This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorbjörn 16 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Skottúr um páska.
Ákveðið var að fara eitthvað um páskana. Og varð Illugaver fyrir valinu eftir nokkuð jamm og jumm. Magni rotta og sonur fór einbíla á unda á skírdag, enda gat hann ekki hamið sig lengur í bænum. Reynda var spænu vitlaust veður og fréttist af einhverjum hóp í hremmingum inn við Versali. Magni hringdi í mig við Versali og sagði að .það væri brjálað veður hjá sér. Ég bað hann um að binda plastpoka á loftnetið hjá sér svo við gætum veitt hann upp þegar við kæmum. Síðan heyrðum við ekkert meir frá honum. En einsog Gísli Sýsli sagði: þá þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim feðgum. Þeir hefðu bara sett Runnerinn í spotta og dregið hann inn í Illugaver.
Við hinir lögðum af stað á föstudaginn langa. Og rottuðust saman í Hrauneyjum. Þangað voru mætti auk mín og Júlla R Péturssonar ehf. Gísli Sýsli og sonur, Kalli Kafteinn á Skátinum Skolla, Geiri á Terrakan ( en Geiri er elsti núlifandi jeppamaður á íslandi ) sem dæmi um aldur Geira, þá var hann orðinn nokkuð roskinn í seinna stríð, með honum var barnabarnabarna hans, sem kóari og varaökumaður. Einnig var dr Egill og Svafa mætt á Patta. Pabbi og Mamma Reykur á ( Er að koma ), og svo lokum, Árni litli og félagi hans á Hilux, nýkeyptum. En Árni þessi er sonur systur konunnar. Og glænýr jeppamaður. En þannig var að ég tók hann með í einhverja nýliðaferð hér um árið, sem barn að aldri. Og eftir það voru örlög hans ráðin, jeppaveiran var búinn að taka sér bólfestu í hverju frumu guttans. Því þótti okkur rottum, við bærum smá ábyrgð á því hvernig komið væri. Og tókum hann því með.
Ég gleymdi að minnast á það að við hittum Hlyn og Rúnar á planinu við Árnes. Þeir báru sig nokkuð mannalega og sögðust ver á leið á Heklu með 54 tommu tröllinu, og skildi honum refsað. Þó sá ég smá kvíða í Hlyn og var hann óöruggum með sig. Fréttum reyndar af því seinna að þetta hafi ekki farið samkvæmt áætlun. En í stuttu máli fór Hlynur upp í 1100 metra hæð en fjandans 54 tomman rúllaði upp á topp Heklu.
Eftir að hafa rætt málin við Hlyn, þá vorum við nokkuð sammála því að það ætti að banna stærri dekk en 46 tommu, enda drífur 46 tomman hvort eð er ekkert.
En aftur í Hrauneyjar. Frá Hrauneyjum renndum við niður að Trippavaði á Köldukvísl, eftir mótmæli frá Mömmu Reyk. Reyndar heilsuðum við upp á Grímsa í leiðinni.
Það var lítið vatn í Köldukvísl og var það eiginlega smá svekkelsi. Þó reddaði málunum að það voru smá skari á bökkunum sem mátti aðeins leika sér í. En þetta gekk þó of vel. Geiri tók vaðið þó með afbrigðum og vildi ekki fara sömu leið og við enda virtist bakkinn og lár þar sem við fórum, einnig reyndi hann að taka bakkann aðeins á ská, til þess að fá eitthver fútt í þetta.
Síðan var þeyst inn eftir Búðarhálsinum og bar fátt til tíðinda, við á 44 tommu gleðigúmmíinu vorum auðvita á undan. Þá heyrum við að einhverjir eru komnir í vandræði og við beðnir um að snúa við til aðstoðar. Við snerum við og ókum marga kílómetra til baka.
Á bakvið litla mishæði í landslaginu ( sem við höfðum ekki tekið eftir ) var allur 38 tommu haugurinn í hremmingum. Og einn búinn að affelga. Það var reyndar dr Egill. Sem var búinn að affelga hægra megin að aftan. ( ps við höfum sé það áður ).
Eftir mikið bras tókst okkur ekki að koma dekk ræflinum á felguna. Þá kom ég til sögunar. Ég snaraðist eftir startspreyinu mínu, sprautað vel einn hring inn í dekkið, og sagði Agli að kveika í. Á meðan forðaði ég mér á bakvið bíl. Bannnng og dekkið var komi á. Og dr Egill stóð yfir dekkinu, stoltur einsog eftir vel heppnaða Blöðruhálsaðgerð.
Við þessar tafir allar samann á geisladiska genginu, þá náðu okkur 3 jeppar. Þar voru mættir Kalli smiður ( Kalli frændi Einars Sól ) og Einar Sól sjálfur, og Kristjá á speed way blue ( Er að koma ). Ákveði var á staðnum að þeir kæmu bara með okkur í rottuholuna. Nú vorum við farnir að nálgast Kvíslaveituveg. Þá kallaði Kalli Kafteinn í stöðina, Skátinn Skolli er dáinn. Eftir að stumrað hafði verið yfir 318 cc, var ákveðið að skilja hann eftir. Enda var brunnið kveikjulok og fleira að hrella þennan góða mótor.
Enn var haldið að stað og stefnt á Stóraversskurðinn. En við ætluðum að kíkja á helvítið og gá hvort hann væri fær. ( þrátt fyrir mótmæli Mömmu Reyk ). Og viti menn, eftir að hafa spígsporað þarna fram og til baka á 2 metra þykkum ísnum, var ákveðið að fórna einni Tacoma, enda voru jú tvær með í för. Pabbi Reykur spólaði yfir og var þá tekin stefnan á rottuholuna. Þar birtist Magni á Runner og sonurinn á skíðum. Magni sagði okkur frá svaðilförum sínum kveldið áður. Og sagðist hann hafa verið 5 tíma að komast frá Versölum í Illugaver, sem eru ca 10 km. Og ekki tók betra við þegar þeir feðgar komust að skálanum. Þá tók við 2.5 tíma mokstur til þess að komast inn í skála.
Jæja við vorum þarna við Stóraversskurðinn og búnir að aka yfir á eftir hetjunni Pabba Reyk. Honum þótti ekki nóg komið nóg af hetjuskap og ók á undan sem mest hann mátti
( ps enda var gott færi ) þegar hann kom að Illugaverskvíslinni ákvað hann að stinga sér beint ofani hana. Við sem á eftir komu gerðum, myndarvélarnar klárar og mynduðum í bak og fyrir, þó þetta væri í raun hverstaglegur atburður. Kalla Kaftein fannst hann ekki sjá nógu vel og álpaðist út í ánna. Með þeim afleiðingum að hann blotnaði upp fyrir rassaskoru. Í Illugaveri var grillað og opnaðir baukar og hrotið.
Dagur 2. Ákveðið að koma þessum þrem sem við tókum í fóstur, inn í Setur. Reyndar komum við hjá Skát, enda vildi Gísli fá að skoða gripinn sjálfur. Þaðan var haldið að Sóleyjarhöfðavaði. Hjá Þúfuveri stakk fjandans Tacoman okkur af. Þegar við náðum henni aftur þar sem hún var í pásu. Stóð ég Slóðrík í botni til þess að ná forskoti á fjandans Comuna, var æsingurinn þvílíkur að ég tók ekki eftir Þjórsár vaðinu fyrr en ég var kominn að beitarhólfinu á vesturbakkanum. Þaðan var rennifæri í Setrið. Þó náði dr Egill að affelga hægra afturdekkið aftur. En Einar Sól lánaði honum þá bara dekk á felgu. Enda Einar alltaf vel búinn. Í Setrinu var ekki nokkur kjaftur og það voru PÁSKAR !!!.
Eftir mjög stutt stopp. Héldum við Gísli Sýsli áfram í átt að Kerlingarfjöllum en hinir fóru til baka í Illugaver. Við Gísli tókum bara sumarleiðina og var mun þyngra færi þarna. Smá hjakk en gekk samt vel. Undir Loðmundi þyngdist þó færið enn og var 2 punda færi á sléttunni og gekk hægt 2-3 km hraði. Ég stoppaði til þess að leysa meira loft úr dekkjunum. Á meðan á því gekk, heyrði ég í stöðinni. Sástu þetta Jón !. En Gísli hafði fundið vestari lækinn. En ekkert sást til hans í snjónum, en Patinn hans Gísla stóð upp á endann í læknum. Og u.þ.b mannhæð niður í lækinn. Eftir smá vangaveltur og mokstur, var prófað að kippa í, en fislétti runnerinn átti lítinn séns. Var þá mokað meira og pjakkað. Og svo var kippt í og svo var kippt í meira og meira og meira og loks sveif Patinn upp á bakan. Frá Kerlingarfjöllum var síðan rennifæri 8-10 pundafæri niður að Gullfoss. Heisann nú er sagan öll.PS gleymdi einu, einhverjir austanmenn voru í hremmingum á Sprengisandi, og vantaði varahluti. Og það vildi svo vel til að dót passaði úr Skolla Skát. Og reddaði Kalli Kafteinn auðvita austanmönnum. Er því hafinn partasölurekstur inn á Sprengisandi.
Og er númer partasölunnar 865 6167 Kalli Kafteinn ehf mopar@rusl.is
You must be logged in to reply to this topic.