This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Óli Gunnarsson 16 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið,
Mig langar til að koma hér af stað þræði um fyrirspurnir og aðgerðir vegna mynkörfulána, sem eflaust margir eru að glíma við á þessum síðustu og verstu tímum.
Í kastljósinu áðan kom maður sem sagðist vera búinn að reikna það út að það borgaði sig fyrir hann að hætta að borga af verðtryggða húsnæðisláninu sínu og því datt mér í hug hvort það væri einnig skynsamlegt varðandi bílalaánin?
Í mínu tilfelli er lánið í CHF (svissneskum frönkum) 50% og JPY (Japönskum jenum) 50%. Lánsupphæð var 2.767.677 kr. til 84. mánaða. Greiðslubirgði hefur farið úr 36.138 kr. á mánuði í 88.518 kr. Í síðasta mánuði fórum við og minn lánveitandi í það að setja gjaldfallnar afborgannir afturfyrir, en mér var þá tjáð að ég gæti ekki fengið frystingu lánsins, samtímis. Þegar síðasti greiðsluseðill var gefinn út, sem ég borgaði nú um mánaðamótin stóð lánið í 5.132.119 kr.
Að mínu mati er þetta endalaus hít sem ég sé enga leið út úr, því þó að bíllinn sé í topp lagi, þá er þetta náttúrulega ekki raunhæft söluverð, Ha Ha
Hvað er ráða?
Borga og gráta í hljóði, með von um hækkandi gengi, og fara endanlega á hausinn?
Hætta að borga, og láta þá taka bílinn?
Hvað gerist þá?
Hefur einhver farið þá leið?Ég veit að margir eru að glíma við enn stærri vanda og hef ég fulla samúð með þeim.
Með von um gagnlegar og málefnalaegar umræður.
Kv. Magnús G.
You must be logged in to reply to this topic.