This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Það væri nú skemmtilegt ef einhver tæki að sér að gera varahlutakönnum. Könnunin gæti hugsanlega verið með þeim hætti að kannað væri verð á einhverjum x fjölda, varahluta í jeppategundum. Og síðan hvort umboðin eigi varahlutina á lager.
Könnunin gæti t,d náð yfir Musso, Toyota ( barbý ) og Tacoma, Patrol nýja boddý og gamla boddý, Terrano, Ford þ.a.s risa pikkana, Landrover, Susukki, Og einhverja fleiri.
Það sem mætti kanna væru algengir hlutir og þyrftu sambærilegir hlutir að vera til í öllum tegundum. Þegar verð væri fundir þá mætti leggja það saman og fá út heildar tölu, og svo hins vegar fá fram í hversu mörgum tilfellum varahlutir væru til á lager. Það mætti svo jafnvel bæta við verðum á þessa hluti frá Bílanaust, Fálkanum eða öðrum þeim aðilum sem eiga þessa hluti á lager.
Þá gæti t,d könnunin litið þannig út. Framhjólalega frá Toyota verð xxx öðrum verð xxx
Það sem mætti hugsamlega kanna í slíkri könnun væri 1 legur, 2 öxlar, 3 demparar, 4 drifhlutföll, 5 læsingar, 6 Kúplingsdiskur með öllu,7 stýrisendi, 8 vatnskassi ofl.
Ég held, þó svo að það væru ekki teknir margir varahlutir með. Að niðurstöðurnar gætu orði verulega áhugaverðar, bæði hvað varðar verð og svo hinsvegar hvort varahlutirnir væru yfir höfuð til. Ef þetta væri gert nokkuð faglega, og væri hugsamlega endurtekið með vissu millibili. Þá gæti þetta veitt umboðum visst aðhald um að standa sig.
Hvað segja menn um þetta.
You must be logged in to reply to this topic.