This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagar.
Að undanförnu hafa menn verið að hvetja til að myndir úr ferðum á vegum klúbbsins séu settar inn á aðra staði en hér á f4x4.is. Þetta er gott mál og gaman að hafa myndir úr frábærum ferðum sem klúbbfélagar eru að fara, sem víðast.
Ástæða fyrir því að myndir fara annað en hingað á vefinn, er líklega að seinlegt og jafnvel svolítið snúið er að setja myndir hingað inn.
Mig langar samt sem áður að hvetja félagsmenn til að vera duglegir að setja myndir inn á vefsíðuna okkar. Þetta er okkar vefur, okkar vettvangur og það er í okkar höndum að halda vefnum lifandi, með spjallinu og myndunum sem eru gríðarlega vinsælar, bæði hjá félagsmönnum og einnig öðrum sem fylgjast með starfi okkar. Þetta er svolítil aukavinna, en kannski á sig leggjandi fyrir klúbbinn okkar.
Vonandi verður auðveldara að setja inn myndir þegar nýr vefur kemst í loftið, en þangað til verðum við bara að leggja örlítið meira á okkur til að halda við myndasafninu og bæta það.
Kv. Óli
You must be logged in to reply to this topic.