FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Neyðarfjarskipti og radíóamatörar

by Snorri Ingimarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Neyðarfjarskipti og radíóamatörar

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Snorri Ingimarsson Snorri Ingimarsson 13 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.03.2011 at 09:41 #217924
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant

    Radíóamatörar geta skipt miklu máli við að koma upplýsingum á milli staða þegar hamfarir af ýmsum toga hafa lamað hefðbundin fjarskiptakerfi.
    Í miklum hamförum reynist alltaf erfitt að ná yfirsýn yfir ástandið til að meta hvernig staðið skuli að hjálparstarfi. Þá eru radíóamatörar á viðkomandi svæði virkjaðir til aðstoðar.

    Eftir hamfarirnar í Japan hafa alþjóðasamtök radíóamatöra sent frá sér eftirfarandi tilkynningu (IRA eru samtök Radíámatöra á islandi) :

    Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi orðsendingu frá neyðarfjarskiptastjóra IARU svæðis 1 vegna náttúruhamfaranna í Japan.

    Orðsendingin varðar tíðnir sem notaðar eru til neyðarfjarskipta á vegum systurfélags okkar í Japan og er þess farið á leit við íslenska leyfishafa að virða þessi forgangsfjarskipti hvað varðar notkun 40 metra bandsins. Orðsendingin er birt óstytt hér á eftir á ensku:

    The following information has just bee submitted to the IARU-R1 website following information received from Ken Yamamoto, JA1CJP of JARL.

    „HF frequencies are now known to be in use by Japanese amateurs as part of their emergency response:

    •7043 kHz SSB controled by JR3QHQ the Osaka branch manager of JARL He is gathering incident information on radio and forwarding this information onto the internet.
    •7075 kHz SSB is operated by JL3YSP in Wakayama occasionally.
    •7030 kHz which is the JARL emergency communication frequency in their bandplan is in use by JA7RL (JARL regional HQ station).
    Would all amateurs please make every effort to avoid interfering with emergency communications on these frequencies.“

    This information will also be made available on Twitter and Facebook when published. Since 7030 is mentioned I will also post this to the QRP mailing lists as this is a frequency used by them.

    73, Greg, G0DUB, IARU Region 1 Emergency Communications Co-Ordinator.

    Hlekkur: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4558070

    Hlekkur: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4558070

    Radíóamatörar á Íslandi hafa margir fjarskiptabúnað heima hjá sér eða í bílum sínum sem getur náð á milli landshluta og jafnvel til næstu landa. Verði neyðarástand hér munu þessir aðilar virkja sinn búnað og verða til aðstoðar við upplýsingagjöf og sendingu hjálparbeiðna.

    Nú er að byrja námskeið til amatörprófs og ég hvet alla sem hafa hugleitt að taka slík réttindi að láta nú verða af því. Það kostar mjög lítið (kr 12.000) annað en smá tíma en það gefur mikla þekkingu og leyfi til að nota fjarskiptatæki sem draga langar leiðir, jafnvel hálfan hringinn í kringum jörðina.

    Á síðasta námskeiði ÍRA voru nokkrir frá rústabjörgunarsveit Landsbjargar og tilgangur þeirra var að auka færni sína í fjarskiptum á hamfarasvæðum. Þeir luku reyndar ekki námskeiðinu þá vegna þess að þeir voru sendir til Haiti þegar það var hálfnað.

    Félagar í F4x4 eiga fjarskiptakerfi sem myndi nýtast mjög vel hér innanlands í neyðarástandi. Það er VHF kerfið okkar með 17 endurvörpum um allt land. Sjá kort hér (smella á flipann VHF): http://www.radioehf.is
    Landsbjörg á líka kerfi með tugum endurvarpa en það er ekki opið almenningi.

    Verði alvarleg bilum í „baknetum“ hefðbundnu fjarskiptakerfanna, GSM og Tetra, þá verða þau nánast ónothæf. GSM kerfin „mettast“ líka um leið þegar margir á litlu svæði reyna að hringja í einu, samanber síðasta Suðurlandsskjálfta. Í þeim skjálfta héldu „baknetin“ að mestu en mér skilst að litlu munaði að einhverjar línur dyttu út. Með „bakneti“ meina ég línurnar á milli sendanna, það eru yfirleitt ljósleiðarar eða örbylgjusambönd.

    Þarna getum við verið undirbúnir ef neyðarástand kemur upp. VHF eign er almenn meðal félagsmanna F4x4 og fleiri. VHF kerfið getur orðið eina fjarskiptakerfið innan hamfarasvæða á Íslandi sem almenningur hefur aðgang að. Okkar undirbúningur er einfaldur: Hafa stöðvarnar í lagi, hafa allar rásir inni (líka 58), kunna á stöðvarnar, kynna sér hvar endurvarpar eru staðsettir og kunna að nota þá.
    Þetta eru sömu atriði og skipta máli í ferðum okkar.

    Snorri Ingimarsson
    fjarskiptanefnd

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 13.03.2011 at 10:21 #723104
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Sælir. Þetta er nefnilega málið að æfa sig í að nota stöðvarnar. Ég er búinn að fara í gegnum allan pakkann nema Tetra og þó að margir geri nú lítið úr CB inu þá var um tíma svo mikil dekkun á því að nánast alltaf náðist í einhvern ef eitthvað var að . Ég til dæmis svaraði einu sinni kalli frá slysstað við Kjósarskarð og hringdi í sjúkralið á Selfossi . Það var gott samband innan úr Veiðivötnum til Vestmannaeyja og Keflavíkur og víðar. Margir sem nánast aldrei nota talstöðvarnar kunna svo ekki á þær þegar á reynir. Með Kveðju Olgeir





    13.03.2011 at 14:17 #723106
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Góð og þörf umræða. Var annars á ferðini í gær og varð var við samskfti á rás 46 sem er endurvarpi. Þegar ég fór að hlusta nánar á þessi samskifti varð ég þess áskynja að þeir voru að tala saman milli bíla innan ferðahóps á endurvarpanum. Ætlaði að fara að blanda mér í málið en þá kom inn á rásina maður og benti hópnum á að færa sig yfir á aðra samskiftarás þar sem þeir væru að eyða upp rafmagni af endurvarpanum með þessum samskiftum sín á milli. Þeir færðu sig þá yfir á 45 og voru þar. Gott inngrip hjá þessum manni og aldrei ofbrýnt fyrir mönnum að nota ekki endurvarparásirnar til almennra samskifta því endurvarpar gera lítið gagn þegar þeir eru orðnir rafmagnslausir og geta þar af leiðandi ekki sinnt hlutverki sínu sem það öryggistæki sem við viljum að þeir séu.

    Kv. Logi Már.





    14.03.2011 at 17:43 #723108
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    Eflaust lítið um CB stöðvar í notkun núna en sammála Olgeiri að það mátti bjarga sér ágætlega með þessu hér áður fyrr. Þetta byggðist auðvitað á því að einhverjir væru að hlusta og nota þetta.

    Þessu tengt. Fyrir nokkrum árum var ég við rannsóknar og eftirlitsstörf um borð í japönsku túnfiskveiðiskipi djúpt suður af landinu. Reglulega allan sólarhringinn þá glumdi mors um allt skip. Þessu var útvarpað um skipið og var nokkuð þreytandi á að hlusta. Mér skildist að menn væru í stöðugu sambandi við útgerðina heima í Japan með þessu.

    Vikulega fékk maður 15 mín. samtal heim gegnum gervihnattasíma. Loftskeytamaðurinn stóð yfir allan tímann með skeiðklukkuna. Reyndar datt Immarsat gervihnattasambandið út suma daga sem gat verið óþægilegt því það hringdi eins og eðlilegt samband væri.

    Reyndar gat loftskeytamaðurinn pluggað manni í samband við önnur túnfiskveiðiskip í mörg hundruð km. fjarlægð gegnum langbylgju. Tekið skal fram að ég náði mjög litlu sambandi við þessa japani enda kunnu þeir ekki staf í ensku og ég ekki staf í japönsku né morsi. Vissi sjaldnast hvað var að gerast.

    Hef það eftir fróðum manni að morsið sé það sem menn geta treyst á ef öll önnur kerfi hrynja. Það er a.m.k. enn notað af túnfiskveiðiflota japana sem fer hringinn kringum hnöttinn árlega. Kannski þetta komi hér með kreppunni enda ódýrt og öruggt.

    Kv. Árni Alf.





    14.03.2011 at 21:49 #723110
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    [quote:2f2an75b]Hef það eftir fróðum manni að morsið sé það sem menn geta treyst á ef öll önnur kerfi hrynja. Það er a.m.k. enn notað af túnfiskveiðiflota japana sem fer hringinn kringum hnöttinn árlega. Kannski þetta komi hér með kreppunni enda ódýrt og öruggt.
    [/quote:2f2an75b]

    Morsið er svona gott vegna þess að hægt er að greina mors úr mun veikara merki heldur en tal.

    Einn reyndasti radíóamatör okkar, TF3DX, smíðaði sér sendi sem komst fyrir í eldspýtustokk og tók afl á við ljósdíóðu. Með þessu morsaði hann til Nýja-Sjálands.

    Gallinn við mors er að smá þjálfun þarf til að læra það. IRA hefur reyndar verið með þjálfun í morsi og svo eru til mors kennsluforrit.

    Aðrar leiðir eru svokallað RTTY (eða RadioTeleTYpe). Þá er tölva tengd við talstöðin og hægt er að senda stutt skilaboð með baud hraða ca 40 bitar á sek. Fleiri staðlar eru til t.d. PSK31. Notkun á þessu líkist að vissu leyti SMS. Margir eru virkir í þessu hér og ná útum alla jörð.

    Þeir sem fara á amatörnámskeið kynnast þessu og mörgum fleiri spennandi hlutum.

    Snorri





    16.03.2011 at 01:12 #723112
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ljómandi góður þráður, og þarft umræðuefni.

    Hamfarir á Íslandi, og nágrannalöndum er eitthvað sem ég tel að þurfi alltaf að hugsa útí, og að vera reiðubúinn undir. Við þurfum ekki að horfa lengra en til komandi sólgosatímabils (solar maximum) til að sjá að það gætu verið miklar hörmungar í uppsiglingu. Ég ætla ekki að fara að vera með heimsendaspár, en í tengslum við neyðarfjarskipti þurfum við alltaf að horfa til "þess versta mögulega sem getur gerst". Ólíklegt er að þessar aðstæður skapist en betra er að vera undirbúinn en í algjöru "fokki" þegar til kemur.

    Setjum upp lítið dæmi. Sólgos valda slíkum truflunum í GPS kerfinu að klukkurnar í GSM og TETRA sendum verða rangar, þar sem þetta kerfi byggist uppá mjög nákvæmari klukku til að geta starfað eðlilega þá fer allt úr skorðum við þetta. Hvaða fjarskiptakerfi gagnast til að koma nauðsynlegum skilaboðum og neyðarskilaboðum til skila? VHF kerfið!

    Sama má segja verði hér alvarlegt eldgos í grend við höfuðborgarsvæðið. Þarna gæti hæglega GSM og TETRA kerfið dottið út. Þó að TETRA hafi verið að sanna sig sem afbragðs viðbragðskerfi í hamförum (smbr. suðurlandsskjálftann þar sem GSM og landlínan hrundi á hliðina)

    Það hefur komið fyrir að TETRA hefur verið gáttað í gegnum VHF kerfi til að fúnkera eðlilega við neyðarstörf.
    Þó að TETRA og GSM séu ágætis kerfi per se þá standast þau ekki þá kröfur sem gera þarf til ALVÖRU neyðarfjarskipta í einhverjum meiriháttar hamförum.
    Með skynsemi og smá þjálfun og fræðslu/vitund félagsmanna getur VHF kerfið okkar þjónað mikilvægum þjónustum í hamförum, og þar geta allir félagsmenn leikið hlutverk í að koma skilaboðum til skila.

    Þess má þó geta að uppbygging fjarskiptakerfis björgunarsveitanna er mjög fullkomin einnig, og mun koma til með að spila stóran þátt í neyðarfjarskiptum komi til þeirra aðstæðna.

    Það er í raun alveg spurning hvort ekki eigi að koma á fót einhverskonar nefnd eða hóp þar sem farið verður yfir þessi mál.

    En að öðru, Morse er án efa eitt besta samskiptaform yfir langar vegalengdir og hægt er að nota Morse allstaðar, án efa einn besti samskiptaháttur í neyð sem mögulegur er, og hvet ég alla félagsmenn sem áhuga hafa á neyðarfjarskiptum og að vera vel til búnir þegar hlutirnir fara á versta veg að leggja sig fram við að læra morse.

    Til er fjöldinn allur að forritum til að læra Morse, meðal þess má nefna JustLearnMorse eftir frænda okkar í Noregi. Þetta forrit er kjörið til að þjálfa morse kunnáttu! Einnig er til forrit eftir G4FON sem er mjög ágætt til að þjálfa kunnáttuna.

    Ég hvet alla sem hafa áhuga á fjarskiptum að skella sér á komandi námskeið til Radíóamatörs og ef einhverjar spurningar vakna endilega hafið samband við mig í síma 848-2317 eða á samuel hjá ulfr.net og ekki vera hræddir við að skella ykkur í prófið, þetta er minna mál en margur heldur og alls ekki bara fyrir einhverja rafmagnsverkfræðinga eða rafeindavirkja. Þetta geta allir lært!

    kkv, Samúel – TF2SUT





    23.03.2011 at 10:32 #723114
    Profile photo of Kristinn Sigurþórsson
    Kristinn Sigurþórsson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 150

    Sælir

    Hvenær er þetta námskeið haldið og hver heldur það?

    kv

    Kristinn





    23.03.2011 at 12:30 #723116
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Námskeiðið er í gangi núna…. byrjaði í byrjun mars





    13.06.2011 at 23:23 #723118
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Radióamatörar hjálpa stjórnvöldum á flóðasvæðunum í Noregi

    [url:aq69t50c]http://www.nrrl.no/component/content/article/1-latest-news/258–nrrl-nodsamband-aktivert[/url:aq69t50c]





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.