Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Negla eða ekki negla
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Tryggvason 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
30.11.2007 at 12:06 #201290
Eftir að hafa lesið 8 kílometra af þráðum um neglingu á dekkjum langar mig að vita hversu mikið menn hafa verið að negla dekkin hjá sér.
Einnig hvað stærðir hafa menn verið að nota og hvort einhver hefur reynslu af því að nota fólksbílanagla. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.11.2007 at 12:21 #605130
Ég er með 36" GH negld. Það er tekið úr fyrir hverjum nagla í dekkinu frá framleiðanda. Minnir að það séu 2 göt á hverjum kantakupp. Mér finnst það koma vel út á vörubílanöglum og vera yfirdrifið nóg að negla bara í þau göt. Þegar dekkin eru svona gróf eins og t.d. GH þá er mun öruggara að hafa þau nelgd. Var búin að keyra í næstum 20 ár á naglalausum jeppadekkjum og þekkti ekkert annað áður en ég fékk mér þessi dekk nelgd. Munar öllu að dekk hafa nelgd.
04.12.2007 at 16:05 #605132til í að ausa úr visku skálum sínum til okkar nánast ekkert vitum um neglingar?
Hvaða nagla (stærð)?
hvað mikið?
á að micro skera líka?Gaman væri nú að fá góðar ráðleggingar frá ykkur snillunum!
04.12.2007 at 19:41 #605134Líklega ástæðan fyrir því hversu marga þræði er hægt að lesa um efnið hérna á síðunni.
.
Ég er hrifnastur af fólksbílanöglum, en þá í dekk sem ég þarf að bora sjálfur. Hefur fundist míkróskurðurinn virka þrátt fyrir að því sé haldið fram af mörgum að þessi aðferð að skera svona eftir á sé ekki að virka. Þ.e.a.s. segja margir að skurðurinn þurfi að vera ca. millimeter til að þetta sé að virka eins og er í dekkjum sem eru framleidd með míkrómunstri.
.
Varðandi naglafjölda eru afar skiptar skoðanir með það, en í 38 mudder negldu flestir 2 í annan hvern kubb, og 1 í hinn. Í 44 DC eru menn að setja 700-900 nagla, eða það virðist vera algengt a.m.k.
04.12.2007 at 20:02 #605136Minnumst þess að í þessu efni, sem öðrum sem almúganum tengjast, hefur hinum vísu stjórnarvöldum þóknazt allramildilegast að setja reglugerð. Fari einhver af illmennsku eður einbeittum brotavilja fram úr ákvæðum hennar er ljóst að ötulum lögregluþjónum þessa lands, sem starfa ótrauðir nótt sem nýtan dag að því að vernda oss frá delinkventum þeim sem hér fara um með fretum nótt sem nýtan dag, gæti fundizt efni til að draga brotamenn fyrir dómara hvar við þeim blasti gapastokkur, stegla eður gálgi eftir atvikum. En í reglugerðinni segir semsagt:
16.02 Hjólbarðar með nöglum eða keðjum.(1) Þegar snjór eða ísing er á vegi skal hafa snjókeðjur á hjólum eða eftir akstursaðstæðum annan búnað, t.d. grófmynstraða hjólbarða (vetrarmynstur), með eða án nagla, sem veitt getur viðnám. Óheimilt er að nota keðjur þegar hætta er á að það valdi skemmdum á vegi.
(2) Naglar í hjólbörðum á sama ási skulu vera sem næst jafn margir.
(3) Hjólbarðar fyrir ökutæki sem er 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd skulu vera negldir sem hér segir:
a. Lengd nagla út úr nýnegldum hjólbarða má að meðaltali ekki vera meiri en 1,2 mm.
b. Lengd nagla út úr hjólbarða má ekki vera minni en 0,9 mm.
c. Hámarksfjöldi nagla má vera sem hér segir:
90 fyrir felgustærð til og með 13"
110 fyrir felgustærð yfir 13" til og með 15"
150 fyrir felgustærð yfir 15".
d. Hámarksþyngd hvers nagla má vera 1,1 g. Í hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (t.d. jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarði) má þyngd hvers nagla þó mest vera 2,3 g.
e. Hámarksstöðukraftur nagla (sá kraftur sem þarf til að þrýsta inn nagla, sem stendur 1,2 mm út úr sóla hjólbarða með eðlilegum loftþrýstingi, þannig að hann sé sléttur við sólann) má við 20°C (± 4°C) mestur vera:
– 12 daN fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir fólksbifreið.
– 34 daN fyrir hjólbarða sem ætlaður er undir torfærubifreið (t.d. jeppa) eða sendibifreið (C eða LT hjólbarða).
f. Í hjólbarða sem er yfir 760 mm (30 þumlungar) í þvermál og ætlaður er undir torfærubifreið (jeppa) er heimilt að nota nagla sem hver um sig er allt að 3 g og mesta stöðukraft við 20°C (± 4°C) 38 daN.(4) Hjólbarðar fyrir ökutæki sem er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd skulu vera negldir sem hér segir:
a. Lengd nagla út úr nýnegldum hjólbarða má ekki vera meiri en 1,7 mm.
b. Lengd nagla út úr hjólbarða má ekki vera minni en 0,9 mm og ekki meiri en 2 mm.
c. Hámarksfjöldi nagla má vera sem hér segir:
110 fyrir felgustærð til og með 15"
150 fyrir felgustærð yfir 15". Naglarnir mega þó vera allt að 200 ef útfærsla og ísetning þeirra er í samræmi við ákvæði sem gilda um hjólbarða sem ætlaðir eru undir torfærubifreið (jeppa) eða sendibifreið.
d. Hámarksþyngd hvers nagla má vera 3 g.
e. Hámarksstöðukraftur nagla má við 20°C (± 4°C) mestur vera 40 daN.(5) Óheimilt er að nota pípunagla, oddhvassa nagla eða annan áþekkan búnað.
Svo mörg voru þau orð og héreftir getum vér sofið rólegir.
Þ
04.12.2007 at 20:27 #605138Hvað ertu með stór dekk og undir hvernig bíl ?
Þyngd bíls skiptir nokkru um það hvort ég myndi velja litla eða stóra nagla.
Ég notaði fólksbílanagla í 44" DC undir ca 3 tonna bíl og setti um 150 nagla í dekk. Virkaði flott til að gera bílinn stöðugann á vegi en gerði lítið gagn í klifri á blautum jökli
Í dag negli ég með jeppanöglum af stærri gerðinni og set 2 nagla í hvern kubb – alls 120 nagla í dekk. Þetta er í 49" undir F350 – ég microsker miðjur.
En negling er að mínu mati algerlega nauðsynleg og í raun tóm þvæla að spara sér hana ef bílli á að notast utan höfuðborgarinnar. Það þarf ekki nema eitt skipti til að borga upp neglinguna…
Benni
04.12.2007 at 20:54 #605140Annars vegar er um að ræða Pattroll(u)
og hins vegar LC 90Báðir á 39,5 Iroc?
,Takk fyrir greinargóðar upplýsingar hér að ofan.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.