Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Munur á Lc80
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Ingi Árdal 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.01.2009 at 20:22 #203454
Sælir félagar. Ég er að pæla í vélunum í Crúser 80.
Hvort viljið þið frekar 24ventla frekar en 12 og af hverju. Hver er munurinn á aflinu, olíuverki ofl…Mbk. Ingi Bjöss, sem veit ekkert hvernig bíl hann lagar í næst…
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.01.2009 at 21:56 #636046
það eru fleiri ventlar í 24v vélinni haha,ég skal bara selja þér minn og þú þarft ekkert að spá í þessu
kv Heiðar U-119
02.01.2009 at 00:00 #636048Ekki er ég nú mikill toyotu gaur en ef þetta líkist venjulegum bílum þá ætti 24 ventla græjan að skila meira afli en 12 ventla.
En maður heyrði alltaf um stóran galla á 12 v vélinni með stangar legur eitthvað sem var lagað um svipað leyti og ventlunum fjölgaði.
02.01.2009 at 01:13 #636050Það fer bara eftir ýmsu Heiðar minn. Hvort bíllinn þinn sé nokkuð ekinn til tunglsins ofl…
Það eru 384,403 km til tunglsins, Frá miðju til miðju. samkvæmt Wikipedia.com
02.01.2009 at 01:28 #636052Þolir toyotann ekki annað eins án viðhalds ;);)
02.01.2009 at 01:54 #636054Sá munur sem mér finns vera á þessum vélum er að 12 ventla vélin vera heldur svona sneggri og snarpari en 24 ventla er meira svona í toginu en ekki jafn snörp, 24 ventla er samt aðeins kraftmeiri þegar þú ert kominn af stað.
Eini gallin við 24 ventla er að þær eru misjafnar, ég til dæmis var með tvo alveg eins í viðhaldi, sama árgerð og bara 3 mánuðir á milli þeirra í framleiðslu og annar var miklu sprækari en hinn, samt var búið að fara í olíuverk, spíssa, túrbinu, taka heddið af og mæla stangir og allan pakkan á þeim kraftminni.
Það er reyndar mjög mikilvægt að afnema helv.. EGR ventlana um leið og bíllin kemur af færibandinu, hef lent í svo slæmum tilfellum að ég hef þurft að taka heddið af til að hreinsa sót úr soghlutanum á vélinni.
Varðandi stangarlegurnar í 12 þá þurfti að skipta um þær í upphafi en það þarf ekki að skipta um þær reglulega eins og margir halda, eftir að gölluðu legunum var skipt út endast þær bara eins og í öðrum bílum.
Ef það eru fleiri spurningar, láttu vaða, takk og bæ Dúddi
02.01.2009 at 15:04 #636056Hvenar kemur krúserinn með 24 ventla og breytist eithvað meira en bara mótorinn? Þar að segja Kassi og millikassi, útlit, innrétting ofl…
02.01.2009 at 16:01 #63605824 ventla bíllin kemur ’95, man ekki mánuðin, hann er eins að flestu leiti, aðeins munur á mælaboðinu og svo er 24 ventla bíllin ekki fáanlegur sjálfskiptur, annars er hann í aðalatriðum mjög svipaður.
02.01.2009 at 17:10 #636060ég hef akkúrat hina reynsluna þ,e að 12V er seigari á lágsnúningi en 24V snarpari ef að hún hefur snúning en mér finnst hún líka sparneytnari
02.01.2009 at 20:26 #636062En gengur td. gírkassi af 12v beint aftan á 24v.
Gengur millikassi af 12v beinskiptum kassa á 24v kassa.
Gengur millikassinn beint af gírkassanum á skiptinguna. Er bara aðallega að pæla í varahlutabissnesnum. Ef eithvað myndi nú eyðileggjast, hvort það væri bara hægt að skrúfa það sem næst er bara beint undir.
Annað ef maður væri með bílinn breyttan f.44" með milligír. Eru þið þá yfirleitt á 4.88 drifi. ef svo er, hvernig er þá að keyrann á 37" sumardekkjum?
Mig langar nú mest í svona bíl beinskiptan. Þetta er eina toyotan sem ég gæti hugsanlega hugsað um að hugsa út í að eiga…
02.01.2009 at 23:19 #636064Eg veit ekki annað en gírkassinn passi beint yfir en ég þori nú ekki að hengja mig uppá það. Millikassarnir eru alltaf eins nema að það getur verið munur á hvort það er takki til að læsa mismunadrifinu í millikassanum í háadrifinu, mér hefur verið sagt að það dugi að fá sér takka og tengja í lúmið í mælaborðinu en ég veit ekki hvort það er rauninn.
Allavegna veit ég að í kössunum sem eru úr bílum sem eru ekki með svona takka þá er seigjukúpling inní mismunadrifinu en hún er ekki í kassanum þar sem er svona læsitakki.
Svo eru sjálfskiptingarnar öðruvísi í bílum fyrir ´94 en eftir það.
Orginal er beinskipti bíllin á 3.73 drifum en sá sjálfskipti á 4.10. Svo er bara mismunandi hvernig menn vilja hafa þetta.
Ef þú ætlar að vera á svona litlum sumardekkjum mundi ég ekki fara í lægri hlutföll en 4.56 því annars verður bílin leiðinlega lágíraður á 38 tommu, enda ef maður er með milligír er ekki þörf á lægri hlutföllum.
Tveir rarik bílar sem ég þjónustaði voru með 4.56 hlutföll og á 38 tommu voru þeir fínir á vegi.
Allavegna þeir sem ég þekki og eru með 4.88 hlutföll eru vel flestir að brasa við að keyra á stærri dekkjum en 38 vegna þess hvað þeir eru lággíraðir sem er svosem í góðu lagi eftir að radial dekkin fóru að koma stærri.
Vona að þetta hjálpi, annars bara að spurja meira, takk og bæ kv dúddi
03.01.2009 at 14:58 #636066vaðarni takka í mælaborði þá er það til og maður er heilar 5 mínotur að setja hann í .
03.01.2009 at 15:09 #636068Gott að vita, hafði engar öruggar heimildir en snilld að það sé rétt.
03.01.2009 at 19:44 #636070Rúnar, Það væri kanski auðveldara að kíkja bara í kaffi til þín bara ef þú værir ekki hinumegin á landinu
Ég hef einmitt líka verið að heyra þetta með að 12 ventla vélin sé duglegri niðri meðan 24v væri kraftmeiri þegar hún sé komin á snúning. Hvaða dekk eru radial fyrir ofan 37" og er jafn gott að aka á þeim.
03.01.2009 at 20:38 #636072Ég held þú ættir að slá til og heimsækja Rúnar Inga Árdal og ræða við hann um lc 80 hann er mikill áhugamaður um svona bíla og skoða hans bíl já og kanski versla hann af honum mér skilst að hann sé til sölu, ef þú ferð á bílasölur.is þá eru myndir af crúsernum hans þar rauður með ssb stöng sem reyndar svolítið 1977. Kv Maggi sem langar stundum í crúser 80.
03.01.2009 at 20:59 #636074Komið þið sælir félagar
Varðandi þessa mótora þá eru þetta fínustu grjótmulningsvélar og virka þokkalega en það vesta við þær er þetta helvítis Toyota merki sem er á ventlalokinu sem þarf náttúrulega að fjarlægja með slípirokk…….
03.01.2009 at 21:20 #636076Ég er reyndar búsettur á akureyri núna, ekki alveg jafn langt og í egilsstaði.
Þetta með bílinn er auðvitað hægt að skoða fyrir rétta upphæð ef það er nægur áhugi.
Maggi minn, bíllin þinn er ekki samur eftir að þú tókst SSB loftnetið af, bara eins og hann sé strípaður, þetta er það alheitasta árið 2009 hehe.
03.01.2009 at 21:35 #636078Ég veit ekki af hverju en mig langar bara mikið meira í beinskiptan. Maður ætti sumsé að geta tekið gírkassa af 12ventla bíl og sett hann á 24 ventla.
03.01.2009 at 21:57 #636080ég held það passi já, er samt ekki alveg viss.
Nei menn verða víst að fá að ráða þessu sjálfir, ég vil persónulega sjálfskiptan.
Samt byrjaði ég nú á beinskiptum 60 cruiser.
03.01.2009 at 22:58 #636082Ég er reyndar á beinskiptulínunni líka Ingaling en eftir að björgunarsveitin Hérað údeildi til mín nýjum sjálfskiptum Dodge Ram þá er ég eiginlega svolítið að komast á þá skoðun að þetta sé hægt að nota jafnvel með góðu móti.
En auðvita mundi ég aldrei horfa beint í augun á Rúnari Inga og segja að glussahitarinn væri að virka.
Kv Maggi
03.01.2009 at 23:19 #636084Þetta með að 12v sé að torka meira neðst niðri er gömul þjóðsaga, hið rétta er að 24v hefur allt framyfir og það sem meira er að 12v er hættur að toga eitthvað að ráði í 2500rpm en 24v togar alveg uppúr en hið rétta er að 24v er að toga mun betur á öllum sviðum og það munar haug af afli á þessum bílum, búinn að eiga þá nokkra og á núna báðar gerðir og báðir mjög góð eintök sem vinna mjög vel en eins og ég segi þá á 12v ekki roð og þá meina ég ekki roð í 24v á neinu sviði. Óskar talar um að sin sé ekki að torka nógu vel niðri þ.e 24v en það er vegna þess að það er eitthvað að það þekki ég vegna þess að ég átti þann bíl og einhverntíman þegar ég var að mótor þvo hann þá gerðist eitthvað sem olli því að allt tog fór úr honum en hann vinnur ágætlega um leið og komið er við petalan. Sem dæmi á 24v bílnum sem ég á svona til að gefa smá "hint" þá virkar þetta þannig að í lága drifinu og þú sleppir kúplingu (í fyrsta gír)og lætur olíupetalan í friði en stígur á bremsuna, þú stoppar hann ekkert og n.b hann er á 3:73 hlutföllum og á 46"! Ekkert er búið að skrúa upp olíuverk hjá mér og hefur afgas farið hæðst í 650 gráður og þá var hann píndur í það! Það getur líka verið smá munur á afli á milli eintaka bæði 12v og 24v sem dæmi þá eru ef ég man rétt 3 musmunandi olíuverk í 24v eftir því á hvaða markað honum var ættlað. Að sama skapi er 12v bíllin sem ég á einn lang sprækasti 12v bíll sem ég hef ekið sem EKKI er búið að skrúfa olíuverk til helvítis og það má sjá m.a á afgashita sem fer aldrei yfir 680 gráður. ALDREI versla svona jeppa nema í honum sé afgashitamælir staðsettur FYRIR túrbínu, hann segir allan sanleikan um hvort þú ert með gott einntak eða eintak sem búið er að skrúfa olíu upp til helv…. Gangi þér vel.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.