This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Ég hef verið að velta fyrir mér félagsritinu okka og þá aðalega því hvort það sé barn síns tíma og hvort það ætti hreinlega að leggja það niður.
Af hverju spyrja sjálfsagt margir, jú ýmis rök eru fyrir því t.d kostnaðarhliðin, en blaðið stendur ekki undir sér fjárhaldslega vegna mikils dreifingarkostnaðar meðal annars.
Erfitt er að manna ritnefnd og mikið álag er á ritnefndarfólkinu sem þar að koma blaðinu út í hverjum mánuði hvernig sem stendur á hjá þeim.
Einnig eru þau ávalt í samkeppni við heimasíðunna sem hefur alltaf forskot og stundum allt að 30 daga forskot á nýjustu fréttirnar.
Einnig eru sennilega 99% félagsmanna með netaðgang.
Kosti blaðsins eru hinsvegar þær að félagsritið er einskonar sameiningar tákn okkar, en vefsíðan er það einnig og hefur komið sterkari inn eftir sem árin líða.
Hvað finnst mönnum, ættum við kannski að gefa Setrið út tveggja mánaðar fresti.
Eða leggja blaðið niður og gera ritnefndina að vefnefnd.
Eða gefa blaðið út tvisvar á ári og þá til allra landsmanna.
You must be logged in to reply to this topic.