Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Námskeið til radíóamatörsprófs
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórhallur Ólafsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2007 at 13:41 #199297
Ég var að fá póst frá ÍRA um að radíóamatöranámskeiðið væri að fara af stað. Áætlað er að taka 15 kvöldstundir (sennilegast þriðjudags og fimmtudagskvöld) og prófið yrði í lok feb eða byrjun mars. Verðið er 10.000kr.
Mér sýnist á öllu að það séu allnokkrir 4×4 félagar á listanum.
Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hjá ritara félagsins he[AT]klaki.net
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2007 at 13:48 #573910
Bíddu, kveikja og slökkva á talstöðinni, einn takki. Skipta um rás, einn til tveir takkar.
Einn mícrafónn, einn takki, halda inni og tala, sleppa og hlusta.Hver þarf 15 klukkustunda námskeið í þetta?
05.01.2007 at 14:15 #573912…. til skýringar má kíkja á [url=http://www.ira.is/namsefni/namsefni.html:ew7dwzg3]námsefni[/url:ew7dwzg3]…
Inn í þessu er margt annað en að ýta á takkann, t.d. [url=http://net.raf.is/haukur/RS/Utvarpsb/Utvarpsb1.html:ew7dwzg3]útbreiðsla útvarpsbylgna[/url:ew7dwzg3] svo eitthvað sé nefnt.
Held að þetta námskeið sé gagnlegt og áhugavert fyrir þá sem vilja öðlast meiri skilning á fjarskiptum en ekki nauðsynlegt öllum sem vilja bara ýta á takkann.
05.01.2007 at 15:33 #573914Til viðbótar við þessi atriði sem Tryggvi nefnir, hafa hafa radíóamatörar gríðarlega möguleika, umfram aðra, í neyðarfjarskiptum.
Radíóamatörar meiga hafa búnað sem getur, í neyðartilvikum haft löglega samskipti við þyrlur og aðrar flugvélar, skip og aðra björgunaraðila, bæði á UHF, VHF og HF/MF tíðnum.
Með amtör stöðvum er að jafnaði hægt að ná sambandi t.d. til annara landa, með aðferðum sem eru óháðar sjónlínu, endurvörpum og gervitunglum. Eftir hamfarir við Indlandshaf og í New Orleans, þá voru radíoamatörar í mörgum tilfellum þeir einu sem gátu haft fjarskipti við umheiminn.
Eftir lokun NMT kerfisins þá má búast við því að það reyni á þetta, samanber nýlegt slys þegar [b:5489737d][url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1240990:5489737d]rúta valt á Gemlufallsheiði.[/url:5489737d][/b:5489737d]
-Einar TF3EK
07.01.2007 at 00:53 #573916Námskeið til amatörprófs innifelur miklu meira en bara að nota talstöðvar. Það eykur skilning á eðli fjarskipta, þ.e. fjarskipta aðferðum, tækjum sem notuð eru, bylgjuútbreiðslu og loftnetum. Tek undir með EIK að amatörar hafa mikla möguleika umfram aðra á að að bjarga sér í neyð, athugum að framundan er mikil afturför í neyðarfjarskiptum með lokun NMT og er ástand mála þó bágborið fyrir.
Mæli því eindregið með því að tæknisinnaðir skelli sér á amatörnámskeið, fyrir utan að vera gagnleg þá eru þau líka skemmtileg. Og kostnaðurinn er lítill sem enginn fyrir 14 x 3 kennslustundir.Snorri
R16 og TF3IK
07.01.2007 at 02:34 #573918Það þarf ekki amatör leyfi til að nota tetra þannig að eftir 1. mai verður þetta ekki vandamál.
07.01.2007 at 07:59 #573920Tetra vinnur á svipaðri tíðni og NMT, og er því háð sjónlínu á sama hátt og NMT. Tetra er 2. kynslóðar farsíma kerfi sem notar [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Time_division_multiple_access:c8s9myvs]TDMA,[/url:c8s9myvs] líkt og GSM, þessu fylgir að langdrægni takmarkast við rúma 50 km. Mesta sendiafl sem notað er í tetra er 3 Wött, í samanburði við 15 Wött í NMT. Af þessu leiðir að Tetra getur aldrei náð sambærilegti þekju og NMT, með öllum sínum annmörkum, hefur nú.
Ekki eru uppi áform um að tetra þjónusta nái til nema lítils hluta hálendisins, t.d. er öll leiðin frá Vatnsfelli á Grímsfjall utan áformaðs [url=http://www.112.is/tetra-island/utbreidsla/:c8s9myvs]þjónustu svæðis Tetra.[/url:c8s9myvs]-Einar TF3EK
07.01.2007 at 13:01 #573922Það sem EIK er að benda réttilega á er að Tetra mun að öllum líkindum ekki verða með sömu útbreiðslu og NMT. NMT er ekki með nærri því nægilega útbreiðslu til að teljast neyðarfjarskiptakerfi fyrir landið allt, Tetra verður það ekki heldur. Að öðru leyti verður Tetra mjög gott.
Ég tel, því miður, að þeir sem ferðast mikið og víða þurfi að koma sér upp eigin neyðarfjarskiptum. Þar er þekking radíóamatöra mikilvæg og ég hvert enn og aftur alla tæknisinnaða til að fara á amatörnámskeið IRA. Þetta snýst ekki bara um skírteini og réttindi, þekkingin skitptir líka miklu máli og eftir því sem fleiri ferðamenn hafa "gott vald" á fjarskiptum, þá eykst öryggi allra á hálendinu.
Snorri
R16 og TF3IK
07.01.2007 at 13:08 #573924áætluð útbreisla [url=http://www.112.is/tetra-island/endurnyjun/:26nfllyp][b:26nfllyp]tetra á Íslandi[/b:26nfllyp][/url:26nfllyp] kíkið á það
07.01.2007 at 14:00 #573926Til samanburðar er hér mynd af útbreiðslu NMT.
[url=http://www.siminn.is/forsida/einstaklingar/farsiminn/thjonustuleidir/nmt/dreifikerfi/:38eflj2b][b:38eflj2b]Sjá hér[/b:38eflj2b][/url:38eflj2b]
07.01.2007 at 14:00 #573928Dæmi nú hver fyrir sig um það hvort þessi kerfi eru með nægilega útbreiðslu fyrir neyðarfjarskipti á "landinu öllu".
07.01.2007 at 17:34 #573930Ég held að þessi kort séu ekki sambærileg. Samkvæmt minni reynslu er ágætis NMT samband víðast þeim svæðum sem merkt eru hvít á NMT kortinu, bæði við Langjökul, að Fjallabaki og á Vatnajökli, þó sambandið detti út í dölum og á bak við fjöll. Eins veit ég að það er oft NMT samband á Halamiðum, sem eru miklu lengra frá landi en kortið sýnir. Tetra kortið sýnir aftur 50 km takmörkunina, sem er "hörð", líkt ot 32 km hámarkið í GSM kerfinu. Því er munurinn á þekju kerfanna miklu meiri en ætla mætti við lauslega skoðun á kortunum.
Þetta breytir því ekki að þegar NMT kerfið hættir, sitja farsímanotendur uppi með 2 eða 3 ósamhæfð kerfi (GSM, Tetra og CMDA 450), sem samanlagt ná ekki til nema hluta þess svæðis sem NMT nær til núna. Þorri ferðamenna mun nota GSM, enda er verið að setja miklu meira af almannafé í að efla það heldur en Tetra sem er hannað og fjármagnað fyrir "viðbragðs aðila", en ekki almenning.
-Einar
07.01.2007 at 18:21 #573932
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jamm það er ekki vitlaust fyrir menn að skella ser a þetta namskeið þar sem amatör stöðvar eru komnar i annanhvern bíl=)
10.01.2007 at 10:29 #573934Það virðist ætla að verða þónokkrir f4x4 félagar á þessu námskeiði og spurning hvort það sé enn hægt að bæta við? Fyrsta kvöldið (kynning) verður næsta þriðjudagskvöld (16) og svo hefst gamanið fimmtudagskvöldið (18) í næstu viku og stendur í 15 skipti fram eftir "vetri".
Áhugasamir geta sem fyrr örugglega sett sig í samband við he (hjá) klaki.net.
10.01.2007 at 18:03 #573936Varðandi útbreiðslu á TETRA þá er vísað í heimasíðu Neyðarlínunnar. Þar er tekið fram að meðfylgjandi útbreiðsla er miðuð við 111 senda. Neyðarlínan hefur keypt 150 senda sem verið er að setja upp og verða rúmlega 110 komnir upp 1. maí n.k. Næstu 40 sendar verða nýttir til að ljúka við að þekja landið þ.m.t jökla og hálendið. Þetta eru töluvert fleiri sendar en eru í NMT kerfinu. Drægni TETRA er um 58 km og er hvorutveggja talstöð og sími. Væntanlega verður komið TETRA samband í Setrið fyrir haustmánuði. Stjórnvöld hafa ákveðið að TETRA verði landsdekkandi neyðar og öryggisfjarskiptakerfi. Þórhallur
10.01.2007 at 18:13 #573938Landsdekkandi tetra er tæknilega ekki hægt.
Guðmundur
10.01.2007 at 18:25 #573940Tæknilega er það rétt að ekkert fjarskiptakerfi verði landsdekkandi en markmiðið er að dekka a.mk. núverandi NMT svæði auk þess að bæta dreifingu á jöklum. Það svæði sem eru dauð er unnt að dekka með "DM gateway" þ.e.a.s að bílstöð sem hefur þessa getu getur endurvarpað frá öðrum stöðvum sem ekki ná endurvarpa. Þórhallur
10.01.2007 at 18:30 #573942Með því að nota mið- og stuttbylgjur er auðvelt að koma upp landsdekkandi fjarskiptakerfi, raunar ráða radíómatörar yfir slíku kerfi nú þegar. Þessi tíðnisvið eru notuð bæði til fjarskipta við flugvélar og skip, sem eru utan sjónlínu frá landstöðvum.
Vegna þess að tetra stöðvar eru stafrænar, (TDMA), og fimm sinnum aflminni en NMT símarnir, þarf miklu fleiri stöðvar til þess að ná samsvarandi þekju á landi, og það er ómögulegt á sjó.-Einar TF3EK
10.01.2007 at 20:40 #573944Neyðarlínan rekur fjarskiptakerfin sem eru fyrir sjó, sem eru á VHF, miðbylgju og stuttbylgju. Þessi fjarskiptakerfi byggja á gamalli tækni og er nútíma fjarskiptatækni að leysa þau af hólmi þar sem það er mögulegt. Sendistyrkur í TETRA sendum er 25-40 Watt. Reynt er að fá 25 wött í loftnet. Bílstöðvar í TETRA eru 5-10 og 15 wött. Handstöðvar eru 1 watt. NMT er með svipaðan sendistyrk frá sendum. Bílstöðvar í NMT eru frá 2-15 wött. Þannig að ekki er um neinn mun að ræða hvað afl varðar en tæknin gerólík því NMT er analog fjarskipti en TETRA stafræn. Nýju MOTOROLA 850 handstöðvar sem eru með innbyggðu GPS tæki kosta um 60 þús. og er nýjasta og öflugasta handstöðin á markaðnum í dag. Næmni stöðvarinnar er töluvert meiri en en gömlu 15watta Motorola bílstöðvarinnar þannig að tækninni hefur fleygt fram á síðustu 5 árum. Þórhallur
10.01.2007 at 21:28 #573946Er þetta þá þannig með þetta tetra að það verður aldrei landsdekkandi og tækin sjálf eru tæknilega 5 til 6 árum á eftir gsm tækjunum ?
Æðislegt.
10.01.2007 at 22:51 #573948hvað ætli se mikið mál að ná sömu eða svipaðri dreifingu með gsm sendum og er á nmt kerfinu það er náttúrulega það fjarskiftatæki sem allir eru með allstaðar og þarf engin námskeið til að meiga nota hvort sem er að hringja í lögreglu eða felaga sína??????????????????????????
Ari
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.