FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Myndir og myndasöfn

by Ólafur Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Myndir og myndasöfn

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 15 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.03.2009 at 13:30 #203999
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant

    Ágætu félagar.

    Að undanförnu hafa menn verið að hvetja til að myndir úr ferðum á vegum klúbbsins séu settar inn á aðra staði en hér á f4x4.is. Þetta er gott mál og gaman að hafa myndir úr frábærum ferðum sem klúbbfélagar eru að fara, sem víðast.

    Ástæða fyrir því að myndir fara annað en hingað á vefinn, er líklega að seinlegt og jafnvel svolítið snúið er að setja myndir hingað inn.

    Mig langar samt sem áður að hvetja félagsmenn til að vera duglegir að setja myndir inn á vefsíðuna okkar. Þetta er okkar vefur, okkar vettvangur og það er í okkar höndum að halda vefnum lifandi, með spjallinu og myndunum sem eru gríðarlega vinsælar, bæði hjá félagsmönnum og einnig öðrum sem fylgjast með starfi okkar. Þetta er svolítil aukavinna, en kannski á sig leggjandi fyrir klúbbinn okkar.

    Vonandi verður auðveldara að setja inn myndir þegar nýr vefur kemst í loftið, en þangað til verðum við bara að leggja örlítið meira á okkur til að halda við myndasafninu og bæta það.

    Kv. Óli

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 10.03.2009 at 13:51 #642866
    Profile photo of Gunnar Lár Gunnarsson
    Gunnar Lár Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 102

    Ég verð fyrir mitt leyti að segja að ég nenni ekki að bíða eftir þessari arfaslöku síðu þegar ég er að setja fleiri en 100 myndir inn á netið.

    Ég tók hátt í 1000 myndir úr Miðjuferðinni og set sjálfsagt meira en 200-300 myndir á netið. Ég yrði í heila viku ef ég ætlaði að uploada þessu öllu í gagnagrunninn hérna.

    Ég er hins vegar alveg sammála að auðvitað er mikilvægt að hafa þessar myndir allar á sama stað og að þær séu aðgengilegar fyrir félagsmenn.

    Við vonum bara að með nýrri síðu komi fljótvirkara og notendavænna umhverfi fyrir myndasöfn.

    Kv,

    Gunnar Lár Gunnarsson





    10.03.2009 at 13:56 #642868
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Við þetta má bæta að enginn fer fram á að settar séu inn mörg hundruð myndir úr hverri ferð, en það deyr enginn úr elli við að setja inn nokkrar myndir og setja t.d. link á aðalmyndasafnið sem getur verið annarstaðar.

    Mér finnst mikilvægt að miðstöð mynda úr ferðum á vegum klúbbsins sé hér á síðunni.

    kv. Óli





    10.03.2009 at 14:04 #642870
    Profile photo of Gunnar Lár Gunnarsson
    Gunnar Lár Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 102

    Nei nei en auðvitað segir maður ekki hálfa sögu þegar maður tekur margar myndir og vill sýna þær í heilu lagi.

    En auðvitað er í lagi að setja inn eina og eina mynd, en það gefur auðvitað ekki heildarmyndina af ferðinni sem slíkri er það?

    Kv,

    Gunnar Lár Gunnarsson





    10.03.2009 at 14:27 #642872
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Ekki veit ég hvað menn eru að væla. Henti inn 6 eða 8 myndum núna og var snöggur að.
    Málið er að það þarf að minnka myndirnar áður en þær eru sendar inn. Það er lítið vit í því að senda inn 4 mb mynd sem albúmið minnkar svo niður í ca 80 kb. Það tekur nefnilega gríðarlega mikinn tíma að senda 4 mb fæl yfir vírinn.
    Hægt að nota ókeypis forrit eins og Picasa til að minnka niður haug af myndum í einu.

    Rúnar.





    10.03.2009 at 14:30 #642874
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Ég er þeirrar skoðunar að maður eigi að velja úr myndir til að setja inn og það er alveg hægt að segja mikla sögu með fáum vel völdum "römmum" en svo má auðvitað vísa í fleiri myndum á öðrum stað. Svo er myndatextinn sívinsæll og gerir mikið til að segja söguna.
    Takmarkaðandi þáttur er líka að upp-hraði ADSL-tenginga er bara brot af niður-hraða og því mjög tímasparandi að minnka myndir niður í 600 punkta á lengri kantinn áður en maður setur myndina inn.





    10.03.2009 at 14:35 #642876
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Ég er algjörlega sammála því að ég vil að myndir úr ferðum séu í gagnagrunni klúbbsins. Ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu stórt hlutfall mynda fer á aðrar síður.
    Þegar ég sá margfalt fleiri myndir úr miðjuferðinni á öðrum síðum en f4x4.is þá fanst mér rétt að reyna að koma þessum myndum á einn stað þar sem menn gætu skoðað þær.
    Hvort einhver heldur utan um þessar myndir eða ekki breytir ekki þeirri staðreind að myndir eru vistaðar á öðrum síðum.
    .
    Ef vefnefnd eða stjórn klúbbsins vill taka yfir eða leggja niður þá grúbbu sem ég stofnaði er það velkomið. Ég hef engra hagsmuna að gæta en ég taldi það góða hugmynd að halda utan um myndir eins og hægt er, en það er kanski ekki í mínum verkahring.

    Kær kveðja, Ólafur





    10.03.2009 at 14:40 #642878
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Ef vefnefnd eða stjórn dettur í hug að þessi grúbba megi ekki vera til, þá er eitthvað mikið að, skil ekki hvernig þér dettur þetta í hug Ólafur.
    Kv Lella





    10.03.2009 at 14:48 #642880
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Fyrst það er verið að telja fram þá er líka til [url=http://www.flickr.com/groups/f4x4/:1lfosnra]grúppa á Flickr[/url:1lfosnra] fyrir F4x4, stórglæsilegar myndir þar sumar hverjar. Það er ágætt að geta "eyrnamerkt" myndir sem maður setur inn á aðra staði sem F4x4 myndir með svona grúppudóti en það kemur auðvitað ekkert í staðinn fyrir vefinn [b:1lfosnra]okkar[/b:1lfosnra].





    10.03.2009 at 15:38 #642882
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Myndasafnið og hægagangur á þessari vefsíðu hefur verið vandamál frá því að gamli vefurinn var og hét.

    Núverandi vefur átti að leysa úr vandanum en hann gerði það síður en svo, eins og raun ber vitni.

    Það var bent á það fyrir tveimur árum, og oft síðan, að ef menn gerðu ekki eitthvað róttækt í málunum þá myndu menn hætta að nenna að setja hér inn myndir og skrif á síðuna myndu jafnvel minnka.

    Og niðurstaðan er að hér birtast varla nema 5 – 10 % af þeim myndum sem að hefðu annars komið hér inn.

    Þetta mun ekki lagast fyrr en að það verður jafn auðvelt að setja hér inn myndir eins og er á Facebook, Fotki, Flickr eða hvað þessar síður heita allar.

    Það að þurfa að fara í gengum aðgerðir eins og að minnka myndirnar, senda eina í einu o.fl. er bara vesen sem þarf ekki á hinum vefjunum og því nennir maður ekki að standa í þessu.

    Ef að þetta lagast með nýja vefnum þá er það frábært – en ef ekki þá ætti að setja bæði vinnu og peninga ef að með þarf í að gera þetta almennilega.

    Benni





    16.08.2009 at 12:03 #642884
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir.
    Hvernig stendur á því að vafrarinn slær alltaf út þegar ég er að reyna að setja myndir inn í myndaalbúmið sem ég hef búið til á myndasafninu mínu
    Eg er með tvo nýuppfærða vafrara Explorer og Firefox 3.5.2 en þetta gengur með hvorugum.

    Með von um skjót viðbrögð.

    Kveðja Sigurður.





    16.08.2009 at 13:02 #642886
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Sæll, hvað áttu við með að hann slái út?

    -haffi (vefnefnd)





    16.08.2009 at 14:43 #642888
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll.
    Það slöknar á vafraranum. Síðan kemur melding Data Execution Prevention Það er til að vernda stírikerfið frá skaða eða vírusum held ég.
    Mér sýnist vera hægt að haka Explorer frá þessari vörn en er kanski ekki ráðlegt.

    Kveðja Sigurður.





    16.08.2009 at 15:19 #642890
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Gerist þetta þegar þú velur "Upload Applet" ? Ef svo er þá skaltu reyna að setja java runtime inn upp á nýtt.

    -haffi





    16.08.2009 at 15:46 #642892
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Væri líka fróðlegt að vita hvort þú sért með xp/vista/w7

    -haffi





    16.08.2009 at 16:51 #642894
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er með Windows xp. Þetta gerist þegar ég smelli á Add items.

    Sig.





    16.08.2009 at 17:12 #642896
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll.

    Ég setti java runtime inn upp á nýtt.
    Mér sýnist þetta virka.

    Kveðja og þakklæti Sigurður.





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.