This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þráðurinn er orðinn svo langur varðandi myndargetraunina góðu, að mér fannst ótækt að lengja hann meira. Vegna þess að lausnin var fundin, datt mér í hug að benda Skógasafninu á þráðinn ef þau hefðu áhuga. Fékk þá eftirfarandi skeyti til baka:
„Sæll Guðbrandur.Takk fyrir upplýsingarnar, ég hef ekki fylgst með þessari leit en það er gaman að lausnin við þessari gátu skuli vera fundin. Það hafa margir spurt okkur hvar þessi mynd væri tekin og við höfum ekki getað svarað því. Helst var þó haldið að myndin væri frá Sandkluftavatni eða þá á Möðrudalsöræfum. Hún var höfð með á sýningunni vegna þess að hún sýnir menn á ferðalagi á fyrri hluta síðustu aldar þegar ökutækin voru ekki burðug og vegagerð var skammt komin.
Við erum að þróa margmiðlunarsýningu á samgöngusafninu þar sem gestir geta skoðað kvikmyndabúta um hin ýmsu efni sem tengjast samgöngum. Á sýningunni eru 6 tölvur hver með sínu þema. Í einni er fjallað um fyrstu jeppana, hertrukkana og opnun hálendisins, fyrstu fjallaferðirnar. Þar langar mig til að fjalla um jeppamennskuna á Íslandi frá fyrstu jeppunum og allt fram til dagsins í dag. Mig vantar myndefni um breytta jeppa og ferðalög á hálendi og jöklum. Gaman væri að geta rakið sögu jeppabreytinga til fjallaferða og aksturs á snjó. Heldurðu að það sé möguleiki að fá myndir frá félögum í 4×4, þá er ég fyrst og fremst að hugsa um videomyndir en líka kyrrmyndir. Það væri líka gaman að kynna klúbbinn á safninu. Hingað koma upp undir 40 þús. gestir á ári og af þeim eru um 15-18 þús. Íslendingar, en útlendingar hafa líka mikinn áhuga á samgöngusafninu og breyttir jeppar eru þeim algjör nýjung.
Heyri kannski frá þér um þessa hugmynd ef þú hefur tíma.Með bestu kveðjum.
Sverrir; skogasafn@skogasafn.is„
You must be logged in to reply to this topic.