FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Myndaalbúm ólæsilegt.

by Oddur Örvar Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Myndaalbúm ólæsilegt.

This topic contains 19 replies, has 7 voices, and was last updated by Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 11 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 06.01.2014 at 11:34 #443720
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant

    Sælir félagar.
    Ég var að fletta í gegnum nokkur myndaalbúm félagsmann og sá margar mjög svo athyglisverðar myndir. Sá flottar myndir til dæmis úr Esjufjöllum en gat ómögulega áttað mig á þeim eða staðsetningu. Það er nánast enginn maður sem skrifar nokkur orð um myndefnið sem fyrir augun ber. Þannig að ef maður þekkir ekki það sem á myndinni er, þá er maður jafn nær og getur flett í gegnum þetta með hraði því innihald myndanna ná ekki að fanga þá athygli sem myndin á skilið. Nú texti þarf ekki að vera flókinn eða langur….3-4-5 orð segja samt helling. Fjallanöfn, fjallasalir, vötn, bílar, fastur, brotinn, og svo framvegir. Hverjir eru á myndunum??? svo eifalt er þetta. Við sem eru á landsbyggðinni þekkjum ekki allt sem fyrir augun ber. Vona að þetta litla innlegg mitt verði til þess að menn setji nokkur orð í framtíðinni við myndir. Annars er EKKERT varið í þær.

    Ég sjálfur setti inn eina mynd í albúmið mitt frá ferðinni á Gamlársdag sem f4x4húsavíkurdeild stóð fyrir. Farið var á Þeistareyki, 25 bílar tóku þátt og allt gekk vel í þeirri ferð. Myndasýning var svo á fundi í gærkvöldi á fundi deildarinnar. Set hérna link á myndina mína og ekki flókinn texta: https://old.f4x4.is/myndasvaedi/crusi/crusi-fastur-ups-1/
    Kveðja
    Oddur Örvar Húsavík….Þ-450

    Viðhengi:
    1. crusi-fastur-ups-1.jpg
  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)
  • Author
    Replies
  • 06.01.2014 at 18:24 #443736
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Oddur.
    Þakka þér fyrir áhugan á kvatningu hér á síðunni. Þetta hefur mikið að segja að menn ræði um myndir sem settar eru inn á safnið. Þessi einfalda spjallútgáfa með myndum er ekki að ganga upp. Facebook hefur þróað hjá sér gott form. Ég hefði viljað líkja eftið því. Þar tjá menn sig í fáum setningum. Einnig er þar „like“ hnappur sem eingöngu er tengdur myndinni en er ekki tengill yfir á Facebook.
    Því næst er að geta safnað þessum ummælum saman þar sem menn geta séð í fljótu bragði hvort ný séu komin. Læt hér fylgja mynd af þessari útfærslu. Það væri gott ef menn gætu tjáð sig um þetta.

    Viðhengi:
    1. 6-1-2014-17-59-25.jpg




    06.01.2014 at 20:21 #443753
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir aftur.
    Ég veit svo sem ekki hvaða form er best á myndaalbúmi. Mér finnst facebook til dæmis ekki gott form fyrir myndir þó að ég sé búinn að dæla þar inn myndum á tvær síður sem ég er með. Sjá hér:https://www.facebook.com/englishsetter.iceland/photosOg hér: https://www.facebook.com/flatey.skjalfandi/photos_all
    En þegar menn setja inn myndir á 4x4albúmið án skíringa, þá er nánast hægt að sleppa því að setja inn myndina. Myndefnið er með öðrum orðum nafnlaust. Myndefnið getur verið af hvítu landslagi með einhverjum hólum eða fjöllum og enginn veit hvaða landslag þetta er? Ég er ekki að setja þetta inn til þess að vera með leiðindi frekar til þess að menn leggi meira í það sem þeir eru að gera þegar þeir setja flottar myndir inn. Hver mynd segir sögu en hún þarf kannski dálitla skíringu líka. Lengi má gott bæta.
    Ef hægt er að bæta þetta myndaalbúm okkar eitthvað frekar er það hið besta mál.
    Kveðja
    Oddur Örvar Húsavík….Þ-450





    06.01.2014 at 20:40 #443762
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll.
    Ég var að setja inn myndir sem ég tók á síðustu Bílasýningu í Fífunni. Það er til texti á tölvutæku formi held ég sem hægt væri að setja með hverri mynd. Þessi texti var á plöttunum við hvern bíl. Nú þyrfti eitthver úr bílavalsnefnd að setja þennan texta við réttar myndir svo menn gætu fræðst um bílana.
    Kv. SBS.

    https://old.f4x4.is/myndasvaedi/sep-2013-30-ara-afmaelissyning-f4x4/





    06.01.2014 at 20:44 #443770
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ef þú setur bara titil á myndirnar þá er hann illa sýnilegur, er bara partur af einhverri slóð fyrir ofan myndina en ekki raunverulegur titill. Mætti gera hann sýnilegri því a.m.k. ég set mest af textanum við myndir þar. Kannski ætti bara að vera eitt textasvæði fyrir myndirnar, ruglingslegt að hafa tvö.
    Eitt annað, það er ekki hægt að setja vefslóðir í textann við myndir/myndasafn þannig að hægt sé að smella á þær. Það mætti laga.
    Ég setti nýlega inn myndir frá Þorrablóti 2012, tók þær héðan: https://plus.google.com/photos/110795767608960501916/albums/5704666478926175505 Mér finnst framsetning þar betri en hér og myndbönd birtast sem hluti af safninu.

    Bjarni G.





    06.01.2014 at 21:22 #443786
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir aftur.
    Það er þetta sem ég meina sem Bjarni Gunnarsson er að gera…þar er texti við flestallar myndirnar. Ef Textinn hefði ekki verið hefði ég ekki hugmynd um að jeppinn hjá honum fauk útaf veginum. Ef enginn hefði verið texti þá hefði bíllinn bara sýnst vera fastu í skafli? En þetta myndaalbúm okkar er þannig að það er hægt að vera með texta undir myndunum eins og ég hef verið að gera og vildi sjá hjá öðrum þannig að maður skildi myndefnið og hefði þar af leiðandi meira gaman að því. Smá sýnishorn hér, hægt að fletta og lesa texta undir mynd: https://old.f4x4.is/myndasvaedi/crusi/cruiser-100-1998-27/
    Kveðja
    Oddur Örvar Húsavík……Þ-450





    06.01.2014 at 22:01 #443795
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sammála Oddur að við mættum vera duglegri að skrifa við myndirnar hjá okkur. Ég skoðaði myndaalbúmið mitt og ætlaði að fara að bæta þetta hjá mér en finn ekki hvernig ég get skrifað við myndirnar??????

    Kv Bjarki sem er mjög tölvuflinkur :-) NOT





    06.01.2014 at 22:30 #443797
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir.
    Bjarki. Þú smellir með músinni í kassann undir myndinni og skrifar textann.
    Við erum háðir þeirri breidd sem síðan gefur kost á. Þessi breidd er hámark.
    Það sem ég er að tala um er texti frá eiganda undir myndinni. (Ef 10 aðilar tækju þátt í umræðu sem er undir myndinni þyrfti að skrolla niður eftir honum. því nennir engin.) Þar að auki er pláss fyrir umræðu um myndina til hliðar við hana. Þá þarf ekki að skrolla neitt niður en horfa á myndina og textan samtímis. Texti yrði að vera mun smærri. Eins og þetta er útfært núna er það ekki að ganga upp. Við verðum að finna aðra útfærslu sem virkar betur og menn verði betur tilbúnir að tjá sig.
    Kv. SBS.





    06.01.2014 at 22:30 #443798
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Það er hægt að skifa ummmæli við myndirnar. prufaði að setja inn ummmæli við myndina af Crusa hjá Oddi, svipuð hugsun og með commentin á fésbókinni.





    06.01.2014 at 22:40 #443802
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir.
    Er búin að setja inn ummæli hjá Oddi. Bætið nokkrum við og sjáum hvernig gefst.
    Kv. SBS.





    06.01.2014 at 22:41 #443803
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir.
    Þetta er rétt hjá Hilmari…ég svaraði stutt. En varðandi þetta myndaalbúm okkar þá eru bara orð til alls fyrst. Það má lengi gott bæta svo vel sé.
    Kv oö hús…Þ-450





    06.01.2014 at 22:57 #443805
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir.
    Sýnist að þetta gangi nema að á forsíðunni kemur hvergi fram að menn séu að diskútera eitthvað eða commenta í myndaalbúmi. Veit svo sem ekki hvort eða hvernig hægt væri að koma því við?
    Kv oö hús…Þ-450





    08.01.2014 at 22:41 #443906
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Ef ég skoða þennan link https://old.f4x4.is/myndasvaedi/crusi/crusi-fastur-ups-1/

    í símanum kemur bara textinn við myndina en ummælin sjást ekki.

    það þarf að passa það að vefurinn virki fyrir snjallsímana annars hætta margir að nenna að skoða vefinn.





    08.01.2014 at 23:35 #443910
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Skoða þetta.
    Kv. SBS.





    09.01.2014 at 01:39 #443919
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Hilmar:
    Ertu örugglega innskráður á mobile?
    Tók eftir því að ég sé ekki ummæli nema vera innskráður…





    09.01.2014 at 21:15 #443963
    Profile photo of Hilmar Örn Smárason
    Hilmar Örn Smárason
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 493

    Ég sé ummælin ef ég er innskráður, var ekki búinn að fatta að þess þyrfti.
    þá er það spurning hvort það sé ekki eitthvað sem þyrfti að laga, að allir geti séð ummæli.
    Einnig að það kæmi fram í virkar umræður glugganum ef það er verið að commenta á myndir.





    09.01.2014 at 21:26 #443966
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Hilmar.
    Þetta var gert vijandi að verða að skrá sig inn til að geta tekið þátt í umræðum. Það hefur þá einnig áhrif á birtingu ummæla. Ástæðan er að þáttaka í ummælum gætu farið úr böndunum ef hver sem er gæti tekið þátt í þeim án vitneskju um hver þáttakandi er.
    Annars er verið að vinna í þessum málum jafnt og þétt.
    Kv. SBS.





    26.01.2014 at 15:18 #445094
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Sæll Sigurður og þakka þér fyrir að lagfæra aðganginn hjá mér. Ég er sammála með merkingar á myndum. Það gerir myndirnar mun áhugaverðari að merkja þær. Ég var að setja inn myndir úr stikuferðinni 2013 og skrifaði við í reit hægra megin en sé engan texta þegar myndirnar birtast. Setti í ógáti 2 myndir eins og get ekki eytt annari . Með kveðju Olgeir





    26.01.2014 at 15:21 #445095
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Ég gleymdi að nefna að á Picasa er mjög þægilegt að skrifa við myndirnar og breyta ef maður gerir mistök.





    26.01.2014 at 19:33 #445097
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Olgeir.
    Þakka þér fyrir myndirnar. Ég er búin að kippa þessari einu út. Textinn fór ekki í réttan reit hjá þér. Þú settir hann í „Titil“ en hann átti að fara í „Lýsing“ Ég er búin að setja hann þangað líka, þannig að hann sést. Svo er líka hægt að setja texta í „Ummæli“ eftir að myndirnar hafa verið settar inn.
    Ef þú ert innskráður átt þú alltaf að geta lagfært myndir (en ekki texta) með því að smella á „Breita“ Set þetta á listann en get engu lofa með timasetningu.
    Kv. SBS.





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.