This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 18 years ago.
-
Topic
-
Undarleg uppákoma. Ég fór með Patrolinn minn í skoðun hjá Frumherja á Hesthálsi í dag, bara lögbundin skoðun, en ég var með grænan miða síðan í fyrra. Meðal athugasemda þá var vöntun á viktarseðli sem ég var þó búinn að skila inn og var breytingin í 35″ samþykkt en komst þó ekki í gegnum UST. Þó fékk ég sent nýtt skráningrskírteini. Því fór ég á viktina hjá Höfða, við hlið Ingvars Helgasonar, og fékk þar löggilt þyngdarvottorð. Þeir hjá Frumherja, ekki sömu skoðunnarmenn, skildu svo ekkert í því afhverju var gerð athugasemd við vigtarseðil því samkvæmt þeirra skrám kom fyrra vottorðið í ljós og var allt í lagi. Nú skoðunin gekk sinn vanagang, upps and downs, en svo vandaðist málið. Þegar hann reiknar svo út frá nýja viktarvottoðinu kom í ljós að bíllinn hefði ekki burðargetu nema upp á 113 kg. í viðbót þ.e. ökumann „stöðluð meðalþyngd 75 kg“ og farþegasætið með nestisboxsi. Konuna, krakkana, aftursætið og allt annað drasl sem fylgir jeppum yrði ég að hafa í kerru í togi. Ég má vera með 750 kg í óhemlandi eftirvagni. Þar fór 38″ draumurinn hvað þá stærra og dótadraumar hrundu. Spurið hann mig hvort ég þekkti einhvern annan svona bíl með svipuðu númeri eða eins breittan til að bera saman. Ég hváði og mótmælti en þeir voru komnir með rauðmiða hugmyndir og skildu ekkert í hversu þung breytingin var. Fór nú skoðunnarmaðurinn að reikna aftur eftir að hafa skoðað skráningarskírteini sem ég var með síðan fyrir breytingu og komst hann að því að vitleysan lægi hjá UST. Tók hann viktarseðilinn og ætlaði að senda leiðréttingu til UST, en í bili fengi ég að hafa bílinn 5-manna og með þessarri léttvægu 35″ breytingu.
–
Hlít að vera genginn í Framsóknarflokkinn óafvitandi, því ég fékk grænann miða aftur, þó ekki bara út af þessu.
–
Hvað skildu nú margir okkar vera rétt skráðir hjá UST ??
PS bíllinn viktaði 2120 kg, fullur tankurRaunarkveðjur
Magnús G.
You must be logged in to reply to this topic.