Forsíða › Forums › Spjallið › Hagsmuna- og Baráttumál › NÁTTÚRUVERNDAR DRÖGIN
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 12 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
08.10.2012 at 22:06 #224596
Taka tvö. Í þessum þræði ætla ég að setja inn upplýsingar um drögin af Náttúruverndarlögunum, greinagerðina með lögunum og síðan svarið sem við sendum um hverja grein. Reyndar tek ég ekki allar greinarnar en ef menn vilja ræða einhverja sérstaka grein þá er það alveg sjálfsagt að fara yfir þær greinar sem menn vilja ræða.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
R-043 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.10.2012 at 22:08 #758735
í 1. grein lagana er tekið á markmiðum laganna.
Markmið laga þessara er að vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á
meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja
eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum en verndun þess sem þar er
sérstætt eða sögulegt og einnig stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu þoli
íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum.
Lögin miða jafnframt að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda og annarra náttúrugæða.
Lögin eiga að:
a. stuðla að samskiptum manns og náttúru þannig að hvorki spillist líf eða land, loft eða
lögur,
b. auðvelda umgengni og kynni almennings af náttúru landsins og menningarminjum
sem henni tengjast og efla þekkingu og fræðslu um náttúruna,
c. tryggja rétt almennings til að fara um landið og njóta náttúrunnar og stuðla þannig að
almennri útivist í sátt við náttúruna, landsmönnum til heilsubótar og velsældar.
08.10.2012 at 22:13 #758737Í greinargerðinni er tekið betur á 1. greininni.
Í 1. gr. er meginmarkmið laganna sett fram og felur greinin í sér nokkrar breytingar frá
markmiðsákvæði gildandi náttúruverndarlaga. Í 1. mgr. er sett fram það almenna stefnumið
frumvarpsins að vernda fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og
jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þetta er í samræmi við meginstefnu
hvítbókar um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Orðalagið „til framtíðar“ undirstrikar að
stefnumið náttúruverndar þarf að hugsa til langs tíma með hagsmuni komandi kynslóða íhuga. Hugtökin líffræðileg fjölbreytni og landslag eru skilgreind í 5. gr. frumvarpsins, sjá 10.
og 11. tölul. Í 2. og 3. grein er þetta almenna stefnumið útfært nánar með því að sett eru
fram sérstök verndarmarkmið annars vegar fyrir vistgerðir, vistkerfi og tegundir og hins vegar
fyrir jarðminjar og landslag.
[b:nc026uaf]Seinni málsliður 1. mgr. er samhljóða 2. mgr. markmiðsgreinar gildandi laga en með
viðbót um endurheimt raskaðra vistkerfa. Þar er í fyrsta lagi undirstrikað að reynt skuli að
draga úr áhrifum mannsins á náttúruna svo hún fái að þróast samkvæmt eigin lögmálum[/b:nc026uaf]. Hér
liggur m.a. til grundvallar vitneskjan um mikilvægi lífríkis og náttúrulegra þróunarferla og
virðing fyrir samspili náttúrunnar. Í öðru lagi felst í ákvæðinu áhersla á að markvisst sé unnið
að því að vernda þá þætti náttúrunnar sem sérstakt gildi hafa vegna sérstöðu eða sögulegrar
skírskotunar. Ákvæðið vísar að þessu leyti ekki síst til menningarlegs gildis íslenskrar náttúru.
Í þriðja lagi er sett fram það stefnumið að stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa og auknu
þoli íslenskra vistkerfa gegn náttúruhamförum og hnattrænum umhverfisbreytingum. Þetta
er í samræmi við Þúsaldarskýrslu Sameinuðu þjóðanna og markmiðssetningu síðasta
aðildarþings samningsins um líffræðilega fjölbreytni um endurheimt 15% laskaðra svæða
fyrir árið 2020 og stefnumörkun Íslands um framkvæmd samningsins.
Ákvæði 2. mgr. lýtur að þýðingu náttúruauðlinda og náttúrugæða almennt fyrir
samfélagið og undirstrikar nytjagildi náttúrunnar fyrir manninn. Ákvæðið endurspeglar það
viðhorf að auðlindir íslenskrar náttúru beri að nýta á sjálfbæran hátt og að tryggja verði að
ekki sé dregið úr endursköpunarmætti náttúrunnar. Litið er svo á að með sjálfbærri nýtingu
auðlinda sé leitast við að tryggja jafnvægi milli þriggja grundvallandi þátta, þ.e.
efnahagslegrar og samfélagslegrar þróunar og verndar náttúrunnar.
[b:nc026uaf]Í 3. mgr. er fjallað um samskipti manns og náttúru. Fyrsti stafliður hennar lýtur að því að
haga beri umsvifum og starfsemi manna þannig að hún valdi sem minnstri röskun og tjóni á
náttúrunni. Í þessu felst í senn virðing fyrir náttúrunni og umhyggja fyrir umhverfi mannsins.[/b:nc026uaf]
Ákvæðið er að stofni til fengið frá 1. mgr. 1. gr. núgildandi laga. Nefnd um endurskoðun
náttúruverndarlaga lagði áherslu á að orðalagi þessa ákvæðis yrði breytt til upprunalegs
horfs þannig að þar verði fjallað um samskipti manns og náttúru en í núgildandi lögum er
notað orðið umhverfi í stað náttúru. Vísast um þetta til umfjöllunar um hugtökin náttúra og
umhverfi í 11. kafla hvítbókar.
Í b-lið 3. mgr. er fjallað um hina félagslegu hlið náttúruverndar sem beinist að hlutverki
náttúrunnar sem uppsprettu upplifunar og fræðslu.
Ákvæði c-liðar lýtur að [b:nc026uaf]almannarétti [/b:nc026uaf]en nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga taldi
að styrkja bæri stöðu almannaréttar í náttúruverndarlögum með því að kveða skýrar á um
hann í markmiðsákvæðinu. [b:nc026uaf]Hugtakið almannaréttur vísar til þess réttar sem almenningi er
áskilinn m.a. til frjálsra afnota af landi og landsgæðum og til farar um land og vötn
samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga.[/b:nc026uaf] Réttinum fylgir áskilnaður um góða umgengni og
tillitssemi gagnvart landeigendum, öðrum ferðamönnum og ekki síst náttúrunni sjálfri.
Almannarétturinn er nánar útfærður í IV. kafla frumvarpsins. Öruggt aðgengi almennings að
náttúru landsins stuðlar að útivist og eflir þannig heilsu og velsæld.
08.10.2012 at 22:14 #758739Þetta er svar okkar eftir að hafa lesið þetta vel yfir.
Markmið laganna er göfugt, einkum a., b. og c. liður 1. greinar. Mætti ætla að þessi grein tryggði öllum almenningi jafnan rétt til umferðar um landið óháð ferðamáta eða líkamlegum burðum. Þó er ljóst að öðrum greinum dragana að þessi markmið eru ekki höfð að leiðarljósi og greinin því marklaus.
08.10.2012 at 22:19 #758741Í 5. grein lagana er verið að fara yfir hugtök í drögunum
Í lögum þessum merkir:
[b:2024fs4r]1. Alfaraleið: [/b:2024fs4r]Leið sem farin er á vegum eða slóðum. Hugtakið utan alfaraleiðar á við um
leið sem ekki tengist endilega vegum, slóðum eða stígum og getur legið um holt og móa.
2. Ábyrgðartegund: Tegund sem Íslendingar bera sérstaka ábyrgð á vegna þess að stór hluti
stofnsins á Evrópu- eða heimsvísu heldur hér til að staðaldri eða hluta úr ári.
3. Ágeng framandi lífvera: Framandi lífvera sem veldur eða er líkleg til að valda rýrnun
líffræðilegrar fjölbreytni.
4. Berg: Samsafn steinda, oftast margra mismunandi steinda, sem finnst í náttúrunni og
ekki hefur orðið til fyrir tilverknað mannsins. Berggler, svo sem hrafntinna og biksteinn,
telst einnig til bergtegunda.
5. Búsvæði: Þeir staðir eða svæði þar sem tegund getur þrifist.
6. Byggð: Þau svæði sem ekki falla undir hugtakið óbyggðir.
[b:2024fs4r]7. Eignarland:[/b:2024fs4r] Landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll
venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
8. Framandi lífverur: Tegund, undirtegund eða lægri flokkunareining, svo sem afbrigði, kyn
eða stofn, þ.m.t. lífhlutar, kynfrumur, fræ, egg eða dreifingarform sem geta lifað af og
fjölgað sér, sem menn hafa flutt vísvitandi eða óvitandi út fyrir sitt náttúrulega forna eða
núverandi útbreiðslusvæði eftir árið 1750.
9. Innflutningur lifandi lífvera: Flutningur lifandi lífvera af völdum manna til landsins eða á
íslenskt hafsvæði frá löndum eða svæðum utan Íslands.
10. Landslag: Svæði sem fólk skynjar að hafi ákveðin einkenni sem eru tilkomin vegna virkni
eða samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta.
11. Líffræðileg fjölbreytni: Breytileiki meðal lifandi vera á öllum skipulagsstigum lífs, þar á
meðal í vistkerfum á landi, í sjó og í ferskvatni. Hugtakið tekur til vistfræðilegra tengsla
milli vistkerfa og nær til fjölbreytni innan tegunda og milli tegunda og vistkerfa.
12. Náttúru- og umhverfisverndarsamtök: Samtök sem hafa náttúru- og umhverfisvernd að
meginmarkmiði. Þau skulu vera opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi
sína og hafa endurskoðað bókhald.
13. Náttúruminjar: Náttúrufyrirbæri sem ákveðið hefur verið að vernda með friðlýsingu,
friðun eða með öðrum hætti eða sem tekin hefur verið afstaða til að rétt sé að vernda.
14. Náttúrumyndun: Einstakt fyrirbrigði í náttúrunni sem að jafnaði sker sig úr umhverfinu,
t.d. foss, eldstöð, hellir, drangur, einstakt tré eða gamall skógarlundur.
15. Náttúruverndarsvæði:
[b:2024fs4r]a. Friðlýst svæði [/b:2024fs4r]og afmörkuð búsvæði friðaðra tegunda sem vernduð eru
samkvæmt 1. mgr. 58. gr.
b. Svæði og náttúrumyndanir á B- og C-hluta náttúruminjaskrár, sbr. 33. gr.c. Afmörkuð svæði á landi og sjó sem njóta verndar samkvæmt öðrum lögum
vegna náttúru eða landslags.
[b:2024fs4r]16. Óbyggðir:[/b:2024fs4r] Landsvæði þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu og þar sem mannvirki eru ekki
til staðar eða eru lítt áberandi.
17. Ræktað land: Land sem nýtt er til framleiðslu plöntuafurða og sem breytt hefur verið
með íhlutun til að auka eða bæta slíka framleiðslu með reglulegri áburðargjöf og/eða
jarðvinnslu og sáningu. Hafi landið ekki verið ræktað í 15 ár telst það óræktað land.
18. Steind: Fast efni með ákveðna samsetningu, oftast kristallað, sem finnst sjálfstætt í
náttúrunni og ekki hefur orðið til af manna völdum.
19. Steingervingur: Leifar og steingerðar leifar lífveru eða för eftir hana sem finnast í
jarðlögum.
20. Tegund: Ákveðinn hópur lifandi lífvera sem afmarkaður er samkvæmt líffræðilegum
viðmiðum.
[b:2024fs4r]21. Útivistarsamtök:[/b:2024fs4r] Samtök sem hafa útivist og umhverfisvernd að markmiði. Þau skulu vera
opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi sína og hafa endurskoðað
bókhald.
[b:2024fs4r]22. Vegur: [/b:2024fs4r]Til vega samkvæmt lögum þessum teljast þjóðvegir, sveitarfélagsvegir og
einkavegir svo sem þeir eru skilgreindir í vegalögum. Auk þess vegslóðar utan
flokkunarkerfis vegalaga sem skráðir eru í kortagrunn Landmælinga Íslands í samræmi við
ákvæði reglugerðar ráðherra skv. 1. mgr. 32. gr.
23. Vistgerðir: Staðir eða svæði með ákveðnum einkennum, t.d. hvað varðar gróður- og
dýralíf, jarðveg og loftslag.
24. Vistkerfi: Safn lífvera er hafast við í afmörkuðu rými af tiltekinni gerð, ásamt öllum
verkunum og gagnverkunum meðal lífveranna og tengslum þeirra við lífræna jafnt sem
ólífræna umhverfisþætti sem tilheyra kerfinu, svo sem loft, vatn, jarðveg og sólarljós.
25. Þéttbýli: Svæði afmarkað með sérstökum merkjum sem tákna þéttbýli.
[b:2024fs4r]26. Þjóðlenda: [/b:2024fs4r]Landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga
þar takmörkuð eignarréttindi.
08.10.2012 at 22:32 #758743Hér er samantekt úr greinagerðinni.
Með alfaraleið er átt við leið sem farin er á vegum eða slóðum. Hugtakið utan
alfaraleiðar á við um leið sem ekki tengist endilega vegum, slóðum eða stígum og getur legið
um holt og móa. Hugtökin eru notuð í 22. gr. frumvarpsins um afmörkun heimilda til að
tjalda og er þar ekki um að ræða breytingu frá gildandi lögum.Hugtakið eignarland er skýrt á sama veg í gildandi náttúruverndarlögum,
þjóðlendulögum og jarðalögum og er stuðst við sömu skilgreiningu í frumvarpi þessu.
Efnislega byggja skilgreiningar hugtakanna eignarland og þjóðlenda á þeirri flokkun
landsvæða sem þjóðlendulög kveða á um og er því eðlilegt að þær séu samræmdar í lögum.Náttúruverndarsvæði eru skilgreind með sambærilegum hætti og í gildandi lögum. Undir
a-lið falla auk friðlýstra svæða afmörkuð búsvæði friðaðra tegunda sem ákveðið hefur verið
að vernda, sbr. 1. mgr. 58. gr.
Hugtakið óbyggðir kemur fyrir m.a. í 22., 25. og 77. gr. Það er ekki skýrt í gildandi
náttúruverndarlögum en sú skilgreining sem hér er byggt á er í samræmi við tillögur nefndar
um endurskoðun náttúruverndarlaga, sbr. kafla 11.2.4 í hvítbók. Undir hugtakið falla
eyðibyggðir þar sem búseta er aflögð þótt ummerki ræktunar megi enn greina í landinu. Þá
getur tímabundin búseta, t.d. vegna afmarkaðra framkvæmda eða rannsókna, verið í
óbyggðum. Samkvæmt þessari skilgreiningu fellur mestallt land ofan 200 m hæðar á Íslandi
undir óbyggðir, þ.m.t. miðhálendið og fjalllendi utan þess. Einnig falla þar undir eyðibyggðir
undir 200 m hæð, m.a. á Vestfjörðum og útskögum á Norðurlandi og Austfjörðum.Sú skýring hugtaksins vegur sem hér er lögð til grundvallar er sú sama og er að finna í
frumvarpi til laga um breytingu á náttúruverndarlögum sem getið er í upphafi athugasemda
við 5. gr. Hún tengist þeim breytingum sem lagðar voru þar til á 17. gr. gildandi
náttúruverndarlaga, sbr. 31. og 32. gr. þessa frumvarps. Skilgreiningin er tvíþætt. Annars
vegar vísar hún til flokkunar vegalaga á vegum landsins en samkvæmt þeim skiptist
vegakerfið í þjóðvegi, sveitarfélagsvegi, einkavegi og almenna stíga. Hugtakið nær samkvæmt
skýringu frumvarpsins yfir þrjá fyrstnefndu flokkana. Hins vegar nær hugtakið til vegslóða
utan flokkunarkerfis vegalaga sem skráðir í kortagrunn Landmælinga Íslands í samræmi við
ákvæði reglugerðar ráðherra skv. 1. mgr. 32. gr. frumvarpsins.Hugtakið þjóðlenda er notað í náttúruverndarlögum einkum í tengslum við
almannaréttinn, sjá 22. og 27. gr. Hugtakið er skýrt á sama veg og í 1. gr. laga um þjóðlendur
og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998.
08.10.2012 at 22:37 #758745Okkar svör voru stutt.
5. grein Skilgreiningar.
Skilgreiningar eru almennt óljósar og túlkanlegar á marga vegu, eins vantar skilgreiningar á ýmsum algengum hugtökum í drögunum ma. víðernum og ósnortin víðerni.
[b:3q3f2wm2]Eins má velta fyrir sér hvernig túlka má hugtök eins og einvera, næði og óþægindi sem þó eru notuð til að veita ráðherra aukin völd. [/b:3q3f2wm2] Því miður þá kemur þessi athugasemd oft fyrir í athugasemdunum okkar.
09.10.2012 at 18:49 #758747[b:8zs0zalt]IV. kafli. Almannaréttur, útivist og umgengni.[/b:8zs0zalt]
Í þessum kafla er mikið rætt um Almannarétt og rét almennings til farar um landið. ég ætla ekki að tíunda hvað stendur þarna nákvæmlega en það sem við erum ósátt við er eftirfarandi:<strong> Ákvæði um akstur utan vega hafa verið færð í sérstakan kafla en það á að undirstrika að akstur á vélknúnum ökutækjum fellur almennt ekki undir almannarétt eins og hann hefur verið túlkaður og afmarkaður í íslenskum rétti.</strong>
Í grein 18 og 19 sem fjalla um réttindi og skyldur almenning auk umferð gangandi manna er lítið talað um umferð vélknúinna ökutækja öðru vísi en sem hávaðamengu.
Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftir því sem auðið er,
hlífa girðingum, fara um hlið eða stiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið skal
loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. <strong>Forðast skal að valda öðrum óþægindum og
truflun með hávaða.</strong> Skylt er að gæta fyllsta hreinlætis og skilja ekki eftir sorp eða úrgang á
áningarstað eða tjaldstað.Þessu var svarað og bent á að í dag væri vélknúin ökutæki samgöngutæki nútímans og ættu því að falla undir almannaréttinn.
09.10.2012 at 18:58 #758749Okkar svar við 19. greininni
Ferðaklúbburinn 4×4 telur varhugavert að heimilt verði að takmarka eða banna með merkingum við hlið og stiga för manna og dvöl á afgirtu og óræktuðu eignarlandi í byggð ef það er nauðsynlegt vegna nýtingar þess. Enn fremur að sé skógrækt styrkt með opinberu fé skuli kveða svo á í samningi við eignanda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.
Bæði þessi atriði bjóða heim hættunni á því að þau verði misnotuð á þann hátt að eigendur jarða takmarki umferð almennings eftir eigin geðþótta. T.d. með því að afmarka afgirt óræktuð eignarlönd til ákveðinnar nýtingar sem heimili lokun án þess að á baki liggi raunveruleg breyting á nýtingu.
09.10.2012 at 19:00 #75875120. gr. Umferð hjólandi manna og ríðandi.
Þegar farið er á reiðhjólum um landið skal fylgt vegum og skipulögðum reiðhjólastígum
eins og kostur er. Þegar farið er ríðandi um landið skal fylgt skipulögðum reiðstígum eins og kostur er.
Bannað er að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að náttúruspjöll hljótist af eða hætta
skapist á náttúruspjöllum. Á ferð um hálendi og önnur lítt gróin svæði skulu menn hafa tiltækt nægilegt aðflutt
fóður fyrir hross sín. Heimilt er mönnum, að fengnu leyfi eiganda eða rétthafa eignarlands þegar við á, að slá
upp aðhöldum eða næturhólfum fyrir hross, enda valdi það ekki spjöllum á náttúru landsins.
Á hálendi skal þeim valinn staður á ógrónu landi sé þess kostur. Þegar farið er á hestum um eða höfð viðdvöl með hross á náttúruverndarsvæði, sbr. XIV. kafla, skal haft samráð við landvörð eða umsjónaraðila svæðisins.
[b:ntgwo8v7]Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um umferð hjólandi og ríðandi manna og
rekstur hrossa.[/b:ntgwo8v7]Greinargerðin
Um 20. gr.
Greinin er að mestu leyti samhljóða 15. og 16. gr. gildandi laga. Tekur 1. mgr. til
umferðar hjólandi manna en aðrar málsgreinar greinarinnar til umferðar ríðandi manna. Við
2. mgr. er bætt ákvæði um bann við því að reka hrossastóð yfir gróið land þannig að
náttúruspjöll hljótist af eða hætta skapist á náttúruspjöllum. Ákvæðið hefur staðið í 5. mgr.
7. gr. reglugerðar nr. 528/2005 um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands en er hér fært í
sjálf lögin. Jafnframt er lögð til sú breyting í 6. mgr. greinarinnar að ráðherra skuli setja
reglugerð um umferð hjólandi og ríðandi manna og rekstur hrossa en í gildandi lögum er
kveðið á um heimild til að setja reglugerð um síðarnefnda hópinn. [b:ntgwo8v7]Með hliðsjón af því að
hjólreiðaferðir og hópferðir hestamanna hafa aukist á undanförnum árum þykir eðlilegt að
skýrar reglur séu settar um þetta efni.[/b:ntgwo8v7]
09.10.2012 at 19:02 #758753Okkar svar var stutt og laggott enda ekkert í greininni sem skipti máli en ráðherra fær heilild til að gera reglugerð eftir eigin geþótta:
20. og 21. grein Umferð hjólandi manna og ríðandi og umferð um vötn.
Í báðum þessum greinum er ráðherra og Umhverfisstofnun falið óhóflegt vald til að setja í reglugerðir eða ákvarðanir um ákvæði og höft um umferð manna.
09.10.2012 at 21:47 #758755Takk fyrir greinagóða lýsingu á þessu efni. Ekki auðveld lesning fyrir marga og vel þegið að fá góða skýringa á.
09.10.2012 at 22:24 #758757Hér kemur ein af uppáhaldsgreinunum mínum í drögunum
<strong>22. gr. Heimild til að tjalda.</strong>
Við alfaraleið í byggð er heimilt, sbr. þó 2. málsl. 1. mgr. 19. gr., að <strong>tjalda hefðbundnum
viðlegutjöldum </strong>til einnar nætur á óræktuðu landi, en leita skal leyfis landeiganda eða annars
rétthafa áður en tjaldað er nærri bústöðum manna eða bæ og ætíð ef um fleiri en þrjú tjöld
er að ræða eða ef tjaldað er til fleiri en einnar nætur. Við alfaraleið í óbyggðum, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld.
<strong>Tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og annan sambærilegan búnað er einungis heimilt að nota á
skipulögðum tjaldsvæðum og svæðum á óræktuðu landi sem tengjast vegum eða slóðum
sem heimilt er að aka á og ekki er Utan alfaraleiðar, hvort heldur er á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að setja niður göngutjöld nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um viðkomandi
landsvæði. </strong> Á ræktuðu landi, sbr. 17. tölul. 5. gr., má aðeins slá upp tjöldum með leyfi eiganda þess
eða rétthafa. Þegar tjaldað er skal ætíð virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega og gæta þess
að valda ekki skemmdum á vettvangi.á skemmdum á náttúrunni.
09.10.2012 at 22:31 #758759Greinagerðin hljóðar svona sjáið svartletraðan textann
Greinin er að mestu leyti samhljóða 20. gr. gildandi laga. [b:2cfuh5l9]Gerður er greinarmunur á heimildum til að tjalda við alfaraleiðir annars vegar og utan alfaraleiða hins vegar[/b:2cfuh5l9]. Hugtakið alfaraleið er skýrt í 1. tölul. 5. gr. sem leið sem farin er á vegum eða slóðum. Hugtakið utan alfaraleiðar á hins vegar við um leið sem ekki tengist endilega vegum, slóðum eða stígum og getur legið um holt og móa. Heimild greinarinnar til að tjalda utan alfaraleiðar gildir því einkum fyrir þá sem ferðast um landið gangandi. [b:2cfuh5l9]Heimildin nær einvörðungu til þess að setja niður göngutjöld. Við alfaraleið er heimilt að setja niður hefðbundin viðlegutjöld en mismunandi reglur gilda um tjaldáningu eftir því hvort ferðin liggur um alfaraleið í byggð eða óbyggðum.[/b:2cfuh5l9] Með hefðbundnum viðlegutjöldum er átt við tjöld sem eru veigameiri en svo að hægt sé að bera þau á göngu en ekki tjaldvagna eða fellihýsi og ámóta tæki. Um þau gildir sérregla 3. mgr. sem er nýmæli en ástæða þykir til að skýra reglur um notkun slíkra tækja enda hefur hún færst mjög í vöxt á undanförnum árum. Í 5. mgr. er skerpt á skyldu til góðrar umgengni þar sem tjaldað er en einnig er í 3. mgr. 18. gr. almennt ákvæði um að óheimilt sé
að skilja eftir sorp m.a. á tjaldstað.
09.10.2012 at 22:38 #758761Þessi grein er í beinu framhaldi af grein 22
[b:2dwki2mx]23. gr. Takmarkanir á heimild til að tjalda.[/b:2dwki2mx]
Eigandi lands eða rétthafi, en í þjóðlendum Umhverfisstofnun, [b:2dwki2mx]getur takmarkað eða
bannað að tjöld séu reist þar[/b:2dwki2mx] sem veruleg hætta er á að náttúra landsins geti beðið tjón af.
[b:2dwki2mx]Hafi eigandi lands eða rétthafi útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu er honum heimilt
að beina fólki þangað og taka gjald fyrir veitta þjónustu þar.[/b:2dwki2mx]Set greinagerðina hér inn
[b:2dwki2mx]Um 23. gr.[/b:2dwki2mx]
Ekki eru lagðar til efnislegar breytingar á ákvæðum núgildandi laga um takmarkanir á
heimildum til að tjalda. [b:2dwki2mx]Fyrri málsgrein greinarinnar varðar takmarkanir vegna viðkvæmrar
náttúru og tekur hún jafnt til eignarlanda og þjóðlendna.[/b:2dwki2mx] Seinni málsgreinin varðar þau tilvik
þegar eigandi lands eða rétthafi hefur útbúið sérstakt tjaldsvæði á landi sínu. Getur hann
samkvæmt greininni vísað fólki þangað og tekið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstur tjald- og
hjólhýsasvæða er starfsleyfisskyldur samkvæmt 4. gr. a laga um hollustuhætti og
mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. og reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.
09.10.2012 at 22:45 #758763Við skelltum saman 22 og 23 greininni í svari og vorum mjög harðorð. Í þessum greinum eru einungi tvær tegundir að tjöldum sett fram og greinilegt að sá sem semur þetta veit eekert um hvað hann er að skrifa.
[b:6nl91kwo]22. grein og 23. grein Heimild til að tjalda og takmörkun á tjöldun[/b:6nl91kwo]
Ferðaklúbburinn 4×4 mótmælir því að ákveðin gerð viðlegutjalda sé tilgreind, þ.e. göngutjöld ( utan alfaraleiða) og hefðbundin viðlegutjöld (við alfaraleiðir). Þetta veldur óþarfa ruglingi. Einstaklingur fer í ferð um landið á bílnum sínum og hyggst gista í tjaldi, algengt er að [b:6nl91kwo]ferðalög um landið séu blanda af bílferð og gönguferð.[/b:6nl91kwo]
[b:6nl91kwo]Samkvæmt lögunum þarf hann að hafa með sér tvö tjöld, göngutjald og viðlegutjald. Hann má sem sagt ekki tjalda göngutjaldinu sínu ef hann hyggst gista við alfaraleið. Ef hann á til dæmis bara jöklatjald, þá þarf hann að fara út í búð og kaupa sér tvö tjöld til viðbótar ef hann vill gista bæði við alfaraleið og utan alfaraleiðar.[/b:6nl91kwo]
Hvað ef einhverjum dettur í hug að búa til nýja gerð af tjöldum sem kallast Fistjald? Þá væri ekki hægt að nota það á Íslandi. [b:6nl91kwo]Þetta flækjustig er alger óþarfi og ekki til þess fallið að hægt sé að fara eftir lögunum. Lög sem gerð eru á þennan hátt eru einskis virði og til þess fallin að minnka virðingu almennings fyrir þeim. [/b:6nl91kwo] Hver á að framfylgja þessum ákvæðum? [b:6nl91kwo]Hver er refsingin við því ef ferðamaðurinn tjaldar jöklatjaldinu sínu utan alfraraleiðar? Breytist jöklatjaldið í göngutjald ef hann getur borið það með sér? Má hann ekki nota jöklatjaldið sitt utan alfaraleiðar t.d á jökli? Kannski dregur hann sleða sem geymir jöklatjaldið. Þá má hann ekki nota það og verður því að grafa sig í fönn því þetta er hvorki göngutjald eða hefðbundið viðlegutjald. [/b:6nl91kwo]
Þegar tjaldað er skal ætíð virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega og gæta þess að valda ekki skemmdum á vettvangi. Hvað á þetta að þýða ? [b:6nl91kwo] Þarna virðist Ferðaklúbbnum 4×4 að fram komi andúð gagnvart þeim sem nota bíla til ferðalaga. Eða er verið að segja að ekki þurfi sérstaklega að virða ákvæði 31. gr. um bann við akstri utan vega þegar ekki er verið að tjalda?[/b:6nl91kwo] Auðvitað á alltaf að virða ákvæði 31. greinar um bann við utanvega akstri eins og aðrar greinar þessara laga sem og allra annarra laga í landinu. [b:6nl91kwo]Réttast væri að þetta umvöndunarákvæði yrði fjarlægt úr drögunum. Svona vinnubrögð sæma ekki löggjafanum.[/b:6nl91kwo]
10.10.2012 at 21:45 #758765Er búinn að reyna að lesa mig í gegnum þetta "torf" og reynist ekki létt. Það er víst þannig með mig að þegar ég reyni að lesa svona lagað nokkuð að heilinn í mér fer fljótlega á "off mode". Er samt að reyna að setja mig inn í þetta smám saman en þakka fyrir að eiga menn eins og Sveinbjörn að sem eru tibúnir að leggja tíma í þessa hluti. Vildi óska að ég væri sterkari á þessu sviði. L.
10.10.2012 at 23:38 #758767Sæl
Ég ætla að setjast aðeins betur yfir þetta og minka torræðið í þessum lögum og reyna að setja inn það sem skiptir okkur mestu máli. Kemur ekki fyrr en á morgunKveðja Sveinbjörn
11.10.2012 at 02:05 #758769Þetta með tjöldunina er algjör steypa, eins og fram hefur komið. Réttast væri að talað væri eingöngu almennt um tjöld og tjöldun, en ekki verið að reyna að flokka þetta niður í lögunum sjálfum, enda, hverju skiptir hvaða tjald maður er að nota þegar maður tjaldar? Hvort ætli nú séu meiri ummerki um tjaldvagn eða tjald?
Ef akstur utan vega er bannaður, afhverju breytir það þá máli hvort heimilt sé að tjalda einu tjaldi á einum stað eða öðru tjaldi á öðrum stað? Auðvitað ætti að heimila tjöldun svo lengi sem ekki hljótast náttúruspjöll af. Síðan mætti tilgreina ákveðin svæði staðbundið hvort heimilt sé að tjalda þar eða ekki, sé þess rík ástæða t.d. á afar viðkvæmum svæðum. En það á ekki að vera gert í náttúruverndarlögum.
11.10.2012 at 09:48 #758771Slétt sammála Samma hér á undan með þessi tjöldunarákvæði, veit eiginlega ekki á hverju sá hefur verið sem samdi þetta. :). En það er sjálfsagt hægt að leika sér að því að smíða eitthvað nógu flókið í kringum svona einfalda hluti.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.