This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.08.2006 at 11:26 #198333
Nokkrir félagar fóru Gæsavatnaleið og leyfðu mér, nýgræðingnum að fljóta með. Þetta var þvílík upplifun. Ég setti inn nokkrar myndir af þessum hundrað sem ég tók. Smella hér til að skoða myndirnar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.08.2006 at 12:01 #557426
Það var nú stundum gaman að sjá bara turnana á fullri ferð en restin af bílnum var í hvarfi,og var alltaf hægt að sjá hvar hópurinn var á turnunum.
Annars er gott nafn á bílin Slóðríkur hinn minni,því ef heldur fram sem horfir þá verður Barbara búinn að aka hálendið í ræmur og getur hún þá gefið Ofsanum upplýsingar ef honum vantar.
En að ferðast með svona góðum hóp um slíka leið er bara toppurinn,enda var Haffi Toppur með.
Svo enn og aftur takk fyrir frábæra helgi og samsvarandi félagskap.
Kveðja Klakinn
08.08.2006 at 12:45 #557428Glæsileg myndataka og glæsiferð ferð. Ég þakka kærlega fyrir samveruna, skemmtunina og þó sérstaklega hjálpina við bremsubarninginn minn. Þetta var alveg toppferð í alla staði, skemmtileg og lærdómsrík.
Ég er enn í sólinni (lesist: ausandi rigningu) á Akureyri búinn að liggja í símanum og græja skurðstofuna og líffæragjöf í fyrramálið. Ég reyni svo að koma inn myndum og annarri gleði í kvöld þegar draslið kemst suður.
Við þökkum öll fyrir okkur!
Tryggvi, Valdís og Bremsulausi-Krúser
08.08.2006 at 14:37 #557430Þakka fyrir mig. Þetta var skemmtileg helgi og allir ferðafélagarnir afbragðs mannverur og flestir nokkuð vel samræðuhæfir. Mest er að minnast á bilanir og smámál sem voru að hrjá suma bílana. Er það þó sérstaklega gert fyrir þá sem ekki voru með í ferðinni. Bremsudælunni í Patrol hjá Gisla varð einum bolta fátækari og var mér treyst fyrir varahlutum þar sem ég lagði miklu seinna af stað en hinir. Ekki skiluðu sér neinir samviskusamlegir
patrolvarahluta-þettaeralltafaðbila-eigendur til að friða áhyggjurnar í Gísla, þannig að bráðabyrgða reddingu var skotið á til að festa dæluna og hélt það út túrinn. Skilst mér að Gísli sé búinn að gera sér samning við þá sem mestu ráða í herbúðum Nissan og fái væna í fúlgu fjár í hvert sinn sem einhver grandalaus Patroleiogandinn þarf að nýta sér þessa tiltekknu aðferð, sem ekki verður ljóstrað hér, því mun hún vera bundin einkaleifi. Það næsta markverða sem gerðist var að ég gleymdi að taka með mér klaka til að kæla bjórinn, því sæmir ekki húnvetningi eins og mér að drekka volgann bjór, sérstaklega ekki þegar meður er staddur á köldum og vindasömum fjöllum. Þá hafði ég samband við Jóhannes (JÞJ) þar sem ég var ekki kominn alla leið suður ennþá og bað ég hann að vera svo góðann að versla fyrir mig ís í Select, en þó bara ef hann fengi til sín boltana sem að Gísla vantaði í bílinn hjá sér. Ekki fékk hann boltana góðu, en ómakaði sig samt við að skreppa á móti mér að Þingvallaafleggjaranunm og afhenda mér ísinn góða. Færi ég Jóhannesi miklar þakkir fyrir. Sértaklega fyrir pokann sem ísinn var afhentur í. Því sá poki var smá götóttur og ísinn fór að gráta og grét í aftursætið á bílnum, en það eru nú smámunir, því bjórinn var kaldur þegar á þurfti að halda og það er það sem máli skiftir.
En nóg um það. Snemma á Laugardaginn þegar við vorum að aka um hraunið og rétt ókomin að Gæsavötnum var mér litið undir bílinn hjá honum Tryggva en hann var að láta í ljós áhyggjur sínar á óhljóðum og erfiðleikum með að bremsa, og það við líka þessar erfiðu og stressaukandi aðstæður (svo ekki sé nú meira sagt). Klippa þurfti í sundur bremsuslönguna og blinda hana og við tók enn stressandi akstur hjá Tryggva því taka þurfti dekkið undan til að ná dælunni af því hún damlaði boltalaus og var að valda miklum skemmdum á Cruisernum. (dekkinu var aftur skellt undir eftir að búið var að taka dæluna). Ekki meira markvert gerðist þennan dag, nema bæta þurfti stöðugt á bremsu vökvann hjá tryggva og voru gömul fótbolta meiðsl að hrjá Terranoinn hjá Barböru. Eitthvað voru Turnarnir illa hjólastilltir að framan og var erfitt að stýra bílnum og einnig að ná honum úr framdrifinu þegar þess (framdrifrsins)var ekki þörf á.
Á sunnudaginn vorum við ansi góð á því og héldum okkar striki frá náttstað í Dreka og keyrðum til baka og inná Sprengisandsleið. var stefnan tekin á Laugarfell og sóttist ferðin vel. Ekki var um vesen í Tryggva að tala því hann hafði skilið við okkur og keyrt á handbremsunni niður í Eyjafjörð til að redda sér reddingu í reddingarbænum Akureyri. En þar býr einmitt reddingarmaðurinn Benidikt Sigurgeirsson (einnig betur þekktur sem Benni reddari). En þá er komið að næsta bíl sem bilaði. Var það bíllinn hjá mér. En það var þannig að þegar við pissustoppuðum þá varð mér fyrir algjöra rælni litið undir bílinn að framan til að tékka á öllu framslátrinu og rak þá augun í að vantaði ró á neðri boltann fyrir demparafestinguna. En hafði ég skift um framdempara fyrir nokkru síðan og skýrir það reisupassa róarinnar. Varð mér það til happs að Stefán nokkur Trúður var einmitt á nýbreyttum Pajero og hafði breytingin þróast þannig að stilliteininum fyrir vinstri flexitorinn varð að snúa niður og var Stefán með tein til vara ef rekast mundi niður hjá honum sá er undir bílnum var. Vildi svo til að rærnar af teininum voru einmitt af þeirrs stærð sem mig vantaði til að festa boltan og þar með halda demparanum á sínum stað. Þetta mundi sem sagt vera kallað pjúra heppni og ekkert annað. Eftir smá stundar akstur í viðbót var að því komið að kíkja á Terranoinn hjá þeim Hrafnhildi og Óla (Hjólbarðinn) því stuðarinn var ekki alveg í stuði til að hanga þarna (bókstafalega) og var hann því strappaður fastur og býst ég við því að Gísli hafi tekið þá festihugmynd á lofti og sé kominn með einkaleifi á hana líka. Ekki meira markvert hvað varðar bilanir ökutækja gerðist þennan daginn eða næsta. En þegar komið var í Laugarfell og menn að koma sér fyrir þá kom skálavörður og heimtað að hundur Klakans yrði tjóðraður og var það gert. Eftir þriggja stunda gelt og ýlfur í klakanum var honum leift að losa tíkina til að hleypa henni inn og var hún frelsinu fegin. Um kvöldið var svo sungið og dansað fram á nótt.
Eitt var að fanga athygli undirritðs daginni eftir. Rétt fyrir brottför voru flestir, ef ekki allir, að tanka bíla sína. En slapp ég með að nota olíugyrgðir mínar því Toppurinn var svo sparneytinn í túrnum að annað eins hefur ekki sést norðan Vatnajökulls.
Komum við svo niður í Austurdal í skagafirði og stuttu seinna var haldin keppni í hver yrði sneggstur í að dæla skagfirsku lofti á dekkin. Þá keppni vann Klakinn með sómanum en svindlaði þó. Hann hafði ekki hleypt úr að ráði því Patrolinn er svo vel fjaðrandi á vegleysum sem þessum.
Þegar þessu var lokið brunuðum við í átt að Varmahlíð og fengum okkur þar í svanginn innan um siðmenntaða verslunamannahelgarfara sem voru allir það sniðugir að leggja af stað á svipuðum tíma á sunnudaginn. Svo var haldið áfram við að halda skikkan á umferðinnni í Langadalnum þar sem jeppamenn ferðarinnar pössuðu sig á að fara ekki of hratt né of hægt og einnig að halda hæfilegu bili á milli bíla til að auðvelda framúr-rakstur og minnka líkur á slysum og leiðindum.
Kom ég svo heim í Húnaþing hið Vestra um klukkan 16:00 og tók til við að aflesta bílinn og fegra hann að innan sem og utan. Var Það hið mesta púl enda með hálft hálendi norður Vatnajökulls í felgum og álíka skúmaskotum.Færi ég þakkir til allra sem ferðaðist með um helgina og hlakka til næstu ferðar með álíka hressum hóp, ef þá ekki bara hressari.
Kv Haffi H-1811 og Toppurinn
08.08.2006 at 20:23 #557432þakka frabæra ferð i gæsavötn endameð urvalsfolki vonandi verður stutt i næstu ferð þusund þakkir kv Magnus rauður Willis
08.08.2006 at 22:23 #557434Jæja þá er maður kominn á SV-hornið og byrjað að vinna í myndunum. Sumar þeirra eru alveg magnaðar:
[img:3vqav9op]http://www.valdisbjork.com/gallery/d/2093-2/IMG_1886.JPG[/img:3vqav9op]Meira má sjá í [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/4661:3vqav9op]myndasafninu[/url:3vqav9op] mínu (og ennþá fleiri [url=http://www.trigger.is/gallery2/trips/gaesav-20060804:3vqav9op]HÉR[/url:3vqav9op]) og svo hjá [url=http://www.valdisbjork.com/gallery/ferdalog/2006Gaesavatnaleid/:3vqav9op]Valdísi[/url:3vqav9op].
08.08.2006 at 22:39 #557436Þetta heitir utan vega akstur [url=http://www.valdisbjork.com/gallery/ferdalog/2006Gaesavatnaleid/IMG_1827.JPG.html:3io5ugc2]http://www.valdisbjork.com/gallery/ferdalog/2006Gaesavatnaleid/IMG_1827.JPG.html[/url:3io5ugc2]
svona svo menn átti sig á því
[url=http://www.valdisbjork.com/gallery/ferdalog/2006Gaesavatnaleid/IMG_1827.JPG.html:3io5ugc2][b:3io5ugc2]mynd[/b:3io5ugc2][/url:3io5ugc2]
Stjóni
08.08.2006 at 23:37 #557438Eitthvað hafa linkarnir skolast til í aðgerðum kvöldsins, en er þetta ekki sama og [url=http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4659/33206.jpg:2all26el]hér[/url:2all26el] sem þú ert að tala um? Vænti þess að það sé ekki vatnasull Klakans hér að ofan.
TryggviSvefnþurfi
09.08.2006 at 00:02 #557440Það er engu líkara en að myndin sé ekki lengur á heimasíðunni sem hún var á, hvernig sem stendur á því. Myndin sem ég var að tala um var lík þessari sem þú (Tryggvi) talar um og ég stend við það sem ég sagði áður að þetta er utanvega akstur og svona á ekki að gera.
Stjóni
09.08.2006 at 07:19 #557442Sem Stjon er væntanlega að tala um kemur fram í öðrum þræði um utanvega akstur hérna á síðunni og er það gott mál að vera vakandi fyrir slíkum gerðum,en ef þessi tiltekna mynd á að lýsa utanvega akstri með tilheyrandi gróðurskemmdum og hjólförum til margra ára þá held ég að stjon viti lítið um hvað hann er að fjalla.
Þessi tiltekna staðsettning er á Sprengisandsleið og á köflum þarna er slóði báðu megin við stikurnar og hefur það lítið breyst þau ár sem ég hef ekið um sandinn,á þessum slóðum er ekki vottur af gróðurþekju né hætta á landskemmdum og hefur það fram að þessu verið talið óhætt að fara uppúr förum til að hleypa trafík á móti framhjá sér,sér í lagi vegna þess að slóðinn þarna er mikið niðurgrafinn og því erfitt að mæta í slóðanum sjálfum nema báðir ökumenn fari út úr slóðanum,sér í lagi ef það eru rútur sem verið er að mæta eða háir bílar vegna hliðarhallans.
Ég hins vegar taldi óhætt að aka upp úr förunum þarna og stöðva hópinn á slóðanum sem er við hliðina á aðalslóðanum og gat ég ekki séð að um neinar skemmdir eða för eftir okkur væri að ræða sem ekki myndu þurkast út í næsta roki.
En telji menn hins vegar að þarna hafi verið verið utanvega akstur með tilheyrandi gróður og landskemmdum að ræða,þá ber þeim hinum sömu að tilkynna það til viðkomandi yfirvalda og klúbbsins þar sem ég geri þá grein fyrir máli mínu,því sem forsvarsmaður ferðarinnar ber ég fulla ábyrgð.
Ef stjon hins vegar ekki treystir sér til að fara með málið í þann farveg sem réttur er,verður hann að eiga það við sjálfann sig.
Kveðja
Sigurlaugur Þorsteinsson r 2151.
09.08.2006 at 09:33 #557444Þetta er akkúrat það sem sumir átta sig ekki á. það þarf ekki að vera viðkvæm gróðurþekja til að það kallist utanvega akstur. Ef ekið er í sandi þar sem einnig eru steinar ýtast steinarnir niður og förin verða sýnileg í mörg ár. Klakinn er ekki sá eini sem ekið hefur Sprengisand oftar en einu sinni og ég er ekki sá fyrsti til að tala um ljót för utan við veginn á Sprengisandi. Það er óþarft að bæta við þau og halda þeim við.Það er nóg pláss á veginum eins og sést á myndinni.
Kristjón Jónsson
8647377
man ekki f4x4 númerið
09.08.2006 at 12:36 #557446Sýnir ekki dýpt slóðans og hvað sem stjon segir þá var ekki hægt að mæta bíl í slóðanum,við vorum ekki að aka utan vegar,við stöðvuðum utan vegar til að vera ekki fyrir öðrum vegfarendum,við bjuggum ekki til slóða heldur stöðvuðum á slóða sem fyrir var,Ég hvet enn og aftur stjon til að kæra til klúbbsins eða viðkomandi yfirvalda og fá úr því skorið hvort um utanvegaakstur hafi verið að ræða svo að hægt sé klára þetta mál.
og vinsamlegast lestu svarið á undan áður en þú svarar,það gæti komið í veg fyrir misskilning,í þessu tiltekna atviki voru meiri för eftir skóna okkar en bílana,og hræddur er ég um að ef bílar mættust þarna án þess að fara uppúr förunum þá lægju eitthverjir hlutar hvors bíls um sig eftir í förunum og ekki á maður að skilja eftir sig rusl á hálendinu.
Kveðja
Sigurlaugur Þorsteinsson r 2151
Ég ættla ekki að svara þessu frekar hérna.
09.08.2006 at 13:51 #557448Ég ætla ekki að kæra þig. Það vill svo til að um daginn var ég að tala við landvörð sem sagði að oft þegar fólk væri tekið fyrir utanvega akstur gerði það sér ekki grein fyrir því að það væri að aka utan vega og væri því hissa á því að það væri gerð athugasemd við það.
Ég býst ekki við að nenna skrifa meira um þetta því verður það að vera eins í laginu "Ég vil aka minn veg og þú vilt aka þinn veg" og mun ég áfram reyna halda mig á vegunum.Stjóni
09.08.2006 at 14:48 #557450Mér sýnist ég og KaffiTopp ekki hafa verið í sömu ferðinni því ég fór niður Vesturdalinn niður í Varmahlíð. Það má segja að þetta hafi nú verið ágætisferð, mikið af kaffistoppum notuð. Nú þarf ég bara að fara aðra ferð til að skoða Öskjuvatn, Víti, Herðubreiðulindir, Gjallanda og fleiri svona minna merkilegri staði. kv. stef.
09.08.2006 at 16:58 #557452myndin sem linkað var á og síðan tekin út var að fynna í myndasafni hjá valdísi björk, eins og sést þegar smellt er á linkinn núna þá stendur neðst í villuboðasúpunni slóðin sem linkað var á.
annars sá ég þessa mynd áður en hún var tekin af vefnum og er þessi mynd tekin af sama stað og önnur mynd sem vísað hefur verið á í þessu spjalli. nema hvað þessi mynd var tekin úr meiri fjarlægð og því sáust förin eftir bílana og jarðvegurinn undir þeim. á þeirri mynd var ekki að sjá mörg för eftir marga bíla eins og klakinn segir. aftur á móti voru förin í þurrum jarðvegi og því varla sjáanleg, grófu sig ekkert niður heldur mörkuðu rétt svo munstrið úr dekkjunum. annars var á myndinni lítil þúfa í annars malarauðn og á þessari þúfu var gras og einhverjar fallegar háfjallajurtir og lá eitt hjólfar beint yfir þúfuna það var heldur óheppilegt.
ég hef ekki talið þetta athæfi að leggja vel útí kannt þegar ég stoppa, sem utanvegaakstur, en ég er samt oft skammaður fyrir að gera það af meðferðarfólki. þetta tiltekna atvik sem hér er karpað um flokka ég ekki undir utanvegaakstur og má deila um það hvort er eða ekki endalaust. hinnsvegar geta svona myndir sýnt manni eftirá það sem maður tók ekki eftir á meðan á stóð einsog þessi tiltekna gróðurþúfa sem varð fyrir barðinu á stórum dekkjum.
mæli ég eindregið með að þessi mynd verði sett aftur inn til að menn viti um hvað er verið að karpa, svo menn geti ekki farið undan í flæmingi með svellkaldar yfirlýsingar sem eiga sér ekki stoð.
kveðja siggias74 E1841
annars mikið djöfull hefði ég viljað vera í þessari ferð með ykkur, var einmitt á þessum slóðum í fyrra en þorði ekki gæsavatnaleiðina einbíla.
09.08.2006 at 17:26 #557454Ég setti inn nokkrar myndir úr ferðinni. Ég vona að það verði ekki eftirmálar af þeim. Er ekki bara best að virkja allt og þá er málið dautt…..
kv. stef.
09.08.2006 at 18:00 #557456Alveg fínustu myndir og einu eftirköstin sem ég gæti séð eru að sumar eru ekki alveg í fókus, skál fyrir því *hikk*.
Vil taka það fram að [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/4663/33296:2jx7s31a]leifarnar[/url:2jx7s31a] voru teknar með í bæinn og fara á safn ásamt öðrum skemmtilegum hlutum 😉
10.08.2006 at 21:22 #557458Ágætu ferðafelagar ég þakka fyrir góðan félagsskap yfir Gæsavatnaleiðina við sjáumst vonandi fljótt á fjöllum ;o)
14.08.2006 at 14:04 #557460Ég verð nú að segja að það að fjarlægja mynd eður myndir úr myndasafninu bendi til sektar og viðkomandi viti upp á sig sakir(utanvegaakstur).
Það er nefnilega fleira vænt en grænt á hálendinu.
14.08.2006 at 16:37 #557462Frekar að viðkomandi nenni ekki að fá
þessi endalausu óþarfa komment.
Af þeim sem vita allt og gera allt betur en allir aðrir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.