Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Musso spurningar um ágæti þessa bíls
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Aron Gudnason 12 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.10.2012 at 20:18 #224615
sælir
ég var að velta fyrir mér hvaða skoðun menn hafa á þessum bílum svona öfgalaust.
Ef við veltum bara upp spurningunni hversu dýrir eða ódýrir þeir eru í breytingu og rekstri fyrir 38″ dekk eða jafnvel 44″
ég er að spá í bílunum með dísel vélinni hvort sem er pickup eða jeppanum, er það ekki high output bíllinn sem hentar best.Svo hvort ekki þurfi að röra hann að framan og hvað menn eru að nota, er afturhásingin nothæf?
Svo kannski almennt hvernig þeir eru að koma út, hvar eru veikustu hlekkirnir.
Það er svo furðulegt að ef maður spyr menn sem áhuga hafa á bílum hvernig þeir séu að reynast, þá segja menn umsvifalaust að þeir séu drasl án þess að hafa nokkra hugmynd um það.
Orðið er laust, þeim sem eitthvað vita um þessa bíla
kv Óli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.10.2012 at 20:33 #758851
vertu bara undirbúin að heyra margt frá misvitrum mönnum um þessa bíla að þetta sé ónýtt og ég veit ekki hvað og hvað, búin að eiga nokkra svona óbreytta og það er ekkert að þessu kramlega séð, en helst hefur verið að pirra mig hurðabúnaður og svona boddýhlutir, en ekkert óyfirstíganlegt
10.10.2012 at 21:32 #758853Ég á benz sendibíl með 2,9 dísil vélinni sem kemur í musso jeppunum. Keyrð 270 þúsund. Slær ekki feipúst. Og toppurinn er eyðslan. Er á milli 9-10.
10.10.2012 at 21:38 #758855Það er þetta með Mussokvikindið. Sammála Kjartani hér að ofan að þú átt eftir að heyra margt og misjafnt um þessa bíla. Persónuleg reynsla! Hef átt tvo. Fyrri var óbreyttur 2,9 dísil high output, 1999, óbreyttur. Átti hann í ár, klikkaði ekki. Náði að láta hann eyða 10 lítum á leiðinni Ak. Rvík með því að keyra ansi frjálslega og botnstanda hann í öllum brekkum til að vita hvað hann gæti. Og hann var bara nokkuð frískur. Skifti honum upp í 2000 model af high output 2,9 dísel 33 tommu breyttum. Sá bíll var merkilegt nokk á 5:38 drifum og snérist því nokkuð á langkeyrslu og var að eyða því sama utan og innanbæjar, milli 12 og 13 lítum. Var óhemju snöggur vegna þess hve drifin voru lág, 5:38 drifin eru frekar ætluð fyrir 38 tommu dekk. Fór í honum heddpakkning, lítið mál að skifta um hana. Dreif fínt á 33 tommunni og var umtalað hvað hann dreif. (Enda afburða ökumaður undir stýri ) breytti honum árið 2009-2010 fyrir 38 tommu dekk, klafasíkkaði hann um 70 mm, síkkaði afturfjöðrunina um það sama, hásingarfærsla að aftan um 140 mm og boddíhækkun 100 mm. Allar boddífestingar smíðaðar upp, engar "stultur". Bíllinn hefur farið í nokkrar vetrarferðir síðan og ávallt staðið sig með prýði, drifið vel, skilað sér til byggða án vandræða. Hefur verið í þjónustu skálanefndar Setursins síðan 2009, farið nálægt 30 skálanefndarferðir og dregið ótalinn þunga af byggingarefni, verkfærum og olíu. Hefur verið að eyða milli 13 og 14 lítum í eðlilegri keyrslu en hefur slegið upp í 18 lítra þegar mest hefur gengið á. Viðhald! Bremsur, olíu skifti, tvær heddpakkningar þar af önnur vegna mistaka, tók túrbínu og spíssa í um 210,000 km. sprunga í pústgrein eftir veruleg átök á vélinni og allt túrbínudraslið sjálfsagt orðið hvítglóandi þannig að skift var um pústgreinina, mótorpúðar kringum 220.000 km. Skift um efri klafagúmmíin kringum 230.000, nýbúinn að skifta um silikonviftu fyrir vatnskassann, skift um pakkdósir í stýrismaskínu, skift um framhjólalegur árlega sem fyrirbyggjandi viðhald. Við 38 tommu breytingu var skift um allar spindilkúlur. Þetta er svona það helsta, gleymdi að báðir bílarnir voru sjálfskiftir með BTRA skiftingunni sem er fimm gíra overdriveskifting. Smá vandamál um tíma með alternatorinn vegna þessa að hann var með snuðkúplingu, ( orginal mercedes bens alternator 70w.). Lét setja fasta trissu á hann og hefur hann verið til friðs síðan. Að öðru leyti hefur bíllinn verið til friðs og þjónað eiganda sínum vel. L.
10.10.2012 at 22:20 #758857þetta eru fínar upplýsingar.
ástæða þess að ég fór að velta þessu fyrir mér, var einmitt að ég sá gráan musso á 38 minnir mig koma í bæinn á sunnudag í fylgd fleiri bíla með olíukálf aftaní.Mig minnir að hann hafi verið með 4×4 límmiða Það hefur kannski verið þinn Logi.
Fór því að velta fyrir mér hvort sniðug kaup væru í þessu, þeir eru til nokkrir á ágætu verðismá spurningar í viðbót.
hvað með ryðsækni
frágangur á rafmagni er hann þokkalegur
hverjir selja helst varahluti í hann fyrir utan Benna, og hvað með verð almennt á hlutum í hannannart takk fyrir það sem komið er
kveðja Ólafur
11.10.2012 at 09:39 #758859Jú jú, þetta var Mussokvikindið mitt sem þú sást þarna, gegnir nafninu Nasi gamli og kemur ef ég flauta á hann,
En annars, minn er árgerð 2000 og ekki hef ég orðið var við mikla ryðsækni í hinum, gæti svo sem blossað upp einhvern daginn eins og þes er von og vísa. Rafmagn hefur að mestu verið til friðs, stundum hefur eitthvað rugl verið á mælaborðsljósum ef hann hefur staðið lengi en hefur jafnað sig eftir smá notkun. Tengi niður í sjálfskiptingu vatnsþétti ég á sínum tíma og hafa verið til friðs. Verð á varahlutum er þokkalegt, Benni hefur átt flest í bílinn hjá mér og ég get ekki kvartað yfir verðlagningu hjá honum. Eitthvað hef ég verið að fá hjá Tóta Musso í Musso varahlutum. Svo fæst sjálfsagt hitt og þetta af almennum varahlutum hjá Poulsen og slíkum aðilum. En eins og ég segi, heilt yfir er ég mjög sáttur við bílinn, hef sennilega ekki lent á mánudasgeintaki. L.
11.10.2012 at 10:59 #758861boddýið á þessum bílum hefur ekki verið að riðga grindurnar hafa farið á sama stað og í toyota, nissan, mmc og fleiri jeppum. Sennilega er það útaf salti og skorti á þrifum sem þetta fer.
11.10.2012 at 12:01 #758863Í stuttu máli
-Eyða mjög litlu
-Sæmilega seigar vélar á lágum snúningi
-Ódýrir í innkaupum
-Ódýrir varahlutir í umboði, tók töluverðan þátt í viðhaldi á 38" musso og ég held bara að allir varahlutir hafi komið – frá Benna, það tók því ekki að fara annað
-Ekki þyngri en svo að þeir drífa fínt á 38"Hinsvegar
-Ómerkilegur frágangur á ýmsum smáatriðum (innréttingaskröllt og því um líkt)
-Klafar að framan gáfu sig reglulega, skrifast á harkalega meðferð en t.d. patrol, cherokee og F350 hafa þolað sömu meðferð vandræðalítið (bara ein patrolhásing bognað en sá var á 17" br. felgum)
-Heddpakkningar og e.t.v. hedd fara "reglulega" en bót í máli er að það er rosalega auðvellt að taka heddið af og á.
-Sumar gerðir af gírkössum og skiptingum hafa ekki reynst vel en aðrar gerðir staðið sig vel, þekki ekki hvaða búnað skal varast og hver er í lagi….Niðurstaða:
Ég hef íhugað að kaupa mér musso oftar en einu sinni og tel þá ekki verri kost en marga aðra jeppa.kv. Freyr
12.10.2012 at 23:04 #758865takk fyrir greinargóðar upplýsingar,
Niðurstaða mín er því sú að þetta er miklu betri bílar heldur en almennt er talað um meðal þeirra sem hafa ekki komið nálægt þessum bílum.
Þetta er sennilega álitlegur kostur fyrir þá sem langar að breyta bíl og reka til fjallaferða en eyða ekki of miklu í þetta.
kveðja Óli
19.11.2012 at 02:46 #758867Ég er búin að eiga Musso 1998 2,9 disel síðan 2006 og hann hefur aldrei svikið mig er búin að keyra hann tæp 300 þús og sennilega um 50 þús á hálendinu bæði sumar og vetur hann er 35" breittur og eiðir um 12.5 L það er eins með alla bíla að þeir bila alltaf fyrir rest en ég get ekki séð að minn hafi verið að bila meira en gerist og gengur sammála ofanrituðum með varahluti það borgar sig ekki að leita mikið út fyrir umboðið verðið hjá þeim er bara mjög gott svo á Tóti í Musso pörtum alltaf til helling af alskonar dóti fyrir sangjarnt verð
heilt á litið, ég er ekki að fara að skifta um bíl í fjallaferðir breiti honum kanski fyrir 36,5" 14,4" breið
það er svo lítil breiting en gríðarlega mikið flot miðað við 35" 12.5
er með úrhleypibúnað sér fyrir öll dekk og mælir fyrir hvert dekk mælir sem sýnir kerfisþrysting og mælir sem sýnir instiltan þrysting 2 spil eitt 12000 pund og 2500 pund þetta virkar frábærleg bæði búnaður og bíll þarf ekkert meira viðhaldskostnaður per ár er lítill geri allt sjálfur það sparar mikið.Ánægður með Mussoin
Stjáni
19.11.2012 at 08:47 #758869Er á Musso ´97, disel, sjálfskiptan, ekinn tæplega 300 þús. 38" breittur, hef átt hann í 8 ár, ekkert farinn að ryðga. Hefur staðið sig mjög vel og eyðir litlu sem er mikill kostur í dag.
Setti undir hann rör að framan, Dana 44 undan Wagoner og er með orginal Dana 44 aftan, hlutföll 4.88 og virkar þetta konsept mjög vel. Það fæst mikið fyrir verðlitla krónu þegar keyptur er Musso, hafa sína kosti og galla eins og allir aðrir bílar, og aðgangur og verð á varahlutum gott og þessir bílar eru í grunninn einfaldir og gott að vinna við þá. kv. SP
19.11.2012 at 22:22 #758871Sæll Óli
Ég hef átt Mússólíníinn minn í 2 ár og ekið 30þúsund en hann stendur nú í 255þúsundum og er ánægður með hann en sem komið er þó ég hafi nú reyndar ekki keypt besta eintakið á landinu. Minn var tölvert ryðgaður en merkilega lítið í grind samt en hann hafði búið í miðbæ rvk alla sína tíð.
Þetta er 2.9 TDI sjálfskiptur með Benz skiptingu sem er 4 þrepa gamaldags skipting með vacumstýringu en það eru frekar harðar skiptingar en meiga þó eiga það að keyra alltaf þó þær séu orðnar mikið slitnar.
Bíllinn eyðir litlu 9-10 óbreyttur, utanbæjar en í dag er hann á 36" hjá mér og eyðir 12-14L eftir færð og vegalengdum.
Ég keypti annan bíl sem var 35" breyttur en hafði oltið og reif hann því í frumeindir og lærði mikið í leiðinni og færði breytinguna og hásinguna yfir í minn ásamt drifkúlu að framan.Lenti í brasi þegar ég fór að skipta um vökva á skiptingunni en þá kom í ljós pínulítið ryðgat á pönnuni sem var bara soðið í. Hurðarlæsingar hafa staðið á sér og rúðuþurrkuarmar duttu úr sambandi. Skiptirinn milli 2X4-4X4 og lága drifs hefur verið með stæla en það skrifast á rafmagnstengi niður við millikassa.
Þegar ég kaupi bílinn þá átti hann það til að hitna og/eða klára vatnið og ég rauk til og keypti nýjan vatnskassa enda orðinn gamall, vatnslás og var langt kominn með að skipta um heddpakkningu þegar ég tók eftir örfínni sprungu í slíf sem hafði orsakað allan vandan. Við feðgar tókum því mótorinn allan upp og hefur hann verið til friðs síðan
Ég hafði líka verið að skipta full oft um glóðarkerti í honum en það orsakaðist af bilun í stýriboxinu fyrir þau og ég ákvað bara að gera hitunina manualt þ.e tengja á stórt relay og það virkar fínt og jafnvel betur.
Líklega hef ég fengið mánudagsbíl en ég hef svo sem gaman af þessu hehe.Næst á dagskrá hjá mér er að gera skiptirinn í millikassanum manualt líka svo að hægt sé að treysta á þetta 100% og setja í hann no-spin læsingu að aftan og jafnvel standsetja loftkerfi en í honum er original air-con kerfi.
Þú getur fengið mikinn bíl fyrir lítinn pening og varahlutirnir eru ódýrir original, hann eyðir litlu jafnvel undir miklu álagi og getur brennt fleiru en bara dísel, gott pláss í þeim og ágætt að keyra þá. Gallar eru sennilega viðkvæmni fyrir ryði og rafmagnið mætti vera betur frágengið en kramið er gott í þeim dana44 aftan og dana 30 kúla framan BorgWarner gírkassi/Benz sjálfskipting/BTRA rafmagnsskipting og vélarnar eru ættaðar frá Benz OM601-602 og M104 -111 mótorar eru allt góðar vélar sem hafa reynst vel í Benz og þekktar fyrir endingu og sparneytni
Ég kynnti mér þá nokkuð vel áður en ég keypti og er sannfærður um að þeir séu ekki síðri kostur en margir af þeim bílum sem í boði eru hér á klakanum en þeir hafa allir galla
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.