hér á landi svo vitað sé.
Ég sá á netinu fyrir nokkru síðan prófun á tölvukubbum í Ford/Chevy/Dodge þar sem testað var hvaða afli þeir skiluðu í raun og hvað afgashitinn færi hátt… Nokkrum kubbum var hent út úr testinu þegar það sýndi sig að afgashiti fór upp úr öllum skörðum vegna þeirra… Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en mér dettur samt í hug ending á heddum í PATROl allt í einu, skil ekki alveg hvers vegna :o)
fan þetta á spjalinu eftir óla
kveðja jepp
28.01.2004 at 11:46 #485962
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég fór að kíkja aftur á bílin.. því það var ekki negra bjóðandi hvað hann var latur… ég tók eftir einu
Hjólið sem olíugjafarbarkinn fer í átti 1/3 eftir og náði aldrei í endastopp þegar stigið var gjöfin í botn inní bílnum… ég mixaði þetta til og viti menn… hann fór á stað… ég er ekki að segja að bíllin geri kraftaverk.. en það kemur að því aðeins seinna…
Kv,
Jón Þór
28.01.2004 at 14:07 #485964Sælir félagar.
Margt hefur verið prófað, spáð og spekulerað.
Menn eru að bæta við oliuverkið, bæta við boostið, fá sér Hiclone og jafnvel sprauta gasi inn á vélina.
Og virðist mér flestir vera að slást við það sama, of háan afgashita.
Mér finnst líka gaman að spá og spekulera. Hefur einhver prófað að sprauta súrefni inn á vélina í staðin fyrir gas.
Gefur það ekki hreinni bruna og kaldara afgas?
Kveðja Halli E-1339
28.01.2004 at 14:25 #485966Það er velþekkt að nota súrefni á bílvélar, en þar sem mjög óhagkvæmt er að geyma súrefni nema sem lofttegund (ekki fljótandi) þá hafa menn verið að nota efnasamband niturs og súrefnis eða Nitro. Nitro er mjög auðvelt að geyma í fljótandi formi. Nitur og súrefni aðskiljast mjög auðveldlega og því hentugt að gefa vélum smá súrefnisspark með því að dæla inn í þær smá Nitro. Þegar Nitro er dælt inn á bílvél þarf að sjálfsögðu að auka við eldsneytið líka annars bráðnar vélin.
Bjarni G.
31.01.2004 at 17:34 #485968Myndir af staðsetningu skynjar fyrir afgas- og vatnshita. eru komnar í albúmið mitt. Bíllinn er Pajero ’98 2,8td.
kv. vals.
31.01.2004 at 23:21 #485970það er alveg frábært að þurfa ekki að finna upp hjólið
alltaf sjálfur.
ég ætla að copera þetta hjá þér. Ætla hinsvegar að byrja á boost mælinum, hvar tengdirðu hann inn á?Mig grunnar að waste gate wentill inn sé farinn hjá mér
bílinn minn er alveg mátlaus og ég finn aldrei túrbinuna koma inn.Hvar er þessi ventill annars? Ég er enginn vélvirki
verð að játa það….Mig langar að mæla bústið áður en ég útvega mér nýjan
wastegate ventil.. ef það er ekki eitthv annað og meira aðHvernig er það hjá ykkur Pajero eigendur kemur ekki kippur í bílinn þegar túrbinan kemur inn? það eru engar gangtruflanir hjá mér, eða neitt, gæti þurf að kíkja hvort
olíubarkinn togi ekki alveg í botn gjöfina á velinni..
en sammt skjaldbreið í fyrramálið..p.s Er ekki að koma tími á aðra pæjuferð?
kv
bjarki
02.02.2004 at 11:35 #485972Sæll Bjarki
Skoðaðu þráðinn Pajeró tækniþráður/fróðleikur.
Kveðja Halli
02.02.2004 at 11:57 #485974
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þar sem ég las hjá þér að þú værir að blása 1.2 bari…
1.2 bar = 17.4045285 pounds per square inch
er þetta rétt..?
kv,
jón þór
02.02.2004 at 12:08 #485976Svolítið finnst mér vera á reiki hvar menn mæla afgashitann. Flestir sem setja EGT mæla í bílana sína setja þá á eftir túrbínu, en það sparar mönnum að taka túrbínuna frá þegar borað er fyrir skynjara (vont að fá svarf í hana). Afgashitinn lækkar hins vegar umtalsvert í túrbínunni, mismikið eftir afköstum hennar. Vert er að gera ráð fyrir því. Að sjálfsögðu skiptir þetta ekki miklu máli ef mælt er t.d. fyrir og eftir að tölvukubbur er settur í eða boost skrúfað upp og einungis er mældur mismunur en EF hins vegar er ætlunin að fá rétt afgashitastig verður mælirinn að vera fyrir framan túrbínu.
Ég er á því að afgashitamælir sé það mælitæki sem við ættum að nota meira á TD vélarnar. það segir okkur nákvæmlega hvernig vélin er að vinna og hversu langt við megum fara í að skrúfa upp olíuverk.Kv,
Lalli.
02.02.2004 at 20:04 #485978
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Núna range roverinn komin með allt aðra vinnslu…
Er ekki komin lengra en að laga hvernig olíuinngjafarbarkinn fór ekki alla leið og búin að skrúfa skrúuna á olíuverkinu hálfhring.
Við breytinguna að ég skrúfaði þennan hálfhring í olíuverkinu fór hámarks bústið uppí 12 psi þegar ég er að keyra á fullri inngjöf á móti 10 fyrir.. Bíllin er gjörbreyttur og meira farin að minna á gamla bensínroverinn minn…
Bíllin reykti ekkert áður en ég skrúfaði skrúuna en reykir lítið núna… minna en flestir patrolar sem ég sé…
Næst á listanum kemur Hiclone eða stór intercooler, ég er komin með lítin cooler úr galloper inn á gólf , en hann er lítill miðað við það sem ég hef séð í patrol, hvar fæ ég alvöru intercoolera sem ódýrast.
Kv,
Jón þór
Range Rover með Datsun hjartaígræðslu…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.