Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Myntkörfu bílalán
This topic contains 51 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Óli Gunnarsson 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2008 at 20:40 #203308
Góða kvöldið,
Mig langar til að koma hér af stað þræði um fyrirspurnir og aðgerðir vegna mynkörfulána, sem eflaust margir eru að glíma við á þessum síðustu og verstu tímum.
Í kastljósinu áðan kom maður sem sagðist vera búinn að reikna það út að það borgaði sig fyrir hann að hætta að borga af verðtryggða húsnæðisláninu sínu og því datt mér í hug hvort það væri einnig skynsamlegt varðandi bílalaánin?
Í mínu tilfelli er lánið í CHF (svissneskum frönkum) 50% og JPY (Japönskum jenum) 50%. Lánsupphæð var 2.767.677 kr. til 84. mánaða. Greiðslubirgði hefur farið úr 36.138 kr. á mánuði í 88.518 kr. Í síðasta mánuði fórum við og minn lánveitandi í það að setja gjaldfallnar afborgannir afturfyrir, en mér var þá tjáð að ég gæti ekki fengið frystingu lánsins, samtímis. Þegar síðasti greiðsluseðill var gefinn út, sem ég borgaði nú um mánaðamótin stóð lánið í 5.132.119 kr.
Að mínu mati er þetta endalaus hít sem ég sé enga leið út úr, því þó að bíllinn sé í topp lagi, þá er þetta náttúrulega ekki raunhæft söluverð, Ha Ha
Hvað er ráða?
Borga og gráta í hljóði, með von um hækkandi gengi, og fara endanlega á hausinn?
Hætta að borga, og láta þá taka bílinn?
Hvað gerist þá?
Hefur einhver farið þá leið?Ég veit að margir eru að glíma við enn stærri vanda og hef ég fulla samúð með þeim.
Með von um gagnlegar og málefnalaegar umræður.
Kv. Magnús G.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2008 at 20:51 #634072
Sæll Magnús
Mér finnst gott að þú vekur máls á þessu.
Er þetta ekki tækifæri fyrir klúbbinn að aðstoða, svo það séu ekki allir að gramsa í því sama. getur stjórn ekki fengið lögmann og/eða fulltrúa lánafyrirtækja á fund.
Samstaða skiptir miklu í svona máli og finnst mér hiklaust að stjórn eigi að beita sér fyrir því að klúbbfélagar fái aðstoð.
kveðja
Þorsteinn
03.12.2008 at 21:06 #634074Ég styð það heilshugar að klúbburinn eyði smá púðri í að kanna þetta,
það er sjálfsagt margur félagsmaðurinn sem á erftitt núna út af svakalegu ástandi bílalánsins,
ég væri svo sem að ljúga ef ég segði ekki að þetta væri að narta hraustlega í budduna hjá mér sjálfum um þessar mundir.
Það munar um það þegar lánið fer úr 3,6 og upp í 7,8
Ég er enn í því að reyna að hlæa svolítið af þessu, uppátæki hjá manni en það er með öllu óljóst hversu lengi ég get staðið í slíkum pollíönnuleik
Já svo þar að auki er ég með nokkra vinnubíla, þar hef ég líklega tapað svona 12 milljónum.
svo ég ætti að hætta að hlæa að þessu jafnvel bara núna straxkveðja Ólafur
03.12.2008 at 21:21 #634076Ég þekki mjög marga í þessum sporum, sem að fluttu inn bíla frá usa og evrópu, jafnvel með flugi því að dollarinn eða evran væru að fallla (og það vissu það allir)!!!!!
Og hvað gerðu þeir þegar bíllinn kom til landsins? Þeir tóku MYNTKÖRFULÁN.!!!
Það átti að spara, gengisáhættan var ekki tekin með í reikningin, þó hún lægi í loftinu og lægri vextir urðu fyrir valinu. Lægstu vextir sem í boði voru voru t.d. á lánum tekum í yenum og frönkum.
Gengið getur gengið til baka en ekki verðbólga og stýrivextir. Frystið lánin eða eitthvað en ekki hætta að greiða… það er betra en að verða gjaldþrota strax út af nokkrum millum…
03.12.2008 at 21:26 #634078þetta er ekki slæm hugmynd. Ég held hinsvegar að það sé mun skinsamara að menn borgi meðan menn geta það. Við skulum hafa það hugfast að þetta er mjög slæmt núna og þetta MUN lagast og lánin lækka við vitum bara ekki hvenær en vonandi verður ekki of löng bið? Annað sem við skulum hafa hugfast að þetta eru bara peningar, þeir eru ekki það mikilvægasta í lífi okkar þó þeir vissulega skipti máli og hafi mikil áhrif á okar líf. Mér væri ekki hugsað til peninga núna sem dæmi ef einhver bankaði upp á hjá mér með þær fréttir að ekið hefði verið yfir litllu dóttir mína og hún væri látin… sem dæmi…
03.12.2008 at 21:31 #634080Þetta er einstaklingsbundið og ekki hægt að gefa nema almenn ráð. EN ef við gefum okkur að ástandið er tímabundið, sem ég held það sé, þá er best að bíta í það súra og halda áfram að borga. En að sjálfsögðu sækir þú um vaxtagjalddaga 4 mán og svo þegar það er búið þá kannski semja um framlengingu á vaxtagj.d, það veit enginn neitt hvað gerist. En númer eitt allavega byrja á að sækja um vaxtargjalddaga. Það er nr. 1.
03.12.2008 at 21:36 #634082Hey, var ekki búið að "banna" allt k-tal hérna. Ef þið viljið væla yfir ástandinu farið þá á barnaland.is 😉
Ég legg til að þessi vefsíða verði k-frí…
–
Bjarni G.
03.12.2008 at 21:47 #634084Það er ekkert að því að tala um kreppuna. Hún er eins og margt annað í lífinu, kemur og fer En annars er helv. góð veðurspá framundann. Snjór og alles. Vantar bara almennilegann snjóbyl.
03.12.2008 at 21:57 #634086það er bara bara tvennt sem er í boði hjá lánastofnunum.Fyrri kosturinn er aðfrista lánið í tvo mánuði án þess að borga neitt eða að borga bara vexti í fjóra mánuði og svo tekur sama vitleisan við ef ástandið verður ekki búið að batna.Ég hef heirt dæmi um að menn hafi skilað bílum inn án þess að vera komnir í vanskil og þurft að borga töluverðar upphæðir með þeim.
03.12.2008 at 21:59 #634088það vita flestir hvaða möguleikar eru í boði hvað varðar frystingar og annað
Ef menn skila inn bílnum, er nokkuð annað í boði en að borga bara mismuninn af andvirði bílsins versus bílalánið.eða hvað
ég hélt ekki en ef einhver hefur uppl um eitthvað annað þá væri gaman að vita þaðkveðja Ólafur
03.12.2008 at 22:06 #634090Áður en kreppan skall á frétti ég að verið væri að skoða ónefnt fjámögnunnarfyrirtæki, þar sem óeðlileg tengst væru á milli eigenda bíla sem verið höfðu teknir upptækir og seldir án uppboðs, vinir og ættingjar starfsmanna fyrirtækissins keyptu bílana á klinki og fyrrverandi umráða maður sæti einfaldlega uppi með það að borga.
veit ekki til að það sé neitt annað í boði nema frysting í 4 mán
Kv Lella
03.12.2008 at 22:21 #634092Held að það sé ekki hægt að skila bara bílnum inn.
Allavegana er ég með Legacy fyrir konuna, bíllinn er metinn á 4.2m. og lánið farið úr 2.4m. í 4.7m. ég hringdi í Glitni og ath hvaða ferli ég færi í til að skila bílnum. Ég fékk þetta svar:
Það er EKKI hægt að skila bílnum bara vegna þess að þig langi það……
Ok, hvernig virkar þetta þá (spyr ég)
Þú verður að hætta að borga af bílnum og hunsa ítrakanir frá okkur, þá höfum við samband við vörslusviftingu um að finna bílinn.
Þeir hafa samband við þig um að afhenda bílinn og greiða kostnað, ef ég geri það ekki finna þeir bílinn og koma honum til okkar. Þar verður bíllinn þrifinn og lagaður (ef þess þarf) og settur í sölumeðferð, og það kemur tilboð í hann sem okkur líkar verður hann seldur.
Þá verður gerður reikningur frá söluverði bílsins og þess sem lánið stóð í + dráttarvexti og kostnaðar frá vörslusviftingu.Þannig að ég spurði hvort að það væri ekki hægt að koma bara hreint fram og finna lausn, hvort maður yrði bara að vera óheiðalegur var svarið JÁ.
Þetta var um það leyti sem lánið var að skríða í söluverðið á bílnum.
03.12.2008 at 22:30 #634094Lýsing býðst til að lækka afborgun um 50 % í fjóra mánuði og lengja lánið um fjóra mánuði.
Þannig að ég er að borga 42 þús mánuði núna á 50% afslætti, af bíl sem er metinn á 2,7 miljónir enn áhvílandi 5,6 miljónir
(ATH lánið er tekið í September 2007 og búið að borga af því 630 þús).Athugið annað sem er mikilvægt ef ég lendi í því að keyrt sé á mig og bíllin ónýtur þyrfti ég að borga samtals 2,9 miljónir.
Hef reynt mikið að fá aukatryggingu til að dekka mismunin en tryggingafélög taka ekki þátt í slíkuOg bara svona til að koma í veg fyrir allan miskylning þá er ekki verið að frysta bílalán heldur að lækka afborganir og vexti tímabundið sem bætast svo við endan á láninu.
Maður borgar gengisfellinguna sama hvað.Takk fyrir og góða kreppuskemmtun
03.12.2008 at 22:46 #634096"Krílið" Ágúst ég tók það fram í pistli mínum að ég gæti ekki sótt um vaxtagjalddaga.
"Wrangler" Takk fyrir upplýsingarnar.
En spurningarnar standa samt eftir.
Kv. Magnús G.
03.12.2008 at 23:18 #634098Sjálfur er ég að glíma nú þegar við "hagstætt" lán sem tekið var í ágúst 2008. Afborganirnar voru 30 en eru komnar í 58 þúsund kall. Þetta var ekki einu sinni margmilljónkróna bíll! Þetta var 1,5 milljón sem er komin í 3,8….
Ég vil fá lögfræðing. Það eru lög í landinu gegn okurlánastarfsemi, kannski er sú leið fær (þrátt fyrir gengisáhættu).
03.12.2008 at 23:19 #634100Bjarni, þetta er ekki almennt krepputal, þar sem málið snýr hérna beint að jeppaeign.
Það sem þessi náungi í Kastljósinu gerir er að hætta að greiða af lánunum, lætur bankann selja íbúðina á uppboði og borgar svo mismuninn á láninu og því sem fæst upp í það með sölunni. Hans point var raunar að það sé betra að gera þetta strax frekar en að bíða og láta verðtrygginguna hækka lánið um margar millur. Þetta myndi ég halda að sé ekki góður kostur í þeirri stöðu sem þú lýsir Maggi því væntanlega fæst lítið fyrir bílinn núna og ef markmiðin með efnahagsaðgerðunum núna nást ætti krónan að styrkjast eitthvað þegar fram líða stundir og þar með lánið að lækka. Það gefur auga leið að því minni munur sem er á láninu og söluverði bílsins, því minna tap. Þannig að meðan þú getur hangið á því með öllum þeim úrræðum sem í boði eru, því betra. Að því gefnu að markmið um að krónan styrkist náist innan ekki of langs tíma.
Það sem myndi semsagt gerast ef þú hættir að borga er ferlið sem lýst er hér að ofan. Þá siturðu uppi með engan bíl en skuld sem nemur þessum mismun á láninu og söluverði og auðvitað að viðbættum innheimtukostnaði. Ef þú borgar það ekki er það væntanlega gjaldþrotameðferð með öllu því sem því fylgir
Það er með ólíkindum þetta framboð á lánum í erlendri mynt sem hér var í gangi og að þeir sem hefðu átt að vera að veita faglega ráðleggingu hafi verið að ota þessu að almenning. Í öllum rekstri reyna menn að lágmarka gengisáhættu með því að hafa annars vegar tekjur og hins vegar kostnað og skuldir í sömu mynt. Hið sama á auðvitað að hafa að leiðarljósi í heimilisbókhaldinu.
Kv – Skúli
04.12.2008 at 09:01 #634102Þetta snýst um það að gera eitthvað til þess að bjarga sér og sínum. það er hægt að hafa áhrif á marga hluti í dag ef við stöndum saman og við eigum að reyna það.
Hversvegna stofna félagsmenn ekki þrýstihóp um þessi lánamál, hóp sem reynir að finna lausn og þrýsta á um hana. Ekkert neikvætt, heldur lausn sem getur virkað til lengri tíma. Okkar klúbbur á að vera í farabroddi þar, þetta er stórt hagsmunamál fyrir marga félagsmenn.
Ég er ekki með svona lán á bílnum, en skil ykkar stöðu og hvet ykkur til skipulagðra aðgerða. Sem félagsmaður tel ég þetta mikilvægt verkefni.
Ég hef heyrt sömu sögu og Lella, en hvað er að marka? Ef þetta er rétt þá á að gera eitthvað og mynda þrýstihóp.
Hvað segir Sveinbjörn?
04.12.2008 at 09:29 #634104ég get svo sem ekki séð að það virki neitt að stofna þrýstihóp eða eitthvað álíka. Það er ekki eins og þrýst hafi verið á mann að taka þessi lán.
Kv Lella
04.12.2008 at 10:08 #634106Þetta er akkúrat þessi rétti jákvæði tónn sem við þurfum þessa dagana.
Við eigum að hvetja okkar félaga til þess að vinna saman að sínum málum og reyna að finna einhverja leið til þess að bjarga því sem bjargað verður.
Ég lít á þetta sem "festu" sem allir geta lent í, reynum að losa menn úr henni með samvinnu og öllum hugsanlegum ráðum.
04.12.2008 at 11:38 #634108Mér þikkir það helvíti hart að 30 menn geta sett þjóðina á hausinn og komast upp með það og seija bara sorrí.( Skuldinn var á niðurleið og maður fór að sjá till sólar en núna er maður á birjunar reitt og nóttin með sitt túll næstu 3-5 árinn framundan ) Og það er ekki brot af því sem við vitum hefur fram hefur komið, hvað er eftir það er stórt ? .Úti hinum stóra heimi hafa mennn verið drepnir fyrir minna, hvað er af því látta nokkra hausaveiðara í að innheima þetta. Að setja 300, þúsund mans í ánauð í 15 -20 ár eða er það kannski 200,o og 100,o búnir að flytja burt. þeir sem stjórna hér landi gera ekkert nema tala hvað við eigum að vera þólimóð hvað er mikið vit í því eða þannig . Hvað finst ikkur
( Þetta er minn skoðun kannski fleiri hafa sömu skoðun ? )
Sótsvartur MHN
04.12.2008 at 11:58 #634110Ég skil vel áhyggjur myntkörfuhafa en tel að tími áhyggja sé ekki kominn, nú er krónan kominn á flot og hvað gerist veit svo sem enginn ekki frekar hvað er í jólapakkanum. Ef við ætlum á Grímsfjall þá hættum við ekki við vegna þess að Tungná gæti verið ófær, við förum af stað og höfum áhyggjur ef Tungná er ófær. Það vitum við ekki fyrr en við komum að henni, alveg eins með gengisvísitöluna hún gæti verið kominn niður fyrir 130 í febrúar og við getum tekið gleði okkar aftur.
–
Nú er mikið um mótmæli, Evrópusambandið ofl. Mótmæli hafa verið að undanförnu stundum með árangri, lausn mótmælanda úr fangelsi, refurinn segir að ef hann verði rekinn úr holunni tekur hann yfir stjórnina á öllu landinu. Þannig að mótmælinn bera stundum árangur. Ef við göngum í Evrópusambandið ! haldið þið að Brussel-búar heyri í landanum eða verði varir við eggjakast, “je right“. Áhyggjur mínar eru ekki mín vegna heldur vegna barnabarna eða barna barnabarna ef við göngum í ESB. Þau fá það hlutverk að brjótast undan herraþjóð eins og fyrir kinnslóðir hafa gert og við notið. Því held ég að við, íslendingar ættum að fara varlega í svona skyndilausnum.
kv. vals.
Es. ef hrekkjalómurinn kastar okkur út í lækinn, tökum við sundtökin komum okkur í land og þurr föt áður en við lemjum hrekkjalóminn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.