This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Óskar Andri Víðisson 15 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Þar sem ég bý erlendis og get ekki tekið virkan þátt ferðalögum og tilheyrandi starfi, skoða ég myndaalbúm félaganna.
Þetta hefur verið nefnt áður, en ég ætla samt að tala um þetta aftur. Þar er alveg ótrúlegt hvað menn eru duglegir við að setja inn myndir úr ferðum og af breytingum sem eru í gangi, sem er hið besta mál.
En, góðar myndir verða algjörlega marklausar og í raun þjóna engum tilgangi, þegar vantar texta. Textinn þarf ekki að vera einhver langloka, heldur hnitmiðaður og lýsandi fyrir þann sem skoðar. Með þessu móti þjónar albúmið sínum tilgangi. Það er ekki bara safn mynda, heldur upplýsinga. Án texta vantar helminginn af upplýsingunum og myndirnar missa marks og verða í raun ekkert spennandi.
Kv. Steinmar
You must be logged in to reply to this topic.