This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Núna áttuð þið náttúrulega von á virkjana rausi en ég ætla að láta svoleiðis lagað alveg eiga sig núna.
Hinsvegar lenti ég á spjalli við mann sem sagðist hafa stundað jeppaferðir á þeim tíma þegar það sport var að byrja eða svo til. Hossast á að mig minnir á willis og öðru sambærilegu með dekkjum sem við köllum í dag hljómplötur. Þegar ég spurði hann um hvort ekki hafi verið keyrt utanvega og gróður skemmdur á þessum tíma þá sagði hann mér svolítið sem ég hafði ekki heyrt áður, en þótti mjög athyglisvert. Bílarnir þóttu neflinlega ekki ferðfærir nema að í honum væri smáslatti af blöndu grasfræs og áburðar. Ég hef heyrt talað, að ég tel, um flest það sem möguleiki er að troða í jeppa á mínum ferli sem jeppakarl (sem spanna reyndar ekki nema sárafá ár) nmt,cb,cd,esb,spil,drullutjakk,loftdæla,tölva,dráttartaugar,osfrv.osfrv. En aldrei grasfræ.
Nú ætla ég að spyrja eins og asni:
gerir þetta einhver í dag og væri þetta ekkert sniðugt?Að gamni athugaði ég hvað þetta gæti kostað fyrir hvern jeppa og verðið var hreinn brandari. Sérstaklega ef miðað er við aðra jeppahluti sem þykja orðið sjálfsögð mannréttindi s.s. læsingar, hlutföll og tímastillt miðstöð.
Það væri gaman að heyra ykkar álit á þessu, mér eldri og reyndari mannna og hvort það leynist einn og einn bíll með fræslatta um borð.
Kv Isan
P.s. ætli ég kannski spari mér ekki kaupin á 10 cyl wv díselvélinni og smelli mér á grasfræs poka í staðin!
You must be logged in to reply to this topic.