Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Neyðarrásir
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.06.2006 at 15:54 #198033
AnonymousSmá vangaveltur um björgunarmál almennt. Björgun fólks er æði flókið fyrirbæri á íslandi, sérstaklega hversu margir koma að málunum og einnig hversu fjarskiptakerfi kerfinn eru frumstæð ( eða réttarasagt gerð það ). Þess vegna kemur oft upp í huga mér, af hverju er ekki til ein neyðarrás fyrir óbyggðarfólk, göngumenn, jeppamenn, vélsleðamenn og fleiri. T,d eins og rás 16 fyrir sjófarendur. Nú höfum við horft upp á það nánast um hverja helgi í allan vetur að fólk lendir í hremmingum ( ps við sjáum aðeins og heyrum um toppinn af ísjakanum ). Hvað finnst ykkur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.06.2006 at 17:30 #553608
Frábær hugmynd, þetta þarf að skoða og koma á.
Snorri
R16 og TF3IK
02.06.2006 at 17:37 #553610Þetta er eitt af skrítnu málunum!! Kannské eru jeppamenn bara ekki eins verðmætir og sjófarendur ? Eða hvernig er hægt að túlka þetta öðruvísi ? það á að vera krafa þessa klúbbs að það sé til 1 neyðarrás sem allir geta fengið í sínar stöðvar sama hvaða félagsskap þeir eru í ! Hvort heldur þeir séu í f4x4,mótorhjólaklúbb, vélsleðaflón, eða bara Jón Jóns sem elskar að þvælast utan alfara leiðar. Ofsi ég styð heils hugar þá kröfu að fá þessa rás okkur öllum til hjálpar!
KV:Kalli varðaðtjásig
02.06.2006 at 18:01 #553612Það að engin neyðarrás sé fyrir fjallaljónin (Hálendisfara )er bara bömmer.
Tek undir orð þeirra sem skrifa hér að ofan að þetta er eitthvað sem þarf að skoða,og í framhaldi að framkvæma.
Kv-JÞJ
02.06.2006 at 19:05 #553614Við þurfum samt að átta okkur á því að ekki er nóg að hafa neyðarrrás, við þurfum að tryggja að stöðugt sé hlustað á hana og að hægt sé að ná sambandi hvar sem menn eru staddir á landinu.
Þá er spurning hvort VHF kerfið okkar dugir til þess eða hvort fara þurfi á lægri og langdrægari tíðnir. Höfum í huga að VHF er á ca 2 m bylgjulegnd (dugir helst í sjónlínu og minni vegalengdum) þegar gamla Gufunesið var á ca 100 m bylgjulengd (sem er mun langdrægari og beygir betur yfir fjöll) og það dugði vel til neyðarkalla á meðan enn var vakt í Gufunesi. Nú hefur hún verið aflögð og flestir tekið þessar stöðvar úr notkun. Þar með hefur öryggi ferðamanna minnkað verulega að mínu mati og ekkert komið í staðinn nema helst gerfihnattasímar með tilheyrandi kostnaði.
Eftir fréttum að dæma var algjör tilviljun að mönnunum sem lentu í snjóflóðinu á Öræfajökli tókst að ná sambandi við sýslumannsembættið á Vík, þar er hlutun bara á daginn. fróðlegt væri ef einhver kann betri stkil á þessu máli.
Fjarskiptakveðjur
Snorri
R16 og TF3IK
02.06.2006 at 21:06 #553616Það væri ágætt ef þeir aðilar sem halda úti fjarskiptakerfum á hálendinu gætu komið sér saman um rás (væntanlega endurvarparás) sem væri hlustuð af einhverjum. Þetta væru þá helst 4×4, LÍV og Slysavarnarfélagið Landsbjörg (SL) sem ættu að standa að þessu. Því miður virðist vera rekin mjög hörð einangrunarstefna hjá SL í fjarskiptamálum, og þar á bæ leggja menn mikið upp úr því að þurfa að þurfa ekki að deila neinum fjarskiptum með öðrum, svo eflaust kemur ekki mikið þaðan. Líklega væri ágætt fyrir 4×4 að ræða við neyðarlínuna um möguleika á neyðarrás á hálendinu sem væri með hlustun og væri sú rás mikið öryggisatriði fyrir félaga 4×4 og LÍV. Fjarskiptakerfi 4×4 er að dekka næstum allt hálendið í dag, og dekkun á eflaust eftir að aukast enn frekar, og öryggi ferðalanga eftir því, enda er þetta eina VHF kerfið sem hinn almeni ferðamaður hefur aðgang að.
Hlynur.
02.06.2006 at 21:06 #553618Mínar heimildir segja már að það sé hlustun hjá neyðarlínuni á Bláfjöll rás 46 og á Bláfell rás 44. Þar sem maður er óttalegur flautuþyrill í þessum fjarskiptamálum og þekkingin takmörkuð. Þá veltir maður því fyrir sér hvort ekki hafi verði mikil mistök að afnema, eða láta það gerast að Single Side Band skildi þetta svona upp fyrir. Því veltir maður því fyrir sér, hvað þyrfti til þess að hefja það til vegs og virðingar á ný. T,d eru þessar stöðvar enn framleiddar. Það væri fróðlegt að heyra hvað fjarskipta gúrúar okkar segja um það.
Fjarskiptanefnd 4×4 ætlar að kíkja á þessi neyðarrásarmál mál skilst mér, enda áhugavert og í raun all margt að gerast á þeim vettvangi eins t,d 450 kerfið en spurning hvort okkur nýtist það sem neyðar tæki í náinni framtíð, þegar Nordisk Mobil Telefon leggur upp laupanna. Ég heyrði reyndar eina hugmynd sem allavega væri vert að skoða af fróða mönnum en mér. En það er hvort væri hægt að nota rás Almannavarna.
Aðeins meiri vangaveltur björgunarmál. Í fréttum um slysið á Hvannadalshnjúk, var sagt að fjallgöngumennirnir hefðu getað kallað eftir hjálp á björgunarsveitarrásunum. Sem er gott og vel og auðvita lán að þarna voru menn á ferða sem njóta þeirra sérkjara að fá að hafa rásir sem geta bjargað mannslífum. Því er von að maður spyrji, af hverju eru sumir með björgunarsveitarrásirnar en aðrir ekki. En ég segi eins og Snorri, að það væri fróðlegt að heyra frekar af þessum málum.
Svona ef maður reynir að kryfja björgunar og fjarskiptamál almennt og horfir á þetta út frá sjónarmiði neytandans sem eru við fjallafólkið. Þá sýnis manni lítið samstarf vera milli aðila og kerfinn full af smá kóngum sem leggja fætur hver fyrir annan, sér til framdráttar. Og á sama tíma eru það neitendurnir sem líða. Auðvita heyrir maður um samstarf hinna ýmsu aðila í þessum geira, en samstarfið þarf að virka alla leið út til neytandans. Nú vill ég endilega minna á samning okkar við Flugbjörgunarsveitina í Reykjarvík, fyrst maður er kominn inn á þessar brautir. Með þessum samningi var ætlunin að breyta hlutverki Hjálparsveitar 4×4, þannig að sveitin sneri sér meira að fræðslu og forvarnar hlutverki. Enda hefur það í sjálfum sér ekkert verið á liðnum árum hjá klúbbnum. Þessi lagabreyting var að vísu felld. Og voru það að ég held einungis stjórnarmenn sem vildu breyta hlutverki nefndarinnar. Sem er í raun sérkennilegt að menn hafi verið á móti tillögunni það sem henni var ætlað að vekja upp dauðustu nefnd klúbbsins til nokkurra ára. Reyndar var nefndin sjálf komin í þennan fræðslu gír. Og hefur Gundur t,d sýnt forvarnar og fræðslustarfi mikinn áhuga, sama má segja um nýja nefndarmenn. En fjöldi slíkra verkefna bíður afgreiðslu. Og mætti t,d nefna námskeið og almenn fræðslustarf, enda hefur verið mjög eftir því kalla af félagsmönnum. Og þá sérstaklega í tengslum við þennan hörmungar vetur með öllum þeim slysum sem fjallafólk hefur gengið í gegnum. Því var tillagan að lagabreytingu um Hjálparsveit liður í því að svara kalli félagsmanna.
Hjálparsveit 4×4 v/s Flugbjörgunarsveitin
Hvað sem lagabreytingunni líður þá þarf engu af síður að uppfæra það hlutverk sem Hjálparsveitinn hefur, enda hefur sveitin enginn hlutverk í dag. Nema að fara og aðstoða félagsmenn. En hvað það eina hlutverk varða, þá eru aðalfundarmenn og Hjálparsveitinn búinn að koma því á verulegt flækjustig. Því Flugbjörgunarsveitin bíður upp á sömu þjónustu og Hjálparsveitin, Nema hvað hámarks kostnaður af björgunarstörfum Flugbjörgunarsveitarinnar er 20.000. kr t.d ef bjargað er jeppa mjög langa leið.
Það er sá kostnaður sem sá greiðir sem kallar út Flugbjörgunarsveitina. Ef hinsvegar sami aðili kallar út Hjálparsveit 4×4. Þá gæti aðilinn lent í því að þurfa að greiða eldsneyti á 5 hjálparsveitarbíla 5x 20.000 u.þ.b og svo til þess að kórana allt samann gæti klúbburinn þurft að greiða stór fé ef einhver að hjálparsveitajeppunum tjónaðist. Svo mætti einnig minna á það að Hjálparsveit 4×4 er ekki útkallssveit og spurningin hvort þau geti brugðist við einn tveir og þrír. Því mæli ég með því að félagsmenn notfæri sér þjónustu Flugbjörgunarsveitarinnar og spari Ferðaklúbbnum 4×4, þá áhættu að þurfa að greiða bætur fyrir tjónaða hjálparsveitarbíla. En ef hinsvegar hjálparsveitarmönnunum er svona mikið í mun að fá að fara í björgunarleiðangar, þá væru hægust heimatökin að skrá sig í tækja útkallsveit Flugbjörgunarsveitarinnar. Ég bið svo þá sem vilja svara þessu að halda þræðinum á málefnalegu nótum, og velta aðeins fyrir sér stöðunni.Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík kt: 550169-6149 og Ferðaklúbburinn 4×4 (hér eftir nefnt 4×4) kt: 701089-1549 gera með sér svohljóðandi
Samstarfssamning
1.gr Tilgangur
Tilgangur samnings þessa er að efla samstarf félaganna með því markmiði að auka öryggi og fræðslu félagsmanna í ferðalögum innanlands og auka vegsemd og upplýsingar um starfsemi félaganna.2.gr. Námskeið.
. 4X4 mun geta sótt þrjú námskeið á ársgrundvelli hjá FBSR án endurgjalds fyrir félagsmenn sína. Efni námskeiða skulu vera ákveðin í sameiningu af FBSR og 4X4 úr dagskrá FBSR (þ.m.t. dagskrá nýliðaflokka). FBSR er þó heimilt að setja hámarksfjölda þátttakenda á slík námskeið í samráði við 4X4.
. FBSR mun geta sótt þrjú námskeið á ársgrundvelli hjá 4X4 án endurgjalds fyrir félagsmenn sína. Efni námskeiða skulu vera ákveðin í sameiningu af FBSR og 4X4. 4X4 er þó heimilt að setja hámarksfjölda þátttakenda á slík námskeið í samráði við FBSR.
. Félögin geta komið sér saman um fleiri eða færri námskeið en um getur hér að ofan. Í einhverjum tilvikum getur komið til kostnaður vegna námskeiðs svo ekki er mögulegt að hafa námskeiðin án endurgjalds. Slíkt þarf að taka sérstaklega fyrir og að vera samþykkt af báðum félögum.3. gr. Kynningamál.
Sérstaklega skal kynna starfsemi félaganna fyrir félagsmönnum hvers félags fyrir sig. Skal það m.a. gert með kynningum á sveitarfundum og krækjum á heimasíðu félaganna.4. gr. Fjáraflanir
Félögin skulu leitast við að styðja hvort annað í fjáröflunum, þar sem slíku verður við komið. Tekjuskipting vegna fjáraflanna er háð hverri og einni fjáröflun og skal semja sérstaklega um fyrirfram.5. gr. Björgunarmál
Félögin skulu eiga sér samstarf í björgunarmálum þar sem því verður viðkomið. Þannig geta félagsmenn 4X4 haft beint samband við neyðarnúmer FBSR (897-9000) þegar aðstoðar er krafist. Að sama skapi getur FBSR leitað til félagsmanna 4X4 ef aðstoðar er þörf í ákveðin verkefni sem tengjast bifreiðum FBSR. Reiknað er með að samstarf skv. 5. gr. sé gert í kyrrþey og án vitundar þriðju aðila (þ.m.t fjölmiðla) nema um annað sé samið sérstaklega. Kostnaður vegna björgunaraðgerða skal vera kr. 20.000 fyrir hverja aðgerð. Upphæð þessa má endurskoða ef ósk kemur þar um.6. gr. Skálagistingar
Félagsmenn FBSR greiða skálagjöld í skála 4X4 á sama verði og félagsmenn 4X4 greiða. Að sama skapi greiða félagsmenn 4X4 skálagjöld í skála FBSR á sama verði og félagsmenn FBSR. Félagsmenn FBSR og 4X4 njóta ekki forgangs í skála hins félagsins.
7. gr. Annað
Samningur þessi er gerður í tveimur eintökum, einn fyrir hvern aðila. Komi upp ágreiningur um samninginn skal skipa þriggja manna nefnd til að útkljá þann ágreining. Í nefndinni skulu setja formenn félaganna tveggja auk þriðja aðila sem báðir geta komið sér saman um._____________________ ______________________
fh. F.B.S.R. fh. 4X4
02.06.2006 at 23:05 #553620Ofsi ég held að þú sért að reyna að búa til vandamál. ég held að það sé alveg á tæru að Hjálparsveit 4×4 muni aldrei standa í samkeppni við Flugbjörgunnarsveitna.
Mér finnst það mjög sterkt að hafa innan klúbbsins Hjálparsveit. Samningurinn við Flubbana var lagður fram á aðalfundinum, þannig að menn höfðu takmarkaðan tíma til að melta þetta. Ég lít svo á að þetta komi til að vera miklu meira samstarf heldur en samkeppni en þetta á allt saman eftir að þróa, svo gerum ekki úlvalda úr mýflugu strax.
með Hjálparsveitar kveðju Lella
02.06.2006 at 23:11 #553622Ég held að það liggi beinast við að við fáum að nota 156,800 MHz, (rás 16). Öll skip og bátar eru skyldug til þess að hlusta á þessa rás, ef sama ætti við um þá bíla sem eru með VHF stöðvar, þá eru talsverðar líkur á að einhver heyri neyðarkall. Ég er með rás 16 í skanni í bílnum hjá mér og mun ekki hika við að nota hana ef þörf krefur (sem vonandi verður aldrei).
Ég stefni á að fara í nokkura daga gönguferð um Skeiðarárjökul og nágrenni í sumar, þá ætla ég að vera með VHF handstöð, með björgunarsveita og skiparásum. E.t.v. næ ég í 4×4 endurvarpann á Grímsfjalli, en ég myndi ekki treysta á hann.
TF3EK
02.06.2006 at 23:28 #553624Sælir. Ég held að það hafi verið skref afturábak þegar hætt var að vera með hlustum á 2790 í Gufunesi. Ég hef einhversstaðar heyrt eins og Jón segir að Gufunes eða þá Neyðarlínan sé með hlustun á einhverja endurvarpa . Varðandi Almannavarnir þá nær maður mjög óvíða á hálendinu sambandi við endurvarpa þeirra . Ég hef verið í almannavarnanefndinni í Rangárvallasýslu fram á síðustu ár og er með Av.stöð heima .Ég er með handstöð tengda við loftnetið á bílnum og hef verið að prófa inná afrétti og næ nánast hvergi sambandi við endurvarpana Almannavarna .Endurvarpinn í Bláfjöllum gæti gagnast sumsstaðar og svo er næsti á Háfelli austan við Vík .Ég heyri alltaf vel prófanir á kerfinu frá Stykkishólmi og Borgarnesi en ekki öðrum stöðvum á því svæði . Svo ertíðni Alm.varnaendurvarpanna 146150 svo að munurinn er nokkuð mikill miðað við 4×4 kerfið. Þegar Cbið var sem útbreiddast starfræktu deildirnar svonefnd FR radíó sem reynt var að hafa virk allavega um helgar og eins voru svo margir á rás 6 að oft heyrði næsti maður neyðarkall og gat látið það berast áfram. Einu sinni varð slys á Lónsheiðinni og hjálparbeini heyrðist í bát út á sjó og hann kom boðum til Hafnar í Hoenafirði. Með kveðju Olgeir
02.06.2006 at 23:59 #553626Ef vel á að vera hvað varðar öryggi ferðamanna á hálendi,þá ætti klúbburinn að fá fyrir félagsmenn leyfi til að nota Rás 16 til neyðarkalls eða hlustunar,einnig væri það fínt að fá allavega eina rás hjá Landsbjörg til að nota í neyð.
Held það myndi skipta sköpum ef einhver er í nauð.
En hvernig er með rás 27,er ekki hlustun á henni ?Kannski að maður ætti bara að hafa neyðarsendirinn Lífvörðinn í bílnum ef allt þrýtur og maður lendir í nauð einhvern tímann,maður heldur hnappnum inni í 2-3 sekúndur og að vörmu spori er búið að miða mann út með Gerfitungli eða flugvél.
JÞJ
03.06.2006 at 01:55 #553628Ég greip í rælni blað sem heitir Björgun þegar ég var í Neyðarlínunni um daginn, það er gefið út af Landsbjörgu sýnist mér.
Þetta er 2.tbl. 5.árg. 2005Þar er grein um Fjarskiptaráðstefnu Landsbjargar í október síðastliðnum.
Í þessari grein kemur fram að til að bæta fjarskipti á Laugaveginum hafi verið ákveðið að koma upp endurvarpa á svæðinu í samstarfi við 4×4, FÍ og LÍV (vélsleðamenn).
Þá hafi verið settur upp endurvarpi á rás 46 á Reykjafelli við Hrafntinnusker, en 46 er rás frá 4×4, og síðan hafi verið settur upp endurvarpi á rás 42, en sú rás er sögð vera í eigu FÍ, á Háskerðing sem er örlítið sunnar og austar en Hrafntinnusker.
Einnig kemur fram að það hafi verið settur upp linkur í Bláfjöllum fyrir rás 42 og að það sé stöðug hlustun á þá rás hjá Vakstöð Siglinga (sem er staðsett hjá Neyðarlínunni og sér um eftirlit með sjálfvirku tilkynningakerfi skipa).
Þannig að það á að vera hægt að ná til Reykjavíkur af mest öllu Suðurlandi í gegnum rás 42 í neyð.
Það hafa svo verið settar upp neyðartalstöðvar í skálum FÍ á rás 42.Ég man ekki eftir að hafa heyrt af þessu fyrr ?? Er ekki annar rétt munað hjá mér að við séum með rás 42 í stöðvunum okkar ? Mig minnir það allavega, en nennti ekki að hlaupa út í bíl að tékka.
kv.
Arnór
04.06.2006 at 07:40 #553630Það er ekki ástæða til þess að fara að bæta við enn einni rásinni. Það er til aragrúi af rásum og endurvörpum gallinn er sá að það er undir hælinn lagt hvort einhver er að hlusta.
Önnur málsgrein í[url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/053-2000:u4tfgs3d]Reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa,[/url:u4tfgs3d] hljóðar svo: [b:u4tfgs3d]Ekkert ákvæði reglugerðarinnar skal koma í veg fyrir að skip, björgunarbátar eða fólk í neyð noti hvaða aðferðir sem völ er á, til að vekja á sér athygli eða gefa upp staðarákvörðun og leita aðstoðar.[/b:u4tfgs3d]Það þarf því ekki að breyta neinum reglum til þess að fólk í neyð geti notað rás 16, sem er með hlustun í öllum skipum og höfnum. Ef við þetta bættist hlustun í öllum vhf stöðvun á landi, þá væri það mikil framför frá núverandi stöðu.
Það má líka benda á að þetta yrði líka til þess að bæta öryggi sjófarenda, ef smábátur lendir í vanda inni í þröngum firði, þá er ekki víst að önnur skipi heyri, en það gæti verið jeppi á svæðinu.-Einar
04.06.2006 at 12:27 #553632Rás 16 getur ekki nýst hálendisförum sem neyðarrás eins og kerfið er í dag. Sendarnir eru staðsettir við [url=http://www.112.is/media/vaktstod/kort/TRX_kort.jpg:2o4wdz36][b:2o4wdz36]ströndina[/b:2o4wdz36][/url:2o4wdz36] með stefnuvirkum loftnetum sem beinast á [url=http://www.112.is/media/vaktstod/kort/VHF_isl.jpg:2o4wdz36][b:2o4wdz36]haf út[/b:2o4wdz36][/url:2o4wdz36] . Strandastöðvarnar fyrir rás 16 eru talstöðvar sem tengjast með línu í næstu loftskeytastöð (Gufunes) en virka ekki sem endurvarpar (eru "simplex").
Ég er sammála Einari að öryggi sjófarenda eykst ef rás 16 er sett í sem flestar talstöðvar því hlustun á 16 virðist vera
[url=http://www.lhg.is/displayer.asp?cat_id=4&module_id=220&element_id=1363:2o4wdz36][b:2o4wdz36]ábótavant[/b:2o4wdz36][/url:2o4wdz36] .Kjartan
04.06.2006 at 17:45 #553634Mín hugmynd í þessu er þannig að best væri að setja upp endurvarpa sem senda á 156,800 (rás 16) sem víðast eða að minnsta kosti alstaðar þar sem björgunarsveitar endurvarparnir eru fyrir. Síðan þyrfti að úrhluta nýrri tíðni á rás 16 sem allar bíl og handstöðvar fengju og endurvarparnir svöruðu. Síðan væri settur kóði eða tónn í þessa endurvarpa þannig að augljóst væri hvort sendingin kæmi um hann frá landi eða frá sjófarenda. þetta er mjög ódýrt í framkvæmd bara spurning um einhverja tugi miljóna. Aðal kosturinn við þetta er sá að með þessu yrðu minnstu 5 watta handstöðvarnar sem eru eins og gsm símar og kosta undir 30000 þúsund krónum, orðnar að meirihátta öryggistæki sem allir gætu notað en svona stöðvar eru nú þegar meiriháttar öryggistæki ef menn kunna að nota þær og moda þær þannig að þær geti sent á öllu vhf bandinu.
guðmundur
05.06.2006 at 06:15 #553636Ég er sammála því að það er engan veginn fullnægjandi lausn á öryggisfjarskiptum að fá rás 16 í sem flestar stöðvar, en það yrði engu að síður stór framför miðað við núverandi ástand. Eins og ástandið var á endurvörpum klúbbsins í vor, þá er ekki einu sinni hægt að tala um falskt öryggi í því samhengi.
Framtíðarlausin liggur í stafrænum stöðvum, tengdum við Internetið. [url=http://eng.usna.navy.mil/~bruninga/aprs.html:1y4m8pt6]APRS[/url:1y4m8pt6] er slíkt kerfi. [url=http://www.ira.is/frettir/frettir20063005.html:1y4m8pt6]Íslenskir radíóamatörar[/url:1y4m8pt6] hafa sett eina APRS stöð upp á Skálafelli, fleiri verða væntanlega settar upp á næstunni, hugsanlega á Búrfelli eða Skrokköldu. APRS stöðvar eru einfaldari í uppsetningu og þurfa minna rafmagn en hefðbundnir endurvarpar. APRS stöð getur samanstaðið af talstöð og tölvu þar sem talsöðin er tengd við hljóðkortið í tölunni. Ef mér skjátlast ekki, þá getur hvaða APRS stöð sem er, þjónað sem endurvarpi eða beinir (router).
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.