Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nískupúkar
This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2004 at 10:38 #193427
AnonymousVið í Rottugenginu vorum á fjöllum núna strax eftir áramótin, ásamt hluta af skálanefndinni. Heyrðu skálanefndarmennirnir þá að mikil umferð var í kringum Setrið, og kom það þeim á óvart. Þar sem enginn hafði boðað komu sína þangað þá helgi. Fór þetta afskaplega í taugarnar á skálanefndarmönnunum, þar sem skil á skálagjöldum hafa nánast ekki verið nein undanfarið. Og varð það til þess að kallað var í þetta lið sem var í kringum Setrið og það mynnt á að borga skálagjöld. Brá þá svo við að allgjör þögn vað í stöðinni ?????. Þar sem við höfðum hitt Fjalla og tvo félaga hans á leið í Setrið þennan dag. Var auðvelt um eftirgrennslan hjá skálanefndinni í þetta skipti. Sögðu þeir að múgur og margmenni hefði verið í Setrinu alla helgina. Það getur vel verið að þessir hópar hafi greitt skálagjöld, það kemur ekki í ljós fyrr en skoðað verður í kassann í Setrinu. Skálanefndarmennirnir voru svo pirraðir vegna þessa, að þeir ákváðu að fara sem fyrst upp í Setur og skoða í kassann.
Þar sem fjölda skála hefur verið lokað hjá FÍ og Útivist, mun ásókn í Setrið aukast að sama skapi. Hvað er þá til ráða.
Ætti að setja upp þetta myndavélakerfi sem Orkustofnun vildi leggja til eða hvað ?
Hvað halda menn að sé til ráða varðandi innheimtu á gistigjöldum.
Er ráð að læsa fremri skálanum einnig.
Eða að innkalla alla lykla, og láta skálanefnd afhenda þá hverju sinni.
Eða hreinlega hætta að innheimta skálagjöld af félagsmönnum.
Rukka einungis stóra hópa utan að komandi aðila um gistigjöld.Jón Snæland.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.01.2004 at 00:11 #483858
Ekki ætla ég að rengja ykkur Gísli og Glanni um að hafa ekki greitt, enda mátti svo sem vita að þið notuðuð kassann. En þetta með að greiða í heimabanka þegar heim er komið skilar sér kannski verr, enda vill stundum gleymast.
Skálanefnd talaði um það á síðasta fimmtudagskvöldi á opnu húsi að enginn hefði haft samband við þá frá síðustu helgi hvorki símleiðis né gegnum heimabanka og sagði reyndar frá því að hópurinn sem var í Setrinu hefði ekkert viljað tala við þá í gegnum VHF og skipt yfir á aðra rás þegar spurt var um skálagjöld, auðvitað kom pirringur í mannskapnum bæði mig og aðra.
Enn kannski skilar svona fjörleg umræða sem Jón Snæland byrjaði á heilmiklu og líklega passar fólk betur upp á skil.
Kv.Lúther
12.01.2004 at 00:23 #483860
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, ég er nú sammála að betra sé að hafa skálagjöldin í heilu frekar en í klinki. Annars má alltaf skella bara þúsund kalli í kassann. Þeim veitir nú ekki af aurnum blessuðum. En verður ekki að ganga um þetta eins og sumarbústað. Fá lykil á ákveðnum stað ef maður ætlar í skálann. Maður verður að skrá sig fyrir húsinu og borga sitt gjald. Sá sem tekur skálann borgar strax sinn 800 kall. Svo er sá sem tekur lykilinn skyldugur til að sjá til þess að samferðamenn borgi. Svo að lokinni ferð er lyklinum skilað á staðinn þar sem hann var fenginn. Fólk virðist vera svo ósvífið og nískt að tíma ekki að borga nokkra aura fyrir að nota góða aðstöðu. Svona fólk á ekki rétt á að eiga jeppa.
Það er ekki bara nóg að eiga allar skíðagræjur og ætla síðan ekki að borga í lyfturnar. En þar eru menn sem fylgjast með að þú sért með passa. Margir þurfa alltaf að hafa einhvern yfir sér til hann geri það sem til var ætlast.
Ekki segja mér að þið munið ekki úr skóla að þegar kennarinn skrap úr kennslustund þá varð allt vitlaust á meðann. Við breytumst ekkert þó við höldum það. En það verður að hafa þessa skála læsta fyrst svona er farið.
Jónas
12.01.2004 at 00:54 #483862sælir
Ég hef nú ekki komið í Setrið ennþá og þið verðið því kannski að umbera fáfræði mína um staðhætti en hvað með að sleppa því algjörlega að stjórna aðgengi að öllu húsinu og stýra þess í stað aðgengi að einhverju afmarkaðra, t.d. hitakerfi hússins? Er stýring kerfisins í sér rými?
Er ekki hægt að breyta númeraröð á talnalás að slíku rými vikulega og pína menn þannig til að hringja í skálanefnd til að fá uppgefna fyrirfram ákveðna kóta (finna þarf lausn á því hvernig hægt er að breyta kóðanum vikulega án þess að skálanefnd þurfi að mæta á staðinn í eigin persónu)? Þannig er hægt að persónugera notandann og gera hann ábyrgan fyrir innheimtu ef hann hyggst dvelja á staðnum. Hann yrði þá að koma þessari ábyrgð á annan mann og láta vita hver það var ef hann fer af staðnum en að öðrum kosti að læsa talnalás aftur ef enginn verður eftir í skálanum. Með þessu móti er hægt að hafa skálann opinn áfram.
Ef menn vilja svíkja undan skálagjöldum þá geta þeir gert það skjálfandi á beinunum af kulda (og hræðslu)……
kv
Agnar
R-3104
12.01.2004 at 01:02 #483864Góðan daginn,
hvernig væri að selja likilinn á 10, 20, 30 þúsund eða einhverja x upphæð og skifta svo um skrá á hverju ári eða jafnvel ársfjórðungslega ? Er þá ekki málið dautt.
Nennti ekki að lesa alla póstana það getur vel verið að það sé búið að viðra þessa hugmynd.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
12.01.2004 at 01:15 #483866Hvaða upplýsingum hefur Landsvirkjun í huga að safna með því að hafa myndavél í setuni og horfa uppí háruga jeppakallarassa?
Nei, Ofsi og landsvirkjun þið getið bara tekið myndir af eigin rassgötum heima hjá ykkur.
Kveðja,
Glanni
12.01.2004 at 02:03 #483868Góð ugmynd með myndavél, legg til aðvið þiggjum þetta boð, þó að ekki væri nema til að sjá snjóalög á hlaðinu.
Sing
12.01.2004 at 02:04 #483870Flott hugmynd að mörgu leyti. Nú er bara að kanna hvort hægt sé að gera þetta í gegnum Tetra kerfið, það er breyta aðgangstölunum.
Sing
12.01.2004 at 02:05 #483872Meinti: Flott hugmynd hjá AgnariBen…………….
12.01.2004 at 10:02 #483874
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta eru ágætar pælingar allt saman. Greinilegt að margir vilja reyna allt áður en farið er útí að hafa skálann læstan og að menn þurfi að nálgast lykil hjá skálanefnd. Það er auðvitað alveg rétt að oft veit maður ekki sinn næturstað í vetrarferðum og það er ekki vegna þess að menn æði af stað án þess að hafa fyrirliggjandi plan, heldur vegna þess að veður og færð gera oft að verkum að menn komast ekki á fyrirhugaðan áfangastað og þurfa að breyta plönum. Þetta er auðvitað ókosturinn við það að nú sé farið að læsa öllum skálum, en þetta er bara bein afleiðing af þessum skort á siðferðiskennd sem ólsarinn talar um hérna fyrir ofan, s.s. slæmum skilum á skálagjöldum og oft hreinlega ruddalegri umgengni um skálana. Það væri margt einfaldara í veröldinni ef siðferðiskennd manna væri betri og afleiðingarnar bitna á öllum, líka þeim sem alltaf hafa staðið í skilum með skálagjöld. Og þó þessi umræða sjálfsagt ýti undir samviskusemi manna í þessum efnum, þá er ekki nema lítill hluti þeirra sem nota Setrið sem lesa þetta.
En ef verkfræðingarnir Snorri og Agnar Ben. geta fundið aðrar leiðir sem virka væri það bara fínt. Þetta með talnalásinn hljómar vel ef hægt er, því þá er hægt að fá aðgangskóðann gegnum síma hvar sem maður er staddur. Ef þessi leið virkar hjá 4×4 gæti þess vegna verið að önnur félög væru tilbúin til að fara þessa leið, til mikilla hagsbóta fyrir heiðarlega jeppamenn. Spurning hvort skálanefnd setji sig í samband við þá og njóti aðstoðar þeirra við að kanna hvort þetta sé fær leið!
Myndavél sem sýnir bílastæðið er líka fín hugmynd. Einhvern tíman þegar verið var að ræða þessi mál var verið að tala um myndavél inni í skálanum, en það jaðrar kannski við innrás í einkalíf manna. En myndavél þarna fyrir utan er fín hugmynd, sérstaklega ef Orkustofnun er tilbúin til að setja þetta upp. Myndi þá bæði nýtast skálanefnd til að fylgjast með mannaferðum og svo ekki síður öðrum til að sjá hvað sé af snjó þarna uppfrá.
Kv – Skúli
12.01.2004 at 10:26 #483876Það eru til talnalásar sem eru með fyrirfram ákveðna röð talna sem virka bara einu sinni. Þannig að í hvert skipti sem þú setur inn einhverja tölu á lásinn þá breytist hún. Þá þarft þú að hringja í bæinn til að fá upp gefna tölu. Svona lásar gætu hentað fyrir alla skála á landinu. Ef maður er á ferðalagi og langar að sofa í einhverjum skála, þá þarf ekki að fara í bæinn og sækja lykil. Heldur hringir maður og fær upp gefið númerið á lásnum. Þegar þú ert búinn að fá það og greiða símleiðis skála gjöldinn þá ert þú ábyrgðamaður á skálanum. Svo þegar þú ferð út og læsir skálanum þá er komið nýtt númer á lásinn.
kv,
heijo
12.01.2004 at 10:55 #483878…er hugsanlega hægt að nota fullkomnara kerfi (og mun dýrara), þ.e. nettengda aðgangsstýringu. Þá er talnaborð við hliðinna á hurðinni og segullæsing í hurðinni sjálfri sem opnast þegar réttur kóði er sleginn inn. Búnaðurinn sem þarf að mínu viti er talnaborðið, segullæsing og stjórnbox (raforka þarf að vera á staðnum). Ef mögulegt er að nettengjast stjórnboxinu í gegnum tetra kerfið þá er hægt að breyta kóða úr tölvu í bænum t.d. vikulega eða eins oft og þurfa þykir. Þetta er auðvitað dýr búnaður og nokkur fyrirhöfn samfara þessu en hugsanlega þess virði peningalega. Annars veit Snorri Ingimars örugglega meira um þetta en ég….
Einnig lýst mér vel á talnalásinn sem heijo stingur upp á, einfaldur í notkun og sjálfsagt ekki mjög dýr. Eina vandamálið er ef menn vilja skreppa frá yfir daginn og læsa á meðan þá þarf alltaf að fá nýjan kóða, sem er e.t.v. vandamál sem skálanefnd fagnar (meiri samskipti við notendur).
kv
AB
12.01.2004 at 12:57 #483880Hér hefur greinilega gerst eins og málshátturinn segir þegar úlfaldi vex um hrygginn á mýflugu. Læsiði bara kofanum og látið fólk hafa samband við skálanefnd. Þetta kostar eina dagbók, penna og eitthvað af lyklum ekki tugi þúsunda í hátæknibúnað sem þarf dýrt viðhald ef hann bilar. Þá er líka hægt að fylgjast með hverjir eru að nota skálann og passa að það sé ekki yfirbókað einhverja helgina og menn þurfi að sofa úti í bíl.
Ef að menn geta ekki planað ferð inn á hálendið með dags fyrirvara í það minsta þá þurfa þeir að vera með tjald í bílnum og ég skil ekki í mönnum að taka það sem sjálfsagðan hlut að skáli í eigu félagasamtaka geti verið sumarbústaðurinn þeirra og þeir geti verið með lykla afþví að þeir bæsuðu gaflinn fyrir 10 árum.
12.01.2004 at 13:28 #483882Mér finnst nú talnalásinn hans Heijo sniðugri en lyklakerfið hvort sem það á að læsa ytri eða innri skálanum. Hann gefur mun meiri sveigjanleika, hvort sem menn hugsa það út frá öryggissjónarmiðum eða sumarbústaðapælingum og klúbburinn sleppur við kostnað og vesen við lykla.
Annars tel ég að það verði ekkert leyst úr þessu nema með afgerandi breytingum á kerfinu, greinilega er erfitt að ná fram hugarfarsbreytingu. Annað hvort er að læsa kofanum eða setja upp kerfi sem VIRKAR en það krefst að mínu mati í almennilegri stjórnun á aðgengi.
kv
AB
12.01.2004 at 13:35 #483884Snilldarhugmynd þetta með talnalása þar sem maður gæti hringt til að fá uppgefið númer. Það væri frábært að fá svona í alla eða sem flesta skála sem eru læstir því það leysir þennan vanda með skipulag og skipulagsleysi ferðalaga. Ég er til dæmis einn þeirra sem er ekki mikið fyrir að skipuleggja fjallaferðir til dauða heldur fara þangað sem góða veðrið er eða skemmtilega færið. Og þá er frábært að geta hringt í einhverja til að fá inni í þeim skála sem manni dettur í hug ef það er laust.
Þetta leysir einnig vandamál með öryggi – því ég sé það fyrir mér að þær aðstæður geti komið upp þar sem veður gerist vont og maður þarf að velja á milli þess að gista í þröngu andyri einhvers skálans (út af því að maður ætlaði ekki að gista þar og er ekki með lykil), eða að paufast til byggða við slæmar aðstæður. Margir myndu velja seinni kostinn, enda erum við svo helvíti klárir allir, og lenda svo jafnvel í tómum vandræðum og veseni. Hjálparsveita- eitthvað og allt það….
Endilega að ræða við Ferðafélagið og Útivist og fá samræmda lausn á þessu öllum til hagsbóta. Líf og fjör….
12.01.2004 at 15:52 #483886Eiginlega finnst mér þetta ein besta tillagan sem Góli endar á; þ.e. að þessi félög, sem hafa eignast skála á hálendinu komi sér saman um aðferð. Kannski er þetta ómögulegt – íslendingar og einstaklingshyggja þeirra o.s.frv. Nei, er ekki rétt að prófa? Jafnvel að þau hafi eitthvert samband/samráð sín í milli vegna bókana? Mig grunar að flestir skálar sem máli skipta séu innan þjónustusvæðis Tetra-kerfisins, en eru einhverjir hér með það á hreinu? Man ekki í svipinn hvort þetta kemur fram í bókinni góðu hans Jóns Snæ? Eitthvað er um að fólk sé í fleiru en einu þessara félaga sem starfa á landsvísu, þ.e. 4×4, JÖRFÍ, FÍ og Útivistar. Gangnamannaskálarnir eru svolítið annað mál, því í langflestum tilvikum eru þeir þeirra, sem ekki eru í vetrarumsjón 4×4 félaga/deilda, varla mjög eftirsóttir til gistingar. Skálar í einkaeign eru svo allt önnur ella. Kannski kemur nú eitthvað gott út úr þessu spjalli.
12.01.2004 at 16:09 #483888það er að mínu mati langöruggast að hafa talnalykil ef menn eru á ferð þarna og ef bílar bila er gott að geta komist inn og þerrað blaut föt og hitað súpu,jafnvel beðið af sér óveður.því það hefur sínt sig að bílar verða bensínlittlir við hinar verstu aðstæður.
Tel ég að það sé meira í húfi ef þannig aðstæður koma upp þó svo að ég hafi ekki komið þarna í þennan skála,vil ég meina að hann sé líka ákveðið öryggi fyrir ferðamenn að geta komist inní skálann ef veður verða válynd.Kv JÞJ
12.01.2004 at 20:49 #483890Sælir,
Smá viðbót við pælingu um talnalás. Menn eru nú að koma að skálanum á mismunandi tímum. Það gæti verið sniðugt að semja við aðila sem er við símann allan sólahringinn þannig að ekki þurfi að vekja þá sem eru í skálanefnd á ókristilegum tíma til að fá uppgefið númer talnalássins það má kanna hvort Securitas eða sambærilegur aðili sé fáanlegur í eitthvað í líkingu við þetta.Það eru uþb. 10 ár síðan ég kom í Setrið síðast, er einhver möguleiki á því að setja talnalás á einhvern góðan stað?
Ef þetta er möguleiki þá sé ég fyrir mér að ekki þurfi endilega að skipta um númer vikulega heldur gæti skálanefn komið nýjum lás í gagnið eftir því sem við á.
Elvar
12.01.2004 at 20:57 #483892sniðugast er að kaupa sér miða hjá skálanefnd og hafa í bílnum alveg eins og kaupa sér 10 miða í göngin og nota eftir þörfum er líka hægt að kaupa 10 gistinætur og nota eftir þörfum þetta er einfaltast kveðja skálanefndamaður
12.01.2004 at 22:22 #483894Ég sé nú ekki alveg muninn á þúsundkalli og einhverjum miða sem þú ert búinn að kaupa á þúsund kall. Heldur þú að menn skilji miðann frekar eftir?
kv.
Glanni
12.01.2004 at 22:29 #483896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Miðakefið er ágæt hugmynd vegna þess að oft gleymist að vera með lausafé á þessum plastkortatímum. Ef maður er með miðana sem staðalbúnað í hanskahólfinu er það vandamál úr sögunni, alltaf tilbúinn greiðslumiðill. Hins vegar leysir það ekki vandamálið sem hér er verið að ræða um því þeir sem svíkjast um að borga fara ekki að taka upp á því að kaupa svona kort hjá skálanefndinni.
Talnalás á alla skála!!!
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.