Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nískupúkar
This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2004 at 10:38 #193427
AnonymousVið í Rottugenginu vorum á fjöllum núna strax eftir áramótin, ásamt hluta af skálanefndinni. Heyrðu skálanefndarmennirnir þá að mikil umferð var í kringum Setrið, og kom það þeim á óvart. Þar sem enginn hafði boðað komu sína þangað þá helgi. Fór þetta afskaplega í taugarnar á skálanefndarmönnunum, þar sem skil á skálagjöldum hafa nánast ekki verið nein undanfarið. Og varð það til þess að kallað var í þetta lið sem var í kringum Setrið og það mynnt á að borga skálagjöld. Brá þá svo við að allgjör þögn vað í stöðinni ?????. Þar sem við höfðum hitt Fjalla og tvo félaga hans á leið í Setrið þennan dag. Var auðvelt um eftirgrennslan hjá skálanefndinni í þetta skipti. Sögðu þeir að múgur og margmenni hefði verið í Setrinu alla helgina. Það getur vel verið að þessir hópar hafi greitt skálagjöld, það kemur ekki í ljós fyrr en skoðað verður í kassann í Setrinu. Skálanefndarmennirnir voru svo pirraðir vegna þessa, að þeir ákváðu að fara sem fyrst upp í Setur og skoða í kassann.
Þar sem fjölda skála hefur verið lokað hjá FÍ og Útivist, mun ásókn í Setrið aukast að sama skapi. Hvað er þá til ráða.
Ætti að setja upp þetta myndavélakerfi sem Orkustofnun vildi leggja til eða hvað ?
Hvað halda menn að sé til ráða varðandi innheimtu á gistigjöldum.
Er ráð að læsa fremri skálanum einnig.
Eða að innkalla alla lykla, og láta skálanefnd afhenda þá hverju sinni.
Eða hreinlega hætta að innheimta skálagjöld af félagsmönnum.
Rukka einungis stóra hópa utan að komandi aðila um gistigjöld.Jón Snæland.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.01.2004 at 11:13 #483818
Ég hitti mann í gær sem sagði mér ferðasögu af ferð sem sem var farinn í Setrið um seinustu helgi. voru þeir um 15 manns saman og hittu þar um 16 manna hóp sem var þar fyrir
Þessi einstaklingur sem sagði mér ferðasöguna hafði ekki áður komið í Setrið enn sagði mér þó nöfnin á ferðafélögum sínum og kom mér það mest á óvart að þarna voru aðilar sem allir eru afar þekktir innan klúbbsins og allir ættu að þekkja, enda tóku þeir flestir þátt í byggingu Setrisins og hafa margir setið í nefndum og STJÓRN klúbbsins.
Ef það er rétt að enginn hafi borgað gistigjöld þar er því miður ekki annað hægt enn að innkalla lykla og læsa húsinu.
Þessi maður sagðist ekki hafa borgað og aldrei hefði nokkur af þessum húsvönu einstaklingum talað um fyrir hópnum að borga Skálagjöld.
Ég vona því að skálanefnd taki það sem fyrst upp að innkalla alla lykla og læsi húsinu, við höfum bara því miður ekki efni á svona útgerð.
Kv Lúther
11.01.2004 at 13:47 #483820
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ákvörðun Útivistar og FÍ um að læsa skálum er ekki tekin að ástæðulausu og alveg ljóst m.a. af ofansögðu að sömu vandamál eru fyrir hendi í Setrinu. Ég segi fyrir mig að ég myndi kjósa þau félagsgjöld sem ég borga í 4×4 fari í aðra hluti en olíu og kostnað vegna notkunar annarra á Setrinu, mér finnst einfaldlega að þessir menn eigi að bera sinn ferðakostnað sjálfir en ekki velta honum yfir á aðra með þessum hætti.
Það væri auðvitað best ef hægt væri að treysta mönnum í þessu, en ég held að það sé ljóst að það vantar mikið á það. Sú tilraun sem gerð var í fyrra þegar skipt var um skrá og lyklar seldir að nýju virðist skv. þessu ekki hafa borið árangur og þá sennilega eina leiðin að hafa enga lykla úti og skálanefnd láni lykla þegar menn panta skálann svipað og aðrir gera sem reka skála á fjöllum.
Kv – Skúli
11.01.2004 at 14:41 #483822Já, þetta virðist vera sama sagan, hvaða skáli sem í hlut á. Ásókn í Skiptabakka er enn sem komið er ekki það mikil af öðrum en "deildarfólki" hér að þetta sé stórt vandamál þar, en þó fer aðsókn annarra vaxandi. Hinsvegar þekki ég vel til mála hjá Ferðafélagsdeildinni hér, sem rekur fjóra skála, þar af einn í félagi með öðrum. Þessir skálar eru; Ingólfsskáli við Hofsjökul, Hildarsel í Austurdal (ásamt félagsskap gangnamanna), Þúfnavellir á Víðidal í Staðarfjöllum og Trölli við Tröllabotna. Það eiga þessir skálar allir sammerkt, að umgengni um þá er mismunandi og skil á skálagjöldum einnig. Líklega eru skil á skálagjöldum þó lökust í Ingólfsskála, að því ég best veit. Í Ferðafélagi Skagfirðinga hefur til þessa ekki verið vilji til þess að læsa Ingólfsskála, það kom til umræðu að hafa bara forstofuna opna og leigja svo lykla að skálanum sjálfum, en menn sáu fram á að það yrði einfaldlega til þess að ferðafólk myndi bara brjóta upp dyrnar og fara inn ef það ætlaði það og umgengnin þar með enn verri og viðhaldið dýrara. – Ferðafélögin hafa mun minna úr að spila til að halda við og reka skála sína en þó 4×4 klúbburinn hefur, því í félagsgjaldi þeirra er árbókin innifalin, en hún er eðli málsins samkvæmt talsverður hluti þess. Viðhald skálanna er því að verða félaginu ofviða, því bæði þurfa skálarnir vaxandi viðhald eftir því sem þeir eldast, og svo hafa viðhaldsvörur, svo sem málning, fúavarnaefni og gas,svo eitthvað sé nefnt, hækkað hin síðari ár í verði svo miklu munar. Þótt fram til þessa hafi fengist fólk til að vinna að viðhaldi skálanna í sjálfboðaliðsstarfi, þá er aldarandinn nú einhvernveginn þannig, að sífellt örðugra er að fá fólk til sjálfboðaliðsvinnu. – Það má einnig segja að sú harðdrægni nútímans í öllum samskiptum fólks og vex með ógnarhraða, setji hér mark sitt. Fólk fer eins langt og það kemst og helst oggulítið lengra. Komist það upp með að greiða ekki það sem það á að greiða, þá er óþarfi að gera það. Engum dettur í hug að leggja metnað sinn í heiðarleik í samskiptum við aðra. Það er einfaldlega talið veikleikamerki að sýna sanngirni, kurteisi og réttsýni í viðskiptum. Kannski eru víkingarnir bara svona í eðli sínu? En mér og fleirum er ráðgáta hvaða skilaboð eigi að lesa úr athöfnum fólks, sem getur eytt góðum hluta af dvalartíma sínum í Ingólfsskála, svo dæmi sé tekið, til þess að rífa ný gluggatjöld niður í ræmur!
kv. gþg
11.01.2004 at 15:09 #483824
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við í Suðurlandsdeild ákváðum að loka Sultarfitsskálanum eftir allar breytingarnar nú í haust. Við sem vorum á síðasta Landsfundi fannst alveg einsýnt, að ef við færum í masterslyklakerfið með Sultarfitina, mundum við enginn skálagjöld innheimta en allt gas og olía hyrfi úr húsinu. Það er greinilegt að þessu lyklaliði er ekki treystandi. Hugmyndin er góð en reynslan afleidd. Því sýnist allt stefna í það að loka verði Setrinu alveg.
Þá heyrist mér hér á spjallinu, að þrátt fyrir áskoranir skálanefndar um að menn panti pláss í Setrinu og láti vita af ferðum sínum eins og ætti að vera sjálfsögð kurteisi, geri menn það ekki. Því hlýtur það að gilda að ef skálanefnd leigir stórum hóp manna húsið, þá geti sá hópur einfaldlega vísum þeim á dyr sem ekki pöntuðu ef pláss er á þrotum.
11.01.2004 at 16:23 #483826
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég veit til þess að í flestum skátaskálunum i kringum höfuðborgarsvæðið td á hellisheiði eru menn löngu bunir að gefast upp á aðhafa td gaskúta og ofna og eldunargræjur og þessháttar í skálunum heldur er það afhent fólki á sama tima og það fær lykilinn, því oftar enn ekki var buið að stela öllu steini lettara þegar maður mæti á svæðið og margt af þessum hlutum sem verið var að stela voru algerlega verðlausior og bara drasl, enn samt dyrt að endurnyja hverrja helgi, allt hvarf, núna er buið að læsa að eg held öllum skálunum og frá þeim gengið að erfitt er að brjótast inn í þá það er auðvitað einhver kostanður við það sosem sterkari hurðir og hlerar a gluggana. þetta er bara það eina sem hefur virkað. og mer finnst að fólk geti alveg borgað þessar 1000kr eða hvað það er til að fá að gista, því a endananum ef engin borgar, verða engir skálar. auk þess sem skalagjöldin duga oft ekki fyrir rekstri skálans og viðhaldi.
11.01.2004 at 18:15 #483828Ég spurði hér á netinu á fimmtudagskvöldi hvort einhverjir ætluðu upp í Setur um helgina. Engin viðbrögð eða skrif urðu í framhaldi af því svo að halda má að enginn hafi farið eða menn hafi læðst þangað í skjóli myrkurs og farið huldu höfði. Einn aðili hafði samband við Skálanefnd á föstudag og lét vita að þeir hefðu verið 6 saman um síðustu helgi og gist í Setrinu og greitt í kassann. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir það.
Með ferðakveðju
Bjarni í Skálanefnd
11.01.2004 at 18:16 #483830Nú er úr vöndu að ráða.
Mér finnst afleit tilhugsun að skálunum verði lokað og legg til að allt annað verði reynt fyrst.
Varðandi hópana í Setrinu, þá legg ég til að þeim verði gefin ein vika til að gera hreint fyrir sínum dyrum og gera upp við skálanefnd. Að öðrum kosti verði nöfn þeirra birt hér á vefnum.
Hér eru nokkrar hugmyndir um aðgerðir:
Sett verði upp "skálavakt" hér í bænum. Helgum verði skipt niður á félagsmenn sem taki að sér að hlera eftir ferðum manna og kanna hvort einhverjir séu í skálunum okkar. Þetta er of mikið verk fyrir örfáa skálanefndarmenn og ég legg til að auglýst verði eftir mönnum til að taka að sér eina helgi hver í vetur. Ég veit ekki betur en að sími sé í Setrinu og þess vegna ætti að vera hægt að hringja þangað nokkrum sinnum yfir hverja helgi og kanna hvort einhver svarar.
Birt verði á vefnum hver sé vaktmaður og félagsmenn á ferð verði hvattir til að hringja í viðkomandi ef þeir verða varir við ferðir. Þetta ætti að ná til fleiri en nú er og veita aðhald.
Skylda ætti alla sem greiða á staðnum að láta peningana í umslag og skrifa nafnið sitt á til að vitað sé hverjir voru að greiða hvað.
Mér líst illa á hugmyndir um að setja upp myndavélar en e.t.v. er auðveldara að setja rofa á útidyr sem ræsir t.d. Tetra stöð á rafhlöðum sem myndi gera viðvart um mannaferðir. Þá myndi skálavakt reyna að finna út hver sé á ferð með því að hringja á staðinn. Ég efast um að nokkur sé svo harðsvíraður að svara ekki hringjandi síma eða Tetrastöð á svona stað.
Stundum hefur komið upp sú staða að einhver í bænum sem er í símasambandi við ferðamenn hefur sett regluelga fréttir á vefinn. Það hefur verið gaman að fylgjast með slíkum ferðafréttum go etv gæti skálavaktin sett slíkar fréttir inn um það hver er á ferð og hvar.
Í öllu falli verðum við að finna lausn sem veitir aðhald og virkar.
Snorri Ingimarsson.
11.01.2004 at 18:57 #483832Það er það skemmtilega við klúbb eins og 4×4 að innan hans er að finna félaga með mjög fjölbreyttan bakgrunn og þekkingarsvið. Snorri verkfræðingur Ingimarsson veltir þarna upp ýmsum hugmyndum, sem venjulegum fótgönguliðum dyttu líklega seint í hug en eru vafalaust framkvæmanlegar. Treysti því að Snorri viti sem fyrr hvað hann syngur, enda býr hann að meiri reynslu í þessu fjallaflakki til viðbótar við tækniþekkingu sína, en flestir okkar meðaljónanna. En vandinn er talsverður, bæði tæknilega, fjárhagslega og ekki síst siðferðislega. Manni finnst að klúbbur á borð við þennan og einstakir félagar hans, eigi að leggja metnað sinn í að ganga vel og heiðarlega fram í öllu sem lýtur að félagsþroska og samábyrgð. En getur klúbburinn notað þær aðferðir, sem notaðar eru á Grímsfjalli? Er ekki komin nokkuð góð regla á þau mál? Er mr. Kjartansson nokkuð að lesa þetta og vill hann segja okkur hvernig hann hefur skikk á þeim ágæta stað og öðrum skálum, er JÖRFÍ er með?
kv.
11.01.2004 at 19:38 #483834
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er afar einfalt mál, það á að innkalla lykla og læsa húsinu. Það á að panta gistingu fyrirfram hjá starfsmanni og láta deildirnar hafa lykil. Það er nauðsynlegt og eðlilegt að halda kerfi um nýtingu hússins. Þeir sem fara stefnulaust út úr bænum og ætla sér bara að gista einhvers staðar þar sem þeir sjá skála geta gist í bílum sínum eða slegið upp tjaldi.
Það er alveg á tandurhreinu að fjölmargir nýta sér þessa aðstöðu eins og hún er fyrir ekki neitt. Það er óeðlilegur rekstur og þykir ekki góður.
bv
11.01.2004 at 19:53 #483836
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki áhrifameira að skipta um cylinder í lásnum að húsinu? Eða sýnist fólki líklegt, að þau (svona til að fullnægja öllu réttlæti), sem ekki tíma að borga fyrir afnotin, skili lykli, sem þau hafa komist yfir?
V
11.01.2004 at 20:55 #483838Nú tilheyri ég einum af þessum hópum sem gisti í Setrinu um síðustu helgi og get ég staðfest að þar voru gerð full skil á skálagjöldunum. Þessar reglur um það að það beri að láta vita ef maður ætlar að gista í Setrinu hef ég aldrei heyrt um, ég hélt að það ef húsrúm leyfði eða ef skálinn væri hreinlega ekki frátekinn kæmi í veg veg fyrir slíkt. Hvar eru þessar reglur að finna? Nú er það svo að æði oft veit maður ekki um sinn næturstað fyrr en að morgni. Er ekki ráð að koma upp einhverju kerfi hér á síðunni / netinu um skráningu á gistingu eða / og greiðslufyrirkomulagi.
11.01.2004 at 20:56 #483840Ég verð nú bara að segja að eftir allan þennann lestur þá er ég alveg sammála honum Snorra Ingimarssyni þessi lausn sem hann hefur er bara nokkuð góð, að félagsmenn skipti með sér skálavakt, og eins ef menn eru að svikja (sjálfan sig) með því að greiða ekki skálagjöldin þá er sjálfsagt að birta nöfn á vefnum og auðvitað óháð því hvort menn tóku þátt í byggingu á setrinu eða sátu nefndir það er algjörlega óviðkomadi málinu félagi er félagi punktur en ég held að það ætti að skoða tillögur Snorra
kv
11.01.2004 at 22:15 #483842Sæll Jones
Auðvitað er það rétt hjá þér að það er málinu algjörlega óviðkomandi hvort ferðamenn um Setrið hafa einhverntíma gert eitthvað fyrir Setrið eða klúbbinn, enn margir telja að hugsunarhátturinn sé einmitt samt þessi þ.e.a.s. ég hef gert það mikið fyrir klúbbinn að ég má fá eina og eina helgi fría.
Núna er sá árstími að öruggt er að einhver sé á ferð um Setrið um hverja einustu helgi, hugmynd Snorra Ingimarssonar er ekki svo fráleidd, en það þarf þá að koma henni í gagnið sem fyrst.
Um síðustu helgi voru um 30 manns sem gistu í Setrinu ef allir hafa verið félagsmenn og greiddu 800 kr. ættu að vera
ca 50.000 í kassanum. Skálanefnd munar mikið um þennan aur.Enn ég veit vel að skálanefnd fær ekki 50.000 fyrir síðustu helgi og eigum við að taka sénsinn á næstu helgum???
Kv.Lúther
11.01.2004 at 22:45 #483844
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heirðu Lúddurinn hvernig væri það að prufukeira trukkinn á mannaveiðar um hæstu helgi frekar en að flækjast norður í eintómu egó flippi, og láta eithvað gott af sér leiða, eða var það ekki meiningin ha.
Kv. sá sem fer nú að skammasýn fyrir Stóratrúð.
11.01.2004 at 23:13 #483846Eftir að hafa lesið í gegnum þessa pistla held ég að það sé best að loka skálum f4x4 eins og hjá JÖRFÍ, Útivist og FÍ. Því ekki kæri ég mig um að vera grunaður um að hafa ekki greitt gistigjöld og vera kallaður nískupúki eins og í upphafi þessa pistils. Með fyrirkomulagi JÖRFÍ, Útivist og FÍ er alltaf einn ábyrgur fyrir innheimtu og viðskili við skála. Ekki líst mér á KGB, STASI eða annari slíkri njósnavöktun um náungann eins og er stungið upp á, slíkt held ég að leiði ekki til góðs. Það er eitthvað sem ekki virkar með þessari lyklaútleigu eða hvað?
Kveðja, Gísli.
11.01.2004 at 23:15 #483848Vigfús– Það var skipt um cylider á liðnu ári og þar með var,komið á nýrri skráningu um það hverjir væru með lykla. Og við losuðum okkur við þá aðila sem ekki hafa greitt félagsgjöld árum samann.
Þetta kostaði skálanefndina um 70,000Bollvag– Það er útilokað að láta starfsmann sem vinnur örfáa tíma í viku sjá um útleigu á skálanum. Og höfum við í fyrri skálanefnd slæma reynslu af því. Og tókum við það hlutverk aftur af starfsmanninum.
Gísli–Þegar ég skoðaði þessi mál, varðandi greiðslur á skálagjöldum, þá sá ég að þetta var ekki eins einfalt fyrir utanfélagsmenn og ég hélt. Og er það lauk rétt hjá þér.
Auglýsing frá skálanefnd er í félagsritinu Setrið, sem er einungis fyrir félagsmenn
Önnur auglýsing er í Félagatalinu sem er einnig einungis fyrir félagsmenn.
Í Setrinu eru upplýsingar um skálanefndina
Og á vefsíðuni"undir,Ný stjórn og nefndir" en reyndar enginn símanúmer.Finnst mér löngu tímabært að skálanefnd fái eigið pláss á heimasíðunni. Þar sem væru tæmandi upplýsingar um skálann og skálanefnd, og auk þess upplýsingar um bókannir.
Ég heyrði í honum Reyni skálanefndarmanni í kvöld, og hann sagði mér að hann hefði farið 7 vinnuferðir síðasliðið ári í Setrið. Þetta sýnir best hversu mikil vinna liggur á bakvið það að vera í skálanefnd. Auk þess þekki ég það af eiginn reynslu. Og ég held að skálanefndarmönnum finnist það hreinlega vanvirðing í sinn garð, að það sé ekki haft samband við þá. Hvorki fyrir eða eftir veru í skálanum.
Ég vill mynna menn á það að þeir geta kannski létt undir með nefndinni, með því að taka með sér ýmislegt þegar þeir eiga leið í skálann. Svo ættu félagsmenn að hafa þetta í huga þegar þeim dettur sú vittleysa í hug að fara að greiða laun fyrir aðra nefndarsetu.
PS af hverju eru menn hræddir við myndavélina????????
Jón Snæland.
11.01.2004 at 23:20 #483850Þetta er nú meiri djöf… vitleysan í ykkur og kjaftagangurinn með eindæmum ég er nú einn af þeim sem var þarna og ég setti pening í kassann.En ég var ekki einusinni kominn heim úr túrnum þegar ég heyrði í jeppakjaftakellingunum í bænum að það hefðu verið 30 manns í setrinu og ENGINN borgað neitt.Hvernig er hægt að byrja að gaspra svona þegar menn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala um,ekki voru þeir búnir að að fara og tæma kassann og telja aurana og því síður búnir að fá yfirlit á reikning Setursins og ekki það að þeir hefðu hvort sem er séð neitt á því vegna þess að menn voru enn að koma sér heim og að því er mér skildist ætlaði hópurinn sem var þarna þegar við komum að borga í gegnum heimabanka.
Vandamálið er bara það að það er hægt að borga þessi gjöld á svo margan hátt skilja eftir pening,fá sendann gíró eða leggja inn á reikning og ekkert er hægt að fylgjast með því hvaðan eða hver er að borga auðvitað á þetta bara að vera þannig að menn borga á einn hátt en ég ekki ætla ég segja hvað er best í þeim efnum bara það að hver greiðsla sé persónugerð þannig að svona rógur um að maður sé ekki að borga fyrir sig sé ekki að koma upp því það er allur hópurinn dæmdur og tortryggður.Svo er annað það að fara stofna einhvern formlegan kjaftakellingaklúbb eða njósnasveit um feðalanga um hálendið þvílíkt kaftæði.
Lítið ykkur bara nær herrar mínir hver og einn þá er lausnin fundin.Með kveðju úr setrinu um síðustu helgi,
GLANNI
11.01.2004 at 23:27 #483852Öðru vil ég bæta við og það er það að þessi gjöld ættu náttúrulega að vera 1000 kall fyrir félagsmenn og 1500 hundruð fyrir aðra.
Hafa þetta bara á sléttum Tölum.
Kveðja,
Glanni
11.01.2004 at 23:28 #483854Þetta er rétt hjá þér Gísli, það er örugglega oft verið að hengja bakara fyrir smið. Og ekki gott mál.Og þessar innheimtu aðferðir eru ekki að virka. Auðvita getur verið að þessa tilteknu helgi hafi allir borgað. En það er ómulegt fyrir nefndina að komast að því nema hreinlega skreppa upp í Setur og tékka á því. það er heldur ekki eingöngu verið að fjalla um þessa einu helgi. Td hefur ekki komið króna nema frá örfáum skipulögðum hópum síðan í haust, og ekki ein króna síðan 1 desember.
Jón Snæland.
11.01.2004 at 23:37 #483856Sorry ég gleymdi þessu með myndavélina. Það var þannig að mig mynnir. Að Orkustofnum eða þeir sem sjá um veðurstöðina, langaði að setja upp myndavél á setuna ( kamarinn) og vildu leggja til tæki og tó. Ef við settum upp dótið. Og átti að gera þetta í þeim tillgangi, að hægt væri að fylgjast með snjóalögum. Og því átti að beina vélinni að Setrinu. Sáum við í fyrrverandi skálanefnd því okkur leik á borði og gætum við því legið á netinu og fylgst með því hverjir væru í skálanum. Og síðann gætu menn farið heim úr skálanum, og þeirra biði glóðvolgur Gíróseðill í póstkassanum. Helvíti gott.
Jón Snæland.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.