This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 22 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.01.2003 at 16:31 #191994
Er ekki í lagi strákar og stúlkur að nota myndaalbúmið til þess að setja inn myndir af bílum og þess háttar en ekki sem sölualbúm á haugslitnum dekkjum og öðru drasli.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.01.2003 at 16:45 #466538
Ef ég hef skilið Theodor rétt þá er honum illa við að einstaklingar setji inn myndir af dekkjum og öðru dóti sem tengis mismikið jeppum.
Er Theodor að biðja um ritskoðun á vefinn? Hvar á að setja mörkin, má vera fólk á myndunum að hans mati, eða verður að vera snjór til að myndin teljist "samþykkt".
Þarna kemur bara í ljós máttur internetsins að hægt er að setja inn mynd af hverju sem er. Þ.e., erfitt reynist að setja einhver takmörk á myndefnið.
Sjálfum finnst mér í góðu lagi að menn setji inn myndir, hvort sem þeir eru að selja eitthvað eða bara að sýna öðrum hvernig heimurinn er í gegnum linsugatið á þeirra myndavél.
Kveðja
Elvar
15.01.2003 at 16:58 #466540Það mætti þá kannski benda vefsmiðunum á að það gæti verið snjallt að bjóða upp á að setja myndir með auglýsingunum. Þær myndir væru þá bara þar en aðrar myndir áfram í myndaalbúminu.
Kv.
Bjarni G.
15.01.2003 at 17:14 #466542Góð hugmynd hjá Ýktum og örugglega ekki mikið mál fyrir vefstjóra miðað við frammistöðu hans hingað til.
Lengi má gott bestna.
Kv, Valdi
15.01.2003 at 17:21 #466544Hó…
Það sem mér finnst vera pínu hallærislegt (kannski er ég bara svona gamaldags) að það eru margir að nota síðuna okkar og eru með miklar kröfur um síðuna og eru svo ekki einu sinni í félaginu ! Hvað er að slíkum mönnum. Þeir eiga að sjálfsögðu að ganga í félagið, kynnast raunverulegu fólki (það eru nefnilega ekki allir raunverulegir á spjallinu (sjáið td penis hinn færeyska og fl)) og ferðast með okkur, ekki bara í munninum á sjálfum sér.
En hvað um það, þetta er bara mín skoðun. Svo sem gott í sjálfum sér ef fólk fær áhuga á þessu félagi og fer svo að mæta á fundi…
kvPalli #77
15.01.2003 at 18:32 #466546Sælir strákar,
heyr heyr ,ég er nú alveg samála Tedda, Palla og Bjarna G að þeir sem eru að auglýsa allskyns drasl og þeir sem ekki eru í klúbbnum t.d ættu að geta sett þessar myndir í auglýsinguna. Þetta er jeppasíða og þar ættu bara að vera myndir því tengdu.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
15.01.2003 at 19:07 #466548Þar sem ég er ekki félagsmaður er ég eflaust að taka ógurlega sénsa með líf mitt með því að tjá mig um þetta. En afþví að ég er það hugrakkur að þora að ferðast um hálendi Íslands með ekkert félagsskírteini í veskinu læt ég vaða.
Ég sé bara ekkert að því að menn setji inn myndir af því sem þeir eru að auglýsa hérna á þessari frábæru heimasíðu. Eins og flestir vita þá hafa ekki allir sama skyn á hvenær dekk eru hálfslitin , hvenær bílar eru meiriháttar flottir, eða hvað "smá" rispa er. Þessvegna er mjög þægilegt að fá að sjá myndir af hlutunum áður en maður fer að hringja í menn og ræsa þá út fyrir einhverja óvissu. En það er kanski orðið í grófara lagi þegar menn eru að troða inn myndum af gömlu frystikistunni og sófasettinu sem þarf að losna við.
Að mínu mati þá á þetta fullkomlega rétt á sér svo lengi sem er verið að selja hluti sem tengjast jeppum.
15.01.2003 at 21:41 #466550Ég er alveg samála þeim Tedda,Bjarna,Palla og Jakanum að þessar auglýsingamyndir eiga heima í auglýsinga horninu en ekki í myndaalbúminu. Og Stebbi það er bara skemtilegt að þú skulir tjá þig á síðunni, en það væri ekki verra ef þú gerðist félagi. En aftur á móti leiðist mér skrif "Penis" sem hefur ekki mandóm í sér að skrifa undir nafni, og væri verðugt verkefni fyrir Vefstjóra að senda hann til Færeyja eða hvaðan sem hann kom syndandi.
PS: Og hverær koma svo æskumyndirnar frá færeyjum á netið
maður er orðin logandi forvitinn????
Jón Snæland.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
