Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nískupúkar
This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2004 at 10:38 #193427
AnonymousVið í Rottugenginu vorum á fjöllum núna strax eftir áramótin, ásamt hluta af skálanefndinni. Heyrðu skálanefndarmennirnir þá að mikil umferð var í kringum Setrið, og kom það þeim á óvart. Þar sem enginn hafði boðað komu sína þangað þá helgi. Fór þetta afskaplega í taugarnar á skálanefndarmönnunum, þar sem skil á skálagjöldum hafa nánast ekki verið nein undanfarið. Og varð það til þess að kallað var í þetta lið sem var í kringum Setrið og það mynnt á að borga skálagjöld. Brá þá svo við að allgjör þögn vað í stöðinni ?????. Þar sem við höfðum hitt Fjalla og tvo félaga hans á leið í Setrið þennan dag. Var auðvelt um eftirgrennslan hjá skálanefndinni í þetta skipti. Sögðu þeir að múgur og margmenni hefði verið í Setrinu alla helgina. Það getur vel verið að þessir hópar hafi greitt skálagjöld, það kemur ekki í ljós fyrr en skoðað verður í kassann í Setrinu. Skálanefndarmennirnir voru svo pirraðir vegna þessa, að þeir ákváðu að fara sem fyrst upp í Setur og skoða í kassann.
Þar sem fjölda skála hefur verið lokað hjá FÍ og Útivist, mun ásókn í Setrið aukast að sama skapi. Hvað er þá til ráða.
Ætti að setja upp þetta myndavélakerfi sem Orkustofnun vildi leggja til eða hvað ?
Hvað halda menn að sé til ráða varðandi innheimtu á gistigjöldum.
Er ráð að læsa fremri skálanum einnig.
Eða að innkalla alla lykla, og láta skálanefnd afhenda þá hverju sinni.
Eða hreinlega hætta að innheimta skálagjöld af félagsmönnum.
Rukka einungis stóra hópa utan að komandi aðila um gistigjöld.Jón Snæland.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.01.2004 at 00:03 #483898
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan og blessaðan daginn félagar (ef félaga skyldi kalla) Ég heiti Þorsteinn Pálsson, hef félagsnúmer R 325 og hef verið félagsmaður í þessu félagi um nokkurt skeið. Ég hef svo sem ekki starfað mikið innan félagsins en hingað til talið það bæði heiður og mér skylt að styrkja félagið með þessu árlega félagsgjaldi.
Nú er svo komið að mér er stórlega misboðið. Aldrei áður hef ég verið kallaður Nískupúki og verið þjófkenndur eins og þessir svo kölluðu félagar hafa nú gert. Jú málið snýst að sjálfsögðu um skálagjöld í Setrinu annan og þriðja janúar 2004 ég sé ekki annað en ég þurfi að biðjast afsökkunnar á að hafa vogað mér að líta þar við og taka þar gistingu í tvær nætur og er þeirri afsökun hér með komið á framfæri. Ekki Þurfa skálanemdarmenn að hafa áhyggjur af því að það gerist nokkur tíman aftur (vona að þeir taki mark á loforði slíks mans sem ég virðist vera í þeirra augum)
Lýsing á meintum glæp:
Föstudaginn 2 jan lögðum við félagarnir á stað til fjalla 14 saman á 7 bílum ekki var ferðin neitt skipulögð sérstaklega fyrirfram þó höfðu menn Klakkinn ofarlega í huga en vegna þess hve seinir við vorum á ferðinni var ákveðið að fara Kvíslarveituveg með stefnuna á Nýjadal eða Setur. Setrið varð fyrir valinu (fyrstu mistökin). Laugardagur 3 jan ákveðið að fara Klakksleið inn á Hveravelli Þegar inní Kisubotna var komið í mjög þungu færi og snjóblindu þótti ekki ráðlegt að halda lengra á þessari leið. Reynt skyldi að fara austurfyrir Kellingarfjöll þar var færið með þeim hætti að 1 km var farinn á klukkustund.
Ákveðið var að snúa við í Setrið og eiga þar huggulega stund í stað þess að vera berjast fram á nótt.( önnur mistök)
Þá eru það umrædd skálagjöld, hvar sem við höfum komið í skála síðasta rúma áratuginn hafa skálagjöld ALLTAF verið greidd og hefur engum dottið annað í hug fyrr en nú. Nú síðari árin hefur þessi greiðsla verið framkvæmd
með aðferð er nefnist millifærsla á PENINGUM og er framkvæmd í gegnum tölvukerfi bankanna. Til að þessi millifærslugjörningur sé framkvæmanlegur þurfa að liggja ákveðnar upplýsingar fyrir um reikning móttakanda. Þessar upplýsingar er ekki að finna á heimasíðu 4×4. Sendur var tölvupóstur á vefstjóra síðunnar með þessum ábendingum ekkert svar hefur borist enn þá. Fimmtudaginn 8 jan var en beðið um þessar upplýsingar en nú frá gjaldkera félagsins ekkert svar hefur borist en. Sunnudaginn 11 jan var farið að leita að símanúmerum og hringt var í síma Magna þar sem hann var efstur í röð skálanemdarmanna. Magni tjáði mér að hann væri gjaldkeri skálanemdar og lítið mál væri fyrir hann að veita mér umbeðnar upplýsingar. Gengið var frá greiðslu samstundis.
Skrif margra hér á síðunni finnst mér fyrir neðan allar hellur og ættu menn að skammast sín fyrir þessar dylgjur og óhróður en svona er þetta sumir þrífast á þessu. Það mætti kannski segja "Margur heldur mig sig"
Vænti ég og mínir ferðafélagar þess að fá að vera framvegis í friði fyrir þessum illu tungum.
13.01.2004 at 00:23 #483900Innilega sammála síðasta ræðumanni. Það er ástæðulaust að vera nánast að þjófkenna menn og stofna um það sérstakan þráð án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því. Er skálanefndin kannski sjálf í því að borga ekki skálagjöld? Ég hef sjálfur lent í því að vera ekki með aur á mér og lenda óskipulagt í gistingu í Setrinu. Ég var í mesta basli eftirá að finna út hvert ég gæti komið peningum, lagði þá meðal annars til að upplýsingar um reikning kæmu inn á heimasíðuna. Er reikningsnúmerið eitthvað leyndarmál?
Það er vissulega slæmt ef menn borga ekki skálagjöld. Þetta er það lítið brot af kostnaði hverrar ferðar að það er hreint rosalega nördalegt að svíkjast um það. Oft held ég að sé reyndar á ferðinni þetta alkunna klinkleysi korta aldarinnar. Ég er með nánast allt mitt fjármálavafstur on-line orðið en reyni samt að muna eftir klinki ef ég er á leið í skála þar sem ég veit að er baukur.
Höfuðástæðan fyrir því að ég er félagsmaður er sú að félagið á þessa fínu skála um allt. Ég er hvort sem er með betri afslætti víðast heldur en félagsskírteinið býður, og er ekki duglegur að mæta á félagsfundi. Ef að lykillinn verður tekinn af mér hef ég sennilega ekki neinn hvata til að halda áfram að borga félagsgjöldin því utanfélagsmenn geta alveg eins fengið lykil yfir helgi. Ég væri persónulega til í að borga árgjald fyrir að halda lyklinum því ég nota skálana mikið,ferðast mikið. Hugmyndin um samræmt kerfi í hálendisskálana er er mjög góð, en kannski erfið í framkvæmd. En það er líka erfitt að sofa í bílnum fyrir utan 10 eða 20 milljóna lúxuskála bara af því að maður kann ekki við að brjótast inn í hann, jafnvel þó maður eigi hann (sem félagi)
Þetta frelsi að leggja af stað og láta vindinn og snjóinn aðeins ráða för er yndislegt og við meigum ekki fórna því á altari þeirra sem verða að hafa allt niðurnelgt og njörfað fram yfir jarðaför.
Baráttukveðja
Pétur Gíslason
R-2343
13.01.2004 at 06:12 #483902Í fyrsta lagi þá eru sumir aldeilis sérlega flinkir við að finna afsakanir eftir á og mér sýnist í fljótu bragði án þess að þekkja nokkuð til viðkomandi, að þarna séu listamenn á því sviði á ferð.
Í öðru lagi, þá er ég áreiðanlega ekki einn um að hafa lent í því að hafa pantað gistingu í skálum en þegar að þeim var komið voru þeir fullir af fólki sem ekki hafði pantað. Yfirleitt er þetta fólk ekki tilbúið til sveigjanleika og ofbeldið oftast notað. Frelsið er yndislegt, jú mikið rétt, en þitt frelsi endar þar sem nefið á mér byrjar.
13.01.2004 at 08:32 #483904Góður punktur ólsari. Það er ekkert eins ömurlegt að ætla fara í skála í þeim tilgangi að Td. halda uppá eitthvað og búin að kynna sér í bak og fyrir að engin sé þar og svo þegar á staðinn er komið þá er skálinn fullur af fólki sem þarf að fara að sofa klukkan 9 og lét engan vita að það ætlaði að gista í skálanu og síst af öllu eigendur skálans.
13.01.2004 at 09:35 #483906
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skil félaga Jón Snæland sem kemur þessum þræði hér af stað og aðra sem hér hafa verið að tjá sig þannig að málið snúist ekki um að hengja ákveðna einstaklinga. Jón segir m.a. í upphafsþræðinum "Það getur vel verið að þessir hópar hafi greitt skálagjöld, það kemur ekki í ljós fyrr en skoðað verður í kassann í Setrinu." Úr því Þorsteinn og hans félagar hafa með mikilli eftirfylgni greitt sín skálagjöld þá er það bara hið besta mál og væntanlega vita Magni og þá aðrir skálanefndarmenn sannleikann í því máli. Á hinn bóginn hefur komið í ljós hvað eftir annað við uppgjör á rekstri skálans, að ótrúlega lítill hluti þeirra sem þarna gista hafa til að bera sömu sómatilfinningu í þessu. Allavega hafa skálanefndarmenn upplýst það á félagsfundum að það er ekkert samræmi á milli olíunotkunar og fjölda greiddra gistinótta og miðað við innkomu skálagjalda virðist vera sáralítil notkun á þessum skála. Sama á við um marga aðra skála á hálendinu og samt er maður að lenda í þessu sem ólsarinn nefnir, þ.e. að vera búinn að panta skálapláss, en koma svo að skálanum fullum.
Félagsmenn í 4×4 sem og aðrir sem reka skála á fjöllum eru einfaldlega orðnir langþreyttir á þessu vandamáli. Vissulega eru margir sem, líkt og Þorsteinn og félagar, borga alltaf samviskusamlega sín skálagjöld og þurfa því ekki að taka þessa umfjöllun neitt til sín persónulega. Hinn hópurinn sem ekki borgar virðist hins vegar vera ótrúlega stór og við því þarf 4×4 klúbburinn og aðrir að bregðast. Þær aðgerðir bitna auðvitað á öllum og öllu frelsi í ferðamennskunni, en þannig er þetta bara. Um það snýst þessi þráður.
Kv – Skúli
13.01.2004 at 10:38 #483908Sumir eru kannski líka flinkir við að finna vandamál fyrirfram?
Veit ekki hvar þú ert með nefið kæri ólsari? Eins gott að reka ekki frjálst við á fjöllunum ef þitt nef er nú allt í einu þar. Veit ekki hvað ´þú ferðast mikið,man allavega ekki eftir þessu nafni í gestabókum. Ég ferðast þó nokkuð mikið skal ég segja þér, legg metnað minn í það að ganga vel frá eftir mig í skálum og passa skálagjöldin fyrir mig og mína. Sama á við um alla mína ferðafélaga. Einu skiptin sem maður lendir í einhverju basli með skálapláss er í kring um páska þegar allir eru á fjöllum. Það er bara eitthvað sem maður veit að gerist, og maður er þá bara sáttur við að sofa með sitt nef nálægt einhverju öðru nefi.
Annars skil ég ekki alveg þessa athugasemd hjá þér "Frelsið er yndislegt, jú mikið rétt, en þitt frelsi endar þar sem nefið á mér byrjar" Áttu við að þegar ég er frjáls á fjöllum að fíla mig kemur þú og eyðileggur stemminguna með því að þefa upp úr skálagjaldabauknum, eða kannski þefar af sósunni eða vonandi ekki frúnni því þar set ég mörkin. Annars er ég yfirleitt með hund með mér, hann þefar af öllu.
Fjallakveðja
Pétur Gíslason
13.01.2004 at 12:26 #483910Lestu pistilinn hans SkúlaH (nr. 517) hér að ofan. Hann segir eiginlega allt sem segja þarf. Ef þú ert með allt þitt á hreinu, þá er það bara gott mál. Þá þarft þú ekkert að taka til þín af því sem ég eða aðrir hafa sagt. Þetta með frelstið vísaði beint til þess sem fram kom hér ofar, þar sem því var lýst hvað það væri yndislegt að geta rekið inn nefið þar sem manni sýndist, þegar manni sýndist. Annað í þínu skeyti elti ég ekki ólar við.
13.01.2004 at 13:13 #483912
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það verður bara að setja tækninefndina í að hanna hurð á Setrið sem hleypir mönnum alltaf inn en ekki út nema þeir borgi. Ef menn eru peningalausir þá verða þeir bara að dúsa þarna þar til einhver aumkar sig yfir þá og borgar þá út. Þetta kæmi þá í staðinn fyrir fangelsi og væri ágætis ráðning fyrir okkur í klúbbnum og annað glæpahyski og illþýði sem flækist um hálendið í skjóli myrkurs.
P.s. Fyrir þá sem vilja gera upp gamlar syndir þá er reikningsnúmer vegna skálagjalda fyrir Setrið: 319-26-1259 og kennitalan 701089-1549.
13.01.2004 at 13:27 #483914Nei kæri ólsari. Ég er ekki sár út í þig eða neinn annan hér, er ekkert mjög mikið í því að láta aðra særa mig. Finnst þetta bara svoldið fyndin umræða. Það er td oft búið að benda á þetta með bankaupplýsingar á síðuna, eða hafa gíróseðla eða umslög í skálunum. Þetta virðist ekki fá hljómgrunn hjá skálanefndum. Ég hef boðið fram krafta mína fyrir skálanefndina og fékk engin svör. Eins og ég segi: ég nota skálana talsvert og er alveg til í að leggja á mig eitthvað til að svo geti verið áfram. Þeir sem svindla á skálagjöldum eru ekki alveg að fatta að þeir eru að eyðileggja fyrir sjálfum sér líka. En er td búið að banna afengisneyslu í landinu þó einhver partur þjóðarinnar kunni ekki með það að fara (kannski ekki besta samlíkingin) allavega, þeir sem misnota aðstöðu sína í Setrinu er þó allavega félagsmenn, fengju varla lykil annars. Og eftir því sem hér er haldið fram, þá eru þeir æði margir sem eru þarna að nota kofann án þess að borga. Af hverju þá ekki að velta þessu út í félagsgjöldin? Eða borga lyklagjald árlega? Ein leiðin væri að rukka td 20.000 kr árlega fyrir lykil og innifalið í því væru 30 gistimiðar frá skálanefnd. Ég sem handhafi lykils gæti þá td farið 3 sinnum með 10 manna hóp með mér og væri þá búin að ná til baka lyklagjaldinu. Það eru til ótal leiðir til að leysa öll vandamál, og ekki endilega bara sú leiðin að banna og loka og læsa. Þetta er jeppaklúbbur, jeppamenskan snýst svoldið um að komast þar sem aðrir komast ekki, snýst svoldið um frelsi og óvissu. Gleymum því ekki.
Baráttukveðja
Pétur Gíslason
13.01.2004 at 14:40 #483916Nú líkar mér betur við þig. Ég held nefnilega að þú sért ekkert svo mjög mikið á annarri bylgjulengd en við Jón Snæland og SkúliH svo einhverjir séu nefndir. Nú er það svo, að ég sem búandi hér nyrðra er e.t.v. ekki með Setrið sérstaklega í huga, þótt sömu lögmálin (eða áþekk) gildi að sjálfsögðu þar. Það er nefnilega svo, að ég hef verið þátttakandi í öðru félagi á ferðasviðinu alveg frá því það var stofnað seint á sjöunda áratugnum, en það er Ferðafélag Skagfirðinga, sem er deild í FÍ. Kom upphaflega inn í það vegna þess að ég var búinn að vera félagi í FÍ en það er önnur saga. (Maður á ekki að vera halda því of mikið á lofti hvað maður er orðinn andsk… gamall!) Hvað um það, frá því FFS reisti Ingólfsskála við Lambahraun hefur það verið með ólíkindum, hvað lítið hefur komið þar inn af viðveru- og gistitekjum miðað t.d. við hver ósköp hafa farið þar af gasi á ári hverju. Eitthvað hlýtur að valda því. Umgengni er svo eitt mál enn. Oft er það svo að skyldurækið hirðufólk kemur að skálunum öllum í drasli, en vegna þess að það vill ekki láta kenna sér um slíka umgengni, þá þrífur það skálana eftir sóðana líka. Við getum held ég verið sammála um að það sé eðlilegt að þessu fólki sárni.
Nú, Ferðafélagið hér hefur látið gíróseðla liggja í sínum skálum, sem hægt er að greiða í hvaða banka sem er, og líka heimabönkum ef út í það er farið. Ekki virðist það duga nema takamrkað til að auðvelda fólki að greiða gistingu. Skiptabakkaskáli okkar 4×4 fólks er reyndar miklu minna í leiðinni fyrir flesta og því mun minni "gegnumgangandi" umferð þar en í alfaraleið, eins og reyndin með Ingólfsskála Ferðafélagsins er. Það má því segja að enn sem komið er sé reynslan af innheimtu gistigjalda þar ekki marktæk. Enn sem komið er hefur þessum skálum ekki verið lokað og vonandi kemur ekki til þess. En mikið væri gaman ef fleiri tækju á sig sinn hluta kostnaðarins með greiðslu viðveru- og gistigjalda, þótt ekki standi rukkari við hverjar dyr. Það myndi viðhalda ferðafrelsinu meira en flest annað.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.