This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Viðar Örn Hauksson 22 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Mig langar á byrja á því að hrósa BÞV fyrir góðan texta með myndum sem hann hefur verið að vista hér á síðunni undanfarið.
Ég ætla að koma með ábendingu til þeirra sem nota myndaalbúmið. Setjið með myndum ykkar stuttan og lýsandi texta, hvar myndin er tekin, hverjir eru á henni,(ef það skiptir máli) og kannski smá grín ef það á við.
Það er ekkert leiðinlegra en að sjá mynd sem maður veit ekkert um, svo verður þetta ómetandi gagnasafn í framtíðinni ef þetta er vandað í upphafi.
Svo smá nöldur í lokin, setjið bara eina mynd af gömlu „Möztunni“ ykkar í albúmið, það getur ekki verði meiningin að menn geymi hérna myndir af öllum bílaflotanum sínum, þetta er jú einu sinni 4X4. Svo finnst mér fáránlegt að taka mynd að gömlum stýrisenda og vista með auglýsingu.
Hvet alla til að vista myndir, skoðið til dæmis „KP“ með flottar gamlar myndir og góðan texta
Mbk, Mundi
You must be logged in to reply to this topic.