Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Neikvæð grein í fréttablaðinu
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.06.2004 at 11:10 #194437
Sælir félagar
Nú þarf einhver pennafær félagi að taka að sér að svara furðulegum skrifum um jeppamenn sem birtist í fréttablaðinu í morgun.
(Gott að gera það meðan við búum ennþá við fjölmiðlafrelsi –
Þrándur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.06.2004 at 11:32 #503614
Ekkert mál að redda því. Ég er sjálfur með netmiðil sem er töluvert lesinn og er til í að koma málefnum félagsins á framfæri opinberlega ef það er einhver áhugi fyrir því.
Kýkið á http://www.alvaran.com
07.06.2004 at 11:35 #503616
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það fer ekki milli mála að þarna heldur skáld á penna. Þessi grein er svo snilldarleg samsuða af öllum fordómum og sleggjudómum sem fram hafa komið um jeppa að það er ekki hægt annað en hafa gaman af. Skemmtileg (eða þannig!) samlíking að það að keyra um á jeppa alla daga til þess að fara einn jeppaatúr á ári sé eins og að ganga um i kafarabúning alla daga ef manni dytti nú i hug að fara og kafa!! Sjálfsagt væri ágætt að svara skáldinu, en grein sem byggir algjörlega á gömlum sleggjudómum en engum rökum er ekki hægt að svara með rökum eða á málefnalegan hátt. Gerir kannski ekkert til.
Ég spyr nú bara í anda greinarinnar: Hvi eru hér svo mörg skáld?
Kv – Skúli
07.06.2004 at 11:52 #503618Það er alveg greinilegt að GMT, sem skrifar þessa grein hefur ekki hundsvit á því sem hann er að fjalla um. Hann er búinn að mynda sér einhverja skoðun á því sem hann þekkir ekki og er umsvifalaust búinn að dæma allann hópinn út frá einhverjum örfáum svörtum sauðum, (sem finnast alltaf í hverjum hópi eða félagasamtökum) en hefur sjálfur ekki keyrt um á jeppa eða farið til fjalla.
Það er lágmarkskrafa að menn kynni sér hlutina af eigin raun og kynni sér þá áður en farið er að dæma heilu félagasamtökin á þennan hátt.
Reyndar er greinin þess eðlis að varla er hægt að líta á hana sem eitthvað marktækt, nær væri að líta á þetta sem nett geggjaðan kaldhæðnishúmor sem hægt er að hrista hausinn yfir og hlæja að. Og maður mundi gera það ef það væri ekki fullt af fólki sem trúir þessu bulli.
07.06.2004 at 12:42 #503620
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er skáldið ekki bara að lýsa hvernig nútíma fjallaferða jeppi lítur út séður af hans sjónarhól, án þess að kynna sér það neitt nánar. Jeppinn er ábyggilega ógnandi séður af reiðhjólahnakki. Þessi grein fellur ábyggilega vel að skoðunum margra sem eins er ástatt fyrir, en þarf ekki að vera neitt réttari fyrir það. Svon fyrsta niðurstaða gæti verið sú að jeppar virðast ekki vera fyrir víðáttufælna rithöfunda sem treysta sér ekki, eða nenna ekki upp á hærri útsýnishóla. Fjöldinn er auðvitað öflugu félagsstarfi f4x4 að þakka .
ÓE …sem er alltaf með blað og blýant í vasanum ef skáldagáfan skyldi brjótast fram.
07.06.2004 at 12:50 #503622Ég sé þessa grein ekki sem neina ádeilu á jeppamenn og alls ekki þennan góða klúbb.
Þetta lítur út sem ádeila á ríku karlana á Hummerum og 8 cl 100 krúserum, sem leggja þversum yfir Laugarveginn þar sem það er svo erfitt að koma þeim fyrir.
Kannski út frá þeim sjónarhóli þá á þessi grein rétt á sér.En það væri þó allt í lagi ef einhver áhugasamur myndi árétta það með litlum greinastúf á móti. Að til eru menn sem eiga jeppa til að fara á fjöll í frítíma sínum.
Kv. Davíð
07.06.2004 at 13:25 #503624Fín grein!
Ég er honum algjörlega sammála enda er ég viss um að hann er eingöngu að tala um ofvaxin Pattröll sem duga hvort sem er bara til innanbæjar aksturs.
Skyldi rithöfundurinn fá listamannalaun þetta árið?
kv,
Viðar
07.06.2004 at 13:41 #503626Þegar maður las þessa grein fyrst í morgun, virtist hún vera svona hefðbundin jeppafordómagrein. Svo las ég hana aftur, og þá fannst mér að GAT væri meira að gagnrýna lið, sem er eiginlega allt önnur deild en við, sem höfum verið í þessum félagsskap og tekið þátt í því sem hann stendur fyrir. Hann meira að segja undanskilur í greininni þá, sem eru að nota jeppa til þess sem þeir eru ætlaðir. Eftir svolitla umhugsun fannst mér því að best væri að sjá til, hvort eitthvert framhald yrði á. Kannski er maður bara alltof bláeygur?
07.06.2004 at 16:47 #503628
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nokkuð sammála þér þarna ólsari. Reyndar er Guðmundur Andri ekki alveg að fylgjast með, því nú held ég að þessir stóru jeppar séu ekkert lengur í tísku sem stöðutákn. Núna eru það lúxus jepplingar s.s. BMW, Toureg og þess háttar sem þykir flottast. En auðvitað hefur það verið viðteknir fordómar í sumum kreðsum að flestir breyttir jeppar fari aldrei út fyrir malbikið. En eigendur þeirra eru þá væntanlega ekki félagsmenn okkar.
Kv – Skúli
07.06.2004 at 19:53 #503630
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Held að þessi grein hljóti að hafa verið grín meira en nokkuð annað því að svo vitlaus er hún annars, að höfundinum hlýtur að leiðast lífið eitthvað. Þessar pælingar í greininni eru álíka gagnlegar og að segja af hverju er himininn blár (sem er reyndar ekki svo flókið), nú eða af hveju er mannfólkið mismunandi?.af hverju eru mismunandi skór til !! Málið er nefnilega að ástæðurnar eru sjálfsagt óendanlega margar. Fannst líka svolítið fyndið að menn hér að ofan eru að reyna að þvo hendur sínar af ?slyddujeppamennskunni? og falla í sömu gryfju og greinarhöfundur og gefa í skyn að allt sem þeim finnst ljótt eða leiðinlegt hljóti að vera fáranlegt og skilja ekkert í að nokkur nenni að standa í þvílíku.
Flest af því sem greinarhöfundur telur upp á neikvæðan hátt jeppum til foráttu er huglægt og lýsir því einungis hans skoðun frekar en nokkrum staðreyndum. Orð eins og ?praktískur? og ?óþægilegur? eru mjög afstæð og lýsa því einungis hvað þessi blessaði maður telur praktískt og þægilegt út frá sínum veruleika sem að mínu mati virðist ekki sérlega spennandi, en þar liggur hundurinn einmitt grafinn. Það sem einum finnst praktískt og þægilegt eða skemmtilegt finnst öðrum ekki.
Í flestum tilfellum snýst þetta um áhugamál…sumir hafa áhuga á að fara á fjöll, sumir hafa áhuga á að fara á fjöll á veturna, sumir hafa áhuga að fara á fjöll á veturna á stórum bíl. Aðrir hafa áhuga á sportbílum og enn aðrir hafa áhuga á Yaris. Svo hafa líka sumir ahuga á slyddujeppum og finnst þeir flottir…so what ??!!!!. Held reyndar að fæstir sem kaupi slyddujeppa kaupi þá með það í huga hvað þeir þurfa að komast yfir margar óbrúaðar ár eins og greinarhöfundur svo barnalega virðist halda að þurfi að liggja að baki þess að velja jeppa. Hvort heldur til dæmis greinarhöfundur að sé praktískara fyrir 4-5 manna fjölskyldu sem hefur áhuga á skíðum (sem eru þó nokkrir) að eiga Yaris eða Pajero ?slyddu??Að lokum, af því að ég minntist á staðreyndir, þá eru fleiri atriði þar sem höfundur afhjúpar vanþekkingu sína. Má þar fyrst nefna að hjólhýsabúar í Ameríku hafa fæstir efni á að eiga stóra og dýra jeppa og þeir líta ekki á hýsin sín sem samgöngutæki því venjulega eru þau ekki færð úr stað. Í öðru lagi þá eru flestir sammála um það að sitja hærra gefur meiri yfirsýn sem kemur sér oft vel…og þarf þá ekki að fara í neinar stórar fjallaferðir til þess. Nægir einungis að skreppa yfir Hellisheiði í skafrenningi til að átta sig á því eins og einhverjar þúsundir Íslendinga gerir á hverjum degi ekki alltaf í skafrenningi þó…geri ekki ráð fyrir að greinarhöfundur hafi gert það.
Lykilorðið er ?áhugamál? og sem betur fer þá er Ísland frjálst samfélag þar sem menn velja sér áhugamál, sem virðist fara í taugarnar á greinarhöfundi. Ef hann fengi að ráða þá væru líklega allir í sömu skónum, allir á eins bílum og allir byggju á einni hæð af því að stigar eru hættulegir….eða hvað !?..þá hefði hann ekkert að gera að tuða í fjölmiðlum!!!
Ahhh…helvíti er þetta langt hjá mér…þetta var bara tilgangslausasta grein sem ég hef séð lengi.
Kv,
Maskin
08.06.2004 at 00:37 #503632Ég hallast mest af því að greinarhöfundur sé eitthvað sár og svekktur,yfir þeirri flensu sem kallast minnimáttarkennd.
Að lýsa því yfir að það sé ríkidæmi að eiga jeppa er eitthvað sem ég kannast ekki við,en ég held að maður láti það eiga sig að fara að kaupa pungbindi í stað boddís á fjórum hjólum.
Ef ég tek mið af þeirri umferð sem í gangi alla daga nú til dags dettur mér ekki annað í hug en að vera á jeppa,
því ekki get ég hugsað mér að vera á yaris eða annari púddu á götum borgarinnar með lífið í lúkunum og barnið í bílnum.Nú ef jeppi er ópraktískur sem eyðir miklu og er óþægilegur,þá hlýtur greinahöfundur að hafa átt jeppa miðað við þá lýsingu sem hann gefur út.
En mín skoðun er sú að ef hann hafi verið svona óánægður með jeppann sinn og átt vont með að sætta sig við hann eigi hann að halda því fyrir sjálfan sig,en ekki að hallmæla þeim faratækjum sem aðrir hafa ánægju að eiga og ferðast á.Afhverju fara þessir blaðamenn og pistlahöfundar ekki að taka sig til andlitinu og hætta þessum áróðri í garð jeppa,og snúi sér að garðrækt eða öðrum málum.
kv,
Jóhannes
08.06.2004 at 09:43 #503634Ég er nú allveg sammála því að þess grein í Fréttablaðinu er svo mikið bull að hún er ekki svara verð.
En það er nú ekki það sem við þurfum á að halda að fá svona skrif.
kv Lella
09.06.2004 at 20:37 #503636Á bls. 12 í Fréttablaðinu á morgun (fimmtudaginn 10. júní 2004) er myndarleg frétt sem jeppamenn ættu að geta glaðst yfir. Þar kemur fram að samkvæmt nýlegri rannsókn virðist ekki fótur fyrir þeirri mýtu að breyttir jeppar séu hættulegri en aðrir.
Mæli með því að þið kíkið á þetta.
Ein vitleysan hrakin – vonandi snýr sér einhver að þeirri næstu.
kv.
Einar Elí
10.06.2004 at 00:30 #503638Það er alveg sama hvað þessi blessaði maður hefur skrifað það er allt allveg út í hött.
Hann búinn að skrifa margar greinar bæði í DV og Fréttablaðið, stundum með góðum fyrirsögnum og ég freistast til að lesa, en aldrei takð eftir því aldrei hef ég verið sammála neinu sem þessi aumingja maður hefur að segja.
því miður er þetta bara þankagangurinn þarna á vinstri vængnum………………………Kveðja,
Glanni.
10.06.2004 at 11:31 #503640Fín greinin í dag um slysatíðni breyttra jeppa og svo spjall við Agnesi. Jákvætt fyrir okkur.
10.06.2004 at 13:38 #503642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er sammála mörgu hér að ofan en menn meiga heldur ekki gleyma öllum ástæðunum fyrir því að menn fá sér jeppa, því þær eru jú mjög mismunandi. Sjálfur ek ég um á 35" breyttum bensínbíl og fyrir það fyrsta þá eiðir hann minna en síðasti bíll sem ég átti sem var 4cyl amerískur fólksbíll. Svo eru það ástæðurnar: ég fer ekki á fjöll (ekki enn í það minnsta) en ég bý fyrir norðan og þar kemur snjór annað en í Rvk, og vil geta komist ferða minna án þess að þurfa að hugsa leiðina fyrirfram með hliðsjón af því hvar er buið að moka og hvar ekki. Svo á ég vélsleða og til þess þess að geta farið með hann á kerru upp á heiðar og þess háttar,jafnvel tveggjasleða kerru sem þá er orðin 1 tonn á þyngd, ÞÁ ÞARF MAÐUR AÐ EIGA JEPPA!!!!
Svo kemur sumarið og allt sem því fylgir, og kannski ekki nauðsynlegt að vera á jeppa en veturinn kemur alltaf aftur:)
Ekki heldur gleyma því að margir sem kaupa sér jeppa eru að kaupa öryggi fyrir sig og sína, því ef maður lendir í árekstri þá á maður meiri möguleika á jeppa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.