This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 12 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Í janúar mánuði stendur til að byrja vinnu í myndasafni síðunnar. Sú vinna á ekki að taka langan tíma en í febrúar ættum við að sjá fyrstu breitingar. Til stendur að hafa myndainnsetningu auðvelda og ljúfa fyrir félagsmenn. Ég veit að menn hafa beðið eftir að geta sett myndirnar sínar á safnið í langan tíma.
Ég stofna þennan þráð í þeirri von að fá menn til að merkja myndamöppurnar sínar með Tag (s). Þessar tags merkingar gera það að verkum að auðvelt er að finna myndamöppur eftir t.d. Deildum, nefndum, landsvæðum, árstíðum, tilgangi ferða, ferðum í skála, ferðum á jökla, og fl.
Hægt verður að tengja þær myndamöppur sem merktar (taggaðar) eru deildum eða nefndum á síðu hverrar deildar eða nefndar fyrir sig. T.d. Austurlandsdeild eða Litlanefnd. Þá tengjast þær þeirra síðum. Sjá t.d. síður Litlunefndar og Skálanefndar.
Þessar merkingar gerir það að verkum að myndirnar verða mun betur finnanlegar.Þetta ferli er auðvelt og kunna það flestir. Ég set samt myndir hér og skýringar.
1. Það þarf að skrá sig inn.
2. Smella á myndir og síðan „Your album“. Þá birtast allar þínar myndamöppur.
3. Þá er að fara í reitinn fyrir neðan myndamöppuna og velja „Edit Tags“.4. Þá kemur upp gluggi þar sem orðamerkingar (tags) eru sett inn.
5. Ágætt er að slá inn orði í valglugganum „Current Tags“. Þegar slegnir eru inn tveir til þrír upphafsstafir orðs og orðið er til í „Popular Tags“ kemur það eða fleirri í valglugga rétt neðar.
6. Þegar merkiorðið (tag) hefur verið valið er smellt á „Add Tag(s)“ sem er til hægri og er þá merkingu lokið.Merkja má með einu til fjórum orðum eftir þörfum. Ekki eru fjöldatakmarkanir á þessum merkingum. Gott er að merkja möppurnar jafnóðum og myndir eru settar á safnið. Ekki er nauðsinlegt að merkja myndirnar sjálfar en því ráða menn sjálfir.
Kv. SBS Vefnefnd.
You must be logged in to reply to this topic.