Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Námskeið
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Gunnarsson 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.08.2006 at 22:24 #198474
Nýja skoðanakönnunin um námskeiðahaldið er athyglisverð og sennilega til komin vegna þess að þau mál eru komin í góðan farveg í klúbbnum sem líklega skilar okkur heilmiklu framboði af námskeiðum.
Eitt sem mér finnst samt skrýtið í svörum þarna og það er að það námskeið sem flestir hafa hakað við þarna (ennþá allavega en þegar þetta er skrifað aðeins eru aðeins 31 svör komin) er GPS námskeið!!! Kennsla á tækin og forritin. Til að læra á helv… tækin les maður bara bæklinginn og þar sér maður hvað hver takki gerir. Til að skilja hins vegar þær upplýsingar sem tækið er að sýna þarf hins vegar að kunna rötun en mjög fáir hafa hakað þar við.
Er þetta vegna þess að klúbbfélagar kunni almennt allt sem þarf að kunna í rötun en eru haldnir tækjafóbíu sem gerir það að verkum að þeir þurfa námskeið til að læra á takkana á tækjunum sínum? Eða er hugmyndin að kenna rötun á GPS námskeiðinu?
Bara aðeins að vera leiðinlegur!
Kv – Skúli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.08.2006 at 22:30 #559112
en kannski hefur þú rétt fyrir þér. En allavega hvað varðar Nobelteck, þá veist þú hvernig við fórum ránshendi um það og gleymdum að stela bæklingnum líka frá Rikka. ( fyrirgefðu Rikki )
Þá er nú gott fyrir fólk að kunna fídusuna á þessu dóti öllu samann. t,d slá inn punkt og aka í hann, eða senda ferla á milli manna, virkja feril. geyma ferla og bla bla bla. skiluuuru og ef tæknin klikkar má alltaf hringja í hjálparsveitirnar.
31.08.2006 at 23:03 #559114Ha? er maður að stela frá Rikka þegar maður stelur Nobel? úbbs.. en then again þá er ég ekki að stela neinu þessa dagana…. En varðandi tæknifóbíu og annað slíkt þá kannski er þetta bara merki um hve breiður (og skemmtilegur) hópur það er sem er í f4x4….
Það sem mér finnst samt merkilegra að það eru færri sem sýna námskeiðunum Fyrsta hjálp I og Fjallamennska I áhuga en sambærilegum II námskeiðum… skrítið.
Kv
Mr. T
31.08.2006 at 23:10 #559116Mér finnst þetta alveg frábær könnun. Ég saknaði þess að geta ekki hakað við 2-3 möguleika en hvað um það. Ég veit að hin námskeiðin sem MR. T talar um hefðu tekið strax við sér en það eru kannski margir sem hafa einhvern smá grunn í skyndihjálp. Ef þetta er tekið saman þá eru um 31% sem velja GPS fræðslu og ef skyndihjálpin er tekin saman þá er það um 20%.
Kv. Stef.
31.08.2006 at 23:24 #559118Ég rak einmitt augun í það sama og Skúli, ég hefði haldið að almennt þyrftu flestir bóklega og ekki síður verklega áttavitakennslu. Það eru nokkur ár síðan ég tók rötun og er ekki 100% viss um áttavita hæfileikana.
Mér finnst líklegt að margir hafi lært að nota áttavita en það er með það eins og flest annað að ef það er ekki notað vill það gleymast.Hins vegar verð ég að segja að fyrir jeppa kalla og kellingar væri ísklifur að sjálfsögðu laaaang mest spennandi.
01.09.2006 at 04:29 #559120Að Skúli fór að rífa kjaft,við höfum báðir verið að hamra á því að kunna á kommpás,segl og stýri sé það sem máli skiptir.Landakort og segulkopás er þrautreynd græja og er ennþá undirstaða allra korta og gps tækja,og ef allt bregst þá er gamli kommpásinn með segulskekkju það eina sem kemur þér á leiðarenda,ef þú kannt að nota hann.
Klakinn svakasammálaSkúla
01.09.2006 at 09:39 #559122Úr því ég er kominn með bandamenn er rétt að halda áfram. Sá sem lærir að slá punkt inn í tækið, lærir að velja goto og elta svo einhverjar leiðbeiningar frá tækinu um hvort hann sé að stefna rétt í punktinn eða hvað, hann getur hugsanlega bjargað sér en er í mikilli hættu að gera einhverja vitleysu. Það dregur hins vegar mikið úr hættu á villum að hafa góðan skilning á því hvað tölurnar í punktinum þýða. Sem dæmi þá er ekki víst að allir myndu kveikja á perunni að eitthvað sé ekki rétt ef þeir eru að fara í vestur og fá punkt þar sem lengdargráðan er lægri en punktuinn sem þeir eru í. Semsagt skilningur á uppbyggingu korta skiptir miklu máli þegar verið er að nota GPS tæki. Það skiptir líka máli að þekkja áttavitarósina þannig að þú vitir nokkurn vegin strax hvaða átt er verið að tala um þegar tækið segir að stefnan sé 270°. Kannski er hugmyndin að kenna þetta allt saman á GPS námskeiðinu, fara alveg í grunninn, uppbygginguna og kortalestur, en þarna var bara tiltekið sérstaklega kennsla á tækin sem slík og forritin sem getur vel verið að sé ágætt en ÁÐUR þurfa menn að vera aðeins búnir að fara í undirstöðuatriðin í rötun. Og svo eins og Klakinn segir réttilega þá er áttavitinn það sem aldrei klikkar.
Kv – Skúli
01.09.2006 at 09:58 #559124Það er eitt sem ég skil ekki, það er spurt um hvort eigi að kenna Rötun eða Gps ásamt fleiri möguleikum,
Hvers vegna var ekki Rötun og GPS ekki sett í sama pakkann,þar sem það byggist eiginlega á nákvæmlega sama tilganginum,komast fá A- B og heim aftur.Setjð þetta í sama pakkann það getur varla verið verra.
Kveðja
Jóhannes
01.09.2006 at 13:42 #559126Ég átta mig ekki á því af hverju það er verið að brjóta þetta svona upp, ég er nýlegur í þessu sporti og hefði viljað að "Haukarnir" í þessu sport hefðu stillt upp námskeiðaröð sem að tæki á málunum í þeirri forgangsröð sem "haukarnir" teldu heppilegasta.
01.09.2006 at 21:49 #559128leiðinlegur eins og Skúli. Enn fjölgar þeim sem vilja læra á gpsið.
Ef það þarf að kenna fólki á gps tæki þá er það vegna þess að það kann ekkert í siglingafræði, þess vegna tel ég að strika megi yfir gps námskeiðið ef siglingafræðin væri tekinn fyrir. Málið er í þessu að þeir sem kunna eitthvað í siglingafræði þurfa bara 10000 króna gps og 1500 króna kort af svæðinu sem ferðast er um. Þessi mikla salan á dýrum korta gps tækjum er að stórum hluta vankunnáttu manna í siglingafræði að þakka. Ég leyfi mér að efast um að þörf sé á að kenna fólki með bílpróf á átavita, það er kennt í barnaskóla um það leiti sem við lærum að lesa og skrifa. Að kenna rötun með átavita og korti er orði úrelt því staðsetningartæki eins og gps gera það að verkum við vitum alltaf hvar við erum ef við kunnum að lesa. Ég setti auka gps í sjópokann um daginn og fjarlægði átavitann, ég henti honum reyndar ekki en hann er kominn ofan í skúffu.
Ég er búinn að vera að skrifa grein um tæknimál sem snúa að notkun jeppa í snjó og á jöklum, Þar er með smá fróðleikur um kort og siglingar sem gæti komið sér vel fyrir jeppahatta sem kunna ekki á gpsið sitt. [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/kortgr/kortindex.htm:2gj8be23][b:2gj8be23] Hér er linkur á greinina ef einhverjir hafa áhuga.[/b:2gj8be23][/url:2gj8be23]
01.09.2006 at 22:02 #559130Sælli Gummi, þetta eru fróðlegar síður hjá þér, gott framtak, þú ert búinn að redda kvöldinu hjá mér allavega
-haffi
01.09.2006 at 23:20 #559132Gps og tölfuæfing er það sem við þurfum þó að allir ættu að kunna á áttavita (sem 99,9% kunna) S er suður og N er norður þá er sú kennsla um það bil búin! en þar sem við þurfum oft að vita hvar við erum með nákvæmum hætti þá dugar ekkert rötunar námskeið þegar að gil og sprungur eru annars vegar svo hvernig væri að setja upp svona eins og eitt gps. námskeið svo að maður gæti nú verið maður með mönnum.??????????’
kv:Kalli fáfróði
01.09.2006 at 23:52 #559134Fyrir tíma GPS þá var óvissan um hvar menn voru staddir stundum stór hluti af ferðalaginu, einkum að vetrarlagi. Með tilkomu GPS þá hefur þessari óvissu og spennu, ákveðnum ævintýraljóma, verið eytt. Ég flokka ferðalög stundum eftir því hvort þau voru farin fyrir eða eftir GPS (sbr. Fyrir og Eftir Krist).
Við sem vorum á ferðinni hér í Den einkum á gönguskíðum með áttavitann og kortið að vopni vorum stanslaust að fylgjast með landslaginu, vindátt, veðri o.s.fr. Þessum hlutum þurfti virkilega að gefa gaum til að komast á leiðarenda.
Í dag er göngufólk almennt alls ekki eins meðvitað um umhverfið og áður (FGPS).
Þrátt fyrir tæknina þá kemst enginn göngumaður langt á fjöllum í litlu skyggni að vetrarlagi nema að kunna á áttavita því batteríin duga ansi stutt.
Dæmið lítur talsvert öðruvísi út í bíl eða á tæki en breytir því ekki að menn geta orðið rafmagnslausir og þá nauðsynlegt að kunna grunnatriðin í siglingafræði. Ég verð að játa að stundum er lítill sjarmi yfir því að horfa svo dögum skiptir á skjá en engu að síður nauðsynlegt hjálpartæki og gott að kunna á það líka.
Ég tek mér það bessaleyfi í dag að fara gönguskíðaferð án GPS svona til að endurheimta gamlan ævintýraljóma. Sumir eru ekki sammála. Það er ekki sama ferðin að fara inn á Þórmörk í dag og þegar búið verður að brúa og malbika- eða hvað?
Þegar öll óvissa verður tekin af okkur verður lítið gaman að lifa.
Kv. Árni Alf.
02.09.2006 at 00:15 #559136Þetta var að mínu viti enginn úturdúr Árni heldur gótt innlegg.
Ég set þó smá spurningu við þetta, erum við ekki að keyra mikið eftir okkar eigin punktum í gps tækinu, leiðum sem sega okkur með hauskúpu merkjum og fánum sem við setjum inn til að forðast landslag sem við viljum ekki vera of nálægt.
Oft á tíðum munar ekki nema nokkrum metrum frá góðum leiðarpunkt sem leiðir okkur frá stóru gili.
Við verðum að kunna að keyra í punkt og setja inn punkt.
Spekulering
Lúther
02.09.2006 at 10:57 #559138Flott síða Gummi, fullt af góðu efni þarna.
Gott rötunarnámskeið fer yfir hluti eins og:
Uppbygging hnitakerfisins, vörpun í grunnatriðum, mismunandi gerðir korta, kortalestur (t.d. lesa landslag úr korti sem kemur einmitt inn á þessa hluti sem Kalli nefnir), misvísun og hvernig hún virkar, taka stefnu á korti og nota, taka stefnu á kennileiti í landi og færa á kort, stinga út punkt á korti (t.d punkt sem tækið gefur manni), notkun áttavita s.s. taka stefnu af korti, hvað eigi að gera með misvísun o.s.frv., Örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma.
Námskeið á GPS tæki er eiginlega bara námskeið í því hvernig þú getur látið tækið auðvelda þér að gera þessa hluti og til að skilja það að einhverju viti þarf maður að vita hvað maður ætlar að láta tækið gera fyrir sig.Svo er eitt í þessu. Stundum kemur fyrir að jafnvel hörðustu jeppamenn yfirgefa jeppan um stund til að labba að einhverju sem þeir vilja skoða. Þá geta menn auðvitað verið með handtæki, tekið punkt á bílnum og labbað af stað. En þegar maður labbar eftir GPS tæki gerir maður það þannig að tækið gefur þér upp stefnuna (með eða án misvísunar, eftir því hvernig tækið er stillt) og svo seturðu stefnuna í áttavitann og tekur mið. Þó svo hægt sé að ganga eftir tækinu, þá er það mikið ónákvæmara. Þú þarft að vera á ferð til að tækið átti sig á stefnunni og það á oft erfitt með það á gönguhraða, sérstaklega ef gengið er í ósléttu landslagi.
Smá punktur Kalli, S á áttavitanum er ekki í suður! Þessi villa er nægjanleg til þess að fyrir hvern kílómeter ferð þú 300 metra út úr leið.
Kv – Skúli
03.09.2006 at 01:20 #559140ef "S" er ekki í suður á áttavita Kalla kafteins, þá hvað ? Hverskonar áttavita er maðurinn með.
300 metra skekkja fyrir hverja 1000 áfram er skuggalegt. Ekkert GPS tæki er svo lélegt að það geti ekki sýnt betri hnattstöðu en svo.
Áttavitar og kort eru gersamlega úrelt fyrirbæri í ferðalögum í dag. Svipað og með Sextantinn. Hans tími er liðinn. GPS hefur komið í staðinn.
Tempus fugit, sem betur fer
kv. gislio
03.09.2006 at 10:18 #559142Gísli, hér er verið að kenna mönnum að rata og þeim sem kemur það á óvart að S er ekki beint í suður hafa mikla þörf fyrir svona námskeið. Að geta keyrt eftir GPS er ekki að kunna að rata heldur kunnátta í notkun á tölvum og ef tölva hrinur og ekki sést til fjalla eru tölvunördar stopp og eiga að halda sig í bílnum þangað til hjápasveitinn kemur og bjargar þeim.
Áttavitinn bilar aldrei og svona til froðleiks og gamans þá var áttaviti uppgötvaður í Kina. Þar lendir menn höfðu áttað sig á að steinflísar, langar og mjóar leituðu alltaf í sömu átt þannig að ferðamenn höfðu með sér þessar steinflísar, tóku laufblað og lögðu í kyrra tjörn og steinflísina á það og biðu í smá stund. þegar steinflísin hafði snúið laufblaðinu vissu þeir hvert skildi stefna.
Ég læt námskeiðhöldurum um að kenna mönnum/konur um misvísun, hver hún er, hvar segulpollin er núna og hvernig hann hreifist.kv. vals.
03.09.2006 at 13:46 #559144Ég hef ekki farið í gegnum alla þessa pisla en ég stautaði i gegnum nokkra síðustu og hrasaði um pistilinn frá vini mínum Gísla.
Gísli endurskoðaðu ummmælin um kompásinn og gps-inn .
Ég sé það að það er nauðsinlegt að ræða þessa hluti vegna miskilnings og vankunnáttu og gera eitthvað í málunum.
,Eg legg til að menn fjölmenni í PÚNGAPRÓFIÐ hjá stýtimannaskólanum þar fá menn að vita það sem þeir þurfa að nota ,og hætta þessu eilífa námskeiða kjaftæði sem engum árangri skilar .
Það væri kanski ekki vitlaust að menn þegar þeir eru ornir umráðamenn yfir fjalla bílum að þeir sýndu framm á það að þier rötuðu til baka ef þeir ösnuðust út fyrir túngarðinn með enhverskonar réttindum í siglingarfræði.
Kv. Úlfurinn
04.09.2006 at 23:51 #559146Ég tek eftir að í þessari könnun er ekki minnst námskeið um hvernig best sé að umgangast straumvötn og koma í veg fyrir skemmdir á vél í vatni. Ég kem svolítið af Fjöllum varðandi þetta mál en ef ég man rétt hafa einhver slík námskeið verið haldin, reyndar gegn talsvert háu gjaldi (veit reyndar ekki forsendur).
Hvað sem því líður þá held ég að mikið af því tjóni sem menn verða fyrir t.d. á leiðinni á Mörkina mætti minnka talsvert með örlitlum upplýsingum hér á síðunni.
Kv. Árni Alf.
05.09.2006 at 00:24 #559148Árni varst þú ekki að spá í að fara í ferð þegar hausta tæki að skoða vöð yfir ár eða er það misminni hjá mér. Getur þú ekki slegið saman ferð og fróðleik í vaðmennsku gegn vægari gjaldi.
Kv. stef.
05.09.2006 at 09:26 #559150[url=http://www.geocaching.com/:5ma17w9h][b:5ma17w9h]Geocaching[/b:5ma17w9h][/url:5ma17w9h] er ágætis leið til að æfa sig á GPS. Það eru þó nokkrir "fjársjóðir" faldir á [url=http://www.geocaching.com/seek/nearest.aspx?country_id=93&x=5&y=8:5ma17w9h][b:5ma17w9h]Íslandi[/b:5ma17w9h][/url:5ma17w9h].
–
Bjarni G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.