Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Myndaalbum, fyrir hverja?????????
This topic contains 43 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.03.2003 at 17:47 #192361
AnonymousMinnugur þess að myndaalbúmið fylltist um daginn fór ég að velta þessu fyrir mér. Finnst mönnum það ásættanlega að hver sem er geti sett myndir á vefinn okkar. Hér hefur maður t.d. séð myndir af fólksbílum á plani uppá höfða og í berjamó og jafnvel myndir af einhverjum gömlum óheppnum kalli sem er með hálf afmyndað andlit. Mín hugmynd er sú að þessi vefur ætti að vera fyrir meðlimi í jeppaklúbbnum 4×4 og enga aðra. Langar aðeins að koma umræðu um þetta mál af stað. Hvað finnst mönnum?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.03.2003 at 17:56 #470886
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg er ég innilega sammála Rebba með þetta. Finnst alveg ófært að menn sem ekki eru í félaginu geti sent inn myndir í albúmið. Það hefur sýnt sig að albúmið tekur ekki endalaust við og félagsmenn borga reksturinn á þessum vef.
Finnst að þetta eigi eingöngu að vera jeppamyndir og af breytingum á jeppum og úr ferðum félagsmanna.
kv. jon
16.03.2003 at 18:03 #470888
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mitt álit er að það eiga bara að vera félagsmenn sem geti sett myndir í myndaalbúmið.
Kveðja Siggi
R-3133
16.03.2003 at 18:46 #470890Ég er ekki alveg sammála. Síðan á að vera opin eins og verið hefur. Ég tel að það ýti undir menn að ganga í 4×4 þegar þeir eru byrjaðir að nota síðuna í eigin þágu. Myndir af td. fólksbílum eiga þó varla við í myndaalbúminu.
[url=http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/:1wn2yqjv]Heimasíða[/url:1wn2yqjv]
16.03.2003 at 21:59 #470892
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í guðanna bænum hættiði þessu væli, viljið þið kannski að aðeins meðlimir í klúbbnum ykkar hafi leyfi til þess að aka um á fjólhjóladrifnum ökutækjum og að það þurfi að sýna 4×4 skýrteinið til þsss að komast á hálendið???
Lítið nú á björtu hliðarnar í lífinu og njótiði myndanna, auglýsinganna og spjallþráðanna á þessum annars ágæta vef…
16.03.2003 at 22:25 #470894Burt með kórolur, honda og annað þarflaust bull. Einnig er ég sammála því að albúmið eigi bara að vera fyrir félagsmen, það dregur úr metnaðarlausum myndum, t.d. ljótum felgum, fúlum vélsleðum og álíkadrasli. Einnig er nauðsynlegt að flokka myndir eins og sölumyndir, ferðir, breytingar, svo eitthvað sé nefnt. Áfram með góðan vef fyrir félagsmenn, þeir sem ekki tíma að borga félagsgjöld verða úti í kuldanum.
Ekki fæ ég sendan moggan, ef ég tími ekki að borga fyrir hann og hvað þá að ég fái að sjá Stöð 2 þegar ekki er borgaður gíróseðill.
Þessi frábæri vefur er kjörið agn til að veiða félagsmenn, það virkaði allavega á mig…
Kv. Atli E. (sem ekki vildi nýta vefin nema að fá að borga fyrir hann).
17.03.2003 at 10:15 #470896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð nú að segja að ég er sammála því að myndir af fólksbílum og hlutum á ekki heima í myndaalbúminu og mér er hjartanlega sama hvort menn þurfa að vera félagsmenn til að setja inn myndir þar. Hins vegar mætti bæta því við að hengja mætti myndir á auglýsingar þannig að menn væru ekki að setja inn myndir af ljótum felgum inn í albúmið eins og einhver sagði (nb, mig vantar ljótar felgur), og láta auglýsingarnar renna út á tíma þannig að gamlar auglýsingar og myndir myndu eyðast út. Fyrirgefið mér og afsakið mig að ég skuli leyfa mér að koma með uppástungu án þess að vera félagsmaður. Eina ástæðan fyrir því að ég fór að velta þvi fyrir mér að ganga í klúbbinn er þessi vefur, en að vísu eru skrifin hér líka eina ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að ganga í hann. Þetta er ekki spurning um að tíma eða ekki tíma, þetta er spurning um það hvort maður vilji vera í klúbb þar sem bíll er ekki bíll ef hann er undir 38".
Að því að ég best veit getur hver sem er lesið Morgunblaðið á internetinu án þess að borga fyrir það…. hmmm….
Ligg yfir auglýsingunum þangað til ég er orðinn nógu stór…
17.03.2003 at 11:07 #470898Ég hef nú ekki getað lesið Morgunblaðið á netinu en hinsvegar er hægt að lesa nýustu fréttir á heimasíðu mbl en ekki neitt úr blaðinu sjálfu. Til að geta lesið blaðið þarftu að vera áskrifandi og borga fyrir snepilinn.
Ég tek nú undir að að er of mikið af einhverju fólksbíla og sleðadrasi sem er sett á vefinn hérna en hef ekki skoðun á því hvort bara félagar eiga að geta sett inn myndir.
Ekki spurnig að ganga í klubbinn þótt dorían sé ekki á 38" það eykur bara longunina að fá sér stærri dekk þegar þú ferð að lesa Setrið.b (sem er hægt að lesa frítt á vef 4×4)
Kveðja Hlynur R2208
17.03.2003 at 15:35 #470900Ég tel að bæði myndaalbúmið og spjallið myndu batna ef aðgangi þar inn yrði stýrt, ég sé ekki ástæðu til að félagar í 4×4 séu að halda úti vef og uppfæra diskapláss fyrir fólk sem ekki greiðir félagsgjöld. Það eru til vefir sem hýsa myndir fyrir fólk, hér er einn vefur sem allir geta notað en menn þurfa að greiða fyrir diskaplássið.
http://www.fototime.comMín tillaga er að þeir sem vista myndir án þess að vera félagar fá 30 daga til að gerast félagar annars verður myndum þeirra eitt eins og þeir gera hjá "Fototime", þá geta menn prófað, og svo ef þeir vilja ekki vera félagar þá eyðast þeir bara.
Ég fæ altent ekki Setrið ef ég greiði ekki félagsgjöldin.
Svo er hægt að benda mönnum á Huga.is ef menn vilja komast og spjalla um bíla án þess að vera félagar í ferðaklúbbnum 4×4, okkar spjall er að verða ein alsherjar ruslakista fyrir stráka sem halda að þeir séu jeppamenn, bendi í því sambandi á bullið sem var í þessum þræði "húrra eithvað fyrir Toyotu".
Þar upphófs einhver mesta vitleysa sem sést hefur hér á spjallinu, einhver gutti vildi grobba svolítið og menn (krakkarnir) mistu sig alveg, svona þræði svarar maður bara ekki.Svo ýtreka ég fyrri tilmæli mín um að menn skrifi texta með myndunum og flokki þær, þá verður þetta myndasafn ómetanlegur gagnagrunnur og til skemtunar fyrir alla, bæði félaga og gesti.
mbk. Mundi
17.03.2003 at 19:02 #470902Góðann daginn félagar, svo ég vitna í hann Munda þá tel ég að bæði myndaalbúmið og spjallið myndu batna ef aðgangi þar inn yrði stýrt, ég sé ekki ástæðu til að félagar í 4×4 séu að halda úti vef og uppfæra diskapláss fyrir fólk sem ekki greiðir félagsgjöld. Það eru til vefir sem hýsa myndir fyrir fólk, hér er einn vefur sem allir geta notað en menn þurfa að greiða fyrir diskaplássið.
http://www.fototime.commeð vinsemd að leiðarljósi.Karl Guðjónsson.
17.03.2003 at 19:02 #470904HEIR!HEIR!
Kveðja.
17.03.2003 at 19:21 #470906
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er bara skítamórall og fordómar í ykkur. Þessir stælar gera ekkert annað en að fæla fólk frá klúbbnum ykkar, ef þið haldið áfram að vera svona leiðinlegir, og með þessa stæla og móral þá fáið þið ekki nýtt fólk í klúbbinn.
Eins og það að kalla fólk strákgutta og þ.h. án þess að hafa neitt fyrir sér í því og talandi um kórolu og honda sem ónothæft drasl eru ekkert annað en fordómar og bætir ekki umræðun í þjóðfélaginu um jeppa og jeppamenn, því núna eru þið að leggjast á sama plan og fólk sem er að finna allt jeppum til foráttu.
Reyniði nú að hætta þessu eilífa væli og skæli, og elskiði friðinn, á meðan hann er, því að Bush er eitthvað orðinn órólegur :):):)…..
17.03.2003 at 20:59 #470908
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fyrir nokkru lentum við í því diskaplássið kláraðist hér á síðunni og þurfti að fá meira diskapláss. Var því reddað snarlega af vefstjóranum. Nú er svoleiðis að ég veit ekki hvað það kostaði en veit samt að harðir diskar eða pláss á server er ekki frítt. Því vildi ég vita á hvaða forsendum félagar í 4×4 sem greiða fyrir þátttökuna eiga að vera að borga fyrir aðra sem ekki tíma að punga út fyrir félagsgjöldum?
Það er nú bara þannig að ekkert er frítt og ef að þú tímir ekki að borga fyrir eitthvað sem þú notar þá er ekki hægt að ætlast fyrir að aðrir geri það fyrir þig.
17.03.2003 at 21:12 #470910
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Náðir mér þarna með Moggann Hlynur 😉
Menn eru að færa ansi sterk rök fyrir sínu máli hérna sýnist mér og í sjálfu sér sé ég ekkert sem réttlætir það að hver sem er sé að éta upp diskapláss með því að dæla inn myndum. Er samt á þeirri skoðun að auglýsingarnar eigi að vera öllum opnar og möguleiki sé á því að láta myndir fylgja þeim.
Í guðana bænum ekki setja alla utanfélagsmenn undir sama hatt og húrranáungann.
17.03.2003 at 21:17 #470912Þetta á náttúrlega ekki að vera umræðuefni. Auðvitað á þessi vefur að vera fyrir félagsmenn…td valsson segir "Eina ástæðan fyrir því að ég fór að velta þvi fyrir mér að ganga í klúbbinn er þessi vefur, en að vísu eru skrifin hér líka eina ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að ganga í hann. Þetta er ekki spurning um að tíma eða ekki tíma, þetta er spurning um það hvort maður vilji vera í klúbb þar sem bíll er ekki bíll ef hann er undir 38".
Er okkur ekki bara slétt sama hvort hann vill ganga í klúbbinn…ef að skrifin hérna fæla hann frá..hvað er hann þá að bögga sig á að vera með…. meðfædd Íslensk nirfilssál segi ég…megi hann komast sem lengst á því…
Og auglýsingarnar…þær svínvirka, það selst allt sem maður auglýsir..mér finnst allt í lagi að borgað sé fyrir það…Auðvitað eiga allir að geta lesið síðuna, en fyrir réttinn til að birta á henni finnst mér sjálfsagt að borga…þetta er flottur vefur og við eigum að hlúa að honum…
Finnur segir.."Þetta er bara skítamórall og fordómar í ykkur. Þessir stælar gera ekkert annað en að fæla fólk frá klúbbnum ykkar, ef þið haldið áfram að vera svona leiðinlegir, og með þessa stæla og móral þá fáið þið ekki nýtt fólk í klúbbinn."….sem sé..þetta er bara skítamórall og fordómar…flott rök ekki satt??…hann endar pistilinn sinn á…"Reyniði nú að hætta þessu eilífa væli og skæli, og elskiði friðinn…"…. Hver er að væla og skæla??Strákar tímum að vera til…það er ekkert kikk í því að láta aðra alltaf vera það fyrir sig…
Klúbburinn lengi lifi
Pétur Gíslason
17.03.2003 at 21:26 #470914Og til að bæta aðeins við nöldrið…Sjáiði td auglýsinguna sem er búin að vera á forsíðunni núna í óratíma…."Kaupi og sel kanta" Einhver sem kallar sig Jón Ólafsson… Hann er kannski að ná inn fyrir væntanlegum sektum vegna hugsanlegra skattsvika…hver veit… Hann virðist ekki vera félagi þessi ágæti maður… og ég er satt að segja orðinn svolítið leiður á að sjá þessa auglýsingu stöðugt…kannski er það bara ég…það eru allavega svona dæmi sem fá mann til að hugsa í hvað félagsgjöldin fara. Ég held úti heimasíðum fyrir minn rekstur, og ég veit alveg að þetta er ekki frítt.
Áfram 38" og líka hinir þarna niðri og þið montprikin þarna uppi.
Pétur Gíslason
17.03.2003 at 21:28 #470916ég er sammála mörgu sem sagt hefur verið hér á undan, mér finnst að félagsmenn einir eigi að geta sett inn myndir, en mér finnst að spjallið eigi að vera opið öllum, óvanir menn og menn sem langar að gera eitthvað við litlu jeppana sína geta komið hingað inn og fengið góð ráð og ég er algjörlega ósammála því að það sé litið á alla sem ekki eru á 38" eða stærri dekkjum sem einhverja aula… það er alls ekki staðreyndin, ég hélt sjálfur að 4×4 væri einhver snobbklúbbur áður en ég flutti í bæinn en eftir að ég flutti í reykjavík gekk ég í klúbbinn og hef ekki mætt neinu nema velvild og ekki vil ég þakka 38" minni það, þetta eru flestir algerir öðlingar hérna í klúbbnum. 3900 kall er ekki mikill peningur fyrir að fá að halda myndum inná vefnum og vera með afslátt í nánast öllum bíla og útivistarbúðum á landinu… ekki vera nískir… verum með…
es. ég borgaði félagsgjaldið mitt upp á innan við mánuði í afslætti hér og þar….
kv. Axel Sig…
17.03.2003 at 21:51 #470918Ég hef ekkert á móti fólksbílum, þótt ég hafa gagnrýnd myndir að þeim hér, en það eru bara aðrar síður fyrir þá annarsstaðar.
Burt með draslmyndir (líka kórolur, honda og vélsleða) og gerum albúmið skemmtilegt aftur.
Látum auglýsingar eyðasér eftir ákveðin tíma, svo þær verði marktækari,(afhverju á annaðþúsund dekkjaauglýsingar, en aðeins 20 dekk en til sölu).
Spjall- og auglýsingaréttur aðeins fyrir félagsmenn, og aðrir geta horft á, það ginnir menn í félagið.
Þetta er flottasti og skemmtilegast vefur sem ég hef fundið, og það ætti ekki að tappa honum út í eitthvað annað en hann er ætlaður í.
Atli E.
18.03.2003 at 00:15 #470920Sælir félagar.
Ég hef áður skrifað um þetta efni á þræði sem þessum. Var reyndar svo harður á því þá að halda því fram að síðan ætti bara að vera fyrir félagsmenn og enga aðra. En er komin á aðra skoðun nú. Auðvitað á þessi síða að vera fyrir alla, svo fólk geti kynnst félaginu og síðan gengið í það, ef því líkar við það sem gerist hér. Hins vegar finnst mér hálf hallærislegt þegar einhver snillingur er að setja myndir inn á heimasíðuna sem eiga engan vegin heima á 4×4 síðu. Sjáið fyrir ykkur Völu Matt að dásama klósett í vesturbænum í Mótor….! Held líka að Kalli Gunnlaugs myndi líka fljótt vilja klippa það út úr sínum þætti. Og það er kannski bara það sem við eigum að gera. Biðja vefstjóra að skutla þeim myndum út úr safninu.
Einnig er ég sammála mönnum hér að auglýsingar á þessum vef virka alveg djöfull vel. Ég hef selt allt sem ég vil losna við (bíð reyndar eftir að einhver bjóði í Eirík !) og hef einnig verslað mikið hér. Hins vegar mættu menn taka til í sínum auglýsingum og henda út því sem ekki á við lengur. Að sama skapi er með ólíkindum bjánalegt af mönnum að setja inn sömu auglýsinguna aftur og aftur, bara til að vera á forsíðunni. Ég er þó ekki það heimskur að sjá ekki að slíkt hlítur að sjást betur en ella. Þeir snillingar sem haga sér þannig og hafa tíma til að gera slíkt, ættu amk að hafa tíma til að henda gömlu auglýsingunni út.
kv
Palli
18.03.2003 at 01:10 #470922Fyrst hér eru hafin uppbyggileg skoðanaskipti um aðgangsmál að vefsíðu félagsins þá vil ég einnig leggja orð í belg.
Vefsíður f4x4 eru alveg frábær kynning og ég veit að það hefði ekki hvarflað að mér að ganga í félagið ef ég hefði ekki rekist á þær og byrjað að fylgjast með spjallinu. Ég vil halda þeim opnum fyrir alla.
Vonandi fer auglýsingaflóði um brettakanta að linna áður en einhver fer að auglýsa stinningarlyf og tippalengingarkúra. Ruslpóstauglýsingar eru tímaskekkja og verka öfugt á flesta. Væri ekki hægt að hafa samband við manninn og selja honum fasta auglýsingu á vefnum fyrir sanngjarnt verð ?
Auglýsingar á spjallsvæðinu mega gjarna eyðast sjálfkrafa eftir hæfilegan tíma, t.d. 1-2 mánuði.
Svæði fyrir myndir finnst mér hins vegar að ætti að vera lokað þannig að engir nema meðlimir geti vistað myndir, þó allir megi skoða þær. Ef félagsmann langar að setja þar myndir af frúarbílnum – eða frúnni – þá finnst mér það í besta lagi. Ritskoðun á að vera í lágmarki og einungis til að halda síðunni löglegri og innan almennra velsæmismarka.
Loks legg ég til við blessaðan vefstjórann okkar að bæta við þriðju spjallrásinni, "Sandkassanum", til að menn geti híað hver á annan og skipst á eiturpillum í friði fyrir þeim sem vilja halda uppi jarðbundnari umræðum. Þar mætti t.d. raða inn skeytum þannig að heiðursætið efst á listanum falli í skaut þess sem mest og oftast hefur bullað o.s.frv. Að sjálfsögðu myndu fullgildir skuldlausir félagar ganga fyrir öðrum í röðinni.
Kveðjur
Wolf
18.03.2003 at 01:15 #470924Tillaga Wolf fær mitt atkvæði….jafnvel þó hann sé bara á Pajeró…;) Sérstaklega þessi hugmynd um sandkassann…hefði náttúrulega átt að vera snjókassi…en veður leyfir það víst ekki…
Kveðja
Pétur G
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.