Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Nagladekk eða ekki!
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Ragnar Þórðarson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
13.10.2009 at 10:26 #207314
Sælir,
Nýlega fékk ég mér Isuzu D-max sem er 35″ breyttur. Þar sem ég er nýliði í þessu og hef ekki ekið um á jeppa í nokkuð langan tíma langar mig að forvitnast um hvaða skoðun menn hafa á nagladekk fyrir svona bíla?
Tek það fram að ég hef ekki mikla reynslu af akstri svona bíla að vetri til en einhvern veginn þá virkar það öruggara að hafa hann á nagladekkjum. Langar að fá ykkar álit á þessu máli. Á ég að fá mér 35″ nagladekk undir hann eða nota micro skorin dekk?
Alla vega langar mig að heyra i hvað ykkur finnst.
Kv. Atli Þór Kristbergsson
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.10.2009 at 12:37 #661768
Ég bý útá landi og að mínu mati eru nagladekk eina vitið.
Í blautu svelli t.d eru naglar það eina sem virkar , og þó að þeir dagar séu kanski ekki mjög margir þá koma þeir engu að síður.
Ég er amk á nagladekkjum.
Kv. Kalli
13.10.2009 at 15:31 #661770Þetta eru trúarbrögð eins og flest á þessari síðu.
Hef notað ónelgt, gjarnan míkróskorið. Dekk mjög misgóð í hálku við frostmarkið, trúlega spurning um gúmmíblöndu. Örfá skipti þar sem um er að ræða blautan klaka þar sem naglar væru betri.
Raunverulegt öryggi ekki meira á nöglum þar sem aukin öryggistilfinning er meiri en aukið öryggi.
Get mælt með BFG, sá mælt með Toyo hér í næsta þræði og trúlega miklu fleiri dekk góð.
l.
13.10.2009 at 16:22 #661772Sælir,
Hvernig er það ef svona "stór" bill fer af stað í hálku (renna) þá er betra að vera á nelgdum er það ekki…?
Væri gaman að heyra reynslusögur af ferðum manna sem eru að nota nagladekk og þeirra sem kjósa að gera það ekki.
Með kveðju og takk fyrir svörin,
Atli
13.10.2009 at 17:44 #661774Við flestir á súkkunum skerum dekkin okkar bara vel, og ökum miðað við aðstæður, en þess má líka geta að bílarnir okkar rétt skríða yfir tonnið og það þarf ekki mikið grip til þess að koma þeim aftur á réttan kjöl.
13.10.2009 at 18:08 #661776Ekki veit ég til þess að það sé nokkurt svar af viti til við þessari spurningu. Þarna þarf samhliða að gera sér grein fyrir allmörgum forsendum. Í fyrsta lagi vitum við aldrei fyrirfram hvernig veðráttan verður hvern vetur að hausti. Í öðru lagi skiptir máli hvar maður býr á landinu. Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir hvernig viðkomandi bíll verður notaður og svo framvegis. Þess utan er það nú víst þannig, hvað sem okkur kann að finnast um það, að þótt við finnum dekkjagerð (nagladekk þar með talin) sem hentar okkur að meðaltali best, þá koma alltaf og alstaðar upp aðstæður, þar sem það getur skipt sköpum hvaða og hvernig dekk eru undir bílnum, þ.e.a.s. þá einhver önnur er í raun eru.
13.10.2009 at 20:18 #661778Ég er með dekk sem eru reyndar gróf,en þau eru micro skorin og það er ekki planið að vera með nagla í þeim. Sú reynsla sem ég hef kynnst í gegnum árin í akstri á bæði venjulegum bílum og stórum bílum sem eru í atvinnukeyrslu,og þá er ég að tala um bíla sem eru uppundir 50 tonn að það skiptir mjög miklu máli að hafa þau hrein. Vissulega eru nokkrir dagar sem koma þar sem hálkan er þannig að allir bílar renni út og suður,en málið er að í öllum þessum saltaustri þá þarf að að þvo dekkin með olíuhreinsi og skola svo vel af með köldu vatni,eða ef það er snjór á vegum að puðra vel yfir dekkin með oíhreinsinum og keyra af stað. Snjórinn hjálpar til við hreinsun dekkjanna, þar sem það er hægt sko. Annars eru etta allt trúarbrögð hjá allflestum held ég.
13.10.2009 at 21:34 #661780Ég hélt að það væri engin stjörnufræði að nagla virka best af þessu í blautu svelli.
En microskurður er góður , loftbóludekk eru fín , harðkorna/skelja dekk skilst mér að séu fín í öllum öðrum færum og reyndar harðkorna dekkin ágæt í svelli líka.Fín blanda er nagladekk þar sem miðjan er microskorin , en það er kanski farið að kosta frekar mikið.
En menn hafa misjafnar skoðanir og þetta er mín – Heilt yfir eru góð nagladekk ( gott munstur og ekki of hörð ) það besta , semsagt virka vel við allar aðstæður.
En að sjálfsögðu er það þannig að t.d í rvk og öðrum stöðum þar sem er saltað eru nagladekk kannski óþörf.
En ég bý út á landi , og tek ekki annað í mál en að hafa frúarbílinn á nöglum.
13.10.2009 at 22:44 #661782Sælir og takk kærlega fyrir innleggin .
KarlHk – veistu hvaða dekk hafa reynst vel þ.e. eru ekki of hörð og hafa gott munstur? Mér hefur verið rálagt að kaupa Toyo frá Benna svo og Bfgoddrich…?
Með kveðju,
Atli
13.10.2009 at 22:57 #661784Ég er með Cooper STT dekk,grófmynstruð og áður sagði micro skorin. Hvín aðeins í þeim á malbiki,en draumur í torfærum
Keypti mín í sumar hjá N1(Gúmmívinnustofan).
14.10.2009 at 00:36 #661786Sælir,
ég er með 33" og er á Suðurlandi þar sem oft snöggfrýs og er blautt. Hjá mér kemur ekkert annað til greina en að vera á nöglum (hef ekki prufað micro skurð). En fór að spá í micro skurð í haust og lagði inn fyrirspurn hér í haust um efnið.
Menn voru sammála um að microskurður auki veggrip, að dekkin lifi lengur og að hávaði frá þeim verði minni, augljós ávinningur.
Ástæðan fyrir því að ég fór að spá í þetta var einmitt að ég hafði heyrt að hávaðinn yrði minni og mér finnst hávaðinn í sumardekkjunum (sem eru sama tegund bara án nagla) vera farinn að aukast mikið með sliti dekkjanna.
Þannig að þegar nagladekkin verða sett undir verða þau mikroskorinn í leiðinni. Pælingin er svo að mikroskera sumardekkin fyrir næsta sumar komi þetta vel út.
Dekkin sem ég er með heita ProComp (All Terrain) og hafa bara reynst nokkuð vel.
kv, Bjarni
14.10.2009 at 00:45 #661788Ég er mjög hrifinn af Cooper.
Heyrist að vísu aðeins í þeim á malbiki , en þau eru passlega mjúk ( mjög gott grip , en halda nöglum vel og endast vel )Þessi dekk eru reyndar ekki grófmunstruð , og eru nokkuð mikið microskorin frá verksmiðju.
Þetta eru Cooper Discover og eru undir Ford Expedition
Kv. Kalli
14.10.2009 at 18:16 #661790Hvar er hagstæðast að láta microskera fyrir sig, og hvað myndi það ca. kosta? Er tóm steypa að láta skera hálfslitin dekk?
14.10.2009 at 18:26 #661792Já trúarbrögð vissulega. Ég er á höfuðborgarsvæðinu og finnst ekkert sniðugt að hafa bílinn hálfgriplausan á nöglum 80% af vetrinum þegar göturnar eru auðar. Ég á Trooper og setti undir hann 35" Dick Cepek FC-II frá Sólningu (Arctic Trucks), míkróskorin. Þau eru millibil milli grófs og fíns munsturs. Ég er mjög sáttur við þau, grip, flot og allt, m.a.s. hljóðlát miðað við jeppadekk.
En ég er sammála BjarnaG að hafa nagla á suðurlandi (hef reynslu af vetrum þar) og mögulega annars staðar á landsbyggðinni, klakabrynjan þar er ekki skemmtileg nema á nöglum.
Minn dómur, nagladekk ef þú gerir ráð fyrir klaka, míkróskorin og VEL HREIN ef þú gerir frekar ráð fyrir auðum götum.
Og nú er bara að velja úr öllum þessum mismunandi ráðum
Getur séð mynd af dekkjunum hérna:
[img:wma3ojcw]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=238118&g2_serialNumber=1[/img:wma3ojcw]
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
