This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 19 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.06.2005 at 16:02 #196019
Hvernig stendur á því að ekki er hægt að skoða fjölda mynda í albúminu. Þegar maður skoðar „Properties“ fyrir þessar myndir kemur fram Type Not Available. Er þetta ekki eitthvað sem hægt er að laga.
Jón
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.06.2005 at 17:06 #523950
Þetta stendur til bóta. Það er verið að vinna í þessu.
08.06.2005 at 19:36 #523952hvernig stendur á því að ég get ekki enn sett myndir í albúmið en ég get skift um mynd í profilnum um mig?
Ég fylgi leiðbeiningunum(sem eru imbapruf) 100%.Kv
Snorri Freyr
08.06.2005 at 20:05 #523954Snorri lesa þráðinn að ofan, það er verið að vinn í þessu. En að öðru. Ég veit ekki hvort menn hafa tekið eftri því að búið er að virkja Atburðardagatalið og er hægt að fletta á milli mánaða í því. Nú er bara fyrir vefnefndinna að fara að dæla dagskránni inn á dagatalið.
Einnig sakna ég nefndar listans framar á síðunna, en Castors mönnum tókst að fela þær upplýsingar undir bókasafn. í þennan nefndarlista þarf einnig að koma nýjum stjórnum og nefndum af landsbyggðinni.
Og Deildir á forsíðu, ég hélt að Borgarfjarðarmóri væri svo mikill sveitavargur að hann myndi flagga landsbyggðinni vel, Ofsi
08.06.2005 at 20:13 #523956Ef farið er undir "Klúbburinn", þá hefur verið bætt þar við tenglum á deildir og nefndir og þar eru allar upplýsingar um það. Málið var að hafa öll aðalatriði á forsíðunni og láta nefndir og deildir undir Klúbbinn, enda á allt sem viðkemur starfsemi klúbbsinns að vera á einum stað þar undir.
Í efri tenglaröð er eins og sést allt sem viðkemur klúbbnum sjálfum, en í neðri röð allt sem snýr beint að félagsmönnum. Þannig verður vefurinn skilvirkari og í raun einfaldari ef hlutirnir eru skoðaðir í samhengi.
08.06.2005 at 23:00 #523958Mér líst vel á þessa tiltekt hjá vefnefndinni. Það þarf ekki að vera allt á forsíðunni, aðalmálið er að finna út lógíska flokkun á efninu sem gerir það að verkum að auðvelt sé að ramba á hlutina með smá rökhugsun. Þetta fannst mér alltaf skorta aðeins á gamla vefnum, allavega átti ég fyrst í vandræðum með að finna hluti og það verður ekki auðveldara ef forsíðan er mikið kraðak.
Og húrra fyrir atburðadagatalinu.
Kv – Skúli
08.06.2005 at 23:18 #523960Þessar breytingar eiga að vera til góðs og ég held að það verði almenn sátt um það þegar fram líða stundir. Að vísu vantar talsvert upp á þetta enn sem komið er, en það stendur allt til bóta. Að auki verður svo sett upp veftré þannig að þá á að vera auðvelt að finna hvar allir undirflokkar verða.
En hafið þið ekki tekið eftir því að síðan er orðin breiðari og báðir dálkar fastir núna.
09.06.2005 at 00:36 #523962Það er gott að menn sjá ljós í myrkrinu og að eitthvað fari nú að gerast í þessum vefmálum. Ég veit ekki hvort menn geri sér grein fyrir því gríðarlegu tapi í félagsgjöldum, þar sem menn eru að tínast út úr klúbbnum og þeir sem nenna ekki að ganga í hann. Þeir sem ég hefa talað við eru flestir með sömu svörinn "ég nenni ekki lengur að skoða vefin" ég ætlaði að ganga í klúbbinn en". Á gamla vefnum vorum menn í vandræðum með að geta gengið í klúbbinn vegna lélegrar skráningamöguleika en núna hafa þeir ekki fyrir því að sækja um.
Ég vona og er eiginlega viss um að forráðamenn klúbbsins hafa gert sér grein fyrir því að þessi vefur er driffjöður þessa félagsskapar og því mjög mikilvægt að vefurinn komist í gott form og leikur myndaalbúmið þar lykilhlutverk. Plástrar hér og þar gera ekkert sem máli skiptir. Nú var þriðja skoðunarkönnunni kominn á vefinn "Ætlar þú í Landgræðsluferðina í Þórsmörk" gott að vita en ekki rétt könnunni.
Stillið upp könnunn um vefinn t.d.
Hvað finnst þér mikilvægast að leggja áherslu á í vefmálum klúddsins:
SPJALLSVÆÐI.
Hvað þá helst (hér gætu menn skrifað inn athugasemdir)
MYNDAALBÚM.
Hvað þá helst
AUGLÝSINGAR
Hvað þá helst
Og svo framvegis
Það er margt ágæt á vefnum en allt of margt mjög dapurt. Mér datt í hug að skrá mig í klúbbinn hérna á vefnum en eftir fimmmínútna leit að gerast félagi gafst ég upp, ég er félagi en ef ég væri það ekki ætti ég í vandræðum með að sækja um félagsaðild hérna á vefnum.
Svona ein tillaga í lokin, fletti hnapparnir [HTML_END_DOCUMENT] í myndaalbúminu, setjið þá í efra hægra hornið fyrir ofan myndina. Það er alveg handónýtt að vera alltaf að eltast við þá þegar teksti breytist.kv. vals
Es. og lengiði tímann sem maður hefur til að skrifa hérna á spjallið, ef þráðurinn verður fleiri en fjórar línur er maður dottinn út !!!
09.06.2005 at 01:02 #523964Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvers vegna menn hrekjast svona frá vefnum – ég er voða hræddur um að mikið af því sé hype – einhver heyrir að þetta sé svo vont, nennir ekki að reyna og heldur áfram að breiða út neikvæðu röddina sem hann heyrði.
Nú er ég ekki að ásaka neinn, og þá á enginn að taka þetta persónulega – þetta vill jafnvel gerast óafvitandi.
Ég hef allavega ekki þessa upplifun sem margir hafa hér, og hef lítið lent í vandræðum, og finnst mjög margt miklu betra en á gamla vefnum….en það hefur vissulega tekið of langan tíma – allllllt of langan tíma.
En – það má alltaf snurfusa, og ég vil taka undir með Vals með flettihnappana í myndaalbúminu – ég vil geta haldið músinni fastri og smellt á milli mynda, en ekki að þurfa að eltast við ‘áfram’-linkinn, jafnvel niðurfyrir það sem er sjáanlegt á skjánum.
Og þetta með login-tíman er líka leiðingjarnt vandamál – en það var reyndar til staðar á gamla vefnum líka – ég var allavega búinn að læra vel á Ctrl-A og Ctrl-C rútínuna áður en ég sendi frá mér texta í spjallið.
Arnór
09.06.2005 at 01:48 #523966Gæti ég fengið meira pláss eða öllu heldur lagfæringu. Búinn að henda út hálfu myndasafninu en samt kemur altaf 0 eftir í pláss…
Benni
09.06.2005 at 07:40 #523968Það er hægt að taka undir margt af því sem þú segir. en ég er ekki sammála þér að myndaalbúmið sé nauðsinlegast, heldur innskránningin á vefinn og nýskráning á klúbbinn.
Nú er staðan þannig í vefmálunum að Castor var sendur listi í 40 liðum sem þeir eiga að klára fyrir verklok, þessi listi tekur til flestra kvörtunar efna.
Inni tíminn á vefnum er 120 mínútur. Hvernig sem á því stendur þá virðist ég altaf vera á síðustu mínútunum þegar ég skrifa langan texta og hef því marg dottið út á meðan ég er að skrifa. Helvíti pirrandi þetta með innitímann. Hann mætti vera sólahringur. Hvað varðar nýskráningar þá virðist ekki hafa verið breytinga á því, en það er rétt að greinilega nenna menn ekki að nota vefinn, það skil ég ekki alveg því sumt er betra á þessum vef en annað ekki, en þó virkar spjallið þokkalega, þó sakna ég þess að geta ekki skopað alla pósta notanda og síðan vill ég geta verið eins lengi að skrifa póst og ég vill.
09.06.2005 at 09:34 #523970Benedikt, ég er búinn að stækka hjá þér myndaplássið.
Bjarni G.
09.06.2005 at 12:15 #523972Ég er nýlega genginn í félagið. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég ætlaði að skrá mig var að fara á vefinn og skrá mig þar. Fann hins vegar enga leið til þess og hringdi því í skrifstofuna sem er bara opinn öðru hvoru. Upplýsingar um hvernig á að skrá sig og opnunartíma skrifstofu vantaði á Vefinn þegar ég skráði mig.
Hvað varðar nýja vs. gamla vefinn þá er þetta bara spurning um hverju maður er vanur. Ég man eftir að hafa kíkt á gömlu síðuna ykkar en mér fannst hún mjög léleg og ég fann aldrei neitt þarna. Nýi vefurinn er miklu betur upp settur fyrir leikmann sem kíkir þarna inn en er kannski verri fyrir þá sem þekkja þetta út og inn.
Hvað varðar spjall og auglýsingar sakna ég að þetta sé ekki betur sett upp. Það eru til mjög góð forrit sem halda utan um svona spjallborð og vil ég benda á sem dæmi spjallið á http://www.stjarna.is og http://www.bmwkraftur.is.
Ég vona svo að almenn sátt fari að koma um vefinn og auðvitað að vefhönnuðirnir standi sig í að laga þau vandamál sem upp koma.
09.06.2005 at 13:36 #523974Við skulum taka þetta í réttri röð:
Ef við ætlum að lokka einhvern til okkar sýnum við þeim augnakonfekt þ.e. fallegar myndir og áhugaverða staði, síðan segjum við þeim hvað við erum frábærir og frá öllum fróðleiknum um þetta sport sem hér er að finna. Eftir það bjóðum við þeim félagsaðild.
Þannig var mín aðkoma að þessum félagsskap. Ég er sammála mörgum að vefurinn getur orðið mjög góður og er það að vissu marki. Mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð, að við tölum endalaust um það sem má betur fara en eyðum litlum tíma í að hrósa náunganum.Það sem ég er að reyna að segja er að forráðamenn vefsins beini spjótum sinum að því sem skiptir mestu máli og velti því fyrir sér hvað það er sem er að pirra náungann (og vissulega allar stelpurnar) og lagi það hið snarasta.
Ofsi, þú talar um verklok, það þíðir dagsetning !! hver er hún ??.Nökkvi talar um að tímabært sé menn fari að ná sátt um vefinn, ég er alveg hjartanlega sammála honum þar en er hræddur um að það gangi illa þegar menn er alltaf að stauta sig á einhverja bögga á vefnum.
kv. vals
09.06.2005 at 16:02 #523976Þú spyrð um dagsetningu á verklokum. Þá var viðmiðunardagurinn 16 sept 2004, þ.a.s frá þeim tíma höfðu Castorsmenn 6 mánuði til þess að klára vefinn, síðan höfðu þeir 3 mánaðartíma til viðbótar til þess að klára ýmislegt smálegt. þannig að samningstíminn er úti. En stjórn og vefnefnd gerðu samkomulag við Castor um það að þeir myndu ljúka vissum verkþáttum og Ferðaklúbburinn fengi í staðinn coðan að síðunni til eignar. Þannig að sá verkþáttur er í gangi núna og er eitthvað búið að gera af þessum lista og eiga þeir því ekki mikið eftir. Þá verður vefsmíði og viðhald í höndum vefnefndar.
Hvað varðar pirraða félagsmenn og hvort við vitum yfirleitt af því. Þá get ég sannfært þig um það að enginn félagsmaður hefur verið jafn pirraður og stjórnarmenn hafa verið vegna þessa dráttar og villumeldinga á vefnum. Enda hefur farið alltof mikill tíma stjórnar í það ströggl og hefur félagsstarfir hreinlega liðið fyrir það, en nú sér vonandi fyrir endann á því.
Hvað varða andlit klúbbsinns út á við þá vegur vefsíðann þar þungt. En þegar ég segi að mikilvægast sé að koma innskráningum á vefinn og slíkum hlutum í forgang, því myndasíðann er þó allavega virk þó með einhverjum hnökrum sé. Nú eru u.þ.b 28000 myndir á vefnum svo nýjir aðilar ættu að hafa svolítið að skoða
09.06.2005 at 16:11 #523978hann nonni boj snæl hefur hvorki fyrr né "stuttar" verið svona "activur" á spjallinu, hafðu þakkir fyrir nonni minn að leiða okkur þessa semi-viltu sauði 😉
kv
js
09.06.2005 at 16:38 #523980kæri nafni, njóttu vel og lengi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.