FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Nefndir

by Snorri Freyr Ásgeirsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nefndir

This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson Jack Hrafnkell Daníelsson 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 28.01.2006 at 14:39 #197182
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member

    Jæja nú er verið að biðja um framboð í stjórn og nefndir á vegum klúbbsins fyrir aðalfund sem er í mai.

    En þó svo að nafnið á nefndunum segi nú nokkuð hvað þær gera er þá samt ekki málið að þessar nefndir verði kynntar af meðlimum sem eru í viðkomandi nefndum, t.d hversu oft hittast þær, hvað þær geri og standa fyrir.

    Kv
    Snorri Freyr.

  • Creator
    Topic
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)
  • Author
    Replies
  • 29.01.2006 at 11:52 #540560
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þetta er ágæt hugmynd og er ekki bara málið að stjórnin ríði á vaðið.

    Á næsta aðalfundi verður kosið í stjórn um tvo meðstjórnendur, einn varamann og formann. Meðstjórnendur og varamenn eru kosnir til tveggja ára en formaður alltaf til eins árs.

    Stjórnin fundar vikulega eða á tveggja vikna fresti eftir þörfum, en milli funda er tölvupóstur mikið notaður til samskipta. Stjórnarmenn þurfa því að fylgjast vel með tölvupósti. Flest málefni klúbbsins koma eitthvað til umfjöllunar í stjórn þannig að stjórnarstörfin eru býsna fjölbreytileg. Töluverður tími fer í mál sem snúast um samskipti klúbbsins út á við, s.s. við stjórnvöld, stofnanir, önnur áhugamannafélög og ýmis fyrirtæki. Stjórnin sér líka um að undirbúa mánudagsfundina og setja upp dagskrá fyrir þá.

    Til að gefa einhverja hugmynd er best að telja upp nokkur mál sem komið hafa á borð stjórnar. Sum þessara mála heyra undir einhverja af nefndunum en stjórn vinnur í sumum tilfellum með nefndunum í einstaka málum:
    Samstarf við Ingvar Helgason
    Funda með hinum ýmsu nefndum
    Fjármál klúbbsins
    Fundir með umhverfisstofu og umhverfisráðuneyti um slóðir á hálendinu.
    Þátttaka í fundum um utanvegaakstur, viðbrögð við málum sem koma upp varðandi utanvegaakstur.
    Fundir með ráðuneytinu um Skaftafellsþjóðgarð
    Fundur með rannsóknanefnd umferðaslysa um bílabreytingar.
    Undirbúa Landsfund.
    Sýningar og þátttaka á sýningum (s.s. sýningin í húsnæði Benna í fyrra og Sumarið 2005)
    Myndbandasamkeppnin
    Þingmannaferðin
    Ferðamál (nýliðaferðir og aðrar ferðir klúbbsins). Setja ferðareglur.

    Þetta er nánast handahófskennd upptalning af málum sem stjórnin hefur verið að vinna í síðustu tvö árin eða svo. Get sagt við þá sem eru að velta fyrir sér að bjóða sig fram að það er oft skemmtilegt að starfa í stjórn en auðvitað tekur það tíma og menn þurfa að vera tilbúnir til að gefa tíma í þetta.

    Svo er boltinn hjá nefndum.

    Kv – Skúli





    30.01.2006 at 17:26 #540562
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Fyrir þetta Skúli.

    Kv
    Snorri Freyr





    30.01.2006 at 21:58 #540564
    Profile photo of Sigurður Sveinn Jónsson
    Sigurður Sveinn Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 217

    Sæll Snorri
    Best að verða við áskoruninni og svara.
    Eins og kemur fram í erindisbréfi nefndarinnar er hlutverk hennar meða annars eftirfarandi:
    a)fylgjast með tækninýjungum varðandi búnað fjórhjóladrifsbifreiða,
    b)ná samvinnu við viðkomandi yfirvöld um gerð reglugerða fyrir fjórhjóladrifsbifreiðir
    c)Ef félagsmenn eru með gallaða vöru sem fyrirtæki neita að bæta þá gæti hún skorist í leikinn en eingöngu með stuðningi stjórnar.
    Þetta ásamt ýmsu fleiru er það sem nefndinni er ætlað að gera. Þetta er ekki tæmandi listi aðeins úrdráttur á því helsta.

    Hvaða nefnd ætlar að vera næst????

    Kveðja
    Siggi tæknó





    31.01.2006 at 18:39 #540566
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Þakka Sigga og tækninefndinni fyrir þetta

    Kv
    Snorri Freyr





    31.01.2006 at 22:06 #540568
    Profile photo of Eyþór Guðnason
    Eyþór Guðnason
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 459

    Þrjár stöður eru lausar í skálanefnd í vor.
    Skálanefndinn sér um allt viðhald á Setrinu og rekstur. Það er alltaf byrjað að fara í vorferð til að sjá hvernig skálinn kemur undan vetri og ákveðið hvað gera skal á komandi sumri.
    En í sumar liggur fyrir að byggja klósett við skálann. Síðasta sumar var sett niður rotþró og allar lagnir fyrir klósettið.
    Einnig er farið með 3000 til 4000 lítrar af olíu uppeftir ásamt öllu sem þarf í skálann fyrir komandi vetur.
    Mér hefur fundist mjög gamann í skálanefnd og kynnst helling af félagsmönnum í gegnum vinnuferðir, sem er hæfileg vinna og svo kvöldvaka á eftir með glens og olíusögum.
    Þetta er frábær leið til að kynnast nýjum félögum

    Fyrir hönd Skálanefndar.

    Eyþór.





    01.02.2006 at 17:46 #540570
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Eyþór og skálanefnd.

    Ég skora á hinar nefndirnar að kynna sig aðeins.

    Kv
    Snorri Freyr

    P.s
    ÁFRAM ÍSLAND





    05.02.2006 at 18:15 #540572
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Núna eru 3 aðilar búnir að svar þessum þræði sem ég stofnaði þ.e.a.s Skúli fyrir hönd stjórnar, Siggi tæknó fyrir tækninefnd og Eyþór fyrir skálanefnd.

    Ég hélt að það væru fleiri nefndir í þessum klúbb afhverju er ekki búið að kynna þær, er jú ekki búið að vera að tala um það að kynna klúbbinn, er þetta þá ekki fyrsta skrefið.

    Ég segi bara fyrir mitt leiti ég veit nánast ekkert um hvað þessar nefndir gera og hvernig þær vinna.

    Umhverfisnefnd
    Hjálparsveit
    Ritnefnd
    Litlanefndin
    Skemmtinefnd
    Árbúðanefnd
    Fjarskiptanefnd
    Vefnefnd

    Þetta eru þær nefndir sem eru í klúbbnum og eiga eftir að kynna sig og sína starfssemi og nú skora ég á einhvern í þeim að svara fyrir sína nefnd og kynna hana.

    Kv
    Snorri Freyr





    05.02.2006 at 19:53 #540574
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Sæll Snorri og hafirðu þökk fyrir að ýta þessu máli áfram.
    Litlanefnd
    Hefur það megin verkefni að halda utan um starfsemi 4×4 hvað varðar lítið breytta bíla og óbreytta og skipuleggja ferðir og uppákomur þar sem félagar kynnast jeppunum sínum og taka sumir sín fyrstu skref í jeppamensku í ferðum með okkur og kynnast ferðamáta og aðstæðum okkar í vetrar og sumarferðum.
    Þetta er svona í megindráttum okkar starf en við erum með heimasíðu þar sem stefnumál okkar eru sett fram ásamt efni til gagns og gamans.
    En fyrst og fremst erum við bara hluti af 4×4 þar sem eru upp til hópa frábærir ferðafélagar og gera gott félag bara betra.
    Kv Klakinn





    05.02.2006 at 23:23 #540576
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    Takk fyrir þetta Klaki.

    Þá er bara að sjá hver ríður næst á vaðið.

    Kv
    Snorri Freyr





    06.02.2006 at 08:35 #540578
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Hlutverk hjálparsveitar hefur verið að breytast með árunum.

    Áður fyrr var megin hlutverk hennar að aðstoða menn við að koma biluðum bílum niður af hálendinu og er það enn.

    Á síðasta ári sá sveitin td. um að halda fjölskylduhátíð í Setrinu, fundað var með hagsmunaaðilum td. Landsbjörgu (umferðarfulltrúar á hálendinu), sá um tvö fimmtudagskvöld (kynning á skyndihjálp). Tveir einblöðungar um skyndihjálp og ofkælingu unnir.

    kv.
    Hjálparsveit 4×4





    06.02.2006 at 13:16 #540580
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Hlutverk fjarskiptanefndar er eftirfarandi:
    Sjá um uppbyggingu og rekstur fjarskiptakerfis 4×4.
    Kynna sér nýjungar í fjarskiptamálum og miðla til félagsmanna.
    Sjá um samskipti við fjarskiptayfirvöld í samráði við stjórn.

    Í fjarskiptanefnd sitja 5 menn og á aðalfundum eru ýmist kosnir 2 eða 3 menn í nefndina.

    Kv.
    Kjartan
    # R 1589





    06.02.2006 at 18:46 #540582
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    fyrir þetta hjálparsveit og fjarskiptanefnd fyrir þetta.

    Nú skora ég enn og aftur á hinar nefndirnar að kynna sig.

    Kv
    Snorri Freyr





    06.02.2006 at 20:00 #540584
    Profile photo of Jack Hrafnkell Daníelsson
    Jack Hrafnkell Daníelsson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 728

    Vefnefnd er skipuð fimm einstaklingum sem í sameiningu sjá um allt viðhald og lagfæringar á vefnum einnig sem þeirra verkefni er að setja inn efni í hina ýmsu flokka.
    Einnig sjá nefndarmenn um að aðstoða notendur vefjarins við nýskráningu þegar upp koma vandamál og einnig að koma upplýsingum og glötuðu lykilorði til notenda sem hafa af einhverjum ástæðum gleymt sínu.

    Mikið af þeirri vinnu sem vefnefnd sinnir er ekki mjög sýnileg, enda oft þess eðlis að unnið er í þeim kerfum sem stýra vefnum í heild sinni en þó er margt sýnilegt þegar kemur að hinu almenna viðmóti.

    Hrafnkell Daníelsson
    E-1819





  • Author
    Replies
Viewing 13 replies - 1 through 13 (of 13 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.