This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
11.06.2008 at 12:06 #202544
Eftirfarandi ósk barst klúbbnum:
i8 gallerí í Reykjavík hefur undafarið unnið að því finna myndir af jeppum og fólksbílum sem fastir eru í ám.
Nú þegar hefur töluverðu magni mynda verið safnað saman frá björgunarsveitum, áhugaljósmyndurum o.fl.
Ef að þú átt einhverjar myndir sem falla í þennan flokk þá endilega hafðu samband eða sendu myndir á audur@i8.is eða í gegnum síma 551 3666
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.06.2008 at 21:06 #624368
Er vitað hvað á að gera við þessar myndir ?
11.06.2008 at 22:45 #624370Mér skilst að listamaðurinn Ólafur Elísson sé að safna þessum myndum í eitthvert verk sem hann er að vinna.
12.06.2008 at 07:32 #624372fékk póst frá i8 gallerí og hringdi í Auði Jörundsdóttir og spurði hanna út í þetta. Ég spurði hanna hvort nota ætti myndirnar á þann hátt að þær gætu virkað neikvæt fyrir jeppamenn. Hún þvertók fyrir að það ætti að nota þetta í einhverjum 101 reykjavíkur anda eða þannig.
Ég sendi henni 4 myndir sem listamaðurinn Ólaf Elíasson vildi nota.skari
27.02.2009 at 13:08 #624374Klúbbnum barst þessi ósk, sem er framhald af vinnu sem var í gangi í fyrra.
———————————-
Sæll. Við í gallerí i8 erum þessa dagana að aðstoða einn af listamanni okkar, Ólaf Elíasson, við að finna myndir af jeppum að keyra í íslenskum ám. Ég er búin að fara í gegnum myndasafn ykkar og finna myndir og mun hafa samband við eigendur myndanna um að fá að nota þær. Mér dettur í hug að einhverjir jeppamenn lumi á góðum myndum af þessu viðfangsefni og langar að auglýsa eftir fleiri myndum. Getur þú aðstoðað mig við að koma skilaboðum út til félagsmanna þinna? Bestu kv. Lóa loa@i8.is
27.02.2009 at 14:10 #624376Flott myndasería af lödu fastri í á inná torfæruspjallinu.
[url=http://www.torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=2288:1no5o94y][b:1no5o94y]Lada á kafi[/b:1no5o94y][/url:1no5o94y]kveðja
Maggi
27.02.2009 at 14:37 #624378Nokkuð að vinna þetta fyrir tryggingarfélögin nei bara smá hugdetta.
F.H
01.03.2009 at 14:54 #624380Mér sýnist vera verið að biðja um myndir af bílum að KEYRA í ám. Ekki endilega föstum í ám. 😉
Kveðja
Þengill
01.03.2009 at 20:12 #624382Eitt, sem fólk þarf að mínu mati að hafa í huga varðandi það að ljá öðrum afnot af myndum sínum, snýr að höfundarrétti. Ljósmyndir eru faktiskt verðmæti og menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvort það sé eðlilegt að einhver, hvort sem hann flokkast sem listamaður eða eitthvað annað, nýti ljósmyndir annarra í verk, sem hann kemur svo kannski til með að selja dýrum dómum. Sumir eru jákvæðir gagnvart þessu, en aðrir ekki. Aðalatriðið er að fólk sé upplýst um þetta.
01.03.2009 at 23:36 #624384Fyrst fékk ég hringingu frá þessum i8 hóp (minnir Auði) og var beðinn um netfangið mitt vegna þessarra mynda. Þar sagði hún að þau væru búin að velja 28 myndir og ef ég ætti einhverja af þeim þyrftu þau að fá hana í sem stæðstri upplausn. Svo fékk ég tölvupóst og þar stóð það sama.
Ég veit ekki um aðra en mér finnst þetta eindæma frekja, því hvergi var spurt hvort þau mættu nota hana. Ég átti eina mynd þarna af Skúla í Blöndu og hef ekki svarað því hingað til hvort þau megi nota hana. Ég er neikvæður á það eftir þessa framkomu.
Kv. Magnús G.
01.03.2009 at 23:37 #624386lestu titilinn.
02.03.2009 at 09:54 #624388http://i8.is/?s=8&aID=14
getið séð á þessum link einhver verk hans ólafs elíassonar, ef þið hafið áhuga.
Sammála með verðmæti myndanna, held að fæstir átti sig á að verk vel metinna listamanna eru að fara á nokkrar millur oft. Bara eðlilegt að það sé eitthvað greitt fyrir myndirnar, eða nafn eiganda myndarinnar komi fram í credits, persónulega vildi ég monninginn
02.03.2009 at 13:33 #624390Myndir geta verið verðmæti en stundum er kannski í lagi að "gefa" rétt til að nota þær í einstakt tilfelli. Hvet menn til að skoða í hvað á að nota þetta og spyrjast fyrir um hvort og þá hvað I8 er að fá greitt fyrir þetta.
Hægt er að sjá verðskrá fyrir myndanotkun á http://www.myndstef.is
En hvernig er það eru myndir á f4x4.is ekki i eigu f4x4.is. finnst eins og ég hafi lesið það einhversstaðar.
02.03.2009 at 13:42 #624392Ég var beðinn um myndir í þetta og að sjálfsögðu sagði ég nei.
Í mínum huga þá getur hver og ein mynd verðið listaverk, en þegar "listamaður" er farinn að láta aðra finna myndir fyrir sig á netinu og ætlar að raða þeim svo upp og kallar það listaverk….þá er sá "listamaður" alveg útbrunninn og andlaus. En þetta er bara mín skoðun
02.03.2009 at 14:17 #62439414. Ferðaklúbburinn 4×4 áskilur sér rétt til þess að nota allt efni sem notendur vefsvæðisins birta á vefsíðunum, s.s. myndir, texta eða skrif á spjallið, í þágu starfsemi Ferðaklúbbsins, hvort sem það er til birtingar annars staðar á vefsvæðinu, í félagsritum eða öðrum vettvangi í nafni Ferðaklúbbsins. Önnur nýting á efni því er birtist á vefsvæðinu er óheimil án heimildar stjórnar klúbbsins og höfunda viðkomandi efnis.
02.03.2009 at 14:37 #624396Mitt sjónarmið í þessu er að ég hef aldrei litið á mína ljósmyndun sem tekjulind þannig séð né heldur mikla listsköpun, en ef listamaður á borð við Ólaf Elíasson sæi í mínum myndum eitthvað sem hann geti nýtt í list sína þætti mér það eiginlega bara heiður, enda um að ræða einn frægasta listamann þjóðarinnar um þessar mundir. Hef þó skilning á því að þeir sem líta á sínar myndir sem listaverk sem slík séu ekki tilbúnir að samþykkja þær sem hráefni í annað og annarrra manna listaverk, þó ég sé löngu hættur að líta á eigin myndir þeim augum, sérstaklega myndir af jeppum sem hafa yfirleitt í besta falli skemmti- og heimildargildi. En það er bara ég.
Á hinn bóginn finnst mér lágmark að óskað sé eftir myndunum á sæmilega kurteislegan hátt, en þar vantar mikið á samkvæmt lýsingu Magga.
Kv – Skúli
02.03.2009 at 17:44 #624398Daginn.
i8 galleri hafði samband við mig og vildi nota myndir frá mér. Hún Lóa sem sér um verkefnið spurði mig kurteislega hvort ég vildi leyfa þeim að nota myndirnar og sagði að Ólafur hefði sjálfur valið þær úr fjölda mynda sem hún og Auður hefðu verið búnar að finna. Einnig verður verkið gefið listasafni Íslands, svo varla verður gróðinn nú mikill. Það er magnað hvað fólk getur verið neikvætt og fundið öllu til foráttu en auðvitað er það hvers og eins að dæma hvort það vilji láta myndir í eitthvað svona, ég ætla allavegana að leyfa þeim að nota mínar.
02.03.2009 at 18:17 #624400Lestu bréfið frá Lóu sem að Ásgeir Sigurðsson setti hérna á þráðinn doldið ofar. Ég set hann hér inn aftur ef þú finnur "commentið" ekki. 😉
————————
Sæll. Við í gallerí i8 erum þessa dagana að aðstoða einn af listamanni okkar, Ólaf Elíasson, við að finna myndir af jeppum að keyra í íslenskum ám. Ég er búin að fara í gegnum myndasafn ykkar og finna myndir og mun hafa samband við eigendur myndanna um að fá að nota þær. Mér dettur í hug að einhverjir jeppamenn lumi á góðum myndum af þessu viðfangsefni og langar að auglýsa eftir fleiri myndum. Getur þú aðstoðað mig við að koma skilaboðum út til félagsmanna þinna? Bestu kv. Lóa loa@i8.is
————————-
Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.