Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Nefndastarf
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Guðmundsson 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.05.2003 at 01:28 #192578
Sællt veri fólkið! Á síðasta aðalfundi var ég kosinn hálf nauðugur í ritnefnd. Þar sem ég er í umhverfisnefndinni ásamt fleiru sé ég ekki að ég geti annað þessu. Því vil ég biðja einhvern um að leysa mig úr ritnefndinni. Þetta þarf að gerast sem allra fyrst vegna næsta Seturs.
Áhugasamir hafi samband við mig eða stjórn félagsins.
Upplýsingar í:
GSM 896-8564
Heima 557-1215
Netfang ismagn@simnet.isVirðingarfyllst
Magnús Guðmundsson
R-2136 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.05.2003 at 09:45 #473266
Hvað er að gerast Maggi? tæplega 2000 mans í félaginnu og
enginn sem treystir sér í ritnefnd. Það er jú auðséð að þú getur ekki tekið þetta að þér þar sem þú ert jú þegar í umhverfisnefnd og þá myndu t d fundir og fleyra skarast.
Og ég á erfitt að ímynda mér að það sé klúbbnum til framdráttar að hálf neyða menn og konur til fleiri starfa en þau ráða við.
Hvernig var það annars var ekki auglýst eftir fólki í ritnefnd eða aðrar nefndir ?
Jón Snæland.
12.05.2003 at 01:22 #473268Sæll Nonni! Það er náttúrulega augljóst mál að mikill hörgull er á starfhæfu fólki í nefndastarf félagsins og því lendir þetta oft á sama liðinu.
Það var ekki auglýst neitt eftir frambjóðendum í þessa nefnd, heldur var ég kallaður á teppið (skrifstofu) með Kjartani og Sigurði Helgasyni og spurður hvort ég væri ekki til í þetta. Tjáði ég þeim þá að ég ætti eitt ár eftir í hinni virðulegu Umhverfisnefnd og ætlaði ekki að yfirgefa það skip fyrr. Síðan hringir Kjartan í mig og spyr mig aftur og sagðist ég þá ætla að hugsa málið, en hann sagðist ætla að reyna að finna einhvern kandidat í millitíðinni. Á opnu húsi á fimtudagskvöldi fyrir aðalfund var ég aftur kallaður á "teppið" og hélt þar fram ákvörðun minni að vera í Umhverfisnefnd áfram. SH hringdi þá í Ásgeir og nuðaði í honum þar til Ásgeir lét sig, með því fororði að hann fengi aðstoðarmann og með semingi sættist ég á það. Þá allt í einu var ég kominn í ritnefnd sem aðstoðarmaður. Síðan á aðalfundinum þá hálf neitar Ásgeir en sættist á að vera aðstoðarmaður og ég kosinn líka. Líður nú að næsta fimmtudagskvöldi og kallar þá SH í mig en ég segist vera að vinna með minni nefnd og yppir hann þá bara öxlum.Mér skildist á SH fyrst þegar hann talar við mig að vinnan væri aðallega í því að safna auglýsingum og fylgja þeim eftir að öðru leiti en innheimtu og ekki væri það mikið starf þar sem auglýsingamál og efnismál eru í nokkuð góðum farvegi um þessar mundir. það þyrfti samt að halda áfram.
Sigurður þú og ritnefnd eigið heiður skilinn fyrir alveg einstaklega góða frammistöðu og vonandi verður svo áfram hjá nýrri ritnefnd.
Talsvert starf er fyrirliggjandi hjá Umhverfisnefnd þetta sumarið í bæklingamálum og sumarstarfi.
Ég sé mér ekki fært að sinna þessu ásamt öðrum verkum á heimagarði og því biðst ég lausnar fyrir mig og embætti mitt ( eins og þingmenn gera ).
Auglýsi ég hér með eftir einhverjum góðum aðilum til í að taka þetta að sér.
Án allra illinda.
Virðingarfyllst og góðar sumarkveðjur,
Magnús Guðmundsson
R-2136
12.05.2003 at 09:42 #473270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki Ingibjörg á lausu núna, tekur hún þetta ekki bara í staðin fyrir annað mun óverðugra starf sem hún missti af!
Bara svona að spekúlera!
12.05.2003 at 10:21 #473272Sælir félagar! (Sælir er of pabbalegt…)
Ég var að velta fyrir mér í kjölfar aðalfundarins, hvort ekki hefði verið rétt að auglýsa betur eftir framboðum á fundinum sjálfum, en mér þótti þetta óvenju "rússneskt" í ár, enda ekki kosið um eitt einasta embætti.
Auðvitað veit ég að það hefur oft verið erfitt að fá fólk til að bjóða sig fram til starfa fyrir félagið, en í ár hefði verið erfitt að ná að kalla fram í áður en búið var að klappa upp fyrstu tillögur að fólki. Hugsanlega sat fólk út í sal (t.d. fólk sem ekki hefur verið áberandi í störfum fyrir félagið áður – nýliðar) sem hefði vel getað hugsað sér að gefa kost á sér í einhverja af nefndum félagsins. Ef svo var átti það varla séns…
Tek það sérstaklega fram að með þessu er ég ekki á nokkurn hátt að kasta rýrð á þá einstaklinga sem komu inn í stjórn og nefndir á fundinum, held reyndar að það sé allt úrvalsfólk og óska því til hamingju með kjörið.
Magnús hefði að mínu viti átt að standa upp á fundinum og neita að taka sæti í nefndinni ef það hugnaðist honum ekki, frekar en að láta klappa sig inn í embættið þar og "bjóða það svo upp" á spjallinu. Er það ekki stjórnarinnar að hlutast til um að leysa úr svona málum?
Ferðakveðja,
BÞV
12.05.2003 at 11:01 #473274Sælir félagar
Það er enginn neyddur í nefndarstarf fyrir klúbbinn, því við vitum að svoleiðis skilar litlu.
Það kemur okkur því pínulítið á óvart að Maggi skuli vilja draga sig í hlé eftir að hafa samþykkt að fara í ritnefnd.
Stjórnin er að vinna í því að fá nýjan mann í nefndina.
Vonandi verður það komið á hreint á fimmtudagskvöldið.Mbk.
Kjartan
12.05.2003 at 12:52 #473276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ljóst er að ef tekið er mið af reynslu fyrri ára þá er óvarlegt að fara til aðalfundar án þess að nokkurn veginn sé tryggt fyrirfram að hægt sé að fullskipa þar í nefndir. Það má hins vegar aldrei verða til þess að ekki fari fram frjálsar kosningar og að menn ?úti í sal? sem áhuga hafa á að koma til nefndar- og stjórnarstarfa eigi ekki kost á slíku.Þetta er, eins og allir hljóta að gera sér grein fyrir, ástæða þess að sami háttur var hafður á varðandi ritnefnd nú og oft fyrr að leitað var til Magnúsar og Ásgeirs.
Helena hafði sagt fyrr að hún væri til í að gefa kost á sér til starfa, og Birgir Már var fús að sitja áfram enda kjörtímabili hans ekki enn lokið.Í samræðum við stjórn kom fram að þarft væri að fjölga í ritnefnd, svo álag á hvern og einn yrði hóflegt. Þetta var einkum talið æskilegt með tilliti til auglýsingaöflunar.
Ekki man ég hvernig nafn Magnúsar kom til í þessu sambandi, nema að hann er af mörgum sagður driftugur og útsjónarsamur og þess galt hann er við leituðum til hans, svo og hugmyndasnauðar okkar hinna að finna ekki aðra þegar hann sannlega var efins um verkefnið vegna starfa í umhverfisnefnd.
En Magnús féllst á þetta fyrir aðalfundinn, ekki síst eftir að ég talaði við Ásgeir Kristinsson, sem sagðist vera til í að aðstoða við auglýsingaöflun næsta starfsár.
Satt best að segja veit ég ekki alveg hvernig bregðast skuli við ?teppa-málum? Magnúsar félaga okkar !
Ég var ýtinn við þá báða, Magnús og Ásgeir, það skal ég viðurkenna, en auðvitað geta menn sagt nei ef þeir treysta sér ekki í verkefnið.
Um teppið þar Magnús var plaseraður og nauð mitt í Ásgeiri læt ég liggja milli hluta.
Baráttukveðjur
SH
12.05.2003 at 21:36 #473278Góðir lesendur! Ekki langar mig til að fara að munnhöggvast á þessum síðum við ykkur félagar góðir um einhver smáatriði sem engu máli skipta, til þess er lífið og félagskapur okkar allt of verðmætur. Ég er þakklátur stjórn félagsins fyrir að fara að vinna í málinu, því hitt hefði bara borið af sér klúður. Ekki skal ég útiloka nefndaskipti að ári liðnu ef svo vill verða.
BÞV, eins og þú bendir á í þínum pistli, þá var þetta mjög svo snör rússnesk kosning að félagar út í sal höfðu ekki umþóttunartíma til að bjóða sig fram. Eins og SH bendir réttilega á er ekki góð reynsla af því að hafa ekki tilvonandi frambjóðendur á reyðum höndum. En með "teppamálið" var það meira svona til gamans gert, enda teppi á skrifstofunni, og ekki neitt annað á bak við það.Ég vona að ritnefndin bíði ekki afhroð (vinsælt orð þess daganna) og óska henni alls hins besta.
Bestu sumar- og ferðakveðjur
Virðingarfyllst
Magnús Guðmundsson, umhverfispostuli
R-2136
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.