FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Niðurskurður eða

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Niðurskurður eða

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson Jack Hrafnkell Daníelsson 20 years ago.

  • Creator
    Topic
  • 05.04.2005 at 18:21 #195794
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég hef verið að velta fyrir mér félagsritinu okka og þá aðalega því hvort það sé barn síns tíma og hvort það ætti hreinlega að leggja það niður.
    Af hverju spyrja sjálfsagt margir, jú ýmis rök eru fyrir því t.d kostnaðarhliðin, en blaðið stendur ekki undir sér fjárhaldslega vegna mikils dreifingarkostnaðar meðal annars.
    Erfitt er að manna ritnefnd og mikið álag er á ritnefndarfólkinu sem þar að koma blaðinu út í hverjum mánuði hvernig sem stendur á hjá þeim.
    Einnig eru þau ávalt í samkeppni við heimasíðunna sem hefur alltaf forskot og stundum allt að 30 daga forskot á nýjustu fréttirnar.
    Einnig eru sennilega 99% félagsmanna með netaðgang.
    Kosti blaðsins eru hinsvegar þær að félagsritið er einskonar sameiningar tákn okkar, en vefsíðan er það einnig og hefur komið sterkari inn eftir sem árin líða.
    Hvað finnst mönnum, ættum við kannski að gefa Setrið út tveggja mánaðar fresti.
    Eða leggja blaðið niður og gera ritnefndina að vefnefnd.
    Eða gefa blaðið út tvisvar á ári og þá til allra landsmanna.

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 21 through 24 (of 24 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 08.04.2005 at 17:50 #520546
    Profile photo of Hjalti Guðmundsson
    Hjalti Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 292

    Ég verð að viðurkenna að það er oftast sem ég fletti lauslega í gegnum blaðið en sé sjaldan eitthvað sem vekur áhuga minn. En ég er sammála því að nauðsynlegt er að halda áfram útgáfu blaðsins þar sem ekki eru allir jafn þröngsýnir á blaðaefni og ég. Það sem mundi vekja áhuga minn væru greinar um smíði og uppbyggingu bíla og tæknigreinar ýmiskonar. Svo finnst mér líka grátlega lítið um auglýsingar frá aðilum sem eru að selja hluti tengda ferða og jeppamennsku. Það er að öllum líkindum ekki til betri vettvangur til að koma tilboðum til jeppamanna.

    Kv Hjalti





    10.04.2005 at 20:34 #520548
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Þar sem ég lifi og hrærist í prentfjölmiðlum tek ég undir þær raddir að Setrið megi alls ekki hætta að koma út.

    Ég tel að aðrar leiðir geti verið færar við að leysa þann vanda sem að steðjar. Vandamálið er jú, ef ég skil rétt, að útgáfan stendur ekki undir sér.

    Glowe benti á styrktaraðila og auglýsendur en eins og Lella bendir réttilega á er það meira en að segja það.
    Auglýsendur vilja fá eitthvað fyrir snúð sinn og blað í 2000 eintökum gerir enga stóra hluti fyrir auglýsendur. Þó svo að það sé með mjög ákveðinn markhóp.

    Ég þekki aðeins til útgáfu félagasamtaka, þar eð ég var ritstjóri Skátablaðsins í tæp tvö ár. Þessi markaður er harður og það eru mjög margir að keppast um fáar krónur.

    Flestir sem auglýsa hjá félagasamtökum gera það ekki vegna markhópsins heldur til að styrkja viðkomandi samtök.

    Hjá skátunum hefur blöðunum fækkað niður í 2-3 á ári til að tryggja að innkoman dugi langleiðina í kostnað og blaðið fer helst ekki upp fyrir 24 síður (A4) því þá vigtar það of mikið og færist upp um flokk í póstburðargjaldi. Það er því um margt að hugsa í þessum efnum.

    Sá kostur sem ég held að gæti verið spennandi að skoða er að gefa út aðeins veglegra blað, sjaldnar á ári (2-4 sinnum t.d.) og dreifa því með t.d. Mogganum eða Fréttablaðinu. Það virkar ólíkt betur að geta sagt auglýsanda að blaðið komi út í 100.000 eintökum en 2.000.

    Með því að tryggja fjölda í dreifingu, stækka brotið og fækka í staðinn síðum er hægt að rukka meira pr. auglýsingu og láta þær borga dreifingu og útgáfukostnað. Svo er hægt að fá eins mörg aukaeintök úr prentsmiðju og óskast og senda beint á félagsmenn (a.m.k. sem eru utan drefingarsvæðis og/eða ekki áskrifendur). Eintakafjöldi hefur sáralítil áhrif á prentkostnað – hann liggur að mestu í startinu.

    Ég vil að lokum óska ritnefnd og öðrum sem að komu til hamingju með Setrið – það er mjög flott og áþreifanleg sönnun þess fyrir gestkomandi á mínu heimili að ég er ekki sá eini sem hef ekkert annað að gera en hugsa um jeppa og ferðalög :-)

    kv.
    Einar Elí





    04.05.2005 at 09:08 #520550
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Jæja nú styttist í aðalfund, ný ritnefnd er ekki fullmönnuð, og það segir sig sjálft ef ekki tekst að manna ritnefndina þá verður ekkert Setur.
    Svo ef einhver þarna úti hefur áhuga á að vinna að skemmtilegu máli, þá hafið samband við mig, helst í gær.
    Lella sími 892-4283





    04.05.2005 at 13:28 #520552
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Bara að troða þessum þræði efst á spjallið. Ekki trúi ég öðru en að það sé hellingur af fólki hérna sem getur boðið fram krafta sína í ritnefndina, komið með góðar hugmyndir og safnað efni í Setrið og komið þeim skammlaust frá sér.





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 21 through 24 (of 24 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.