FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Myntkörfu bílalán

by Magnús Guðmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Myntkörfu bílalán

This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Óli Gunnarsson Guðmundur Óli Gunnarsson 16 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.12.2008 at 20:40 #203308
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant

    Góða kvöldið,

    Mig langar til að koma hér af stað þræði um fyrirspurnir og aðgerðir vegna mynkörfulána, sem eflaust margir eru að glíma við á þessum síðustu og verstu tímum.

    Í kastljósinu áðan kom maður sem sagðist vera búinn að reikna það út að það borgaði sig fyrir hann að hætta að borga af verðtryggða húsnæðisláninu sínu og því datt mér í hug hvort það væri einnig skynsamlegt varðandi bílalaánin?

    Í mínu tilfelli er lánið í CHF (svissneskum frönkum) 50% og JPY (Japönskum jenum) 50%. Lánsupphæð var 2.767.677 kr. til 84. mánaða. Greiðslubirgði hefur farið úr 36.138 kr. á mánuði í 88.518 kr. Í síðasta mánuði fórum við og minn lánveitandi í það að setja gjaldfallnar afborgannir afturfyrir, en mér var þá tjáð að ég gæti ekki fengið frystingu lánsins, samtímis. Þegar síðasti greiðsluseðill var gefinn út, sem ég borgaði nú um mánaðamótin stóð lánið í 5.132.119 kr.

    Að mínu mati er þetta endalaus hít sem ég sé enga leið út úr, því þó að bíllinn sé í topp lagi, þá er þetta náttúrulega ekki raunhæft söluverð, Ha Ha

    Hvað er ráða?

    Borga og gráta í hljóði, með von um hækkandi gengi, og fara endanlega á hausinn?
    Hætta að borga, og láta þá taka bílinn?
    Hvað gerist þá?
    Hefur einhver farið þá leið?

    Ég veit að margir eru að glíma við enn stærri vanda og hef ég fulla samúð með þeim.

    Með von um gagnlegar og málefnalaegar umræður.

    Kv. Magnús G.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 51 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 04.12.2008 at 13:42 #634112
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Voðalegt svartnætti er í mönnum. Núna er örugglega betri tíð í vændum, Davíð sagði að hann gæti hugsað sér að fara aftur í stjórnmál og bingó, krónan upp um 6% sem þíðir erlenda bílalánið niður um 6% sem þíðir að maður getur leikið sér 6% meir, allavega miðað við gengið 187 á evru.

    Góðar kreppu stundir





    04.12.2008 at 14:55 #634114
    Profile photo of Þórður Ingi Bjarnason
    Þórður Ingi Bjarnason
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 440

    þessi myntkörfu lán eru há í dag en þetta eru bestu láninn þegar til legnri tíma er litið. Ég tók lán þegar ég keypti minn bíl fyrir 1,5 ári síðan. Höfuðstólinn var þá 3.2milljónir bíllin var á 3.6. í dag er lánið í 7.1 milljón. þetta er vissulega mikil hækkun en um leið og gengið jafnar sig þá lækkar lánið jafn hratt. þannig að eftir nokkra mánuði þá verður þetta orðið viðráðalegt aftur. En á meðan verðum við að bíta á jaxlinn og borga hvort sem okkur líkar betur eða verr.





    04.12.2008 at 17:51 #634116
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sjáiði bara, krónan búin að styrkjast um 9% og gengisvísitalan komin úr 248 í 225 og ekki kominn febrúar ennþá, Bíðiði bara.
    kv. vals.





    04.12.2008 at 18:50 #634118
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    hvað gæti gerst þegar opnast fyrir Jöklabréfin.
    Gæti króna sokkið á ný eða ?





    04.12.2008 at 19:10 #634120
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Ekki einfalt mál, það eru næstu mánuði höft á bráðnun jöklabréfa. Svo er viðbúið að hátt vaxtastig haldi einhverjum jöklum á staðnum. Og þó svo einhverjir vilji selja er það mjög óhagstætt að setja hluti á brunaútsölu og því viðbúið að menn reyni að fá sem mest fyrir sitt og reyni því að forðast bara brunasölur.





    04.12.2008 at 19:35 #634122
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    hafa ekki svona vaxta trix ekki verið notuð áður t.d af sænska seðlabankanum 1992 þegar stýrivextir fóru í 500%. Ég held að það ætti að fara leiðina hans P-Blöndal þ e að semja við þessa jöklamenn um hæfilega og jafna bráðnun jökla-bréfa.





    04.12.2008 at 19:38 #634124
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Ég held að það þurfi nú ekki að semja við menn til að taka "ákvarðanir á viðskiptalegum grundvelli". Enginn vill kveikja í peningunum sínum.





    04.12.2008 at 19:41 #634126
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    betri er einn fugl í hendi en tíu í skógi





    04.12.2008 at 19:48 #634128
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    En svo maður svari Magnum kannski þá er auðvitað best að gera allt sem hægt er til að standa í skilum því vanskil kosta alltaf meira. Ef ekki er hægt að standa í skilum er líklega betra að nota þau úrræði sem eru til staðar til að draga úr afborgunum.
    Ég hef þó á tilfinningunni að lánafyrirtæki gagnvart bílum muni reyna að lágmarkatjón sitt með að veita frekari úrræði til greiðsluaðlögunar. Ef það er ekki hægt að selja bílinn fyrir láninu á almennum markaði sem eigandi er ólíklegt að lánafyrirtækið geri það. Umframskuldin fer í báðum tilfellum ekkert. Í USA hafa "repo man" haft minna að gera undanfarið því lánveitendur þar eru að lengja fresti því enginn vill sitja með fullt port af óseljanlegum.
    En auðvitað er þetta mjög einstaklings- og aðstæðubundið.





    04.12.2008 at 21:40 #634130
    Profile photo of Georg Þór Steindórsson
    Georg Þór Steindórsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 474

    hvernig lendum við í því ef við göngum í esb verður þá ekki bannað að aka á stærri dekkjum en 35"
    það væri SVEKK





    04.12.2008 at 21:59 #634132
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    = skóflu og spottabissnes á geisladiskum :-)





    04.12.2008 at 22:32 #634134
    Profile photo of Lárus Rafn Halldórsson
    Lárus Rafn Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 116
    • Svör: 1238

    strákar strákar! þið gleymið því alveg að EU eða ekki, við erum samt dæmdir til að hætta þessum risadekkjabissness.

    Allar þessar fínu dekkjaverksmiðjur eru að fara á hausinn og mjög bráðlega fáum við engin dekk… og þá getum við alveg eins farið í EU þessvegna og keyrt um á 35" ef þau verða þá enn framleidd.

    það er alveg á tæru að þeir hætta með dekk sem ekki borgar sig að framleiða… og ég held að þessi verði fyrst til að fara úr framleiðslu.

    bjartsýniskveðjur!!





    04.12.2008 at 23:32 #634136
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Vertu ekki með þessa vitleysu drengur!! Á meðan íslendingar kaupa Mudderinn, AT405 og 44" Cepek þá verða þau framleidd, þannig er það og það mun ekkert breytast þar sem það er enginn annar sem kaupir þetta!!





    05.12.2008 at 03:18 #634138
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    er ekki mál að hætta bara þessu lánarugli og keyra um á því sem maður á efni á. Gamlir eru alveg jafngóðir í að koma manni frá A til B ef þeir eru í lagi. Engar skuldir engin lán bíll sem keyrir og ekkert vesen.
    Nú fer snjórinn að koma og við út að leika





    05.12.2008 at 09:06 #634140
    Profile photo of Georg Þór Steindórsson
    Georg Þór Steindórsson
    Participant
    • Umræður: 46
    • Svör: 474

    jú gerum það flytjum aftur í torfkofa það voru engin lán á þeim og fáum okkur rollu útí garð,höfum áhugamálið kynlíf það er frítt fyrir flesta, göngum uppá fjöll, ef fólk kýs þetta þá verðum við að standa saman og kjósa steingrímJ. þá eyði ég síðasta klinkinu í flugmiða einhvert. það er ekkert slæmt að vera með lán EF maður getur borgað af því
    p.s veit einhver hvar snjóþrúgur fást,hvað þær kosta og er hægt að fá lán á þær





    05.12.2008 at 10:08 #634142
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    já Bjarki þetta er allveg hárrétt hjá þér, en sumir voru ekki svo skynsamir og þegar maður tekur lán með 25 þús afborgun á mánuði er það nú engin ógurleg upphæð en þegar afborgunin er komin í 99 þús 2 árum síðar þá er það ekki eitthvað sem nokkur reiknar með. Allavega hafa launin mín ekki hækkað svona mikið.
    Goggi þú þarft ekki að kaupa flugmiðan alveg strax, legg til að þú eyðir síðasta klinkinu í bjór í kvöld :)
    Kveðja Lella





    05.12.2008 at 11:03 #634144
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Er ekki málið að vera bara HRESS eins og [u:158dp0yq][b:158dp0yq][url=http://www.youtube.com/watch?v=-snDHxxuGSs:158dp0yq]Hemmi Gunn?[/url:158dp0yq][/b:158dp0yq][/u:158dp0yq].

    -haffi





    05.12.2008 at 11:19 #634146
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Akkurat Lella…er einn af fáum sem losaði mig við allt bílalánavesen áður en dæmið byrjaði :) þannig að ég samhryggist ykkur sem ekkert getið ferðast í vetur.





    05.12.2008 at 12:24 #634148
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    ég sé nú ekki betur en að krónan sé öll að koma til í dag og í gær og allir þeir sem skulda erlent lán séu að stórgræða núna :) allavegana miðað við ýmsa gróðaútreikninga sem voru í gildi fyrir ári eða tveim
    kv, Óli





    05.12.2008 at 13:14 #634150
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Tapa minna !
    kv. vals.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 51 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.