Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Námskeið til radíóamatörsprófs
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórhallur Ólafsson 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2007 at 13:41 #199297
Ég var að fá póst frá ÍRA um að radíóamatöranámskeiðið væri að fara af stað. Áætlað er að taka 15 kvöldstundir (sennilegast þriðjudags og fimmtudagskvöld) og prófið yrði í lok feb eða byrjun mars. Verðið er 10.000kr.
Mér sýnist á öllu að það séu allnokkrir 4×4 félagar á listanum.
Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hjá ritara félagsins he[AT]klaki.net
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 23:31 #573950
Þegar ég leita á netinu, finn ég bara [url=http://www.hataekni.is/vorur/talstodvar-og-tetra/tetra/pnr/233:2qcm021j]þessa motorla bílstöð[/url:2qcm021j], hún sendir með 3 wöttum og kostar um 172 þúsund. Þórhallur, hvar kaupir maður 15 watta bílstöðvar, og hvað kosta þær?
Íslenska ríkið er að setja nokkur hundurð miljónir í þetta "landsdekkandi" tetra kerfi sem Þórhallur lýsir, til nota fyrir viðbragðsaðila. En það er líka verið að verja mun meiri fjármunum (frá sölu Símans) í að bæta GSM þjónustu fyrir ferðamenn. Því er verið að byggja um a.m.k tvöfalt kerfi, þrefalt ef Síminn byggir upp CMDA 450 kerfið. Það er mjög erfitt að ná sambærilegti þekju með GSM á 900 MHz og NMT hefur, það verður mun auðveldara ef GSM á 450 MHz verður tekið upp.
Því miður er það þannig að langdrægustu fjarskipta aðferðrinar eru þessar gömlu og hallærislegu, nýmóðins aðferðirnar eru of skammdrægiar til að duga á hálendinu. Besta leiðin til að fá aðgang að langdrægum fjarskiptum er með amarörleyfi.
-Einar TF3EK
11.01.2007 at 14:14 #573952Það er erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu á þessum vettvangi en ég ætla að reyna. Ef fjarskiptakerfi nær að dekka landssvæði sem ná til 95-98% landssvæðis þá tel ég persónulega það vera ásættanlegt. Kostnaðurinn við "landsdekkandi" stafrænt fjarskiptakerfi er kostnaðarlega óraunhæft og ónauðsynlegt. Öll ríki í vestanverðri Evrópu, nema Lettland hafa ákveðið að TETRA verði framtíðaröryggiskerfi. TETRA er að ólíkt GSM og hefur aðra notkunarmöguleika. TETRA er töluvert flóknara en GSM. Þetta er fyrst og fremst farstöðvarkerfi með möguleika á símþjónustu. GSM verður væntanlega stækkað enn frekar og dregur úr þörf á öðrum fjarskiptakerfum. TETRA sendir sem verið er að setja upp á Bláfelli dekkar mjög stórt svæði sem verið er að jeppast á og er áhugi hjá símafélögunum að setja þar upp GSM sendi. Hvað eldri fjarskiptakefi áhrærir þá er reynslan sú að þegar nýtt og fullkomnara er komið þá velja menn það frekar. Þórhallur
11.01.2007 at 14:56 #573954[b:11l3tp60][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Terrestrial_Trunked_Radio:11l3tp60]Hér er góð lýsing á Tetra.[/url:11l3tp60][/b:11l3tp60] Samkvæmt þessu eru tvö lönd í heiminum með landsdekkandi Tetra kerfi, Finnland og Holland. Ef mig misminnir ekki, þá er landslag í þessum löndum nokkuð öðruvísi en á Íslandi. Ég held að það megi reikna með því að í þessum löndum hafi landsdekkandi GSM kerfi verið komið löngu á undan Tetra. Enda er það bara á Íslandi sem verið er reyna að markaðsetja Tetra til almennings.
Annars finnst mér eftirtektarvert að Þórhallur svarar ekki spurningu minni um hvar hægt sé að fá bílstðvar sem nota meira sendiafl en 3 wött, því má reikna með því, þar til annað kemur á daginn, að 15 W bílstöðvar í Tetra séu hugarfóstur Þórhalls. Annars segir hámarks afl ekki nema hluta af sögunni varðandi langdrægni. Í NMT er notuð ein tíðni fyrir hvert samband, það er sent á 15 wöttum allan tímann. Tetra er svokallað TDMA kerfi, þar eru 4 sambönd sem samnýta sömu tíðnina, sem gerir það að meðal sendiafl fyrir 3 watta útstöð er ekki nema 0.75 wött. Því er 20 faldur munur á meðal sendiafli.
NMT hefur því miklu meiri möguleika á að hafa sambandi þar sem ekki er hrein sjónlína, heldur en Tetra (eða GSM) á sömu tíðni.
-Einar
11.01.2007 at 15:08 #573956en það sem ég var að spá var hvað þetta myndi kosta. Ekki sjéns að maður borgi 172 þús + ísetningu! þegar ég var hjá hvannadalshnúki um daginn þá gat ég hringt úr NMT síma þótt að það sé svona hvítt yfir þar á þessu blessaða korti?
kv.Gunnar Smári
11.01.2007 at 15:17 #573958Selur líka aðra stöð sem heitir Cleartone TETRA CM9000
og er 10w og hægt að stilla hanna niður í 3 w
held að hún kosti 122,000 kr[img:1usk1tmb]http://www.cleartoneuk.com/assets/images/autogen/a_cm900b.jpg[/img:1usk1tmb]
[img:1usk1tmb]http://www.cleartoneuk.com/assets/images/autogen/a_cm900.jpg[/img:1usk1tmb]
[img:1usk1tmb]http://www.aukaraf.is/images/srm2000.jpg[/img:1usk1tmb]
Augaraf selur þessa og er líka 10w (Sepura )
Kv,,,MHN
11.01.2007 at 15:57 #573960Ég var að rekast á [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1246489:otaqfcm8]GSM á hafi úti..[/url:otaqfcm8] frétta á mbl.is. Ætli þetta geti komið að notum inn til landsins líka ?
11.01.2007 at 18:36 #573962Allir jeppamenn sem ferðast á hálendinu eru sammála því að hópfjarskipti séu hluti af stemmingunni. Alla vega þá væri lítið gaman ef þeirra nyti ekki við unnt sé að tala á milli bíla, m.a þegar verið er að losa bíla úr festu. TETRA er hópfjarskiptakerfi sem einnig er sími og sameinar allar þarfir þeirra sem þurfa mismunandi fjarskipti. Það er því ekki rétt að bera þetta saman við almenna GSM síma. Hópfjarskiptaþjónusta þarf einnig að vera á viðráðanlegt verði. Í dag eru 4×4 og björgunarsveitirnar að halda uppi fjarskiptakerfi sem allir nýta. Góðar Motorola 800 stöðvar eru fáanlegar hér fyrir u.þ.b 75 þúsund. Þanning stöðvar uppfylla allar venjulegar þarfir ferðalanga. Clertone – og Sepura stöðvarnar eru dýrari og eru einnig gatway og þar af leiðandi talsvert dýrari. Allar þessar stöðvar eru 10 watt. Samkvæmt TETRA staðlinum eru 4 power classar 1- 30 wött 2- 10 wött 3- 3 wött og 4- 1 watt. Classi 3 og 4 eru fyrir handstöðvar classi 2 fyrir bílstöðvar og classi 1 fyrir endurvarpa.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.