Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Niðurskurður eða
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.04.2005 at 18:21 #195794
AnonymousÉg hef verið að velta fyrir mér félagsritinu okka og þá aðalega því hvort það sé barn síns tíma og hvort það ætti hreinlega að leggja það niður.
Af hverju spyrja sjálfsagt margir, jú ýmis rök eru fyrir því t.d kostnaðarhliðin, en blaðið stendur ekki undir sér fjárhaldslega vegna mikils dreifingarkostnaðar meðal annars.
Erfitt er að manna ritnefnd og mikið álag er á ritnefndarfólkinu sem þar að koma blaðinu út í hverjum mánuði hvernig sem stendur á hjá þeim.
Einnig eru þau ávalt í samkeppni við heimasíðunna sem hefur alltaf forskot og stundum allt að 30 daga forskot á nýjustu fréttirnar.
Einnig eru sennilega 99% félagsmanna með netaðgang.
Kosti blaðsins eru hinsvegar þær að félagsritið er einskonar sameiningar tákn okkar, en vefsíðan er það einnig og hefur komið sterkari inn eftir sem árin líða.
Hvað finnst mönnum, ættum við kannski að gefa Setrið út tveggja mánaðar fresti.
Eða leggja blaðið niður og gera ritnefndina að vefnefnd.
Eða gefa blaðið út tvisvar á ári og þá til allra landsmanna. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.04.2005 at 19:07 #520506
Ég tek hiklaust undir það að "Setrið"er barn síns tíma. Úr því að það stendur ekki undir sér á að hætta útgáfunni. Ég myndi að minnsta kosti ekki sakna þess mikið. Nú er þetta í sjálfu sér ágætis blað, en bæði er að það sem kemur í setrinu eru menn oft búnir að lesa hér á vefnum löngu áður en þeir fá blaðið og svo hitt að það hefur verið ansi gloppótt hvort og hvenær manni berst Setrið, minnsta kosti hér á "suðurhafseyjum"!
Ég held að það mætti frekar skoða að gefa út eitt veglegt blað á ári, t.d. jólablað.Eyjakveðja HarSv.
05.04.2005 at 20:47 #520508Tek undir þau orð hér að ofan,það væri td,hægt að nýta þá aura sem fara í blaðaútgáfu á ári hverju í aðra mikilvægari og nytsamari hluti innan klúbbsins.td væri hægt að styrkja deildarnar úti á landi meira,nýta aurana í annað húsnæði,koma upp búnaði sem klúbburinn á til björgunar félagsmönnum í vanda á hálendi.og í ýmsa aðra þarfa hluti sem viðkemur klúbbnum.
Kveðja
Jóhannes
06.04.2005 at 07:17 #520510Sælir félagar
Það er nú einu sinni svo að þetta ágæta blað sem kemur alltaf með skilum til mín er hin ágætasta lesnig og þarf ekki að vera í neinni samkepni við síðuna okkar þó svo að forsendur fyrir útgáfuni séu breyttar og án efa mikil vinna sem liggur á bak við hjá Ritnefnd (sem hefur staðið sig með sóma)þá sé ég ekki neina ástæðu til að leggja útgáfuna niður heldur mætti horfa til þess að gefa blaðið út 3 hvern mán og nýta það með sama sniði og aðrar útgáfur samanber útivist og fá fólk til þess að skrifa greinar um ýmsa hluti svo sem búnað og breytingar á bílum skála og sögu þeira og staðsetningu ferðasögur og annað sem ekki virðist komast að hér á netinu.það er að segja nýta blaðið okkar til að koma á framfæri efni sem gott er að eiga handbært og vísa í ef þarf,þannig að blaðið öðlist sess sem handbók og ferðafélagi og mætti jafnvel gera út menn á félagsvæði deildanna til að afla efnis og skrifa greinar í blaðið,fá nefndirnar til að koma á framfæri því sem þær eru að fást við
Þetta tel ég vera góðann kost til að gera blaðið okkar að vinsælu og mikið lesnu málgangi sem gagn væri og gott að safna og grípa í ef vantar upplýsingar um skála leiðir breytingar deildir og margt fl sem að jafnaði liggur ekki fyrir á netinu og eðli málsins samkv hverfur í hinum og þessum þráðum sem detta uppfyrir og er bölvað mas að finna
Þetta tel ég að menn ættu að huga að áður en farið er að tala um að leggja útgáfuna niður sem ég er alfarið á móti
Kveðja Klakinn
06.04.2005 at 08:16 #520512Ég er þeirrar skoðunnar að það eigi ekki að leggja niður setrið heldur reyna frekar að efla það og fá annað hvort styrktaraðila eða bæta við auglýsingum til að standa undir kostnaði við útgáfuna.
Það er fullt af aðilum sem eru að þjónusta jeppafólk og er það ekki þeirra kostur að auglýsa í blaði sem dreift er meðal þessa hóps. Að auki mætti efla blaðið og auka efni í því með þýðingum úr erlendum greinum og innlendum en gefa það út áfram í því formi sem það er í núna en fjölga blaðsíðum.
Ég hef fulla trú á því að hægt sé að efla blaðið og jafnvel væri hægt að gefa út nokkur hundruð eintök til að selja á vægu verði til almennings ef svo ber undir.
06.04.2005 at 08:28 #520514Ég segi nei,,,,þetta hefur reynst mér gott náttborðsrit og þegar mig hefur vantað tæknilegar upplýsingar sem hafa byrtst áður í Sterinu. Nú þá hef ég getaf flett því upp og lesið. Það er nefnilega ýmis fróðleikur sem búið er að byrta í Setrinu í gegnum árin.
Kv
06.04.2005 at 08:48 #520516Þetta er nákvæmlega það sem ég á við blaðið okkar á að virka á þennann máta vera til þess að grípa í ef vantar fróðleik um allt sem viðkemur sportinu okkar og ef það kæmi út 4 sinnum á ári mætti bæði lækka útgáfukostnað og um leið gefa tíma til að vinna betur að efni og þýðingum á erlendu efni og gæti með réttri meðhöndlun orðið að ómissandi handbók um leið og það öðlaðist sinn fasta sess á náttborðinu og jafnvel eins og Glowe segir selt á bensínstöðvum og þriggja mánaðar vinnslutími fyrir hverja útgáfu gæfi meiri tíma til að afla auglýsinga og efnis
Klakinn
06.04.2005 at 08:56 #520518Góð hugmynd að fækka blöðunum úr 12 í 6 til að byrja með þar sem það gefur færi á að útvega meira efni í blaðið og safna auglýsingum. Væri jafnvel hægt að safna auglýsingum á ársgrundvelli þannig að sá sem kaupir fær sitt pláss og greiðir fyrir árið og fær einhvern afslátt á verðið. Tel að það muni skila sér margfallt.
Svo er vert að minnast á að ég er með bunka síðasta árs í seilingar fjarlægð frá rúminu.
06.04.2005 at 09:28 #520520Gætu þeir sem vilja spara fyrir 4×4 afþakkað blaðið? Það er kannski nú þegar hægt? Ætti kerfið kannski að vera þannig að þeir sem vilja fá blaðið sent þurfi að óska sérstaklega eftir því?
Vil nota tækifærið til að þakka þeim sem vinna við blaðið fyrir gott blað.kv. Jónas
06.04.2005 at 17:22 #520522Þeir sem vilja gætu þá afþakkað prentuðu útgáfuna og fengið blaðið í tölvupósti á pdf-formi, og prentað út sjálfir það sem þeir vilja – þetta gæti lækkað dreifingarkostnað, og myndi duga mörgum, þó einhverjir vilji hafa blaðið á náttborðinu, þá dugar mörgum (t.d. mér) að lesa það í tölvunni.
Tölvan er hvort sem er opin 16 tíma á dag, hvort sem er í vinnunni á daginn eða í kjöltunni á kvöldinn.
06.04.2005 at 17:51 #520524Tek undir með þeim sem vilja hagræða í útgáfustarfseminni.
Með því að gefa blaðið sjaldnar út má e.t.v. vinna að betri greinum t.d. varðandi tæknimál, ferðaupplýsingar, sögur o.s.frv.
Færri en stærri blöð með ahugaverðara efni fengi auglýsendur frekar til að auglýsa í blaðinu okkar og þar með að standa betur undir kostnaði.
Varðandi tilkynningar til félagsmanna, þá mætti koma þeim á framfæri á vefnum.
Hef trú á að það megi gera gott blað betra og tek undir þakklæti til þeirra sem unnið hafa að útgáfumálum fyrir fórnfúst starf.
Kveðja Elli.
06.04.2005 at 18:25 #520526Þetta eru góðar pælingar og alltaf rétt að spá í hlutina þannig að ekkert sé heilagt heldur sé gagnsemin það sem skiptir máli. En ég hef aðeins efasemdir um útgangspunktinn hjá Ofsa Snæland um að 99% félagsmanna séu nettengdir. En svo má auðvitað finna aðrar leiðir til að koma tilkynningum á framfæri. Einu sinni voru félagsfundir alltaf auglýstir í smáauglýsingum í DV og þær auglýsingar urðu á sínum tíma til þess að ég álpaðist á fyrsta félagsfundinn. But that was then!
Kv – Skúli
06.04.2005 at 22:48 #520528Nú fer að líða að aðalfundi þá er spurning má ekki bara kjósa um þetta, hvort blaðið haldi sínu snyði eða einhverjar breytingar. Fyrir mína parta þá myndi ég sakna blaðsins ef það mundi hætta. Og veit ég fyrir víst að það eru margir félagsmenn sem hreynlega bíða eftir blaðinu sínu um hver mánaðarmót. Kv Bjarki.
07.04.2005 at 15:01 #520530Ég er ljúka mínu seinna ári í ritnefnd og já þetta hefur verið mjög gaman, þetta var mikil vinna fyrst að fá þetta til að rúlla en núna gengur þetta mjög auðveldlega fyrir sig og ekkert vandamál að fá efni í blaðið nema um tæknimál. Auglýsingarnar hafa verið vandamál auglýsendur hafa sett það fyrir sig að blaðið skuli bara vera dreift í 2000 eintökum og svo er farið að gefa út bæði Útiveru og Bilar og sport þar sem markhópurinn er dreifðari og hefur það væntanlega áhrif á að erfiðara er fyrir okkur að fá auglýsingar. Mér finnst nokkuð magnað að lesa á þessum þræði að menn vilja fara að gefa út stærra Setur, selja það i lausasölu og ég veit ekki hvað. Vitiði hvað er mikil vinna á bak við það? að gefa út 2 stór blöð á ári er örugglega helmingi meiri vinna en við erum að gera í dag. Við höfum oft farið með aukablöð og látið þau liggja frammi FRÍTT á bensínstöðum og hefa þau ekki gengið út þannig að hver ætti að fara að kaupa þau?
Ég hef ekki orðið vör við annað en félagsmenn séu mjög ánægðir með þennan snepil okkar og vilji fá það áfram. Fram kom hér í öðrum þræði um daginn að heil deild allt að því hótaði úrsögn úr félaginu afþví enginn fékk Setrið. Ég hef ekki séð eins glæsilegt blað hjá öðru áhugafélagi og legg ég til að við leggjums á eitt um að gera blaðið enn betra og þeir sem eru að auglýsa hér ókeypis á vefnum bæði hér í spjallinu, í auglýsingunum og senda okkur auglýsingapóst kaupi auglýsingar í Setrinu. Einu sinni man ég eftir að Setrið kom ekki fyrir mánudagsfund og ég hef alldrei séð færri á Loftleiðum. Eins og fram kemur á forsíðu vantar 3 aðila í næstu Ritnefnd og trúið mér þetta er bara gaman og endilega vil ég sjá inn félaga sem ekki hafa áður starfað i nefndum. Ég var félagi í öðru félagi með mun fleiri félagsmenn og starfsamann í 100% starfi þrátt fyrir að ég hafi ekki greitt félagsgjald í 5 ár fæ ég ennþá sent fréttabréf 4x á ári ljósritað A4 blað með fundarboði á forsíðu, gjarnan brandari í opnunni og dagskrá næstu mánaða aftaná, Viljum við sjá Setrið svoleiðis?
Kveðja Lella
07.04.2005 at 15:22 #520532Setrið má undir engum kringumstæðum hætta að koma út.
Ég er í stjórn landsbyggðardeildar og þar urðum við að færa fundi aftur um viku því Setrið var ekki komið til okkar með fundarboðinu.
Það minnir menn á að borga félagsgjaldið þegar Setrið hættir að koma ósjaldan heyrir maður sagt, ég verð að fara að borga til að fá Setrið áfram, eða, getur verið að ég sé ekki búinn að borga ég er hættur að fá Setrið.
Að ofan rituðu má sjá að blaðið OKKAR er mikið lesið sameiningartákn 4×4 félaga.
Óli Hall.
07.04.2005 at 16:24 #520534Ég verð að segja það að mér finnst alltaf gaman að fá setrið inn um lúguna og lesa það yfir kaffibolla. þannig að fyrir mína parta allavega þætti mér það miður ef það hætti að koma út þetta flaggskip ferðaklúbbsins.
Kveðja,
Glanni.
07.04.2005 at 22:27 #520536..Svo er það nú bara þannig, að það er ennþá stór hluti manna, sérstaklega í þessum áhugamannhóp, sem eru "tölvufatlaðir"
07.04.2005 at 22:49 #520538Þetta var rætt á mánudagsfundi fyrir nokkrum árum, og menn reittu hár sitt og skegg í bræði, þegar á það var mynst að hætta að gefa Setrið út. Ekki spurning um að halda áfram með Setrið, enda alveg gæða snepill þar á ferð.
Góðar stundir
08.04.2005 at 00:17 #520540Þetta má ekki leggja niður, það er á hreinu.
Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta blað er jafn nauðsinlegt og loftið er í hjólbarðana,
kv
Austmann
08.04.2005 at 13:39 #520542Eins og síðasti ræðumaður segir þá er blaðið jafn mikilvægt og loft í hjólbarðana
Ég sting uppá að "hleypa aðeins úr" og fá ritnefnd til að stinga uppá skynsamlegust leiðum í samráði við stjórn.
Ef blaðið er þungur kostnaður þá má reyna að rétta það við.
Elvar
08.04.2005 at 14:23 #520544Það er greinilegt aö mörgum þykir vænt um Setrið og það er gott mál. Ég held að það sé alveg hægt að halda lífi í því þannig að það standi undir sér, en til þess þarf einhver snjall auglýsingasali að bjóða sig fram í ritnefndina. Það er svolítil vinna og menn þurfa að hafa svolítið sölunef, en í sjálfu sér er þetta góður auglýsingamiðill þó því sé bara dreift í 2000 eintökum, því við lesum þetta blað upp til agna, þ.m.t. auglýsingar.
Þannig að með framboði í ritnefnd getið þið bjargað Setrinu!
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.