Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Neiðarrás??
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.05.2004 at 15:04 #194293
Þetta töluðu þeir hjá Landhelgisgæslunní,ahverju þið
jeppamenn væru ekki með neiðarrás eins og sjómenn ?Kveðja.
Kalli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.05.2004 at 15:26 #500763
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Um hvað er verið að tala og af hverju er neyðarrás skrifuð með einföldu síðast þergar ég vissi var neyð komið af nauð og því skrifað y
01.05.2004 at 20:31 #500767Óttaleg smámunasemi er alltaf að "poppa" upp hér!
Hvaða fjandans máli skiptir það hvort það er i eða y, v eða w, á meðan það skilst um hvað viðkomandi er að tala eins og í þessu tilfelli.
Ef þið smámunaseggirnir hættið ekki þessu "eilífðar böggi" kem ég og tek af ykkur lyklaborðin.
Kv.
Beny
01.05.2004 at 20:35 #500771PS.
Svo held ég að þú Hr.Ólafur Helgason ættir að taka til í þinni skúffu áður en þú lagar til hjá öðrum. Farðu nú yfir póstinn þinn og vittu hvort þar sé allt með feldu!
Kv.
B
01.05.2004 at 20:37 #500776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nákvæmlega,
hvað er gangi með nokkra hérna, það er ein stafsetningavill eða hvað það er og það er allt orðið brjálað. Ég er svo sammála Benna. Það er eitthvað að ykkur sem þurfið alltaf að vera leiðrétta aðra. Hljóta að vera með einhverja minnimáttarkennd eða einhvern andskotan, hættið þessu.
Jónas
01.05.2004 at 20:59 #500780væri svona neyðarrás ekki sniðug? en hvering væri þetta framkvæmt?
Baldur
Þ-455
02.05.2004 at 12:43 #500784Ég þakka stuðninginn Benni o.fl. Stafsetning hefur aldrey (takið eftir y) verið mín sterkasta hlið og ég skammast mín ekkert fyrir það. Sjá má á spjallrásinni, nánast sama hver á í hlut, að stafsetnigu er mjög ábótavant hvort sem það er útaf vankunnáttu eða fljótfærni. Reynum (komið af orðinu raun) að sjá bjálkann í eigin auga áður en………
Að öllu þrasi slepptu, eru nokkrar mótbárur við því að við fengjum okkur neyðarrás eins og sjómenn eru með?
Á kynningarfundi Landhelgisgæslunnar í vikunni sem leið var okkur 4X4 fólki bent á nauðsyn þessa.Hilsen.
Karl Guðjónsson.
02.05.2004 at 14:04 #500787Ég held að það sé ekki nein þörf fyrir sérstaka neyðarrás fyrir 4×4. Þeir sem eru með VHF stöðvar eru trúlega með stöðvarnar á "scan" þegar þeir eru með kveikt á þeim, eða eru ekki að nota sérstaka rás. Þær rásir sem helst væri að heyra neyðarkall á eru trúlega endurvarparásirnar, svo ein neyðarrás væri ekki til mikils gaggns, heldur er best að vera með stöðvarnar á "scan". Það væri trúlega betra fyrir menn að vera með neyðarblis og sól, í staðin fyrir eina rás, því venjulega kemur maður sér í vandræði þar sem ekki er nokkur séns að nota fjarskiptatæki.
Hlynur
02.05.2004 at 15:43 #500790Það að vara með eina sérstaka neyðar rás er bara gott dæmi samanber rás 16 sem er kall og neýðar rás til sjós og notuð fyrir tilkynningar og samskipti við land,
það er akkurat ekki neitt sem mælir á móti því að vera með slíka rás sem væri í öllum vhf stöðvum sem notaðar eru á landi,myndi auðvelda mikið leit og fl að vera með ákveðna rás sem allir væru með.Kveðja Laugi
02.05.2004 at 15:48 #500793sambærileg rás á cb er no 9
02.05.2004 at 18:43 #500797
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Af hverju fleiri neyðarrásir??
Þegar ég pantaði mér VHF stöð hjá Sigga Harðar þá skoðaði ég rásalistann svona af forvitni og sá þá eina merkta neyðarrás, almennar rásir og fullt af einkarásum. Þegar ég svo fékk stöðina og setti hana í þá sá ég að þessa rás var ekki að finna í stöðinni. Ég fór og spurði í fávisku minni hvernig gæti staðið á því að þessi rás væri ekki í stöðinni. Ég hélt nú að það væri nú fyrsta rásin sem sett væri í. Því, því fleiri stöðvar sem geta hlustað, því meiri líkur á að einhver heyri neyðarkall.
Sá sem ég spurði vissi ekki ástæðuna. Ég komst svo að því síðar að þetta væri "sér" neyðarrás fyrir báta.Af hverju þarf sér neyðarrás fyrir báta og aðra fyrir "landkrabba"?
Er ekki miklu nær að vera bara með eina neyðarrás, því það er allra hagur að sem flestir hafi möguleika á að heyra neyðarkall.
Ég get ekki ímyndað mér að það skipti miklu máli við neyðarkall hvort það var bíll eða bátur sem heyrir, bara ef það kemst til skila!!! Ég held að viðkomandi verði bara guðs lifandi feginn að einhver heyrði kallið!!!
Hver er ástæðan fyrir því að landstöðvar hafa ekki rás 16??
Er það vegna þess að ef heyrist bofs á rás 16 þá eigi það aðeins að þýða að bátur er í nauð?
Ruglar það kerfið of mikið ef neyðarkallið gæti komið frá bíl inn á jökli?Það er jú ekkert smá öryggisnet/hlustunarnet sem allur bátaflotinn myndar ásamt strandstöðvunum (ef þær eru enn við líði). Það væri enginn smá akkur í því og léttir fyrir okkur "landkrabbana" að vita til þess að ef við þurfum að senda út neyðarkall að við þurfum ekki að treysta (vona) eingöngu á að það sé mögulega bíll í hlustunarfæri, slíkt getur verið tilviljunum háð.
Á rás 16 er tryggð hlustun allan ársins hring hringin í kringum landið!!!
Neyðarkall á jökli eða í óbyggðum gæti heyrst út á sjó þó svo það heyrðist illa til nálægra/fjarlægra bíla, eins gætu bílar heyrt í bát sem er kominn undir kletta þó svo að það heyrðist illa til hans á sjó.
Hver er ástæðan fyrir því að rás 16 er okkur lokuð?
Og, ef við verðum að fá "einka" neyðarrás, er þá möguleiki á að við getum fengið rás sem er líka í bátastöðvunum?
kv.
Siggi_F
02.05.2004 at 20:56 #500801Sælir það er nú þetta með skip og báta
það er víst í lögum um fjarskipti að það sé bannað að vera alment talstöðvar samband við land frá skipi nema það fari í gegnum sértstakar radiostöðvar (Nes Vestmanna og fleirri radiostöðvar)á sama grunni var bannað að vera með útvarp með stuttbylgju sem náði skipatalstöðvum,það var víst ekki sniðugt að geta hlustað á samtöl og annað sem fór fram í gegnum þessar stöðvar þó að slík samtöl fari gegnum síma í dag nmt,þá eru skip mikið háð gömlu stöðvunum á fjarlægum miðum.
Til skamms tíma var skylda að vera með hlustun í stóru stöðinni eins og hún var oftast kölluð,en í dag gegnir Vhf þessu hlutverki að mestu.þó að hin stöðinn sé alþjóðleg skylda.
Loftskeytamenn hjá gæslunni og í landstöðvum hafa sagt mér að bæta við Vhf amatöra væri ekki mögulegt vegna álags sem er þegar á stöðvunum (tilkynningarskyldu fiskiskipa og önnur samskipti við sjó og land neyðarsendar SVFÍ og staðsetnigartæki í skipum )Þannig að vera með hlustun á neyðarrás í bílum yrði að mestu leiti sjálfboðastarf björgunarsveita og þeirra sem væru með slíkar stöðvar í bílum sínum,á meðan lög um fjarskipti eru eins og þau eru í dag
Vonandi svarar þetta spurningunum þínum Siggi F
Kveðja Laugi
02.05.2004 at 21:19 #500805
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ÆTTI BARA 4X4 EKKI AÐ LATA STOFNA NEYÐARÁS FYRIR JEPPA OG FJALLAFARA TD I SAMVINNU VIÐ LANDSBJÖRGU ÞAÐ ER LÖNGU KOMIN TÍMI Á AÐ STIGA ÞETTA SKREF, ÞAÐ HLYTUR AÐ VERA HÆGT AÐ SEMJA UM HLUSTUN VIÐ ÞÁ AÐILA SEM SINNA HLUSTUN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.