Forsíða › Forums › Spjallið › Hagsmuna- og Baráttumál › NÁTTÚRUVERNDARLÖGIN 1. UMRÆÐA
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Bjarnason 11 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.01.2013 at 22:15 #225379
Sæl.
1. umræða um náttúrverndalögin fór framm á Altþingi í dag hér er linkurinn á umræðuna skoðið þetta.http://www.althingi.is/altext/upptokur/?lidur=lid20130115T140627
Nú er kominn tími til að láta heyra í sér, komið með komment á umræðuna svo við getum rætt málið hér á vefnum.
P.S. Var að heyra að kosningarslagorð Svandísar yrð: Ferðafrelsi eða Svandís……..Kv.
Sveinbjörn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.01.2013 at 00:08 #762681
Ekki jókst tiltrú mín á hátvirtum ráðherra Svandísi Svavarsdóttur við þessa áheyrn. Miðað við þær lagagreinar í þessum lögum sem beitt er gegn okkur jeppamönnum sem erum allir náttúruverndarsinnar hélt hún fram á hinu háa alþingi að samráð hafi verið haft við þessi félagasamtök og fleirri. Ég hef nú ekki heyrt annað en það hafi vart verið hlustað á okkar framámenn um ferðafrelsi og það sem var ritað til breitinga hafi ratað beint í ruslafötina. Síðan stendur hún þarna gljúp í ræðustólnum og fræðir okkur á því að við séum ómissandi náttúruverndarsinnar upp til hópa og unnið fjölmörg verk til náttúruverndar. Miðað við þær lagagreinar sem hún slengir framan í okkur er það ekki hennar sannfæring.
Þótt Sjálfstæðismenn séu ekki hátt skrifaðir hjá mér vonast ég eftir að þeim auðnist að koma með réttmætar breitingatillögur við frumvarpið því heilsteypt samkomulag er grundvöllur að náttúruvernd og ferðafrelsi. Annars er þessi lagabálkur að miklu leiti ónýtur. Greinilegt er að Guðlaugur Þór er okkar maður í þessum efnum.
Kv. SBS.
16.01.2013 at 09:19 #762683Aldrei hélt að ég myndi hrósa Guðlaugi Þór en hann hefur greinilega sett sig vel inn í málinn. En Svandís talar um liðsmenn í náttúruvend og lætur í leiðinni svipun dynja á þeim liðsmanni.
Það verður að tefja þetta frumvarp framyfir kosningar hvernig sem það er gert.Kv Jökull
18.01.2013 at 06:40 #762685Mér líst vel á tillögur þeirra skálnefndarmanna, sem þeir setja fram í pósti til stjórna og nefnda, um nauðsynlegar aðgerðir til að rödd okkar heyrist. Nauðsynlegt er að sem flest allir aðrir en útivistarfólk komist inn í umræðuna og sjái hvað um er að ræða. Tíminn flýgur frá okkur og því verður að skipuleggja þetta sem allra fyrst.
Baráttukveðjur
Magnús Guðmundsson
18.01.2013 at 08:23 #762687Núna er 1. umræða búin og Náttúruverndarlögin komin til umræðu í umhverfisnefnd alþingis. Ef eitthvað á að gera í málunum, þá er það núna á meðan umræðan er í umhverfisnefnd. Þetta er málefni "ALLRA" félagsmanna
18.01.2013 at 08:47 #762689Tek heilshugar undir þessar tillögur. Nú er að sýna samtakamátt sinn. Ef þessar aðgerðir bera ekki árangur heldur baráttan áfram ef lögin fara óbreitt í gegn. Heilsíðu-auglýsingar í tveimur dagblöðum með þeim lagagreinum sem beitt er gegn okkur verða að koma þar fram ásamt fleirru.
[u:8cxrc48j][b:8cxrc48j][color=#BF0000:8cxrc48j]Áfram nú félagar í Ferðaklúbbnum 4×4[/color:8cxrc48j][/b:8cxrc48j][/u:8cxrc48j]
Kv. SBS.
18.01.2013 at 08:52 #762691Það verður ekki undið svo létt ofanaf náttúruverndarlögunum ef þau verða samþykkt lítið breytt Sigurður. Það sjáum við nú þegar með Vatnajökulsþjóðgarð, þar sem allt er reynt til þess að svæfa vegamálin í garðinu í nefndum og rannsóknum.
18.01.2013 at 12:39 #762693Það er kannski rétta að bæta því við þennan þráð, að nú eru ekki einungis Náttúruverndarlögin undir. Því Didda hefur verið boðuð á fund Umhverfisnefndar alþingis vegna stækkunar Friðlandsins í Þjórsárverum. Nú veit ég ekki hvar endanleg lína verður dreginn að vestanverðu við núvernadi friðland. En engu af síður færist hún í vestur og líklega að Stóru-Setur. Í reglugerð um Friðlandið sem í gildi er. Þá er allur vetrarakstur jeppa bannaður í friðlandinu
20.01.2013 at 12:40 #762695Verðum að gera eitthvað, líst vel á hugmyndir Loga og Rúnars tökum ÖLL þátt í að vinda niður af þessari öfga vitleysu. Sýnum nú einu sinni að við getum staðið saman þegar verið er að brjót á okkur.
Kv Bjarki
25.01.2013 at 01:13 #762697Hvað þarf að gera til að þessi vitleysa nái ekki fram að ganga? Það má ekki gerast að þessi kommúnistastjórn komi þessu frumvarpi í gegn. Hvað er til ráða og hvernig skal vel vinna til að það gangi að brjóta þetta frumvarp á bak aftur og senda til föðurhúsana?
27.01.2013 at 12:08 #762699Ég hafði miklar væntingar til Svandísar þegar hún tók við þessu ráðuneyti. Hún er mjög klár og ég vonaðist til að einhver skynsemisbragur yrði á rekstri þessa ráðuneytis. Við höfum haft ráðherra sem hafa kallað til þyrlur til að stoppa menn á þjóðvegi á Djúpavatnsleið (því hún var búin að fá veður af því að það ætti að henda henni út sem ráðherra). Við höfum líka haft ráðherra sem lét flytja menn sem vinna við að fóðra og moka undan dýrum til að veiða ísbjörn, frekar en leita til íslenskra veiðimanna sem þekkja mun á húsdýrum og villidýrum. Ég hélt því að loksins væri komin þenkjandi manneskja í ráðuneytið.
Því miður er það hinsvegar þannig að Svandís aðyllist þessa öfga náttúruverndarstefnu og rétt eins og hardcore bisness menn þá nær hún sínu fram með góðu eða íllu. Ég hef unnið að hagsmunamálum mótorhjólamanna og kynntist vinnubrögðum þessa ráðuneytis sem og umhverfisstofnunar, þau eru einu orði sagt skelfileg. Samráð er ekki stundað og hefur aldrei staðið til að gera. Hinsvegar eins og snjall pólitíkus eða biznessmaður) lætur hún að sjálfsögðu líta út sem samráð sé haft við hagsmunasamtök. Sem dæmi, þá var settur saman hópur eftirfarandi hagsmunaaðila um málefni utanvegaaksturs.
Í hópnum eru fulltrúar: 4×4, Forvarnarhúsið, Landgræðslan, Landhelgisgæslan, Landsbjörg, Landvarðafélag Íslands, Landvernd, Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasamband Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Ríkislögreglustjórinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Slóðavinir, Umferðarstofa, umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun og Vegagerðin.
Án þess að ég ætli að fara yfir allt sem mér mislíkaði, þá var sem dæmi sett saman minnisblað og sent ráðherra í nafni hópsins, án þess að innihald væri boðið undir meðlimina. Það var sett saman "aðgerðaáætlun gegn utanvegaakstri". Þetta plagg var kynnt sem áætlun sem unnin var í samstarfi við samtökin hér að ofan. Plaggið var ekki skrifað af hópnum og hópurinn fékk aðeins að hafa skoðun á kafla 3 – annað var okkur ekki sýnt. Í framhaldi neitaði ég fh. MSÍ sem og fleiri aðilar í vinnuhópnum að taka þetta að okkur – annaðhvort vildum við fá allt eða ekkert. Ráðuneytið lét það gott heita, sendi ekki restina af plagginu en kynnti þetta fyrir fjölmiðlum þannig að samráð hefði verið haft við hagsmunaaðila.
Þessi mál munu ekki lagast við næsta ráðherra. Rétt eins og sjallarnir voru duglegir að koma sínum mönnum að í hæstarétti, þá er búið að raða inn í UST fólki sem er á þessari línu… Ísland best í heimi ???
-G
27.01.2013 at 15:34 #762701sælir félagar,
ég verð að viðurkenna að ég hætti mér út í þessa umræðu án mikils undirbúnings og má vera að ég hafi þess vegna ekki náð að skilja hvað er svona hættulegt við frumvarpið að nýjum náttúruverndarlögum. Getur einhvert ykkar kannski bent mér á hnitmiðað samandregið yfirlit yfir það sem 4×4 telur hættulegt í tillögunni? Það var bent á ákvæðin um leyfi til að tjalda og ég las og sá ekki betur en að sú grein væri í himnalagi, hvað yfirsást mér?
Í óbyggðum má tjalda óhindrað göngutjöldum og það má tjalda í byggð hvaða gerð af tjaldi sem er í eina nótt en ef á að vera lengur á staðnum á að fá leyfi hjá landeiganda. Þetta finnst mér eðlilegt og réttmætt.
En kannski er einhvert ykkar til í að upplýsa mig?
kv,
Jón Þóroddur Jónsson
27.01.2013 at 17:13 #76270322. , 23. og 24. grein. Tjöldun
Tjöldunarákvæðið er meingallað. Aðeins má nota tvær tegundir tjalda, „hefðbundið viðlegutjald“ og „göngutjald“. Önnur tjöld, jöklatjöld, tjaldvagna o.þ.h. má ekki nota nema á skipulögðum tjaldsvæðum. Sé rýnt í þessa grein má jafnvel lesa úr henni að ekki megi slá upp tjaldvagni á bílastæðinu heima hjá sér til þurrkunar, nema þar sé óræktarland. Reykvíkingar sem ekki hafa óræktarland hjá húsum sínum þurfa þá líklega að leita á tjalstæðið í Laugardal til þurrkunar á tjaldvagni sínum.
Vafasamt er hvernig farið er með tjöldun þegar um er að ræða t.d. þorpshátíðir, knattspyrnumót eða ættarmót heima á eigin jörð eða túni. Það má nefnilega bara tjalda á þar til gerðum tjaldstæðum.Þetta er bara eitt af mörgu og kannski það léttvægasta. Tel sjálfur að almannaréttarákvæðin séu alvarlegust. Hvet þig til að fara inn á ferdafrelsi.is og skoða linkinn undir "samantekt" sem er þar. Það ætti að upplýsa þig um það sem við erum að gera athugasemdir við. Síðan eru þarna líka athugasemdir annara hagsmunahópa sem þú getur kynnt þér ef þú hefur tíma, nennu og áhuga til. Þú mátt ekki taka því þannig að við séum á móti frumvarpinu sem slíku, margt er gott í því en það er margt þarna mjög illa uppsett og jafnvel þannig að ekki er hægt að fara eftir því. Og kannski er jafnvel reiknað með að ekkert eigi að fara eftir því en til hvers þá að vera að semja lög um þessa hluti? Betra að vanda sig meira og semja lög sem hægt er að fara eftir og gera það í samráði við þá hagsmunahópa sem eiga svo að fara eftir þeim. Illa samin lög gera ekkert annað en að skapa enn frekari óvirðingu fyrir lögum og er það, að mínu mati að bera í bakkafullann lækinn. L.
28.01.2013 at 20:25 #762705Jón Þóroddur. Réttindamál okkar er ekki eitthvað sem dúkkaði upp núna eftir að frumvarpið kom fram – við erum búin að standa í þessu árum saman og ég tel það byggt á misskilningi/fljótfærni hjá þér að hrapa að þeirri ályktun að við séum bara "fúl á móti :-)". Ég má ekki vera að því að fræða þig um allt það sem ég er ósáttur í þessu máli, en ég hvet þig til að kynna þér allar þær fjölmörgu greinar sem hafa birst um þessi mál, sem og þá miklu vinnu sem ýmis félög útivistarfólks hafa lagt fram (skýrslur, fundir, ályktanir, samvinna við yfirvöld). Ég held þú myndir þér ekki nógu ígrundaða skoðun með því einu að lesa frumvarpið – þó þar sé vissulega margt sem stingur strax í augun og að mínu mati ætti að nægja til að þú sæir hversu vont þetta er.
-G
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.