This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 13 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Radíóamatörar geta skipt miklu máli við að koma upplýsingum á milli staða þegar hamfarir af ýmsum toga hafa lamað hefðbundin fjarskiptakerfi.
Í miklum hamförum reynist alltaf erfitt að ná yfirsýn yfir ástandið til að meta hvernig staðið skuli að hjálparstarfi. Þá eru radíóamatörar á viðkomandi svæði virkjaðir til aðstoðar.Eftir hamfarirnar í Japan hafa alþjóðasamtök radíóamatöra sent frá sér eftirfarandi tilkynningu (IRA eru samtök Radíámatöra á islandi) :
Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. hefur óskað eftir birtingu á eftirfarandi orðsendingu frá neyðarfjarskiptastjóra IARU svæðis 1 vegna náttúruhamfaranna í Japan.
Orðsendingin varðar tíðnir sem notaðar eru til neyðarfjarskipta á vegum systurfélags okkar í Japan og er þess farið á leit við íslenska leyfishafa að virða þessi forgangsfjarskipti hvað varðar notkun 40 metra bandsins. Orðsendingin er birt óstytt hér á eftir á ensku:
The following information has just bee submitted to the IARU-R1 website following information received from Ken Yamamoto, JA1CJP of JARL.
„HF frequencies are now known to be in use by Japanese amateurs as part of their emergency response:
•7043 kHz SSB controled by JR3QHQ the Osaka branch manager of JARL He is gathering incident information on radio and forwarding this information onto the internet.
•7075 kHz SSB is operated by JL3YSP in Wakayama occasionally.
•7030 kHz which is the JARL emergency communication frequency in their bandplan is in use by JA7RL (JARL regional HQ station).
Would all amateurs please make every effort to avoid interfering with emergency communications on these frequencies.“This information will also be made available on Twitter and Facebook when published. Since 7030 is mentioned I will also post this to the QRP mailing lists as this is a frequency used by them.
73, Greg, G0DUB, IARU Region 1 Emergency Communications Co-Ordinator.
Hlekkur: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4558070
Hlekkur: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4558070
Radíóamatörar á Íslandi hafa margir fjarskiptabúnað heima hjá sér eða í bílum sínum sem getur náð á milli landshluta og jafnvel til næstu landa. Verði neyðarástand hér munu þessir aðilar virkja sinn búnað og verða til aðstoðar við upplýsingagjöf og sendingu hjálparbeiðna.
Nú er að byrja námskeið til amatörprófs og ég hvet alla sem hafa hugleitt að taka slík réttindi að láta nú verða af því. Það kostar mjög lítið (kr 12.000) annað en smá tíma en það gefur mikla þekkingu og leyfi til að nota fjarskiptatæki sem draga langar leiðir, jafnvel hálfan hringinn í kringum jörðina.
Á síðasta námskeiði ÍRA voru nokkrir frá rústabjörgunarsveit Landsbjargar og tilgangur þeirra var að auka færni sína í fjarskiptum á hamfarasvæðum. Þeir luku reyndar ekki námskeiðinu þá vegna þess að þeir voru sendir til Haiti þegar það var hálfnað.
Félagar í F4x4 eiga fjarskiptakerfi sem myndi nýtast mjög vel hér innanlands í neyðarástandi. Það er VHF kerfið okkar með 17 endurvörpum um allt land. Sjá kort hér (smella á flipann VHF): http://www.radioehf.is
Landsbjörg á líka kerfi með tugum endurvarpa en það er ekki opið almenningi.Verði alvarleg bilum í „baknetum“ hefðbundnu fjarskiptakerfanna, GSM og Tetra, þá verða þau nánast ónothæf. GSM kerfin „mettast“ líka um leið þegar margir á litlu svæði reyna að hringja í einu, samanber síðasta Suðurlandsskjálfta. Í þeim skjálfta héldu „baknetin“ að mestu en mér skilst að litlu munaði að einhverjar línur dyttu út. Með „bakneti“ meina ég línurnar á milli sendanna, það eru yfirleitt ljósleiðarar eða örbylgjusambönd.
Þarna getum við verið undirbúnir ef neyðarástand kemur upp. VHF eign er almenn meðal félagsmanna F4x4 og fleiri. VHF kerfið getur orðið eina fjarskiptakerfið innan hamfarasvæða á Íslandi sem almenningur hefur aðgang að. Okkar undirbúningur er einfaldur: Hafa stöðvarnar í lagi, hafa allar rásir inni (líka 58), kunna á stöðvarnar, kynna sér hvar endurvarpar eru staðsettir og kunna að nota þá.
Þetta eru sömu atriði og skipta máli í ferðum okkar.Snorri Ingimarsson
fjarskiptanefnd
You must be logged in to reply to this topic.